Smákrúttfærsla, veður og sultutau.

Þá er litla skottan mín komin út í kerruna sína.  Búin að borða hafragraut, taka lýsi og banana í eftirrétt.  Svo kom pelinn sér vel, fá sér mjólkursopa meðan maður sofnar.  Mikið rosalega er maður fljótur að detta aftur inn í hlutverkið, þó það séu komin yfir 30 ár síðan, með smá upprifjun með stubbnum. Og þá er ég ekki bara að meina að kunna handtökin, heldur detta inn í rulluna, að hafa smábarn, það þarf að forgangsraða öllu upp á nýtt, og maður er ekki lengur sjálfs sin herra, ónei það er komið lítið yfirvald sem skipar fyrir, og það þýðir ekkert að andmæla, hehehehe....

IMG_8657

Svo er hún til og með farin að skríða, hún mjakar sér áfram, þangað til hún kemst þangað sem hún ætlar sér að fara, og leiðin liggur alltaf út af teppinu. 

IMG_8658

Það þarf nefnilega að skoða hvað er þarna niðri, það er allt eitthvað svo spennandi, sérstaklega þegar alltaf er verið að reyna að taka mann í burtu.

IMG_8653

Afi þarf líka stundum að fylgjast með manni.

IMG_8655

Svo kom hann Sigurjón Dagur stóri frændi í heimsókn, eins og svo oft.

IMG_8661

Jamm það fjölgar sífellt á teppinu.

IMG_8666

Það er að mörgu að hyggja.

En veðrið var mjög gott í gær, hlýtt og blankalogn.  Það er svipað í dag, nema það er dálítil rigning, en sólin er að berjast við að koma fram.

IMG_8650

Birtan er voða falleg á þessum árstíma.

IMG_8651

Það skiptast á skyn og skuggar, og gerir allt svo eftirtektarvert.

IMG_8652

Yndislegt verður sem var í gær.  Og það var svo hlýtt líka.

IMG_8664

Bóndinn fór á kajak, jamm þessir tveir deplar þarna er hann og annar ræðari.

IMG_8663

Flottir ekki satt.

En svona er lífið, skin og skúrir.  Best er að hugsa jákvætt um hvorttveggja. Gleðjast þegar sólin skín, en þakka fyrir regnið sem nærir plönturnar. 

Vinkona mín, ein sem vinnur með mér, kom færandi hendi í gær.  Hún gaf mér sultu, en ekki neina venjulega sultu, því það var annars vegar hrútaberjasulta, rosalega góð og fersk og síðan hélurifssulta, hún er líka mjög góð.  Það var aldeilis gaman að fá svona góðar gjafir.  Hún er rosalega dugleg við að sulta. 

IMG_8668

Þessi mynd var svo tekin rétt áðan, og sýnir hvernig sólin reynir að þrengja sér gegnum skýin.  Henni tekst það áreiðanlega.

IMG_8667

Að lokum mynd af stubbnum mínum.  Hann er hér að hugleiða um landsins gagn og nauðsynar, ekki veitir af að einhver hugsi, ekki gera ráðamenn það.  Eða svo finnst manni stundum.  Tounge

Óska ykkur annars gleðilegs dags. 


Hér vakna spurningar.

Ég er svolítið hugsandi yfir þessum fréttum.  Þetta kom líka fram í Útvarpsfréttum.  Það var rætt við fulltrúa frá Vinnumálastofnun og hann sérstaklega spurður um hvort vinnumálastofnun hefði ekki í hendi sér að stöðva vinnu þessara undirverktaka.  Hann sagði það vera.

Ef hins vegar það gengur ekki eftir, þá er spurning hvers vegna.  Hafa leigurnar brugðist vel vil og skilað réttum gögnum.  Eða er það einhver inngrip annarsstaðar frá ?

Ég er ansi hrædd um að það verði að vera skýr svör hvort heldur er, og hver tekur sér þá það vald að varna lokun.

 

Að öðru.  Mér barst rafpóstur vegna áskorunarinnar sem ég sendi á þriðjudaginn.  Svarið hljóðar svo:

Góðan dag,

Þakka þér fyrir þá áskorun sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu hefur borist frá þér varðandi kjör öryrkja og aldraða.

Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar kemur fram áhersla á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Meðal annars verður unnið að framgangi málsins með einföldun á almannatryggingakerfinu, með því að draga úr tekjutengingum og skerðingum bóta og með því afnema tekjutengingu launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga sem og skerðingu tryggingabóta vegna maka. Þá er stefnt að því að fylgt verði eftir tillögum örorkumatsnefndar um stóraukna starfsendurhæfingu og nýtt matskerfi varðandi örorku og starfsgetu. Jafnframt verði komið til móts við þann hóp sem er með varanlega skerta starfsorku.

Hafin er vinna við tilfærslu verkefna milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis annars vegar og félagsmálaráðuneytis hins vegar með það fyrir augum að auka skilvirkni og einfalda yfirsýn. Stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki fyrir árslok og næsta skref er þá að móta tillögur og aðgerðaáætlun sem m.a. snertir á ofangreindum þáttum í stefnuyfirlýsingunni.

Í tölvupóstinum er einnig áskorun sem tengist lyfjaverði. Markmið mitt í þeim málum er í stórum dráttum tvíþætt: annars vegar að lækka lyfjaverð til einstaklinga og hins vegar að lækka lyfjakostnað ríkisins. Tillagna er að vænta í þeim málum á næstunni.

Þær ábendingar sem fram koma í tölvupóstinum eru mikilvægar og munu verða teknar alvarlega við þá vinnu sem í gangi er.

Með góðri kveðju,

Guðlaugur Þór Þórðarson,


mbl.is Talið að starfsemi Hunnebek og GT verði ekki stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

6. september.

Hún fallega elskulega dóttir mín á afmæli í dag.  7,mars 2007 466

Innilega til hamingju elsku Bára mín.  Ég er svo stolt af þér alltaf.  Þúsund kossar og knús til þín frá mömmu og Ásthildi Cesil. HeartHeart 

 

Enn einn góður dagur upprunninn.  Við nöfnurnar vöknuðum snemma, fengum okkur morgunmat, og lékumokkur góða stund, þangað til litla skottið var orðin þreytt, þá fór hún út í kerruna sína að sofa. 

IMG_8647

Hér er hún komin út.  Þetta sem við sjáum í fjallinu, er dalalæða.  Hún virkar dálítið rómantísk í þessu hreina tæra lofti sem nú er hér eftir alla rigninguna.  

IMG_8648

Já lognið er auðséð á pollinum.  Það er alltaf jafn yndælt. 

IMG_8636

Þjóðverjarnir vinir okkar komu í gær til að kveðja, þau eru að fara "heim" til Þýskalands, reyndar tala þau líka um "heim" í Hnífsdal.  Þau voru ánægð með fundinn í gær, og ég vona að það komi eitthvað gott út úr honum.  Hér eru þau Leon og Britt að passa litlu lady Cesil.

IMG_8638

Amma Edith skrifar í gestabókina.

IMG_8639

Þau eru búin að vera að læra íslensku, og skrifuðu á því tungumáli í gestabókina, alveg einstaklega góðar manneskjur, sem vonandi koma hingað alfarið. 

IMG_8641

Það er sko margt annað en Mattel og Fisher prise  sem er hægt að nota sem leikföng. Tounge

IMG_8642

Stubburinn og Sóley Ebba fengu að spæla sér egg.  Stubburinn ætlar að verða kokkur, en líka skrautskrifari, heyrirðu það Jens Guð, hann er búin að kaupa sér græjurnar.  Svo er bara að bíða eftir námskeiði.  Held samt að hann verði ekki eins duglegur og Sóley Ebba í því.

IMG_8643

Svo kíkti hún Matta mín við með börnin sín, hér eru þær að leika sér saman Evíta og Ásthildur.

IMG_8644

ÚBBS eitthvað misskilinn umhyggja hér. 

IMG_8646

Það er bara ágætt að sitja í kerrunni sinni. 

IMG_8649

Að lokum þessi hér, hann er búin að þælast lengi í kring um mig.  Hann er að segja hæ við Jenný.  Heart  Hæ Jenný segir hann, þú ert ein af hetjunum mínum.  LoL

Eigið annars góðan dag.

P.S. ef þið haldið að það sé alltaf svona fíint á eldhúsborðunum hjá mér, þá er það ekki rétt LoL Ég fékk nefnilega blaðaljósmyndara í heimsókn í gær, og varð að laga svolítið til þess vegna. 


Góður dagur á Ísafirði.

Yndislegur dagur á Ísafirði í dag.

IMG_8633

Í gær var byrjað að rofa til.

IMG_8626

En í gær morgun var kári úfin og reiður.  En samt..

IMG_8610

Má sjá sólargeisla, svo skemmtilega leika sér á pollinum.

IMG_8616

Ég er dálítið upptekin af henni nöfnu minni.  Nú er ljóst að mamma hennar verður að vera í Reykjavík í 10 daga í viðbót, svo við verðum að mestu tvær saman.  Hún er voða yndæl, en krefst síns tíma, enda bara 7 mánaða.

IMG_8620

Við vorum boðin í mat til vinafólks okkar þjóðverjanna sem eiga sumarhús í Hnífsdal.  Þau ákváðu að kaupa húsið og eyða sumarfríunum sínum hér við sjávarsíðuna, enda komin alla leið frá Svartaskógi, þar sem ekki sést til hafs.  En nú hafa yfirvöld ákveðið að gera veg við sjávarkambinn og þar með eyðileggja alla fjöruna, þetta er sagt til að færa veginn frá byggðinni í Hnífsdal.  Nema að einu húsin sem eru þeim megin við veginn eru við Stekkjagötu, og þar búa tvær fjölskyldur fyrir utan þau. 

http://www.bb.is/Pages/82?NewsID=104584 Sjá hér grein sem þau skrifuðu.  Birgit og Stefan eru arkitektar og hafa tvisvar fengið verðlaun frá Evrópusambandinu fyrir vinnu með vistvænar lausnir í húsum.  Þau eru mikið baráttufólk um umhverfisvernd.  Og þau eru ekki hrifin af að fjaran skuli vera tekin af Hnífsdælingum.

Þau voru að fara á fund í gærkveldi með íbúum Hnífsdals.  Svo er að vita hvort hlustað verður á rök.

IMG_8621

Hér er hún Britt heimasætan þýska, með Ásthildi litlu í fanginu, og þarna sést útsýnið sem þeim þykir svo vænt um. 

IMG_8631

Þetta finns nöfnu minni gaman. Þetta er góð barnapía.

IMG_8628

Stubburinn er líka duglegur að passa.

Við ömgurnar fórum í langan göngutúr í morgun, og síðan lagði hún sig blessunin.

IMG_8634

En nú er hún vöknuð svo ég má drífa mig.

 


Hvar er húmorin og hið margrómaða umburðarlyndi ?

Alltaf sama umburðarlyndið og húmorin á þessum bænum.  Ekki það að þessi auglýsing sé eitthvað kúl eða flott.  En að þetta geti sært nokkurn mann er óskiljanlegt.  Hvernig væri að sumir færu á námskeið í almennri umgengni við almenning í landinu ?
mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil stúlka sem veit hvað hún vill.

Lognið er heldur að flýta sér þennan morguninn.

En við erum tvær í kotinu nöfnurnar.  Ég ætlaði að láta hana sofa inni þennan morguninn, því það er svo brjálað veður.  En sú stutta var sko ekkert á því.  Ég skildi ekkert í þessu, reyndi að leggja hana í rúmið okkar, það gekk ekki, svo í kerruna, en það gekk ekki heldur, svo ég ákvað að klæða hana í útifötin, þá varð hún alveg róleg og var sofnuð áður en ég komi kerrunni út í garðskála. 

IMG_8604

Morgunverðareftirréttur.

IMG_8605

Já ég set hana við dyrnar, svo vindurinn geti vaggað henni. 

IMG_8606

Svona lítur nú fjörðurinn minn út í þessari fyrstu haustlægð. 

IMG_8608

Reyndar hefur sólin ekki farið neitt langt í burtu.  Hún lónir þarna uppi og bíður færis með að koma fram.  Og svo á að lægja með kvöldinu.  Ég vona að það verði, því mamman ætlaði að fljúga heim í kvöld. 

Það er líka þetta dæmi með þýsku veiðimennina.  Það koma hér tvær fullar flugvélar af þjóðverjum á hverju þriðjudagskvöldi. 

En nú sefur dúllan mín, svo það er tími til að gera eitthvað annað á meðan.  Smile

Þó Kári hamist úti, þá er friður í mínu sinni.  Vona að þið eigið öll góðan dag Heart


Á að gera bændum kleyft að slátra heima? Þjóðhagslega hagkvæmt að mínu mati.

Ég las um þetta í Bændablaðinu fyrir skömmu. Þar sem var talað um að reglur um heimaslátrun væru of þröngt túlkaðar. Svo las ég þessa grein á forstíðu Blaðsins s.l. föstudag.

Þar sem ég gat ekki fundið blaðið á netinu endur skrifaði ég hana og biðst velvirðingar ef eitthvað er ekki rétt í stafsetningu, en innihaldið er rétt með farið.

Vilja slátra heima
Bændur skoða möguleika á að slátra heima og selja kjötið.
Tækifæri tengd mararferðamennsku. Hægt að leyfa ferðamönnum að fylgjast með kjötinu “frá haga til maga”.

Heimaslátrun.

 Meginland Evrópur er fjöldi bóndabýla með heimaslátrun.

 Þar er löggjöf ESB um slátrun túlkuð með öðrum hætti en gert er á Norðurlöndum.

 Það gerir það að verkum að þar er t.d. hægt að nýta kunnáttu dýralækna með hagkvæmari hætti en hér er gert.

Bændasamtök Íslands skoða nú möguleika á því að endurtúlka gildandi reglur frá Evrópusambandinu, þannig að hægt verði með hagkvæmari hætti að setja upp lítil sláturhús á bóndabæjum hér á landi og selja kjötið.
“Í heimaslátrun eru fólgin tækifæri tengd matarferðamennsku, það er alveg klárt”, segir Árni Jósteinsson, starfsmaður verkefnisins. “Heimaslátrun er forsenda þess að bændur geti unnið kjötið. Þeir gætu þá jafnvel boðið ferðamönnum upp á að fylgjast með ferli kjötsins þar til það er komið á diskinn – Frá haga til maga.”

Árni segist ekki reikna með því að heimaslátrun geri kjötið ódýrara til neytenda. “En það er von mín að bændur nái að skapa sér aukna og arðbærari vinnu með þessum hætti. Fræðilega séð geta bændur komið sér upp heimasláturhúsum hér á landi í dag, en vegna reglna frá ESB – eða a.m.k. eins og þær eru túlkaðar hér – er of kostnaðarsamt til að það borgi sig”, segir Árni.
Bændasamtökin hafa gerst aðilalr að norrænu verkefni, sem hófst er bændur frá hinum norrænu ríkjunum sáu í heimsókn sinni til Þýskalands og Austurríkis að þar eru reglur Evrópusambandsins sem snúa að sláturhúsum túlkaðar með öðrum hætti en á Norðurlöndum. “Þeir áttuðu sig á því að túlkun og framkvæmd laganna hér er kannski fullíþyngjandi fyrir þá bændur sem vilja stunda heimaslátrun”.

Samnýting lækna og moltugerð.
Árni segir einkum tvennt gera heimaslátrun of kostnaðarsama fyrir langflesta bændur hér á landi; túlkun reglna ESB um hvernig annars vegar skuli staðið að förgun sláturúrgangs og hins vegar eftirlit dýralækna, “Í stað þess að hvert sláturhús sé með dýalækni sem skoðar dýr fyrir slátrun og kjöt eftir slátrun, eins og hér er gert, er meiri samvinna á milli bænda í Austurríki og Þýskalandi”.
Þá eru Norðurlandaþjóðirnar að skoða möguleikann á að nota sláturúrgang til moltugerðar.
“Við það sparast flutningskostnaður til förgunarstöðvanna, auk gjaldsins sem stöðvarnar taka”.

Svo mörg voru þau orð.



Ég hef rætt hér á öðrum vettvangi um erfiða og langa flutninga með fé og aðra gripi landshluta á milli til slátrunar. Þar er oft um langan veg að fara og oft illa búið að skepnum. Til dæmis tveggja eða þriggja hæða bílar notaðir til að flytja fé. Mér er sagt að kýr hafi drepist á slíku ferðalagi, vegna þess að þær eru jafnvel fluttar á rimlapöllum, teknar beint úr fjósi á hlífðarlitla bílpalla.
Mér þykir skrýtið að dýraverndunarsamtök hafa ekki látið þetta mál til sín taka. Þar sem þetta er ómannúðlegar aðfarir við að flytja dýr, eða eiga þau ekki rétt á góðri meðferð af því að það á að slátra þeim ?

Þessi lausn væri því miklu vænlegri, því ég er viss um að margir bændur myndu vilja slátra fé sínu heima, og jafnvel taka sig saman um slíkt.
Það er margt sem mælir með þessu, eins og til dæmis nálægð bændanna við þéttbýliskjarna. Moltugerðin er einnig spennandi viðfangsefni og sparnað í flutningi og betri meðferð á skepnunum.

En svo má spyrja sig, hverjum er verið að hygla með þessum strangt til teknu reglum ? Greinilega ekki bændum. Það skyldi þó ekki vera að það væri verið að hygla sláturhúsaleyfishöfum. Það er heldur ekki verið að hugsa um fólkið út á landi sem býr lengst frá sláturhúsunum.
Ég vil skora á stjórnvöld að taka til endurskoðunar þessa reglugerð, og gera bændum kleyft að útbúa aðstöðu til heimaslátrunar. Ég er viss um að það mun mælast vel fyrir, og auk þess setur það fleiri stoðir undir bændur bæði hvað varðar búskapinn og svo ferðaþjónustuna.
Svo vil ég líka benda á að það stendur til að leggja af héraðsdýralæknisembætti, og þá setur þetta líka styrkari stoðir undir þá dýralækna sem vilja starfa úti á landsbyggðinni. Það er vandséð hvernig hinar fámennari byggðir eiga að halda dýralækni í sinni þjónustu, þegar embættin verða lögð niður. Það væri ef til vill tímabært að stjórnvöld gerðu grein fyrir því hvernig þau mál eigi að vera í framtíðinni.



Lítið er geð guma.

Jamm sumir þurfa að læðupúkast um heiminn, og hvers vegna skyldi það nú vera ?

Jú þeir hafa hagað sér þannig að þeir eru hvorki vel liðnir né velkomnir.  En þetta slær allt út að mínu viti.  Hvar er sú reisn sem þarf að vera á valdamesta manni heimsins ?  Er þetta ekki maðurinn sem er að senda syni og dætur Ameríku út í dauðann ? Svei því bara, bíðið meðan ég æli.


mbl.is Bush laumað út úr Hvíta húsinu í skjóli nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dan Brown eftirherma eða........

Jæja þá er bara að hella sér í að semja sögu.  Hún hlýtur að þurfa að byggjast á biblíu eða öðrum fornsögum.  Ef til vill má finna svæsin dæmi í Eglu. 

Það verður spennandi að sjá hver hreppir verðlaunin og viðurnafnið Dan Brown hermikráka hehehe...

Ég ætla aftur á móti að bíða eftir að frú Rowling fái ritstýflu. Cool


mbl.is Leitað að nýjum Dan Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið er ungs manns gaman. Og pælingar um níu ellefu.

Dóttir mín þurfti að bregða sér suður með eldri dóttursína hana Hönnu Sól.  Ég er með litla krílið hér hjá mér.  Hún er nýbúin að vera lasin þessi elska, en er orðin hress sem betur fer.  Það er erfitt með þessi litlu þegar þau eru óvær og ónóg sjálfum sér og maður veit eiginlega ekki hvað á að gera.

Sigurjón Dagur stóri frændi var í heimsókn í gær, hann kemur nær daglega hingað til afa og ömmu.

IMG_8587

Það er rosalega gaman núna að setja upp sólgleraugu og pósa svo fyrir ömmu.

IMG_8593

Flottur.

IMG_8594

Nafna mín þarf auðvita líka að prófa. 

IMG_8599

Já það þarf oft ekki mikið til að hafa ofan af fyrir þessum krílum.  Bara að hafa nærveru og vera með þeim heilt í gegn.  Þá eru þau ánægð.

IMG_8600

Það var fallegt veður í gær.  En maður skynjar að haustið er komið.  Það er í skilningarvitunum.  Þó getur september verið góður mánuður, hann er það oftast.  Enda er þetta mánuðurinn minn. 

Ég er fædd þann 11. september.  Það er búið að gera úr afmælisdeginum mínum eitthvað sem mér finnst ekki þægilegt.  Ég held að dagurinn hafi verið valin til hryðjuverka, vegna stöðu hans í talnalandi.  Í Ameríku skrifa þeir nefnilega mánuðin á undan, þannig að þeir skrifa 9/11. eða eins og neyðarlínan er hjá þeim nine one one.  Það var því reiknað út með köldu blóði, og gert grín í leiðinni að hjálparstarfi þegar þessi dagur var valinn til að myrða rúmlega 4000 þúsund manns.  Hverjir svo sem stóðu að þeim hryllingi.  Ég held að það sé engan veginn ljóst hverjir þar voru að verki, og útiloka ekki kanana sjálfa til þeirra verka.  Því öll þeirra framkoma í málinu hefur verið með þeim hætti að spurningar hafa vaknað um allan hinn siðmenntaða heim um hvað eiginlega gerðist þennan hræðilega dag fyrir 6 árum. 

Var verið að skapa sér ástæðu til að ráðast inn í annað land ? Var verið að búa sér til óvin, vegna dvínandi vinsælda.  Ég veit það ekki, en ég get ómögulega kastað því alveg frá mér að stjórnvöld í BNA hafi það í sér að fremja svona ódæði, til að treysta sig í sessi.

Einu sinni voru Bandaríkja menn hetjur í mínum augum, verndarar heimsins, en það er langt síðan augu mín opnuðust fyrir því að þeir eru síst betri en aðrir. Enginn þjóð hefur komist með tærnar þar sem þeir hafa hælana í voðaverkum, eins og árásirnar á Hiroshima og Nagasaki.  Ekki veit ég um þjóð sem hefur vogað sér að standa fyrir innrás í fullvalda ríki með þeim hætti sem þeir stjóðu að innrásinni í Írak, með lygum og fölskum ásökunum, heimatilbúnum, til að ná í olíuauð landsins. 

 Nei ráðamenn í BNA eru ekki trausts verðir.  Og sér í lagi ekki eftir að núverandi forseti komst til valda, sumir segja með svikum og prettum.  Og það versta er að þeir ráða alltof miklu í heiminum.  Þeir eru með puttana allstaðar, til að koma þeim til valda sem eru þeim þóknanlegir. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2007
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 49
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2024258

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband