20.8.2011 | 14:44
Má bjóða ykkur í ferðalag?
Fljótavík í Sléttuhreppi er mín paradís. Ég verð að komast þangað með barnabörnin mín einu sinni á sumri til að fá orku og útrás. Börnin eru reyndar ekkert skárri en ég, þau byrja að hlakka til að fara næsta ár um leið og þau fara heim úr síðustu ferðinni.
Það er hægt að fljúga eða fara með bát. En olía er orðin svo dýr að það liggur við að það sé á við utanlandsferð bara að komast norður. Það tekur kortér að fljúga með Fljótavíkurfluginu og flugmaðurinn Örn er afskaplega öruggur og góður flugmaður. Reyndar eru þrír flugvellir fyrir norðan, einn í Tungu og svo fjaran Atlastaðameginn og síðan tvær brautir á túninu.
En hér er beðið eftir fluginu.
Og hér er flugvélin.
Veðrið var yndislegt og við hlökkum öll til að komast norður.
Þá er að hlaða í vélina, flugmaðurinn Örn.
Útsýnið ekki amalegt inn Djúpið.
Bolungarvík.
Lágskýjað yfir Djúpinu, en sjórinn fagurblár.
Þegar komið er norður fyrir erum klettarnir marglitir af fugladriti og jarðvegsleifum.+
Þvílík auðn!!!
Og bárurnar brotna við kletta.
Þetta er kraftmikið umhverfi svo ekki sé meira sagt.
Alveg að koma.
Atlastaðir.
Og þá er bara að týna saman dótið og yfirgefa flugvöllinn. The Airport.
Eins og sjá má var hlýtt og notalegt hér við ysta haf.
Og flugvélin hefur sig til flugs heim á leið.
Stefan þýskur vinur okkar var komin á undan okkur og hafði tjaldað fram við Reiðá kvöldið áður og hafði veitt silung í matinn, sem við borðuðum með bestu list um kvöldið, steiktan á Fljótavíkurvísu.
Já það var gott að vera komin norður.
Reynir Atlason hjálpar mér við að steikja fiskinn.
Það er eins gott að kenna þeim hvernig ber að umgangast þessa paradís, því þau munu erfa landið.
Já þau skemmta sér vel börnin.
Allt að verða klárt fyrir dinner nýveidda bleikju ekki amalegt það.
Og börnin skála í barnakampavíni, (óáfengt auðvitað)Til að fagna því að vera komin norður.
Nammi namm.
Hér er ekkert rafmagn, bara gas, kerti og spil.
Og það var einmitt mikið spilað.
Sandur og vatn eitthvað sem heillar krakka á öllum aldri.
Ég fór að skoða hvalinn, hann liggur þarna og ilmar eins og .........
Einhverntíman fljótlega mun hann springa og þá verður veisla fyrir fuglana sem bíða eftir að komast í hræið.
Bíða á áhorfendapöllum eftir því að eitthvað gerist svo þeir komist að.
Stóru strákarnir eru líka að fara að skoða hann, þeir eru á gönguferð um Hornstrandir ætla í Hornvík og eitthvað áfram næstu daga.
Það þarf að hafa með sér stígvél og nóg af sokkum því hér heillar vatnið mest af öllu.
Svo þarf að höggva í eldinn. Úlfur kennir Daníel réttu handtökin.
Svona á að gera þetta!!!
Og ekki er amalegt að segja draugasögur í fullu tungli við kertaljós.
Bræður.
Nóg af býflugum og geitungum hér líka.
Svo er bara að láta fara vel um sig í góðu veðri.
Og svo kvöldar aftur.
Ljósashow.
Fallegt sumarkvöld.
Maður getur skynjað kyrrðina í myninni.
Eitt er það sem þau verða að fá að gera þarna fyrir norðan, en það er að fara yfir ósinn í Julluborgir og stökkva í sandöldum sem þar eru. Og þá fá þau lánaðan bát hjá Ingólfi og Boggu.
Það finnst þeim yndislegt.
Svo eru það bara mömmur og ömmur sem verða að þurrka fötin
Svo þarf alltaf að ganga vel frá öllu.
Það er gaman þegar fullorðna fólki nennir líka að spila við mann.
Og fara í andaglas, undir kontról frá ömmu.
Atli frændi nýkomin úr Reiðá með einn stóran. Veiddi reyndar fleiri en lét strákana hafa þá með sér í gönguferðina.
Kvöldsólin.
Kvöldið er fagurt.
Júlíana Lind.
Flottar stelpur og Sigurjón auðvitað.
Stubburinn, pabba hans langaði alltaf svo til að fá að fara með hann í Fljótavík, ég er viss um að hann hefur verið glaður með að sá stutti er farin að koma, þetta er í annað sinn sem hann kemur með mömmu sinni.
Þau eru ótrúlega góð hér í óbyggðum, frjálsir og glaðir krakkar.
Máninn fullur fer um heiminn.
Speglar sig í vatninu.
Og himininn rauður og fagur.
Og hér segir Atli uppáhaldsdraugasöguna þeirra Pitty pittý puff puff, og sumir þurfa smá umhald.
Og spila spila spila.
En það er góð skemmtun. Svo má líka horfa á Fire eitt tvö og þrjú á kvöldin þegar búið er að kveikja upp í kamínunni.
Svo er hugað að veiðigræjunum.
Smá fikt í kertunum tilheyrir líka.
Sunnudaginn grilluðum við læri, þá var aðeins byrjað að rigna.
Og það smakkaðist bara vel.
Og það varð að klæða sig upp í regngalla þegar farið var út.
En kvöldið var samt fagurt þegar sólin kvaddi.
Yndisleg tilfinning.
Sól og máni hlið við hlið.
Jamm sumt getur maður einfaldlega ekki staðist.
Það má gera ýmislegt sér til dundurs það gerðu stelpurnar mínar.
Þegar hér er komið sögu var skollið á þvílíkt veður með úrhelli og roki, þá var notalegt að vera innandyra.
Þá er tími fyrir knús, lestur, spil, krossgátur og hvað og hvað.
Og jafnvel fullorðna fólkið leggur kapal.
Þennan þarf ekki að kynna, hann er að verða heimsfrægur á Íslandi
Svo opnaðist smá glufa á himininn.
Svo fallegt.
Hér eru engin ljós til að skemma birtuna.
Það hafði snjóað í fjöll og það fjaraði ekki úr í fjóra daga, vegna þess að sandurinn hafði hrannast upp í ósinn.
En það var margt hægt að gera og við að vera samt sem áður.
En öll él birtir upp um síðir og Atli fór út á Langanes að veiða, og kom með 9 stykki heim, gaf Boggu tvo.
Svo er viktað og mælt, og gamli skátaforinginn kunni svo sannarlega að virkja ungviðið með sér.
Allt skráð niður í veiðibók, það er skylda. Svo var komið að mér að flaka og gera að fiskinum, ég er nefnilega best í því
Hrogn, við grófum og jafnavel reyktum silung og frystum til að flytja með heim.
Úlfur og Daníel vildu ekki láta sitt eftir liggja, þeir ætla fram á Langanes og jafnvel fram í Reiðá.
Klárir í slaginn.
En við Atli fórum niður í fjöru til að leita að sjóreknu timbri til að eiga til upp á seinni tíma.
Niður í ósnum voru frændur Pípí að leika sér.
Hvalurinn hafði snúið sér og færst nær landi við allt flóðið eftir þetta skýfall sem varði í þrjá daga.
Ekki beint frýnilegur blessaður.
Ingólfur heldur að hann fari ekki úr þessu, fyrst hann fór ekki út núna.
ég er viss um að ef þau hefðu vitað af Pípí hefðu þau beðið að heilsa honum.
Hér má sjá hvernig vegirnir enduðu í stöðuvötnum eftir regnið.
Stelpurnar höfðu bara haft það gott heima á meðan.
Drengirnir höfðu farið alla leið fram að Reiðá, en þessa tvo veiddu þeir við Langanes. Hæng og hrygnu.
Og það þurfti að vega meta og skrá.
Þessi fiskur er komin í vatnið hefur ekki verið þar áður, hann étur bæði seiði silungsins og fæðuna. Hann er því ekki aufúsugestur í Fljótavíkinni.
Allt tekur enda það gerði líka þessi dýrðarvika í Fljótavík. Og nú er búið að þrífa allt í hólf og gólf og ganga frá og beðið eftir fluginu.
Ísafjörður.
Margar skútur við festingar á pollinum.
Ég vona að þið hafið haft gaman af ferð til Fljótavíkur með mér.
http://www.youtube.com/watch?v=GO8NoJq-tJg
Eigið góðan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.8.2011 | 15:15
Pípí strýkur að heiman og lærir að fljúga.
Ég er komin úr vikudvöl í óbyggðum. Í Fljótavíkinni minni kæru. Ég ætla að segja ykkur frá því bráðum. En það tekur smá tíma að koma sér í rútínu eftir svona sælutíð í tímalausu rúmi, þar sem hvorki er rafmagn sími né neinn vegur.
En meðan ég var í burtu var Pípí aleinn heima, með fiskunum og hænunum, systir mín bjargaði mér samt með að gefa þeim á meðan.
Hmm eitthvað skrýtið hefur komið fyrir nykurrósirnar mínar, þær eru ekki svipur hjá sjón og laufin fljóta um alla tjörnina það skyldi þó ekki vera......
Stubburinn atarna, ójú nefnilega, hann fer núna daglega og oft á dag að fá sér sundsprett og þá eru um að gera að narta aðeins í blómin, þó hann borði þau ekki. HMPFR:::
Ég er eiginlega viss um að hann kom ekki hingað inn óvart. Hann var búin að planleggja þetta allt fyrir fram.
Og það má segja að hann hafi valið rétt.
Skömmin þín litla.
ég lét renna smávegis í tjörnina meðan ég var í burtu og þegar ég kom var hún tandurhrein svo fiskarnir sjást nú vel.
En það hringdi í mig fréttamaður frá RUV áðan og spurði hvort ég vildi veita viðtal um svæðið sem ég er að biðja um að taka í fóstur, og svo berjasprettuna.
Við ræddum nokkra stund svo segir hann hvaða gæs er þetta í grasinu, þetta er Pípí segi ég, þegar við fórum svo að kíkja á svæðið sem um ræðir elti Pípí auðvita. Og þá gerðist það allt í einu hann FLAUG!! Vá hvað það var gaman að sjá. ALveg sjálfur og án þess að ég þyrfti að kasta honum niður af kúlunni. ÞEgar hann sá hve Pípí var gæfur og skemmtilegur tók hann ákvörðun um að taka heldur viðtal við Pípí en spyrja um berjasprettuna.
En í gær áður en ég kom heim ákvað hann að strjúka. Ég skildi ekkert í því að skálinn var lokaður þegar ég kom heim, og hann svona líka þrælmóðgaður við mig. Talaði ekki við mig og lét sem hann sæi mig ekki.
Sigga mín hringdi svo í mig, hún hafði verið með okkur í Fljótavíkinni en fór heim daginn áður. Hún sagði mér að það hefði hringt í sig kona og spurt hvort hún vissi eitthvað um gæs sem væri að þvælast langt út á vegi. Hún hugsaði sig um og sagði að það gæti nú allt eins verið. Svo kom nágrannakona mín akandi og Sigga tók Pípí upp og þær óku honum heim og settu í stofufangelsi.
En hann var sármóðgaður við mig fyrir að yfirgefa sig í viku. En mér tókst að fá hann til að fyrirgefa mér.
Hér er svo viðtalið við Pípí. http://dagskra.ruv.is/ras2/4557892/2011/08/19/
Bloggar | Breytt 20.8.2011 kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.8.2011 | 13:22
Gott veður á Ísafirði, í mest allt sumar. Fyrir utan Júní.
Dagarnir hér eru eins og í útlöndum, sól dag eftir dag og blíða. Það rignir víst í Noregi, Elli segir mér eftir norðmönnum að sumarið þar sé óvenjublautt í ár. En það er bara þannig að austurland og norðurland ásamt norðurEvrópu fylgjast að, og þegar sumarið er gott hér hjá okkur, þá er það síðra fyrir austan og í Evrópu. Einhverskonar veðurkerfi sem stýrir því líklega.
Svona á milli þess að hamast í plöntunum sit ég gjarnan fyrir framan húsið mitt og horfi á það sem gerist í kring um mig. Kajakróður er mikið stundaður hér á pollinum, svo sjókettir og allskonar sjósport.
Hér má sjá að mikið hefur farið af snjónum, þó er hann óvenjumikill á þessum árstíma eða viku af ágúst. Ótrúlegt.
Hér er Úlfur að planka...
Og Daníel horfir hlæjandi á.
Þetta er sólin. Ef til vill er hún svona stjörnulaga en ekki kringlótt.
Sést að það er tekið að kvölda, og svo ósköp notalegt að sitja fyrir utan og njóta þess að vera til.
Við Pípí erum dálítið móðguð, ég skrapp gangandi yfir til systur minnar sem vinnur hér skammt frá, hann elti eins og hundur, en var orðin voða sárfættur, því það þurfti að fara yfir grjót og leir. En hann pjakkaðist þetta alla leið. Þegar við komum svo á staðinn, komu allir karlarnir út að skoða hann, og fyrsta sem þeim datt í hug var jólasteik
Við erum því bæði sármóðguð yfir þessari græðgi. Við viljum hvorugt okkar enda sem jólasteik.
Atli frændi var með okkur og bauð honum að halda á honum heim, en hann þáði það ekki, og varð að plammpa á sínum breiðu viðkvæmu fótum heim aftur.
Vissuð þið að nicotiniur gætu orðið svona háar? meira en mannhæð, svona er það í bestu skilyrðum, þá vex allt betur.
Það er blómlegt yfir að líta. Mér var tilkynnt í morgun að það kæmi maður að sunnan að meta húsið mitt upp á uppkaup, ég er skíthrædd. En ég er ákveðin í að gera allt sem ég get til að forða þessum hryllingi.
Stubbarnir mínir tveir eru komnir heim til Noregsi, þeir komu til að kveðja ömmu sína.
Fiskarnir fá kál í matinn og Pípí langar heil ósköp til að ná sér í, en hann fer ekki aftur ofan í tjörnina, þar sem hann veit að hann kemst ekki uppúr aftur nema með aðstoð. Þarna er hann samt búin að smakka á nellikunni minni skömmin sú arna.
En svona eru dagarnir hér og það er gott. Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.8.2011 | 11:12
Pípí í flugnámi.
Já unginn minn er að bagsla við að reyna að læra að fljúga. Hann verður að gera þetta upp á einsdæmi, því ekki getur þessi mömmukjáni kennt honum neitt slíkt. Ekki nema trixið að fara með hann upp á kúluna og kasta honum niður og segja Fly og Die
En hann fékk skemmtilega heimsókn í gær alveg óvænt, það var eftirtektarvert hve vel hann tók drengnum sem var honum alveg ókunnur.
Venjulega borðar hann ekki úr hendi. En þessu stubbur náði honum alveg.
Hann er að gefa Pípí grasstrá sem hann borðar af græðgi.
ég var eiginlega hissa á þessu, því venjulega tekur hann ekki svona ókunnugum, en allt getur gerst.
Allavega var þetta rosalega gott gras
Jamm nammigott.
En að fluginu. Hann er farin að mynda sig við að æfa flugið. ég tek líka eftir að hann hlustar á gæsirnar í fjarska. Svo allt er óráðið um hvað hann gerir.
Þetta er orðið ekkert smá vænghaf sem stubburinn minn hefur.
Held að það verði ekkert langt í að hann nái fluginu.
Svo eru æfðar allskonar stellingar.
Þetta er allt að verða voða flott hjá honum.
Vona að ég nái fyrsta fluginu á mynd. Við sitjum gjarnan fyrir utan kúluna og þar æfir hann sig þessi elska.
Flottur.
Komst líka að því í morgun að það er hægt að kenna honum, hann var að narta í teikningu frá Hönnu Sól og ég bannaði honum það, hann hélt áfram, en ég klappaði saman höndunum og sagði hættu, hann reyndi nokkrum sinnum en hætti alltaf við þegar ég lét í mér heyra, svo að lokum skildi hann að þetta mátti ekki.
Jamm þetta fer að takast.
Sennilega segir eðlið alltaf til sín að lokum og það er gott.
En við Pípí sendum ykkur kveðjur héðan
Úr sólinni á Ísafirði. Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
4.8.2011 | 22:34
Pípí fer í sund.
Já það kom að því að unglingurinn tvífætti prófaði eitthvað nýtt. Ég sat við tölvuna og heyrði einhver undarleg hljóð úr garðskálanum, og vissi að þar var enginn nema Pípí, svo ég fór að gá.
Haldið þið ekki að hann hafi verið búin að stinga sér til sunds.
Þvílíkt roggin sem hann var.
Nú rétt vona ég að dýralæknirinn hafi rétt fyrir sér að hann éti ekki fiskana mína
Hann er allavega þrælmontinn.
Stingur sér og hamast.
Vó nýtt vandamál eða hvað???
Því þó fiskarnir sleppi, sem ég vona...
Þá er ekki hægt að segja það sama um nikurrósirnar mínar
Rosalega nammigott!!!
Ef til vill þarf ég að fara með hann í labbitúr niður í fjöru
En þetta var svakalega gaman fannst honum
Eftir hverju ertu að kíkja núna Pípí?
OH boy...
En hann komst samt ekki upp úr aftur sjálfur...
Æ Pípí minn, geturðu ekki látið þér nægja grasið, fíflana og kálið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
2.8.2011 | 10:24
Hvað er heimildarmynd?
Já ég var að horfa á frábæra heimildarmynd í gærkveldi. Hún var bæði fróðleg og skemmtileg. Sérstaklega voru skemmtileg viðtölin við forsprakka Aldrei fór ég suður, Guðmund Papamugi, Mugison, Önund, Hálfdán Bjarka og fleiri. Enda eru þessir piltar skemmtilegir og klárir strákar. Og það er algjört þrekvirki sem þeir hafa unnið með að koma þessum viðburði á koppinn. Það er greinilegt að Vestfirðingar eru athafnasamir og duglegir, eins og þessi hátíð og margar fleiri sýna. Til dæmis Skíðavikan sem haldinn hefur verið með hléum síðan 1937, Mýrarboltinn, Act alone leiklistahátíðin sem fer í hönd fljótlega, og klassiskir dagar Við Djúpið minnir mig, man ekki hvað sú hátíð heitir,Óshlíðarhlaupið og svo Aldrei fór ég suður, þetta eru stærstu viðburðirnir hér þó margir fleiri séu haldnir á hverju ári.
Allt saman þrekvirki örfárra einstaklinga sem með dugnaði hafa unnið sér hefð sem ber hróður okkar langt.
En aftur að þessari heimildarmynd; þar segir:
Rokknefndin
Mynd eftir Herbert Sveinbjörnsson um Aldrei fór ég suður, tónlistarhátíð alþýðunar, sem var haldin í 8. sinn á Ísafirði um páskana. Í þessari mynd er skyggnst bak við tjöldin og fylgst með undirbúningi hátíðarinnar, rifjuð upp söguleg og skondin atvik ásamt því að aðeins er skyggnst inn í líf þeirra sem að hátíðinni standa.
Sannarlega skemmtilegt verkefni, það er bara svona eitt sem stingur mig Herbert minn, meðan karlpeningurinn er hafður í hávegum algjörar hetjur sem þeir eru, þá fór ekki mikið fyrir konunum, jú það var að vísu töluvert langt skot þar sem þær voru að búa um rúm. Þær voru jú líka að hjálpa til. Leiðinlegu verkin sem ekki krefjast athygli leggjast alltaf á konurnar, hvernig sem á því stendur. Mér finnst til dæmis hundleiðinlegt að búa um rúm, eini maðurinn sem ég veit um sem býr um rúm er eiginmaður minn, af því að ég kem mér undan því. Já konurnar eru sennilega best geymdar bak við eldavélina eða upp í rúmi
Málið er að þér tókst að gera heila heimildarmynd um áttundu rokkhátíðina aldrei fór ég suður án þess að einu sinni ýja að því að þar kom í fyrsta skipti í sögu hátíðarinnar fram kvennahljómsveit. Gamla sokkabandið eftir 29 ára hlé, og margir höfðu beðið spenntir eftir útkomunni. Og við erum ennþá að fá frábær komment frá fólki sem fannst við frábærar. Þessi kvennahljómsveit var líka sú fyrsta sem steig á svið í Tónabæ á fyrstu músiktilraunum 82 minnir mig.
Ekki nema þú hafi súmmað upp örbrot af Oddný Línu þar sem hún kemur aðeins inn í mynd í viðtali með gítarinn og heyrist kalla Ásthildur. Ef til vill finnst þér það vera innskot við hæfi fyrir Sokkabandið.
Ég verð að segja það að ég er sármóðguð, ekki fyrir mína hönd, heldur fyrir hönd þeirra frábæru stelpna sem skipuðu Sokkabandið, stuðningsliðið okkar og alla aðdáendurna.
Það er sagt að í gömlu heimildarsögunum hafi konur að mestu gleymst, svo er sagt að þær hafi ekki verið til í Íslendingasögunum. Við höfum sennilega ekkert lært.
Við erum nefnilega alveg jafn töff og flottar og strákarnir.
Þó þér hafi ekki fundist tilefni til að segja frá því.
Lögðum líka alveg jafn mikið á okkur og hinar hljómsveitirnar sem komu þarna fram.
Áttum auðvitað skemmtilegan tíma saman, við að ryfja upp og hlæja að ýmsum uppákomum frá því fyrir 29 árum, skrýtið hvað sumt situr fast í manni þegar það er gaman að vera til.
Og vorum þarna svo sannarlega.
Tilbúnar í slaginn.
Nú legg ég til að þú klippir myndina upp á nýtt og setjir Sokkabandið þar inn, þó það sé bara örbrot, það er nefnilega skrýtin sýn á heimildarmynd þegar svona stór partur er ekki nefndur á nafn. Ef þú gerir það ekki þá lít ég svo á að þetta sé ekki heimildarmynd heldur sögufölsun.
Með kærri kveðju. Og takk fyrir okkur sýnt í sjónvarpinu í gær, þú færð plús í kladdann fyrir viðleitnina, en alltaf má gera betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.8.2011 | 23:58
Útlitsdýrkun og dásemdin við að eldast.
Auminga kerlingin, það er rosalegt að þurfa endalaust að leggjast undir hníf lýtalækna til að "líta vel út"... eða þannig, og að lokum verða eins og Michael Jackson með allt út á hlið. Eða May West sem var svo oft undir hnífnum að þegar hún opnaði munninn lokuðust augun. Za Za Gabor var svona líka hrædd við að eldast og Sheer. Það er ömurlegt að vera svona á útopnu og halda að maður geti varðveitt endalausa æsku, ekki sætta sig við að aldur færist yfir og elska sjálfa sig, eins og maður er, en ekki einhverja gerfikerlingu í speglinum. En svona er víst frægðin. Endalausar kröfur um útlit og yfirbragð sem ekki skiptir raunverulega neinu máli fyrir mann sjálfan eða aðra.
Fólk er ennþá að tala um að þegar við Sokkabandsgellurnar komum fram á Aldrei fór ég suður, vorum búnar að klæða okkur í okkar fínasta púss og vorum " að okkar mati og margra annara" rosa gellur, að þegar við komum fram, stóð hópur af unglingum fyrir framan sviðið og margradda kór kallaði "amma amma!!!" Þetta var svo flott og einlægnin algjör, þau bara voru svo stolt af ömmu, og fannst hún svo flott, án fegurðaskurðlækna eða gerfiaðgerða.
Ég var líka skömmuð fyrir að vekja athygli á auglýsingum á konum sem voru að mynda sig fyrir og eftir, og einhver sagði að þetta væri bara afbrýðisemi feitrar konu út í grannar konur. Það er bara þannig að allt sem við upphefjum, fylgjast unglingarnir með og margir þeirra meðtaka að nákvæmlega þetta sé normið. Að vera tágrannur, nánast tálgaður, og síðan að láta "laga" það sem lætur á sjá.
Við verðum einfaldlega að sætta okkur við okkur sjálf og viðurkenna að ýmislegt slappast með tímanum og það er bara þannig, láta sér þykja vænt um sjálfa sig er aðal atriðið.
Ein saga um það, var núna síðasta laugardag var ég að hjálpa þýskum vini mínum að gróðursetja plöntur í grjótvegg sem gerður var við sumarbústað hans í Hnífsdal vegna nýja vegarins út í Bolungarvík, þar sem ég var að príla upp stórgrýti og var ekki alltaf í jafnvægi, sagði ég rétt si sona: Stefan bara ekki segja neinum að þú hafi fengið 67 ára kerlingu til að príla svona upp stóra steina til að planta út plöntum. Hann þagði smástund og sagði svo; Nobody believes that you are 67, so they would thing that you where lying.
En þessi dagur var svona letidagur hjá mér, veðrið var frekar svona ekki til útiveru, það var vindur og ekki beint sól, þó hún kæmi fram stöku sinnum til að láta vita af sér. Að vísu notað ég tækifærið til að þrífa húsið setja nýtt utan um rúmið mitt og viðra sængurfötin. Svo bankaði vinkona mín frá Sokkabandinu upp á, elsku Ásdís Guðmunds söngkona Sokkabandsins og við áttum gott spjall saman, hún er reyndar nýbúin að gefa út geisladisk með lögum frá ýmsum löndum.
Fyrir utan að Ásdís er frábær söngkona, þá elska ég þessa músik. Hún fer í haust til Mexico til að hitta vini og kynna plötuna sína. Algjörlega frábært mæli með henna algjörlega sem svona skemmtileg partýplata.
Skreytingar á albúminu eru gerðar af Mexicóskri vinkonu hennar.
En í gær var fallegt sólarlag, Ísafjörður kveður alltaf gesti sína fallega.
Með himnagalleríið opið.
Himininn logar af geislum morgundagsins.
Já þetta er alveg ókeypis en svo falleg sýning og engu lík.
Fiskarnir mínir elska salad. Loksins fattaði ég að þeir þ.e. Kojarnir eru grænmetisætur og lifa í lækjum og vötnum. Gullfiskarnir þurfa svo bara að hlýta því matarræði sem kojarnir fá. Veit annars einhver hvað gullfiskum finnst gott?
Þeir lifa yfir 60 ár, og þar með lengur en ég, svo ég þarf sennilega að gera ráðstafanir til að einhver taki þá að sér þegar ég fer héðan.
Svona er bara lífið, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Pípí elskar líka kál, og hann var mikið að spekulera í að fara ofan í tjörnina til að ná sér í kál, þó hann hefði fengið líka kál við matardallinn sinn. En þegar hann var pínulítill fór hann ofan í tjörnina og komst ekki upp úr nema með hjálp, svo hann fer ekki ofan í hana aftur.
Segið mér svo að dýrin hugsi ekki.
En svo ég endurtaki það sem ég sagði áðan. Mikið vorkenni ég fólki sem getur ekki elskað sjálft sig eins og það er, og er endalaust að reyna að komast að enda regnbogans. Og þegar maður er komin yfir fimmtugt, ætti maður að vera nógu þroskaður til að vita að það er einfaldlega ekki hægt elsku Dollý mín, þannig er það bara.
![]() |
Hikar ekki við að leggjast undir hnífinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.8.2011 kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar