Hvað er lögmætur áhugi almennings ?

Forsvarsmenn Channel 4 hafa hinsvegar borið áhyggjur prinsanna saman við lögmæta áhuga almennings á málinu og tóku að lokum þá ákvörðun að birta myndirnar í heimildamyndinni „Diana: The Witnesses in the Tunnel“. Myndin verður sýnd í kvöld.

Hafið þið einhverntíman heyrt um lögmætan áhuga fólks á einhverju ? Ekki ég.  Þvílíkur viðbjóður.  Að það skuli vega meira "lögmætur áhugi almennings" (kallast það ekki hnýsni ?) en væntumþykja manna á móður sinni, og er ekki hægt að virða sorg þeirra og virðingu við látna móður.  Hvar er eiginlega siðferðið á þessum síðust og verstu dögum.

Ja hérna, ég ætla hér með að heita því að berja EKKI þessar myndir augum.  Ég ætla að gera það af virðingu fyrir Díönu prinsessu og sonum hennar.  


mbl.is Synir Díönu prinsessu vonsviknir út í Channel 4
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagurinn í dag.

Jamm eða þannig.

Litla barnabarnið mitt frá El Salvador var að spila í kvöld i Edinborgarhúsinu.  Hún hringdi og bauð ömmu og afa til tónleika.  Og auðvitað fórum við.   það er alveg meiriháttar hvað vel hefur tekist til um að byggja þetta gamla hús upp.  Þar eiga reyndar mestan part þátt hjónin Margrét Gunnarsdóttir og Jón Sigurpálsson.  Sem hafa af áhuga miklum þokað þessu áfram, ásamt ótal öðrrum auðvitað.

IMG_5329

Hér er litla Alejandra búin að spila. 

IMG_5333

Sumir voru að læra á gítar.

IMG_5336

Og ekki bara strákar sko !

IMG_5345

Þessi spilað og söng, alveg með ágætum.

IMG_5338

Hér er svo fjölskyldan í hléi.  Isobel, Alejandra Isobel og Isobel Liv mæðgur.

IMG_5323

Í dag komu þessir hlauparar fram hjá kúlunni ,í góða veðrinu, heilbrigðin uppljómuð.

IMG_5331

Pabbinn og dóttirin. Hún er tvítyngd. Pabbi talar við hana spænsku, og mamma Íslensku.  Iobel er því jafnvíg á bæði tungumálin.  Hún segir afi og amma við okkur og svo abuela og abuelo við hina ættingja sína.

aldeilis frábær.

IMG_5350

Galleri himin hér skartar sínu fegursta.

IMG_5351

Og svona er ástin.  Afi og amma standa saman í blíðu og stríðu................. eða þannig. 

Og lífið heldur áfram. Heart


Megi allir góðir vættir vera með ykkur, styrkja og styðja.

Enn ein hetjan fallin í valinn.  Það er alltaf sorglegt þegar ungt fólk í blóma lífsins hverfur héðan úr okkar heimi.  Við skulum samt muna að þau verða áfram til, í annari veröld.  Veröld ljóss og kærleika.  Þar sem þeim líður vel, og þar sem er tekið á móti þeim af ástúð og umhyggju, og þeim hjálpað að aðlagast nýrri veröld. Það er líka ákveðin lausn þegar erfið veikindi hafa varað lengi.  Þá er það lausn að fá að yfirgefa táradalinn og hefja sig til flugs til frelsisins.  Lausn sem við ef til vill ekki skilum alveg.  En samt einhversstaðar innst inni vitum við að þannig er það.  Eins og nokkurskonar Nangiala.

Ég þekkti ekki Guðbjörtu Lóu persónulega, en ég þekki ágætlega föður hennar þann mæta mann, og gróðrarhetju.  Ég vil votta fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur.  Og senda þeim ljós og kærleika.  Við skulum alltaf muna að sá sem héðan hverfur fer ekki langt, og að við munum að lokum sameinast þeim sem við elskum. 

Megi allir góðir vættir vaka með fjölskyldunni og vera styrkur og stoð á erfiðum tíma.  Það var fallegt að heyra að það er núna bænastund í kirkjunni vegna þessarar ungu stúlku, sem var hrifinn héðan allt of fljótt. 

GudbjortLoa

bb.is | 05.06.2007 | 11:25Guðbjört Lóa látin

Látin er í Reykjavík, Guðbjört Lóa Sæmundardóttir, tvítug stúlka frá Læk Dýrafirði, sem barist hefur við krabbamein í um fjögur ár. Fjölmargir hafa fylgst með hetjulegri baráttu Guðbjartar Lóu á bloggsíðu hennar og er óhætt að segja að skrif hennar hafi verið mörgum innblástur þar sem þau einkenndust ætíð af jákvæðni þrátt fyrir alvarleg veikindi hennar. Þar hefur verið birt eftirfarandi tilkynning: „Hún Guðbjört Lóa, Blómarósin okkar lést síðdegis í gær 4. júní í rúmi sínu hér á Lindargötunni um klukkan 16. Við höfðum öll átt þrjá yndislega daga heima í Lyngholti. Fórum þangað á miðvikudaginn var og komum til baka á sunnudagskvöld. Það var mjög ánægjulegt að geta uppfyllt þessa ósk Lóu og notið frábærs veðurs í rólegheitum heima með fuglasöng við herbergisgluggann.

Við þökkum öllum innilega fyrir þann stuðning sem þið hafið veitt okkur með ýmsu móti. Sá stuðningur gaf Lóu mikið og styrkti okkur öll í þessari erfiðu baráttu.“

Þess má geta að Guðbjört Lóa varð í þriðja sæti í valinu um Vestfirðing ársins 2006.


Mér finnst rigningin góð.

Það rignir í dag.  Það er hlýtt og logn og rigning.  Það er yndislegt svo gott fyrir gróðurinn.  Allt verður svo litfallegt og skýrt.

IMG_5320

IMG_5321

Þau brosa við manni úti og inni.

IMG_5316

IMG_5319

Drottning blómanna sjálf svo glæsileg og fögur.

Svo er það leikur skýjanna í gallerí himni.

IMG_5313

IMG_5314

IMG_5315

IMG_5318

Þessar myndir voru reyndar teknar í gær seinnipartinn.  Það er bjartara yfir núna, vonandi gægist sólin smá niður til okkar. 

En þetta er allt í lagi.  Yndælt alveg hreint. 

Stubburinn er hæst ánægður á Kajaknámskeiðinu.  Hann kom holdvotur heim í gær, hafði dottið í sjóinn.  Núna hafi hann með sér aukaföt, ef ske kynni.  Þau eru fjóra daga í viku í 6 tíma fram að 17. júní.  Þetta er aldeilis frábært fyrir unga krakka að kynnast sjónum og því sem honum fylgir í návígi.  Það auðgar þau, og veitir meira öryggi.  Mér finnst þetta alveg frábært af þeim í Sæfara.  Enda frábærir menn og konur sem þar eru af þvílíkum áhuga. 


El Salvador, réttlætið og mafían.

Jamm það er þá eitthvað réttlæti í El Salvador eftir allt saman. 

Hér er fólk frá San Salvador sem þurfti að flýja landið, vegna hótana mafíunnar.  Þessi mafía hafði nokkrum árum áður drepið foreldra konunnar, svo þau tóku hótanirnar alvarlega.  Fjölskyldan var vel efnuð og átti tvö fyrirtæki.  Þau þurftu að losa sig við allar eigur sínar með hraði, og komust til Bandaríkjanna.  Þar höfðu þau enga von um atvinnu, og vildu því komast hingað, en einn sonur okkar var kvæntur dóttur þeirra.   Það varð úr að ég fékk fyrir þau vinnu hér, og þau komin yfir fimmtugt, þurftu að byrja allt frá grunni.  Mállaus og í landi sem er gjörólíkt þeirra.  Kalt og dimmt.  En þau hafa ekki kvartað eða eytt sínum tíma í víl.  Heldur hafa þau af þrautseigju byggt upp heimili og líf.  Yndislegt fólk, sem er fjölskylda mín hér.  Þau höfðu með sér barnabarn, sem þau hafa átt í erfiðleikum með.  Því hún fær ekki dvalarleyfi nema smá tíma í senn.  Vegna þess að  þau eru ekki foreldrar heldur afi og amma.  En ættleiðing hefur gengið illa, þar sem lögfræðingur sem vann að ættleiðingunni fórst í jarðskjálftanum sem varð í San Salvador fyrir fimm árum síðan, og öll plögg glötuðust.  Þau hafa verið að reyna að fá pappíra og ráðið lögfræðinga til annast sín mál.  En það hefur gengið illa, óheiðarlegt fólk sem hefur einungis haft af þeim fé.  Og þau hafa þurf að borga stóra peninga til að reyna að fá pappíra.  Og Íslenska ríkið krefst þess að allt sé eftir ritualinu.  En einmitt þess vegna varð ég svo reið, þegar Jónína fékk ríkisborgararétt fyrir stúlku af því að hana vandaði að komast í skóla í Englandi á kostnað lánasjóðs námsmanna.  En þessi litla stúlka nú 10 ára, á sífellt yfir höfði sér að vera send út landi.  Þó hún eigi enga aðra að en afa og ömmu.  Og tali fullkomna íslensku, hefur gengið hér í skóla frá 6 ára aldrei og telji sig á allan hátta íslenska.  Og vill hvergi annarsstaðar vera.

Mér finnst að útlendingastofnun eigi bara að veita henni dvalarleyfi í eitt ár í viðbót, þá geta hjónin sótt um íslenskan ríkisborgararétt, og í framhaldi af því sótt um forræði yfir barninu samkvæmt íslenskum lögum.  Og eru ekki bundinn hentistefnu heimalandsins, þar sem svo margt gengur út á mútur og peninga undir borðið. 

Ég segi nú ekki margt. 


mbl.is Dæmdir fyrir morðið á Íslendingi í San Salvador
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið.

Öllum góðum vættum sé þökk fyrir að þau fundust í tíma.  Stundum er bara þanng að ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið.  Það er svo margt sem staðfestir þessa kenningu að það er ótrúlegt.  Við eigum okkar tíma á jörðinni, og fyrr en sá tími er útrunninn förum við ekki héðan.  Ástandið getur samt sem áður breytt aðstöðu okkar, en það er þá líka eitthvað sem við höfum ákveðið að læra í þessari jarðarför okkar. 

Afi minn sagði mér einu sinni af manni sem var sjómaður á Agli rauða minnir mig að togarinn héti, hann var á veiðum við Grænland.  Manninn dreymdi að skipið færist með manni og mús.  Hann munstraði sig þess vegna af skipinu og fór í vegavinnu langt upp í landi.  En sagði afi, viti menn, skipið fórst eins og manninn hafði dreymt, en það einkennilega við þetta allt saman var, að sama dag og skipið fórst, grófst maðurinn undir malarhrúgu og dó.  Hann var því feigur, þó hann reyndi að komast undan.  Viðvörunin var því til að hann gæti undirbúið brottför sína, en ekki til að forða honum frá feigð.  En svona er lífið. 


mbl.is Hjón sem fundust meðvitundarlaus í tjaldvagni eru illa haldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vígsla á Edinborgarhúsinu og sjómannadagurinn.

Hér var mikið um að vera í dag, gott ef ekki allir ísfirðingar sem vettlingi geta valdið hafi farið á stjá. 

Við hjónin vorum að stússast í ýmsu. Yngsti sonur okkar átti afmæli og þar var boðið í hnallþórur um hádegið.  Síðan tók við uppákoma hjá Kajakklúbbnum, þeir voru með allskonar sjófarartæki sem þeir leyfðu börnunum að prófa.  Þá var það vígsla Edinborgarhússins, þar sem spúsi minn átti að spila með big band Írisar Kramer.  Ég er búin að bjóða föður mínum í mat, og lærið er komið á sinn stað í ofninn.  Og nú slaka ég á, meðan karlinn minn leikur sér á kajak.  Og stubburinn er á Suðureyri í allskonar keppnum, koddaslag, dorgkeppni, karahlaupi og að stökkvað í sjóinn.  Það er miklu meira um að vera fyrir börnin fyrir vestan en hér.

IMG_5274

Hér er bóndinn í gallanum tilbúin í kajakinn.

IMG_5276

Aðrir kusu önnur farartæki.

IMG_5278

IMG_5285

Þessir pollar eru vanir voru á námskeiði í fyrra.

IMG_5291

Þessir krakkar höfðu meiri áhuga á að busla.

IMG_5292

Úbbs!!!

IMG_5295

Og uppúr aftur.

IMG_5296

Þau eru ekki öll há í loftinu kajakkrakkarnir.

IMG_5298

Það var svo múgur og margmenni við vígslu Edinborgarhússins menningarhúss Ísafjarðar, annað af tveimur.  En Hamrar samkomusalur Tónlistarfélags Ísafjarðar er líka menningarhús.

IMG_5307

Tvær sætar á barnum.  Gulla og Helga Vala.

IMG_5309

Litlu krílunum fannst samt skemmtilegra að vera úti.

IMG_5277

Gallerí himin.

IMG_5284

Þetta eru stoltin mín.  Sem spara mér mikla vinnu á vorin, því þeir skarta sínu fegursta túlípanarnir á vorin.

IMG_5279

En það eru náttúrulega hetjur hafsins sem þessi dagur snýst um, það má ekki gleymast.

IMG_5310

Okkur ber að muna eftir þeim, og líka þeim hetjum sem ekki áttu afturkvæmt frá Ægi konungi. Blessuð sé minning þeirra. 

En þessi dagur hefur verið bara mjög góður.  Þó ég ætlaði að gera eitthvað allt annað, eins og að fjölga plöntum, og reita arfa í beðum.   Þá var þetta bara miklu skemmtilegra. 


Kvöldmyndir og blómarósir.

Hér er bara ágætis veður, hálfskýjað, en sólin gægist við og við.  Þannig að það er létt yfir okkur hér á sjómannadaginn.

Börnin ætla að fara í dorgveiðikeppni.  Það hafa þau gert lengi, stubburinn minn hefur oftar en einu sinni verið nálægt því að vinna.  Númer tvö.  En svona er þetta bara.

Tók þessar myndir í gær.

IMG_5244

Fífilbrekka gróin grund. 

IMG_5246

Gaman saman.

IMG_5249

Með blóm í fangi.

IMG_5250

Og svo var reynt að gera blómsveig.  Tvær blómarósir.

IMG_5247

Kviknað í ?? hehehe.....

IMG_5264

En við getum nú líka haft það notalegt.  Prívat konsert bara fyrir mig.  Hvað á ég að spila fyrir þig elskan. Heart

IMG_5255

Gallerí himin.

IMG_5251

 

Mamma viltu senda mér nokkrar næturmyndir, sagði dóttir mín sem býr í Vín.  Hún er sennilega farin að sakna björtu nóttanna hér heima.  Ég skil hana vel.  Þessi tími er alveg frábær hjá okkur hvað varðar birtuna.

IMG_5256

Þessi er tekinn um tíu leytið.

IMG_5260

Þessi um tveimur tímum seinna.

IMG_5265

Um klukkutíma síðar.

IMG_5269

Þessi tekinn um hálf tvö um nóttina.  Hér sést að Ísafjarðarlognið er komið. 

Það er bara alveg einstakt. 

Ég vil svon bara óska ykkur öllum til hamingju með sjómannadaginn. 


Guðrún Barði Kristján. Gröfur, kettir blóm og börn.

Fallegur dagur í dag.  Og nú er sumarið komið.  Og allt á fullum sving að koma sölunni í gott horf.

Hér er hann Barði að jafna og setja möl yfir svæðið. 

IMG_5207

Blómin kominn út úr húsunum loksins. 

IMG_5218

Jamm snyrtilega raðað upp og merkt.

IMG_5220

Og þau brosa við öllum í sólinni.

IMG_5226

Börnin eru að hlæja að kettinum Brandi, hann er nefnilega að sér að drekka i tjörninni.

Hann sést ekki vel, en það er þarna slanga sem rennur úr í tjörnina, og Brandur setur loppuna undir vatnið og drekkur svo úr henni, alveg eins og við gerum.  Það er fyndið að sjá hann fá sér sopa á þennan hátt. 

kisi

Hérna er hann að drekka, en sést ekki fyrir plöntunni.

IMG_5229

Tvær systur og einn engill.  Flottar eru þær Ebba Sóley og Evíta Cesil.

IMG_5233

Og svo ömmubros. 

IMG_5238

Svona er veðrið þennan morguninn.

IMG_5222

IMG_5225

Svo koma tvær myndir úr Gallerí himni.  Teknar í gær. 

Eigiði góðan dag elskurnar.  Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júní 2007
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband