Auglýsingar.

Ég get varla beðið eftir að sjá auglýsingarnar sem prakkararnir tveir þeir Þórður Jónsson lífsins leikari og Lýður Árnason læknir voru að gera fyrir Frjálslynda flokkinn.   Ég sá nokkrar í gær, og þær eru óborganlegar. 

Lýður og aðalleikarinn Þórður gerðu auglýsingarnar af hugsjóninni einni saman. 

IMG_4712 Hér má sjá aðalleikarann með Kristni H. Gunnarssyni.

Ég get svarið að ég hreinlega lá í krampa við að sjá auglýsingarnar.  Vonandi fáum við að sjá þær í sjónvarpinu sem fyrst.  LoLLoL

Auðvitað á að hafa gaman af þessari baráttu, svona í bland við alvarleikann. 

 

Er annars á fullu með aðra löppina á kosningaskrifstofunni og hina í vinnunni.  Ég er með nýtt fólk í vinnu, hana Jórunni sem er frá Svíþjóð og Roy sem er skiptinemi frá Bandaríkjunum.  Og svo auðvitað hana Sædísi mína.  Þau eru að undirbúa söluna í vor í Garðplöntusölunni.

Það er farin að koma í mann skjálfti Júróvisjónskjálfti.  Maður verður nú að halda með sínum manni á fimmtudaginn.  Eiríkur verður að komast í undanúrslit, því ég verð svo spennt að ég held að ég þori ekki að horfa á kosningarsjónvarpið. Naga neglur.  Ekki af því að ég sé svartsýn.  Finn mjög góða strauma, bara trúi ekki alveg á að það sé rétt hjá mér sko !!! (naga neglur)  það er svo mikið í húfi í ár finnst mér.

Svo er ég búin að semja við gyðjuna vinkonu mína.  En það er leyndarmál.  Wizard Maður verður nú að reyna að beit öllu sem til er. 

Danmark 420Þessi mynd er út úr korti hehehehe.. bara stór eðla sem ég sá í Guatemala, ekki hjá tengdadóttur Jónínu.  Bara á svipuðum slóðum.


Svo hvíslar litli maðurinn á götunni.

Útgerðarmaðurinn gekk glaðlega inn í beitingaskúrina.  Jæja piltar mínir ég er að hugsa um að segja ykkur öllum upp vinnunni.

Þeir störðu á hann í forundran. 

Já ég þið eruð búnir að starfa lengi hjá mér, sagði hann.  En nú býðst mér að fá jafnmarga pólverja, nema ég fæ bara tvo útlendinga fyrir einn.  Hann glotti.

Það sást skelfingarsvipur á beitningamönnunum, þegar það rann upp fyrir þeim hvað hann var að segja.

Auðvitað geri ég ekkert slíkt, sagði hann svo.  En málið er að stjórnvöld eru búin að færa mér þessi völd.  Ég get gert þetta og það er löglegt. 

Enda er lagaumhverfið hér paradís atvinnurekandans. 

 

Ég var að hringja út fyrir Guðjón Arnar og Kristinn H. um daginn, spyrja hvort þeir mættu líta við á vinnustöðum og slíkt.  Í það var allstaðar vel tekið, nema á einum stað.  Hraðfrystihúsinu Gunnvöru.

"Ég hleypi engum að fólkinu mínu, " sagði forstjórinn.  "Engum, ekki sjálfstæðisflokknum né ykkur."

Gott og vel hugsaði ég.  Það var nefnilega svoleiðis í síðustu kosningum, að það kom á skrifstofuna okkar ung kona og spurði.  "Er það löglegt að forstjórar fyrirtækja geti hótað starfsfólkinu á vinnustaðnum ?" 

Ég veit ekki sagði ég, en hvað ertu að meina ?

Forstjórinn í frystihúsinu Gunnvöru kallaði alla starfsmenn saman á kaffistofunni og tilkynnti þeim að ef þeir kysu ekki rétt, myndu þeir horfa á atvinnutækin sigla út fjörðin og aldrei koma til baka. 

Það er von að maðurinn vilji ekki fá heimsóknir af óæskilegum stjórnmálaflokkum til að ræða við fólkið sitt.  Það er miklu betra bara að ræða alvarlega við þau sjálfur, best að flækja ekki málin mikið.  Þetta er jú manns eiginn mannskapur, eða hvað ?

Heyrði reyndar svipaðar sögur bæði frá Flateyri og Suðureyri.  Ég get svo sem alveg trúað því að þær séu sannar.  En fólk segir ekki margt ekki opinberlega, því maður gæti misst vinnuna, atvinnutækinn gætu siglt út fjörðinn og aldrei komið til baka.

En við búum nú í lýðræðisríki, svo þetta hlýtur að vera ósatt allt saman, eða HVAÐ HALDIÐ ÞIÐ ?


Aldraðir eiga betri réttindi skilin.

Ég ætla að leyfa mér að birta hér grein eftir Guðmund Hagalínsson sem er í 6 sæti á lista Frjálslyndra í Norðvesturkjördæmi.

Aldraðir eiga betri réttindi skilin.

 Reduced 82%
Attached Image
2145 x 2024 (177.6k)



Nú í aðdraganda kosninga er ekki úr vegi að stinga niður penna og ræða nokkur mál er varða málefni eldri borgara og lífeyrisþega almennt. Á liðnu sumri 2006 voru formenn aðildarfélaga innan landssambands eldri borgara boðaðir á fund, það var þriðjudaginn 11. júlí 2006, að Stangarhyl 4. Reykjavík. Var þessi fundur til þess að kynna tillögur frá svokallaðri Ásmundarnefnd. Því hefur verið haldið mjög á lofti af ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna að náðst hafi víðtæk sátt um þær tillögur, sem lagðar voru fyrir fundinn. Eftir skýringar og umræður um tillögurnar, steig fulltrúi ríkisstjórnarinnar úr Ásmundarnefndinni í pontu og tilkynnti okkur fundarmönnum og formönnum aðildarfélaganna að ef við vildum ekki samþykkja það er á borð væri borið fyrir okkur, gætum við farið heim og þá væri stjórn landsambandsins á byrjunarreit og öll sú vinna er lægi að baki þessara tillagna úr sögunni. Þetta eru staðreyndir sem ekki verða hraktar.

Í tillögunum er tekið fram hvað sá er býr einn hefur á mánuði og á engann lífeyrissjóð. Eftir skatt eru það samtals kr. 113.919.-, en sambýlisfólk eða hjón kr. 98.598.-. Ef gert er ráð fyrir því að sá sem býr einn hafi kr. 52.500.- úr lífeyrissjóði eða aðrar tekjur þá heldur hann kr. 17.649.- en ríkið í gegnum skatta og skerðingar kr. 34.851.-. Ef skoðað er hvað sambýlisfólk og þeir sem eru giftir hafi, og gerum ráð fyrir sömu upphæð eða kr. 52.500.- þá kemur í hlut þess gifta kr. 20.805.- en ríkið fær kr. 31.695.-.

Í útspili Geirs Haarde um bættan hag þeirra er engan lífeyrissjóð hafa og kvaðst myndu beita sér fyrir því að allir þeir er væru svo illa staddir fengju kr. 25.000.- gleymdi hann að geta þess að sá er fengi þessar 25.000.- kr. héldi innan við 7.500.- kr. eftir skatta og skerðingar. Það er dapurt til þess að vita að ráðamenn þjóðarininar skuli vera svo illa á vegi staddir að álíta það, að við sem búum við þær aðstæður að byggja afkomu okkar að mestu eða öllu leyti á þessum lúsarlaunum, séum öll upp til hópa flón.

Á liðnu kjörtímabili hef ég gert mér það til dundurs að reyna að komast til botns í þessum frumskógi sem málefni lífeyrisþegar eru í. Ætla ég þess vegna að nefna nokkur dæmi.

Umönnunarbætur til lífeyrisþega voru skattlagðar og skertar á liðnu ári, þar af fær tíkið til sín aftur 81 % til dæmis bensínstyrkur til hreyfihamlaðra sem hljóðaði samtals upp á sjöhundruð tuttugu og sex milljónir, fimmhundruð níutíu og þrjár milljónir, en hreyfihamlaðir fá aðeins í sinn hlut eitthundrað þrjátíu og tvær milljónir. Að meðaltali fær hver hreyfihamlaður því aðeins kr. 2.500.- af kr. 8.577.- sem hverjum er greiddur.

Þriðjudaginn í liðinni dimbilviku sátum við Pétur Blöndal og ræddum um málefni eldri borgara og öryrkja í einn og hálfan klukkutíma, og kom ýmislegt fram í umræðunni við Pétur. Hann reyndi að telja mér trú um að greiðslurnar til þessara hópa væri allt of háar.

Ég hef upplýsingar um einstakling er keypti hlut í ákveðnu fyrirtæki og hafði hug á því að selja til að létta á greiðslu hjá sér. Þessi aðili er komin yfir sjötugt. Viðkomandi fór að kanna hvað hann héldi eftir af þessari upphæð, sem var aðeins kr. 900.000.- Fjármagnstekjuskattur 10% 90.000.- kr. skerðing tryggingabóta 38.35% hljóða upp á 310.635.- kemur í hlut ríkisins. Hlutur eiganda fjárins verður því aðeins 499.365.- ef viðkomandi hefði verið undir lífeyrisaldri hefði hans hlutur verið kr. 810.000.- og þá spyr ég; hvers vegna hirðir ríkið með sköttum og skerðingum kr. 400.635.- af viðkomand, vegna þess að hann hefur náð lífeyrisaldri?

Hvaða rök eru fyrir því að ríkisjóður erfi stóran hlut eða nánast helming sparifjárs okkar eftir að við höfum náð 67 ára aldrei ? Þeir sem fóru út í það að nýta sér ákvæði um að safna í séreignalífeyrissjóði og unnu til sjötugs, þurfi að horfa upp á það að halda aðeins eftir 35% og þaðan af minna.

Hvaða lög eru það ? og hvenær voru þau samþykkt ? Hverjir fluttu þau ? Sem eru þess valdandi að ríkið hirði stóran hluta þess fjárs sem aldraðir hafa ætlað sér til viðbótarframfærslu á efri árum ?

Allar þessar tölur eru réttar upp á krónu og eru óhrekjanlegar.

Á sameiginlegum framboðsfundi 3. maí sl. sagði Einar Kristinn Guðfinnsson að það hefði verið lagað verulega fyrir okkur til að milda skerðingarákvæðin. Tökum dæmi; Einstaklingur sem hefur kr. 80.000.- úr lífeyrisstjóði hagnast um kr. 1.602.- við þessa mildingu, hreint ekki svo lítið. Sá er fær svona mikla kjarabót hlýtur að lyfta sér upp og gera sér dagamun. Ertu ekki sammála því Einar Kristinn ?

Hann gæti boðið þér einn kaffibolla með sér og átt þónokkurn afgang, ekki satt ? Ég hef rætt við formenn og varaformenn allra flokka. Fjóra ráðherra, formenn viðskiptanefndar og fjárlaganefndar alþingis, og fjölda þingmanna á liðnum tveim árum um málefni lífeyrisþega oftar en ekki hafa þessar viðræður mætt litlum skilningi, en með einni undantekningu og það eru þingmenn Frálslynda flokksins og þá sérstaklega formaðurinn Guðjón Arnar. Hann hefur hvað eftir annað flutt á alþingi þingsályktunartillögur án undirtekar. Það vafðist því ekki fyrir mér eftir að hafa skoðað þessi málefni hvaða flokkur fengi að nýta krafta mína í þessum kosningum.

Þessvegna beini ég því til eldri borgara í þessum kosningm að skoða hug sinn vel áður en þeir gefa ríkistjórnarflokkunum atkvæði sitt.

Guðmundur B. Hagalínsson kt. 020534 7969.

Formaður eldriborgara í Önundarfirði og 6. maður á lista Frjálslynda flokksins í NV. kjördæmi.

Oft má satt kyrrt liggja, og hvar er rétturinn til að þiggja.

Það stormaði inn til mín kona í dag á kosningaskrifstofuna, hún veifaði framan í mig plaggi.  Nú er ég brjáluð Ásthildur sagði hún.  Þú verður að taka þetta mál upp og stafa ofan í fólkið. 

Heldurðu virkilega, sagði ég róandi að fólk sé svona einfalt ?

Ó já sagði hún fólk er svona einfalt.  Sjáðu bara hvað það kýs alltaf yfir sig aftur og aftur endalaust.

Hvaða snepil ertu með ljúfan mín, spurði ég.

Þetta hér, sagði hún og skellti á borðið fyrir framan mig.  Ég vil að þú skrifir þetta niður og birtir á blogginu þínu.

Jamm og hefst þá lesturinn:

Háttvirtur sjávarútvegsráðherra mætir í sína heimabyggð með þrjár gulrætur í farteskinu; 1 stk. göng, 1. stk. snjóflóðavarnargarð og 5 ára frystingu á lánum í rækjuiðnaði.

Göngin eru sjálfsögð samgöngubót á einum af hættulegasta vegi landsins, og áttu að vera löngu kominn.  Svo er einnig með varnargarðinn.  Og ef ráðherrann er að tala um tímabundinn vanda í rækjuiðnaðinum, þá spyr ég, hvar hefur þú alið manninn Einar Kristinn ?

Það er auðheyrt á málflutningi ráðherrans að þeir ætla engu að breyta í sjávarútvegsmálum, bara skyndilausnir, svo sægreifarnir fái sinn tíma til að koma sér betur fyrir í greininni.

Í dag eru 10 stærstu fyrirtækin með 52% aflahlutdeild.  Hvað verður þessi tala kominn upp í eftir 4 ár ? Og verður þá búið að hækka kvótaþakið og opna fyrir útlendinga inn í greinina?

Eins og Guðfaðir kvótakerfisins hefur nú þegar orðað.  Er þá ekki allt í lagi að fara að ræða Evrópusambandsaðild ?

Er ekki svolítill tvískinnungur í þvíl að hafna alfarið Evrópusambandsaðild og opna á sama tíma fyrir möguleika á kvótakaupum erlendra aðila ?  Því til þessa hafa helstu mótrök Sjálfsæðismanna gegn aðild verið verndun sjávaruðlindanna okkar.

Það verður ekki bæði sleppt og haldið, er það ?

 

Jamm svo mörg voru þau orð. Og ég held bara að ég taki undir hvert og eitt einasta þeirra. 


Söfnun til Sólstafa og frábærir frumkvöðlar.

Já við hittumst á Langa Manga á laugardaginn, hinar óbeisluðu fegurðardrottningar og prinsar, ásamt frumkvöðlunum.  Þar var afhent til Sólstafa fjárhæð 497 þúsund krónur, sem er frekar óbeisluð tala.  Það var mjög gaman að fá að taka þátt í þessu ævintýri.  Og þetta fé kom svo sannarlega í góðar þarfir Sólstafa, sem er félag þeirra sem lent hafa í misnotkun og nauðgunum.  Forsvarsmaður samtakanna mun fara í nám erlendis í haust, til að læra meðhöndlun á fórnarlömbum.  Ég óska þeim innilega til hamingju með þetta.  Ég ánafnaði þeim líka eina af þeim góðu gjöfum sem ég hlaut.  En það er blessun prestsins.  Tel að þær þurfi meira á henni að halda en ég.  Þetta er gjafabréf, þar sem presturinn Valdimar Hreiðarson mun hafa handhafa bréfsins í öllum sínum fyrirbænum. 

Ég vil líka senda hamingjuóskir til hinna frábæru frumkvöðla, Matthildar, Eyglóar, Írisar, Margrétar og Guðmundar.  Þau mega svo sannarlega vera stolt og glöð yfir mjög velheppnuðu kvöldi.  Þar sem allt var til sóma. 

Takk fyrir mig. 

OBFagodi Hér er hópurinn, að vísu komust ekki allir, en þeir hafa örugglega verið með í huganum. 

frontImg1 Hér er svo hinn óbeislaði Langi Mangi á góðri sumarstund. 


Notalegheit í kúlunni og önnur mál.

Eins og ég talaði um í gær, þá grilluðum við fjölskyldan hér heima í fyrradag.  Hér er elsti sonurinn að grilla og hundarnir bíða í ofvæni þeir vita náttúrulega að þeir fá bita.

IMG_4683

IMG_4675 Tengdadæturnar voru líka á kafi að gera allt klárt.

IMG_4677 Og börnin voru náttlega að passa litlu Evítu Cesil.

IMG_4679 Hér eru þrír riddara sem voru auðvitað að vernda svæðið.  Þetta er venjulegur klæðnaður hjá ömmu í kúlu.

 

IMG_4684 Jamm eða þannig sko !

IMG_4692 Afi lagði líka hönd á plóg að passa, og pabbar eru líka flottir.

IMG_4697 Þessi sonur minn er að æfa sig á að passa stelpur, hann á að vísu eina, og tvo syni en þessi er algjört æði. Töffari sem þessi strákur er.

IMG_4700 Jamm svona ömmu í kúlu klæðnaður.

En í dag vorum við með opið hús og bökuðum vöfflur.  En á Silfurtorgi voru Sjálfstæðismenn með uppákomu, heljarmikið geim.

IMG_4706 Örtröð eins og sjá má DevilKrakkarnir að hlusta en fullorðna fólkið að fá sér vöfflur hehehe....

IMG_4712 Tveir góðir saman á kosningarskrifstofunni.  Þar var margt um manninn og glatt á hjalla.

En svo smá gleði frá Vín. Var að fá myndir frá elskulegri dóttur minni.

 

Hanna S%C3%B3l bakar Hér er Hanna Sólin hennar ömmu að baka fyrir afmælið sitt.

%C3%A9g %C3%A1 afm%C3%A6li %C3%AD dag Jamm einmitt, ekki síðri en Jenný Eirrrríksdóttirrrrrr.  Nema það var ekki amma sem hún var að baka með heldur mamma.

7,mars 2007 466 Þessi fallega mamma, sem er víst voðalík mömmu sinni. InLoveOg þetta er svo Hildur Cesil.  Þær eru voðalíkar Cesiljarnar mínar tvær.  Ömmuskotturnar. 

Í dag fékk ég svo rosaknús í Samkaupum, elskuleg kona sem ég þekki, sem knúsaði mig og þakkaði mér fyrir bloggið mitt.  Það var svo notalegt.  Ég vildi bara segja þér það beint, sagði þessi elska.  Takk elsku Helga mín.  Heart Það var svo sannarlega yndislegt að fá svona óvæntan glaðning.

 


Litli trommuleikarinn. (hennar ömmu sinnar)

IMG_4715

IMG_4716

IMG_4717

IMG_4718

IMG_4719

IMG_4720

IMG_4722

IMG_4721

Tilþrifin frábær sándið gott, og litli Sigurjón Dagur á fullum sving.  WizardHeart


Landafræði.

Það var skondinn frétt sem birtist í DV síðastliðin miðvikudag, en á baksíðu er að finna þessa stórkostulegu frétt:

 

 

 

Óttuðust ekki aðstæður.

 

Tveir stangveiðibátar urðu vélarvana á Skutulsfirði er þeir áttu skamma leið eftir í höfina við Suðureyri.  Alls voru á siglingu saman 8 nýsmíðaðir stangveiðibátar frá Akureyri til Suðureyri.  Fyrirtækið Hvíldarklettur ehf. rekur þar umsvifamikla ferðaþjónustu og festi fyrirtækið kaup á 22 bátum nýverið.  Bátarnir 8 voru þeir fyrstu sem afhentir voru. Einn þeirra varð vélarvana og kom annar bátur til aðstoðar með því að taka hann í tog.

Vildi ekki betur til en svo að hinn báturinn varð líka vélarvana.  Björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði var sent á vettvang og sigldi með bátana í togi inn til hafnar á Ísafirði.  Bátarnir eru sjö og hálfur metri á lengd og tveir og hálfur á breidd og hafa 160 hestafla vélar.  Einn maður var í hvorum bát og hvorugan sakaði við atvikið.

Lárus Jóhannson, vaktstjóri Landhelgisgæslunnar, segir tilkynningu hafa borist til Vaktstöðvar siglinga fyrir miðnætti í gær. Hann segir að veður hafi verið gott til björgunar. “það var ekki mikil hætta á ferðum og björgunin gekk vel fyrir sig.  Það er alltaf gott þegar vel tekst til og ekki verða slys á fólki” segir Lárus.

Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hvíldarkletts, er ánægður með hversu vel björgunin gekk.  “Þetta var ekkert til að hafa áhyggjur af.  Um var að ræða olíustíflu í báðum bátunum. Það var stutt í land og björgunarskipið dró þá síðustu kílómetrana. Það er mildi að ekki fór verr.  Ég held að mennirnir hafi ekki óttast aðstæður,” segir Elías.

Fyrir utan svolítið klúðurslegt orðfæri, þá svona fyrir þá sem ekki þekkja til, stendur kaupstaðurinn Ísafjörður við Skutulsfjörð.  Innsigling inn í fjörðin liggur fram hjá bátabryggjunni, svo ekki veit ég hvert þeir voru að þvælast ef þeir voru á leið til Ísafjarðar, nema þeir hafi ætlað að sigla inn að gömlu höfninni.  En þeir voru á leið frá Akureyri til Suðureyrar, svo ég er að spá í hvaða erindi þeir áttu yfirleitt til Skutulsfjarðar.  Eða er einhver annar Skutulsfjörður sem ég veit ekki um ? W00t


Frá vinkonu minni verkakonunni frá 1. maí.

Mig langar til að þakka fyrir þær góðu undirtektir sem greinarkorn mitt fékk. Og vona ég að það hafi vakið upp þarfa umræðu um réttláta skiptingu þjóðarkökunnar.

Og nú þegar líður að kosningu er gott að allir séu búnir að kynna sér hverjir það eru sem sanngjarnast vilja standa að þeirri útdeilingu.

Hafa það á hreinu þegar kosið verður, landi og lýð til heilla !

Góðar Stundir.

c_users_arna_pictures_bloggmyndir_iceland


Kvótakerfið, fyrirmenn og aðrir.

Sumt fólk telur sig æðra öðrum.  Þeim er reyndar vorkunn, því þeir hafa fæðst með gullskeið í munni og muna ekkert eftir neinu nema að þeir séu fæddir í forréttindahópi.  Forréttindahópi þeirra frumkvöðla sem eignuðust auð sinn með því að stofna og reka gott sjávarútvegsfyrirtæki.  Frumkvöðlar sem byggðu upp heilt samfélag á ystu mörkum hins byggilega heims. Frumkvöðlar sem vildu sínu fólki vel.  Hugsuðu vel um starfsfólkið sitt og voru til fyrirmyndar í því bæjarfélagi sem þeir höfðu átt góðan þátt í að skapa. 

Niðjarnir voru ekki jafn heppnir, því smám saman fjaraði undan fyrirtækinu og með réttu eða röngu leið það svo undir lok.  En víst er að niðjarnir allt til þessa dags hafa verið vafðir inn í bómull.  Sumir þeirra harðduglegt fólk sem héldu fyrirtækinu og öðrum slíkum gangandi í stoltu samfélagi á nyrstu brún.  Nú er öldin önnur.  Nú er Snorrabúð stekkur. 

Nú hefur sú stjórn sem situr svipt þetta bæjarfélag máttarstólpum sínum.  Og það er ungur maður sunnan úr Reykjavík sem fólk leggur traust sitt á.  Bæjarstjóri ungur að árum sem núverandi meirihluta Bolungarvíkur auðnaðist að ráða til sín.  Þeir hrundu af sér bláa okinu í fyrravor.  Ég tel að það sé þeirra gæfa mitt í svartnættinu.

 

Þeir eru aftur farnir að hóta Kaffibandalagi

Framboðsfundir okkar í Norðvesturkjördæmi hafa leitt það í ljós að að flokkarnir sem mynduðu hið alræmda og óvinsæla Kaffibandalag eru enn við sama heygarðshornið. Að því bandalagi standa Vinstri Grænir, Frjálslyndir og Samfylking, eins og kunnugt er. Hvað eftir annað hótuðu talsmenn flokkanna að stefna að ríkisstjórnarmyndun ef þeir ættu þess kost. Þetta heyrðum við bæði á framboðsfundinum á Akranesi og á Ísafirði.

000

Svo talar sjávarútvegsráðherrann okkar spurning hvort það sé sæmandi ráðherra að tala svona, því hann er jú ráðherrann okkar allra eða hvað ?

Það skyldi þó ekki vera að þessi ágæti maður eigi sinn þátt í að tæta niður það sem forfaðir hans byggði upp ? Eða á þessi sjávarútvegsráðherra ekki þátt í arfa vitlausu kvótakerfi sem er að eyðileggja sjávarbyggðir landsins ?  'Eg var allavega stödd á fundi hér í Íþróttahúsinu á Ísafirði, þegar hann ásamt Einari Oddi þeim merkismanni lofuðu fólki hér að þeir myndu aldrei samþykkja kvótasetningu á smábáta.  Það loforð hafði ekki storknað i þeirra hálsi fyrr en þeir höfðu svikið allt sem þeir sögðu þar.  Og af einstakri hugulsemi við vin sinn þáverandi sjávarútvegsráðherra.

Þessi ágæti maður bloggar hér og segir þetta.  En hann leyfir engum að tjá sig á blogginu.  Hann er annað hvort of merkilegur, eða of viðkvæmur til að leyfa fólkinu í landinu að tala við hann um það sem brennur á. Hvort skyldi  það nú vera.  Silfurskeiðin er ef til vill svolítið beisk á bragðið eftir allt saman.

Það eru ljótar sögur sem maður heyrir af þessu besta kvótakerfi í heimi.  Og það er líka ljótt að heyra að sjómönnum er bannað að tjá sig um ástandið.  Bannað að segja frá þeim kröfum sem þeim er gert að fylgja.  Sem eru í engu samræmi við hið margrómaða besta kvótakerfi í heimi. Bannað að segja frá því að þeim er bannað að koma með þetta eða hitt að landi, það á að fara í hafið aftur.  Bannað að tjá sig um hvað er að gerast á gróflegri yfirtöku á fiskimörkuðunum.  Bannað að vera frjálsir menn. Þögnin ein skal ríkja. Þannig þrífst ofbeldi alltaf best.

Allt þetta á svipuðum tíma og skipstjóri var gerður gjaldþrota vegna brottkasts á fimm þorskum, eða voru þeir sjö ?

Ég vil hvetja sjómenn alla sem einn að taka sig saman og tala hreint út um hvernig þetta kvótakerfi er að fara með byggðirnar, vistkerfið og þá sjálfa.  Hvernig þetta er smátt og smátt að drepa niður allt frumkvæði og veita sægreifunum öll völd.  Þeim sem vilja eignast allann fiskinn í sjónum fyrir sig og selja svo undirsátunum - þrælunum aðgang.  Eða er ef til vill best að hugsa bara sitt og hafa sitt á þurru taka ekki sjens á að vera sviptur eigum sínum eða atvinnu.  En vita hvað þeir ætla ekki að kjósa í kjörklefanum 12 maí.  Þar er hver maður einn með sjálfum sér.  Og það eru ennþá lög sem segja að hér ríki lýðræði þá maður eigi sífellt erfiðara með að trúa því.

Með því að segja ekki neitt, gera ekki neitt kallar fólk yfir sig 4 ár af þessu sama.  Eru menn sáttir við það ?

Ég er dóttir manns sem vann sig upp úr engu í að verða mikill útgerðarmaður og síðan kvótaeigandi.  Ég er stolt af föður mínum.  Hann er ríkur maður í dag, seldi sinn hlut í útgerðinni og hætti.  Hann bað aldrei um að eignast kvóta.  Hann spilaði með eins og allir hinir.  En hann var af gamla skólanum unni fólkinu sínu og byggðinni.  Það hefði aldrei hvarflað að honum að fara með alla sína peninga burtu og skilja fólk eftir á vonarvöl, verðfella eignir og gera fólk að ánauðugum þrælum.

En við þær aðstæður sem ríkja í dag, hefði faðir minn aldrei orðið ríkur, hann hefði aldrei getað byrjað í útgerð.  Honum hefðu verið allar bjargir bannaðar.  Því það eru einhverjir aðrir sem hefur verið úthlutað fiskinum í sjónum.  Og þau stjórnvöld sem nú sitja hafa ákveðið að festa það eignarhald í sessi. 

Þess vegna skulu menn trúa varlega flírulegu brosi, loforðum og smjaðri.  Það mun ekki endast nema fram yfir 12 maí. 

Og ég segi eins og barnið Mamma mamma sjáðu MAÐURINN ER NAKINN !

c_users_arna_pictures_bloggmyndir_iceland


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2007
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2023478

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband