4.5.2007 | 14:54
Blóm pakki og leti.
Þegar ég kom heim í gær var stór pakki á eldhúsborðinu skreyttur með blómum. Ég var auðvitað voða forvitinn hver ætti pakkann. Þegar minn elskulegi kom heim var ég fljót að spyrja; Hver á þennan pakka ?
Þú elskan mín, sagði hann.
Ha? sagði ég af hvaða tilefni.
Mig langaði bara að gleðja þig, sagði hann.
Í pakkanum voru tvær bækur, "Svo fögur bein", fetir Alice Sebold. Og "Ellefu mínútur" eftir Paulo Coelho. og svo Nói Siríuus númer 28 hehehehe.
Nú þarf ég að fara að leggjast í lestur í næstu rigningu.
Þetta var skemmtilegt skal ég segja ykkur.
Annars erum við að fara á árshátíð á morgun, bærinn heldur árlega árshátíð og bíður þeim starfsmönnum sínum sem vilja fara. Þetta verður síðsta sinn sem ég er, tel ég vera. Það sem þeir hafa ákveðið að leggja starfið mitt niður.
Ég er alveg rosalega löt í dag. Ég ætti að vara á kafi í að gera eitthvað. Ég er þó búin að sá fræjunum sem ég fékk frá Kúpu. Nú er bara að bíða eftir að þau komi upp. Verst að það er einhver lítill fugl þarna inn í mér, sem segir að svona megi maður ekki vera latur. En svo er annar einhversstaðar annarstaðar sem segir að þetta sé allt í lagi, svona einu sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
4.5.2007 | 10:20
Vestfirski Bjargvætturinn.
Einar Oddur er krútt. Hann er í baráttusæti Sjálfstæðismanna hér í Norð Vesturkjördæmi. Hann hefur ekkert skafið utan af hlutunum í gegnum tíðina. En hann hefur nú ekki alltaf staðið vil stóru orðin. 'Eg man að bæði hann og Einar Kristinn lofuðu, í íþróttahúsinu hér um árið að þeir skyldu sjá til þess að aldrei yrðu smábátarnir settir í kvóta. En það var mjög svo varað við því kring um landið. Þeir fóstbræður fóru svo um bryggjur og bæi og ræddu við sjómennina og lofuðu að þetta myndi ekki gerast. Svo var haldið til aðþingis, góða kosningu fengu þeir bræður m.a. út á þessi orð sín. Mig minnir að afgreiðsla Einars Odds hafi verið einhvernveginn á þann veg, að hann væri nú ekki hrifinn af kvótasetningunni, en af sérstakri tillitssemi við vin sinn Sjávarútvegsráðherrann, þá segði hann já.
Svo má hafa í huga núna, þegar menn hafa í 12 (16) ár ætlað að hlú að öllu því sem minna má sín, að nægir aurar hafa verið til þess að efna allt það fyrr en núna í ræðu sem formaður frjárlaganefndar Einar Oddu hélt um fjáraukalög á þingi 2005, sagði kappinn þetta;
Það sem er gagnrýnisvert, virðulegi forseti, við ríkisfjármál Íslands hentar ekki stjórnarandstöðunni að tala um. Það sem er gagnrýnisvert er nákvæmlega eitt, þ.e. að stjórnsýslan á Íslandi hefur of mikla peninga. Þar erum við aldrei nógu vakin yfir málunum, að passa peningana. Stjórnsýslan hefur of mikla peninga. Við verðum að gæta að því hvenær sem er og alltaf að reyna að passa þá. Allt of miklir peningar. Það þarf sterk bein til að þola góða daga, segir máltækið. Við þurfum að passa okkur á þeim. Það er mikið góðæri á Íslandi í dag. Þess vegna er það alltaf og á alltaf að vera til skoðunar hvort við notum of mikla peninga í stjórnsýsluna. Ég svara því, virðulegur forseti, afdráttarlaust: Já, of mikla peninga. Því er það hið versta mál þegar menn halda að leiðin sé að hækka skatta. Leiðin er að lækka skatta. Á þeirri vegferð erum við og á þeirri vegferð ætlum við að halda áfram, að lækka skatta, vegna þess að við þurfum ekki á skatttekjunum að halda. Það er hægt að komast af með minni peninga, á að vera hægt og yfir því skulum við vaka.
Þetta er niðurstaða mín. Yfir þetta skulum við fara og þessu skulum við gera grein fyrir. Við erum að ljúka hér einhverju besta ári í sögu íslenskra ríkisfjármála, árinu 2005. Það hefur aldrei komið annað eins ár og mér er til efs að það komi nokkurn tíma aftur, a.m.k. ekki á næstunni, því að vonandi, eins og ég hef sagt áður, dregur úr einkaneyslunni strax á næsta ári. Vonandi lækka tekjur ríkisins á næsta ári. Það yrði okkur til gæfu vegna þess að sú skuldasöfnun sem einstaklingarnir standa fyrir erlendis mun hefna sín. Því fyrr sem því linnir, þeim mun betra.
Þetta vakti auðvitað athygli á sínum tíma;
Og hér.
Já svo mörg voru þau orð hjá bjargvættinum. Of mikla peninga átti ríkið þá. Og af hverju var ekki farið í öll góðu málin ?
Hér er minn karl áhugasamur á umræðufundi í gær.
Við vorum einu sinni ágætis vinir hann og ég. Hann kom alltaf upp í garðplöntustöð, hvað áttu núna nýtt og spennandi spurði hann hressilega. En ekki lengur. Ég álpaðist í að fara að vinna með Frjálslynda flokknum. Svoleiðis er nú það.
Annars var þetta góður fundur í gær. Menn stóðu sig yfirleitt vel. En best stóðu sig ungir og skeleggir stjórnendur enda þjálfaðir í JC. Það komst enginn upp með neitt múður, og þeir höfðu fulla stjórn á málglöðum frambjóðendum. Meira að segja Jóni Bjarnasyni.
Hér má sjá okkar mann í ræðustól Kristinn H. Gunnarsson.
Margt var um manninn og greinilegt að menn eru mikið að spá og spekulegra. Ætli loforðin dugin nú eina ferðina enn ? það verður að koma í ljós.
En svo eru hér myndir sem ég tók í dag.
Þið sjáið að sólin skín og það er bjart yfir Ísafirði í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.5.2007 | 09:07
Hvar erum við stödd í baráttunni?
Ríkisstjórnin rambar í Mannlífskönnun
Úrslit þingkosninganna í maí verða mjög tvísýn ef marka má nýja könnun Mannlífs sem birt er í nýjasta tölublaði tímaritsins sem kemur út á morgun. Könnunin nær til alls landsins og samkvæmt henni fengi Sjálfstæðisflokkur 36 prósent atkvæða og 24 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fengi 10,2 prósent og sjö þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fær 5,8 prósent og nær inn fjórum jöfnunarþingmönnum. Samfylkingin 23,4 prósent og 16 þingmenn. Vinstri hreyfingin-grænt framboð mælist með 17,9 prósent eða 12 þingmenn. Íslandshreyfingin næði ekki inn manni fari úrslit kosninganna á sama veg. Gangi þessi úrslit eftir eru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með 31 þingmann og stjórnarandstaðan með 32
Sjá hér. http://www.visir.is/article/20070502/FRETTIR01/70502120/1213
Mér finnst þetta athyglivert að mörgu leyti. Fyrsta lagi þá er það staðreynd að Frjálslyndir fá yfir leitt meira upp úr kössum en í könnunum. En það er annað sem hefur gerst undanfarið. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa tekið Frjálslynda flokkinn aftur inn í myndina um Kaffibandalagið.
Þegar lagt var upp með kosningarnar þá töluðu menn um slíkt, en svo fóru menn að draga í land, og um leið hélt stjórnin velli. Þegar menn fara svo aftur að tala um Kaffibandalagið, þá fer stjórnarandstaðan upp fyrir aftur. Hvað þýðir þetta ?
Jú það þýðir, það sem fólkið er að segja við okkur er, að það vill breytingar. En það vill ekki bara einhverjar breytingar, það vill endurnýjun. Það var lagt upp með velferðarmálin, að sú ríkistjórn sem væri mynduð af Kaffibandalaginu svokallaða væri velferðarstjórn. Formenn flokkanna hittust og ræddu saman um sameiginleg málefni. Það eru þau málefni sem hæst ber í kosningaslagnum, aðbúnaður aldraðra og öryrkja, biðlistar á sjúkrastofnunum og íbúðum aldraðra, meiri áhersla á vistvernd og græna náttúru. Fólk hlustaði á þetta og fann að menn voru einlægir í að standa við þetta.
Um leið og foringjarnir fóru að draga í land og tala um þetta "óbundnir til kosnsinga" breyttist allt. Stjórnin hélt samkvæmt könnunum. Fólkið er að segja við stjórnarandstöðuna; gefið okkur skýrt val, og standið við það. Það er bara svo einfalt. Og við eigum að hlusta á þessa kröfu.
Fólk er orðið dauðleitt á sífelldum svikum og brotnum loforðum þessarar ríkisstjórnar. Þetta tal um að nú eigi að gera hlutina, þetta hafi verið í undirbúningi, öldruðum hafi fjölgað svo mikið að ekki hafi verið hægt að halda í við þróunina, gengur ekki í Jón og Gunnu. Málið er að íslendingar eru sæmilega upplýst þjóð. Hún veit ýmislegt og fylgist með. Hún er seinþreytt til vandræða, en þegar fram af gengur, þá er aldrei að vita hvað hún gerir.
Það sýndi sig í fjölmiðlamálinu, þar sem ég tel að ísinn hafi verið brotinn. Síðan ganga Ómars niður laugaveginn. Í fjölmiðlamálinu upplifði almenningur að hann hafði eitthvað að segja. Að hann gat haft áhrif, auðvitað með afstöðu forsetans okkar. Þá tel ég að brostið hafi ákveðin stífla. Upp að þeim punkti var fólk dofið flaut bara með straumnum. Var einhvernveginn fullvisst um að mótþrói væri vonlaus. Stundum þarf ekki mikið til að stífla bresti.
En fólk sér líka í gegnum málefnafátækt stjórnarinnar. Barátta þeirra er rekinn með því að segja sem minnst, hræðsluáróður um að vinstristjórnir hafi verið vondar. Það var pöntuð hingað til lands einhvert forláta innhringiapparat leigt í nokkra mánuði, til hvers ? Jú nú á að hringja í alla Jónana og Gunnurnar, sem menn eru hræddir um að ætli að hlaupast undan merkjum. Maður verður að halda völdum hvað sem tautar og raular. En ekki af því að það sé verið að hugsa vel um litlu Gunnu og litla Jón. Nei þau skipta voða litlu máli nema sem akvæði í kjörkassann. Það hefur þessi ríkisstjórn sýnt svo ekki verður um villst. Með 12 (16) ára vanrækslu. Auðvitað hefur heilmikið verið gert. En það sem ekki hefur verið gert æpir á mann. Og við sjáum það vel, ræðum saman um það á götuhornum, á barnum, í búðinni.
Umræðan er þreytt, kosningabaráttan er lömuð. Ekkert fútt í þessu segir fólk. Ég veit ekki hvort það er af hinu góða. En eitt er víst að ef menn virkilega vilja breytingar sjá aðra sýn, meiri mýkt og umhyggju fyrir þeim sem minna mega sín. Þá verða menn að þora að stíga skrefið og kjósa eitthvað annað en stjórnarflokkana.
Spillingarmálin er kafli út af fyrir sig. Mál um ríkisborgararétt tengdadóttur umhverfisráðherra er borðleggjandi spilling. Það lýsir af því langar leiðir. Að fólk sem vill láta taka mark á sér, alþingismenn og ráðherrar skuli bera svona vitleysu á borð fyrir okkur, sýnir bara að þeir halda í raun og veru að við séum fífl.
Það er bara komin tími á að breyta um kúrs. Við vitum það í raun og veru öll sömul. Það þarf bara að hafa kjark til að brjótast út úr viðjum vanans, og þora að kjósa eitthvað annað en það sem maður hefur gert fá aldaöðli. það er ekki lýðræði, það er þýðræði. AÐ þýðast sitjandi stjórnvöld. Láta allt yfir sig ganga og kyssa á vöndinn. Og við sem þykjumst á góðum stundum vera víkingar.
Eitt í viðbót, Frjálslyndi flokkurinn þarf að komast vel út úr þessum kosningum, ekki síst vegna Sjávarútvegsstefnu hans. Við höfum skýrt afmarkaða stefnu í hvernig á að vinda ofan af kvótakerfinu illræmda, sem hefur svift marga útgerðabæi lifibrauði sínu.
En líka vegna þeirra sem hér eiga erfiðast en það eru erlendir verkamenn sem eru fluttir hingað inn liggur við í gámavís til að keyra áfram hagkerfi forréttindastéttanna. Halda niðri launum þeirra sem hér eru fyrir. Nútíma þrælasala. Við eigum að taka á móti fólki hingað eins og við viljum láta taka á móti okkur þegar við flytjum erlendis. Það er lágmarkskrafa.
Þegar ég held upp á afmælið mitt, þá geri ég mér grein fyrir hve mörgum ég vil bjóða, og miða veitingar við það. En ég býð ekki öllum bænum, og á svo ekki mat fyrir nema helminginn. Þar skilur að gestrisni og bjánagangur.
Jamm þá er bara að halda kúrs og skoða, hlusta og velja. Ég held að valið ætti að vera auðvelt þann 12 maí.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2.5.2007 | 13:35
Björgunarstörf- tónleikar og fleira skemmtilegt.
Ég er endalaust að bjarga þessum elskum upp úr tjörninni. Ætli þær séu haldnar einhverri sjálfseyðingarahvöt ?
Fallegir feðgar. Stubburinn minn og pabbi hans.
Ég fór á frábæra tónleika í Ísafjarðarkirkju í gær 1. maí. Karlakórinn Ernir hélt sína síðust tónleika á þessu vori. Þeir voru hreint út sagt dásamlegir.
Hér er stjórnandinn Beata Jo og undirleikarinn Margrét Gunnarsdóttir. Kórinn hefur alltaf verið góður, en hann er frábær í höndum þessara tveggja.
Flottir karlar, ég á einn þeirra.
Svo rakst á á litlu Evítu Cesil og mömmu hennar. Hún var ekki alveg tilbúin að brosa til ömmu. Fannst þetta bara umstang.
Mér finnst birtan í þessari alveg frábær. Sólarglampi á Snæfjallaströndinni.
Og svo þessi í tilefni 1. maí.
Í dag rignir, og ég ætti að vera einhverstaðar að gróðursetja plöntur.
Þessi mynd var tekin í fyrradag, en þá var marg tekið fram að það færi alskýjað á Vestfjörðum, en heitast væri fyrir norðan og austan. Svona er oft marg tekið fram og fólk heldur að hér sé alltaf skítakuldi. Málið er að þetta heitast hér og þar er ofnotað hugtak og ætti að banna því það er skoðanamyndandi og gefur í raun og veru rangar upplýsingar, því þó það sé hlýtt niður í miðbæ einhversstaðar, þá getur verið kalt upp á hól. Alveg sama hvað það er.
En ég vona að allir eigi góðan dag.
Get eiginlega ekki still mig um að segja þessa tunglmynd inn líka hehehehe.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.5.2007 | 13:11
1. maí kveðja frá verkakonu.
Það kom til mín kona í hádeginu, Ásthildur viltu birta þessa grein fyrir mig, sagði hún. Ég lá andvaka í nótt og var svo reið, að ég ákvað að skrifa hana frá mér (reiðina). Ég á ekki auðvelt með þetta, því er er svo stolt. En mig langar til að koma þessu á framfæri.
Það er ekkert mál sagði ég. Ég skal setja þetta inn á bloggið mitt. Og svona hljómar þetta bréf.
Í dag er 1. maí! Dagur verkalýðsins. Dagurinn minn !
Og aðaláhyggjuefni mitt um þessi mánaðarmót semog önnur, eru hvort ég eigi fyrir mat út mánuðinn, það skyggir á gleði dagsins.
En mitt áhyggjuefni hlýtur að teljast léttvægt miðað við þann draug sem okkar háu herrar þurfa að slást við. Samviskuna, eða hafið þið glatað henni í fögnuði ykkar yfir góðærinu, sem við megum ekki vera með í.
Ekki biðja mig að kjósa ykkur, ég treysti ekki svikurum !
Þið hafið svift mig sjálfsögðum rétti mínum til að lifa mannsæmandi lífi, svei ykkur!
Og þetta ætlið þið skammlaust að bjóða útlendingum uppá. Ja, ekki er gertrisninni fyrir að fara, eða á að bjóða þeim upp á betri bítti?
Ég er ekki svo viss um að þeir kjósi mitt hlutskipti, hvorki fyrr né nú.
Mín laun í dag eru, sem 75% öryrki 128.467.ö 1.4. 2007, áður í 100% vinnu sem afgreiðslumaður í matvöruverslun 127.166.- 31.4.2006, í dag komin upp í 130.027.- samkvæmt kauptaxta 1. janúar 2007. Ég fékk greitt samkvæmt honum og ekki aur meir, svo hiklaust getur þetta kallast láglaunasvæði.
Og ekki er auðvelt að flýja þetta ástand, því umleið og þið verðfellduð okkur, verðfellduð þið eigur okkar.
Þið hljótið að skulda okkur skýring eftir 12 (16) ára stjórnarsetu, eki satt.
Svo nú er nóg komið af voli, upp með baráttuandann.
Til hamingju með daginn. Lifið heil!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar