Sól, og gott veður á Ísafirði eins og verið hefur.

Það er sama góða veðrið einn daginn enn.  Það er bara yndislegt. 

IMG_6092

Þessi var tekin í gær, en það er sama veður núna.

IMG_6096

Ég var ánægð með Austurvöllinn í gær, við unnum í honum í gær, og vökvuðum.  Hér má sjá blómarósirnar mínar taka saman slöngur. 

IMG_6097

Hér er garðurinn minn.

IMG_6100

Hér vildu svo gista tveir kjarnakarlar ömmu í kúlustrákar.  Hér eru þeir ásamt stubbnum mínum.

IMG_6102

Þeir foru svo með afa niður í fjöru að leika sér í og á sjónum. 

IMG_6103

Sjáiði sólskinið glampa á haffletinum.  Kvöldsólin.

IMG_6104

Það er gaman að fara með afa niður á kajakaðstöðu.

IMG_6107 

Þá er að hoppa í sjóinn.  Fyllsta öryggis er gætt eins og sjá má.

IMG_6111

Þetta er nefnilega það dýrmætasta sem við eigum.

IMG_6113

Klifur er líka skemmtilegt.

IMG_6119

Skyldi vera búið að lagfæra kvótkerfið þegar þessir piltar komast á legg, svo þeir hafi möguleika á að draga fisk úr sjó.  Eða ætli það verði búið að færa L.Í.Ú. fiskinn endanlega á silfurfati, svo þeir geti selt hann til útlanda til að græða nógu mikið í sinn eigin rassvasa. 

IMG_6125

Hann er bara sex ára, en rær eins og herforingi.  Hann hefur aldrei farið á námskeið, en hann kann svo sannarlega að róa kajak.

IMG_6126

Seinna um kvöldið læddist dalalæðan inn fjörðin og gerði sig heimakomna.  Hún heldur sig eiga heima hér.  En hún er alltaf farin þegar dagar aftur.

IMG_6127

Þá er það næturhimininn.  Það er auðvitað ekki  myrkur, en ljósbrotið gerir það.

Jæja ég verð að hlaupa.  langaði bara til að deila þessu með ykkur.  Heart


Hvað er rangt við þessa frétt ?

Já hvað ætli sé rangt við þessa frétt ?

 

Sjávarþorpið hættir í sumar.
Sjávarþorpið hættir í sumar.

bb.is | 28.06.2007 | 16:05Sjávarþorpið á Suðureyri hættir vegna áhugaleysis opinberra aðila

Klasaverkefninu „Sjávarþorpið Suðureyri“ verður hætt í sumar, ári áður en til stóð. Elías Guðmundsson sem er einn af upphafsmönnum verkefnisins segir ástæðuna þá helsta að skort hafi á þátttöku opinberra aðila. „Þeir sem lögðu hlutafé í félagið eru ekki sáttir við afskiptaleysi opinberra aðila að þessu samfélagslega uppbyggingarverkefni og á meðan nær eingöngu á að nota hlutafé og rekstrartekjur til að byggja upp þá verða hluthafar að skera í burtu þau verkefni sem skila ekki tekjum inn í félagið og einbeita sér að því sem gefur tekjur, en aðalfundur mun taka ákvörðun um það fljótlega hvaða verkefnum verður unnið að, ef einhver verða“, segir Elías.

Þá segir Elías að um það hafi verið rætt að selja eignir félagsins og hætta formlegu og sameiginlegu átaki til að byggja upp betra samfélag eftir þeirri aðferðarfræði sem kennd er við klasa. Unnið er að því að ljúka fjárhagslegum hliðum verkefnisins og klára þau verkefni sem hægt er, eins og t.d. byggingu áningarsvæðis en áætlað er að því verki verði lokið fyrir Sæluhelgi sem haldin verður eftir tvær vikur.

Aðspurður segir Elías að aðstandendur verkefnisins hefðu gjarnan viljað vinna það lengra en það sé ekki hægt meðan hið opinbera spilar ekki með. Bætir hann því við að það sé mjög sérkennilegt að eftir allar þær skýrslur og vinnufundi um leit að sóknarfærum þá sé mjög takmarkaður áhugi hjá opinberum aðilum á að taka þátt í verkefni sem 13 fyrirtæki hafa tekið sig saman um byggja upp. „Enda er yfirleitt ekki gert ráð fyrir í þessum skýrslum að uppbygging geti átt sér stað í þorpum umhverfis byggðakjarnann Ísafjörð“, segir Elías.

Meðal verkefna sem Sjávarþorpið hefur komið að á undanförnum tveimur árum má nefna vöruþróun vegna komu gesta úr skemmtiferðaskipum í Sjávarþorp, prentun gönguleiðakorts með gömlum samgönguleiðum úr Súgandafirði, endurbótum á stafrænu GPS götukorti fyrir Suðureyri, auglýsingagerð og dreifingu auglýsinga til að bæta ímynd Suðureyrar, vefverslun fyrir harðfisk og handverk var smíðuð sem og netbókunarkerfi, vöruþróun vegna sjóstangveiðimanna, vistvænt sjávarþorp með Green globe vottun, bláfánavottun á Suðureyrarhöfn, skoðun á möguleikum á vetnisverkefni, vottunarferli fyrir vistvænan fisk, ráðningu sumarstarfsfólks í samvinnu við Atvinnuleysistryggingarsjóð og handverkshúsið Á milli fjalla, bættu aðgengi að þorski í lóninu, byggingu áningarsvæðis með fróðleik um Suðureyri við innkomu í þorpið, merkingu gönguleiða og uppbyggingu göngustíga innanbæjar, sérmerktan vistvænan fisk framleiðsluaðila á Suðureyri, verkefni um aðkomu Listaháskóla Íslands að uppbyggingu á Félagsheimili Súgfirðinga, rekstur og uppbyggingu vefsvæðisins sudureyri.is, gerð og kostun deiliskipulags fyrir neðan Sætún, þróun veiðiferða með reyndum sjómönnum frá Suðureyri og sjálfbæra nýtingu kræklings úr Súgandafirði.
Þá er ég ekki að tala um að fréttin sé röng, heldur það að hún skuli vera staðreynd.
Það er alltaf verið að tala um að hlú að landsbyggðinni, og sérstaklega byggðum á svæðum, sem eiga erfitt uppdráttar.  Það er alltaf verið að tala um að ríki eigi að koma að atvinnuuppbyggingu, og skapa störf. ( En menn tala bara og tala - mala bara og mala, og það er greinilega enginn inneign fyrir malinu.)
Því er æpandi að heyra um áhugaleysi opinberra aðila, þegar fólk virkilega tekur sig saman og vill gera eitthvað í málunum.  Tekur sig til og lyftir sveitafélaginu upp, og notar orku sína í slíka uppbyggingu.
Er nú ekki nær að sýna heimamönnum þá kurteisi og áhuga sem þarf til að hægt sé að vinna að málunum á heimavelli af heimamönnum, heldur en að flytja einhver símasvörunarstörf eða skýrslufærslur og slíkt smotterí út á land.
Er ekki nær að ýta undir sjálfsbjargarviðleitnina, en að hunsa hana með áhugaleysi? mér er spurn. 
Ég verð bara reið að heyra svona.  Ég þekki Elías Guðmundsson, og veit að hann er dugmikill maður, með mikinn áhuga og metnað fyrir sínu byggðalagi.  Og fjandinn hafi það, það er ekki ofverkið opinberra aðila að gera það sem gera þarf, og það sem þeir hafa örugglega lofað í upphafi. 
Ekki veit ég hvar strandar, en ég vil fá að heyra að þessi tilraun haldi áfram, og að hinir ósýnilegu opinberu aðilar komi fram úr skúmaskotunum og lýsi því yfir að þeir muni gera sitt til að þetta ævintýri haldi áfram.   Og það ekki seinna en núna.  Gjörið svo vel.  Þið hafið svipt okkur lífsbjörginni, fiskinum í sjónum.  Og gert okkur óhægt um vik að lifa.  Ykkar er ábyrgðin og skyldan að koma til hjápar.  Ég get því miður ekki sagt með fullri virðingu.  Því gagnvart svona löguðu á ég hana bara ekki til.

Fjör í kúlunni.

Jamm það var fjör í kúlunni í kvöld get ég sagt ykkur.

IMG_6017

Þetta er ekki fiðlarinn á þakinu, heldur blikkarinn á þakinu, hann blikkar mann sko !

IMG_6032

Hér eru tveir bræður.

IMG_6034

Samfeðra en eiga sömu ömmu sem betur fer LoL

IMG_6048

Þetta er fjörið sem ég var að tala um.  Það var sko aldeilis.

IMG_6061

Að sigla á báti hehehe.

IMG_6072

Tjörnin breyttist allt í einu í eitthvað sem var hægt að leika sér í.

IMG_6086

Jafnvel heita pott heheh.

IMG_6090

Eða barnalaug. 

En þetta var rosalega skemmtilegt fyrir börnin.  Ég er ekki viss um að fiskarnir hafi haft eins gaman að þessu og pottþétt ekki nykurrósirnar, því þær voru komnar á hvolf. 

En hvað er skemmtilegra en að una sér á góðum degi.

IMG_6054

Og hananú, og svo biðst ég afsökunar á að hafa ekki gefið mér tíma í blogghring í dag. Ég lofa að bæta úr því á morgun. 
En ég býð ykkur öllum góða nótt.  Og dreymi ykkur vel.  Megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur og vernda.


Meira um börnin mín.

Nú er ég búin að telja upp þrjú af börnunum mínum.  Yngsti sonurinn er eftir.  Hann er líka rosalega duglegur, hefur sett upp sitt eigið fyrirtæki sem er hellusteypa og steypistöð.  Hann hefur líka hannað ýmislegt sem hefur gefist vel, eins og kantstein sem er smellt niður, veggjastein sem er púslað saman, og fleira sem hann er með á teikniborðinu.  Hann er líka ásamt félaga sínum að skoða það að setja hér upp kláf sem fer upp á Eyrarfjall.  Þar á að reisa veitingastað og útsýnispall.  Það hlýtur að draga að túrisma.  Harðduglegur strákur. Heart

IMG_6013

Hér er steypustöðin. 

IMG_6008

Og svona var veðrið í morgun kl. sjö. 

Ég á líka tvo aðra stráka svona til hliðar, annar þeirra er sonur mannsins míns, hann er rosalega duglegur líka, vinnur við útfluttning á fiski, og er góður sölumaður.  Talar rússnesku vel. 

Og svo Strákurinn minn frá El Salvador sem ég tók að mér um tíma.   Hann er núna verkstjóri í Ásel Steypustöð og stendur sig alveg frábærlega vel.

Þá eru öll börnin mín upptalinn.  Það er náttúrlega ekki hægt að skilja neinn eftir útundan eins og skiljanlegt er.  Og nú á ég líka 17 barnabörn og svo er eitt á leiðinni.  Smile


Kvöldsól og steinblóm.

Sonur minn kom til mín í kvöld og gaf mér þessa fallegu steinrós, sem hann bjó til sjálfur.  Hann var að útbúa gjöf handa stóra bróður, og datt í hug að færa mömmu sinni líka eitthvað fallegt.

IMG_6003

Íslenskt fjörugrjót. 

IMG_5999

Og svona lítur fjörðurinn minn út núna í kvöldsólinni. 

Ég segi svo góða nótt.  Hitti ykkur hér á morgun.  Smile ´Þá ætla ég að gefa mér aðeins meiri tíma til að fara blogghringinn.  Heart


Ísafjörður í beinni.

Já nú get ég sýnt nokkrar himnagallerí myndir aftur.  En undanfarið hefur ekki verið ský dróg á himninum til að sýna neitt.  En þessar bæta það allt upp get ég sagt ykkur.

IMG_5967

Þessi var tekin kl. 7 í morgun.

IMG_5969

Fallegt ekki satt !

IMG_5972

Hér má sjá vætti himinsins æða um hvolfið eins og risastórir drekar.

IMG_5976

Hér má sjá baráttu milli himnafugla hina hvítu, og grimmu gráu, það er barist upp á líf og dauða.

IMG_5977

Og auðvitað sigrar hið góða, þegar hvíti hvalurinn hrekur allar grimmu gráu himnaverurnar burtu.

IMG_5984

Og hvítu himnaverurnar fagna sigrinum með skýjadansi.

En í gær ætlaði ég að steikja lambagúllas, sem ég og gerði, setti feiti á pönnu og ætlað svo aðeins að kíkja á ykkur.  Ég gleymdi mér og afleiðinarnar urðu mikill reykur í húsinu, og svona brást stubburinn við.

IMG_5962

Hehehe dálítið dramatísk viðbrögð, en hvað með það.  LoL Hann er náttúrulega að horfa á sjónvarpið í stað þess að fara bara út að leika sér.

En ég hef tekið eftir sætum grænum steinum út um allan bæ, þetta eru jákvæðir yndislegir steinar sem einhverjir hafa málað og skrifað setningar á og farið með á hina og þessa staði.  Mér finnst þetta frábært framtak, og vildi gjarnan vita hverjir gerðu þetta.  Þetta veitir mér gleði í hvert skipti sem ég sé svona stein.

IMG_5982

Eins og bros eða kær kveðja frá einhverjum sem lætur sig aðra varða.

IMG_5987

Takk þú eða þið sem standið fyrir þessum saklausu gleðigjöfum um allann bæinn.  Ég er viss um að það eru margir sem gleðjast yfir þessu.  Og þið þar með kosnir bestu gleðigjafar Ísafjarðar þetta sumarið af mér. Heart

En svo smá kajak, hér er svo gaman að róa í góða veðrinu.  Smellti af þessum myndum öllum reynar í morgun.

IMG_5988

IMG_5995

Líf og fjör á yndislegum stað norður við hjara veraldar, en þar sem mannlífið er gott, og allaf nóg um að vera fyrir alla, konur og kalla, börn og gamalmenni.  Kraftur og þor er það sem vættirnir gefa okkur hér.  Það verður aldrei af okkur tekið af manneskjum.  Því gegn tívum og tröllum má enginn mannlegur máttur sín, sem betur fer. 


Tvær góðar fréttir af mér og mínum.

Núna fyrir nákvæmlega 40 árum eignaðist ég fyrsta barnið mitt.  Son sem ég skírði Inga Þór, eftir föður mínum, sem heitir Ingólfur Þórður. Drengurinn óx úr grasi og algjört krútt.  Hann er það ennþá.  Fertugur í dag þessi elska. 

Ingi Þór

Heart

IMG_4229

Tíminn flýgur áfram ekki satt ? Heart Þarna er hann með sinn frumburð  Evítu Cesil. 

Dóttir mín hringdi í mig frá Vínarborg í dag, hún stóðst erfiðasta prófið í öllum skólanum.  Hún er að læra til dýralæknis.  Það var yfir 60% brottfall, en mín eigin duglega stúlka stóðst það eins og hetja.  Og hún er með tvö börn og hund, að vísu góða aupair, en að öðru leyti að mestu með sjálfri sér.  Mikið er ég montin af henni.

Ýmislegt frá laptop 07002

Fallega duglega stelpan mín og hennar dætur sem verða örugglega líka duglegar bæði Hanna Sól stóra systir og svo litla stelpan okkar Hildur Cesil.

 

Innilega til hamingju bæði tvö stóri strákur með afmælið þitt, og dóttir mín með það að standast erfitt próf.   Ég er svo stolt af ykkur báðum. HeartRosir


Mannmergð í miðbæ.

Það hefur verið nóg að gera hjá mér við að vökva í dag.  Slöngur út um allt.  Og er enn að. 

Það er ekki bara sól, heldur líka mjög heitt í veðri.  Svo að bæjarlífið tekur kipp og allstaðar er fullt af fólki.

IMG_5924

Veðrið kl. 7 í morgun.  Lofar góðu.

IMG_5929

Bátar í höfninni og stelpurnar mínar að gróðursetja blóm við Pollgötuna.  Þar á að vera fínt í sumar.

IMG_5933

Þetta er stjórnsýsluhúsið okkar, lögreglustöðvar meginn.  Lengra til hægti er hótel Ísafjörður.

IMG_5936

Smá ský úti við Snæfjallaströndina.

IMG_5942

Fyrir utan Langa Manga var fjör.  Notalegt að sitja í sólinni.

Þetta er hún Íris óbeisluð sem er að uppvarta.

IMG_5944

Já það er margt um manninn þegar veðrið er gott.

IMG_5951

Það var ekki bara setið fyrir utan Langa Manga, heldur líka Gamla bakaríið, þar geta menn fengið dýrindis kökur og kaffi að dönskum sið frá frú Ruth Tryggvason, heiðursborgara Ísafjarðar og hennar fólki.

IMG_5954

En menn geta líka setið fyrir utan Edinborgarveitingastaðinn hjá henni Helgu Völu bloggara með meiru.  Hún lenti aldeilis í því í morgun, en hún og stelpurnar hennar sem eru í vinnu hjá mér, óku fram á bílslys, þar sem maður hafði velt bílnum sínum.  Ekki skemmtileg uppákoma verð ég að segja.

IMG_5960

Sumir sitja bara á tröppum, þetta eru tröppur Alþýðuhússins, en fólk situr gjarnan á tröppum bæjarins, til dæmis Landsbankatröppunum, tröppum Gamla Apóteksins og fyrir framan búðina Þrist er nýr staður til að sitja á, eftir að þar voru gerðar tröppur.

IMG_5953

Þessir myndarlegu ungu tölvufræðingar voru á vappi í góða veðrinu, og ég smellti af þeim mynd, sá þriðji hljóp í felur hehehe...

En ég er að fara að taka saman slöngurnar.  Smjúts... Kissing


Þarf ekki að fara að huga að því hvað er að gerast í heiminum. Er húsið mitt Earthship ?

Ætli maður megi búast við svona fregnum oftar á næstunni.  Dóttir mín sem býr í Austurriki, sagði í vetur að ákveðin svæði í Evrópu væru að verða verr úti í ofsaveðrum en önnur.  England til dæmis og hluti Þýskalands, og landanna þar í kring.  Hver man ekki eftir flóðinu í Praque, þegar dýragarður fór á kaf, og dýrinn flutu burtu.  Er þetta tímabundið, eða varanlegt ástand í okkar tíð.  Er þetta vegna mannanna verka, eða bara náttúrulega sveiflur ? Spyr sú sem ekki veit.

 En hér bankaði ferða maður uppá áðan.  Hann sagði mér að hann hefði komið í gær, til að kíkja en engin hefði verið heima.  Sagði að hann hefði haldið að þetta væri húsgerð sem hann kallaði Earthship.  Það eru ökonomisk hús sem eru byggð í Bandaríkjunum.  Sjálfbær hús, þar sem allt er nýtt, gróðurhús við íbúðina, þar er ræktað allt grænmeti, vatni úr krönum veitt þar inn, og skolpinu veitt í garðinn fyrir utan.  Sólarorka notuð, og húsin að mestu leyti sjálfbær.  Hann gaf mér upp link á þetta set hann inn hér fyrir þá sem vilja.  Þetta er ef til vill framtíðin.    www.earthship.org

 

Hér eiga þýskir vinir mínir sumarhús, hann er sólarorku sérfræðingur og hún arkitekt, þau hafa bæði unnið til Evrópuverðlauna fyrir hönnun sjálfbærra húsa.  Þau eiga eitt sjálf, sem er að mestu sjálfbært nema rétt um dimmasta tíma vetursins.  En þau eru nú að þreyfa sig áfram með sólarsellu í sumarbústaðnum.  Það verður forvitnilegt að vita hvort það gerir sig. 

 


mbl.is Hundruð manna föst í skrifstofubyggingum í Sheffield vegna flóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er ég.

Jæja enn einn dýrðardagurinn, svei mér þá.  Ég var eins og landafjandi um allan miðbæinn dragandi gular slöngur og úðara.  Að reyna að gefa plöntunum vatn.

IMG_5905

Þetta var í gærkvöld, þegar slæða huldi Kubbann, svona eins og dularþoka, mjúk en dularfull.

IMG_5908

Þetta var í gær, því í dag var ekki ský á himninum. 

IMG_5913

Mávarnir skemmta sér, það er verið að dæla upp möl af hafsbotni, og þar flýtur ýmislegt með, eins og skeljar og kuðungar, og þá er veiðibjallan tilbúin með gogginn.

IMG_5900

Hér er einn ógurlegur ninjameistari.  Sjáið eitilhart augntillitið.  Hann er sko ekkert blávatn þessi.

IMG_5916

Datt í hug að smella af einni, fyrir þá sem ekki hafa komið heim síðan í fyrra  Essóið er ekki lengur til í sinni mynd, heldur bæði nýtt hús og nýtt nafn.  Og nýtt raðhús risið, sem hýsir sparisjóð Vestfjarða og Rukkunarfyrirtæki.

IMG_5921

Ein úr frumskóginum mínum, sem ég smellti af fyrir nokkrum mínútum.

IMG_5923

Jamm og þessi líka.  Vonandi eigiði góðan dag.  Ég ætla að setjast út í sólina.  HeartCool


Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júní 2007
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2023457

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband