Var þetta eingöngu til að ná atkvæðum Frjálslyndra?

Ég er mjög hissa á þessu.  Hélt satt að segja að fólk skrökvaði ekki svona blygðunarlaust.  Hvað er þá sem breyttist? 

Það þarf ekki að bylta neinu, heldur færa þjóðinni það sem hún á með réttu.  Og þetta er einmitt tíminn til þess.  Þegar ríkið á nánast allan kvótann.  Þ.e. Hann er veðsettur upp í topp í bönkunum ekki satt?

Það er synd og skömm að ríkisstjórnin vilji ekki stoppa upp í fjárlagagatið með öllum tiltækum ráðum og nýta auðlindirnar til þess, en kjósa þess í stað að hrófla ekki við hagsmunaaðiljum sem aldrei áttu að fá yfirráðin yfir auðlindinni.  Nú varð ég fyrir verulegum vonbrigðum.  Hversu margir af okkar fólki ákvað að veita þeim atkvæði sitt einmitt út af stefnu þeirra í sjávarútvegsmálunum.  Við þá kjósendur er þetta fyrstu gráðu svik og ekkert annað. 


mbl.is Kvótakerfi ekki umbylt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáhugleiðing og Vínarvor.

Svona smáhugleiðing á vormorgni. 

Ég er að reyna að skilja þennan seinagang sem er í stjórnvöldum að gera þær ráðstafanir sem duga og það núna strax.  Þau hafa eytt ótæpilegum tíma í að rífast um ESB aðild, mest sýnist mér til að friða kjósendur sína.  Þrautlenda svo með því sem lá í augum uppi að leggja það í hendur alþingis.  Það lá ljóst fyrir frá byrjun fyrir alla, að þau myndu aldrei koma sér saman um tafarlausa umsókn um ESB.  Ég fagna reyndar þessari niðurstöðu, því hvaða seinkun sem kemur á þessu gerræðislegu tilburðum Samfylkingarinnar kemur okkur til góða.  Evrópusambandið sýnist mér vera að leysast upp í læðing.  Og þar er sama atvinnuleysið og erfiðleikarnir eins og hér.  Þeir eru bara yfirleitt fjölmennari og hrun tekur þess vegna lengri tíma.  Enda tiltaka þeir alltaf auðlindir okkar sem sérstaka ástæðu til þess að við förum inn.  Ætli það sé nú af góðmennsku einni saman.  Ó nei.  ESBtrúarliðið gerir grín að okkur sem ekki viljum inn.  Segja að við séum hrædd og forpokuð.  En ætli það sé ekki öfugt, að það séu Evrópusinnarnir sem eru hræddir og forpolaðir að halda að ESB sé sérstök þrautarlending og allt bjargist bara við það að komast þangað inn.  Þó margar viðvörunarraddir hafi heyrst, þá ómar endalaust með dyggri aðstoð svokallaðra fréttamanna og þáttastjóra á fjölmiðlum allt sem er gott við ESB.  Rætt helst við forkólfa sem endilega vilja þangað inn.

Ég vil ekki sækja um aðild, ég vil að við höldum okkar auðlindum og fetum okkur út úr þessu feni með ráðdeild og sparnaði.  Og auðvitað aðgerðum ríkisstjórnar til að aðstoða almenning og fyrirtæki.

Hér á blogginu eru hnífarnir á lofti, sérstaklega eru sjálfstæðismenn pirraðir og fjandast út í stjórnarviðræður VG og Samfylkingar.  Finna þeim allt til foráttu og tala endalaust um að vinstristjórnir hafi aldrei gefist vel.  Ég er satt að segja orðin dauðleið á þessari endalausu vinstri dellu í Sjálfstæðismönnum.  Eru þeir alveg búnir að steingleyma hverjir og hverra stefna kom okkur í þessa ógöngur.  Og halda þeir virkilega að við séum svona fljót að gleyma að það sé nóg að bylja bara nógu hátt og nógu oft svo við förum að trúa því að þeir einir geti bjargað Íslandi. 

Nei þið ættuð að einbeita ykkur að því að fara í naflaskoðun og endurskoða ykkar gildi og stefnu.  Það er nefnilega ekki rétt að fólkið hafi bara brugðist en ekki stefnan. 

Þolinmæði Framsóknar er líka á þrotum.  En þeir komu þessu nú á koppinn, en hafa misst frumkvæðið.  Og vilja nú vera með.  En ónei, við munum allof vel spillinguna og hyglunina sem þeir stunda.  Það er líka bara kattarþvottur þetta með endurnýjunina í flokknum, það veit næstum hver maður. 

Þá er það Borgarahreyfingin.  Ég óttast það að þau verði fyrir mestu vonbrigðunum.  Full af bjartsýni bæði þingflokkurinn sem slíkur og fólkið sem kaus hana.  Ég vil þeim allt það besta, en mikið held ég að þau eigi eftir að finna að það eru allar leiðir notaðar til að þagga niður í svona framboðum.  Þ.e.a.s. ef þau reyna að koma einhverjum siðabótum á.  Losa um fjórflokkakerfið og samtrygginguna.  Ég er ekki að segja að forystumenn hinna flokkana sé slæmt fólk, en þau hafa þessa samtryggingu og vilja ekki breyta miklu. 

Þá er hætt við að fylgismennirnir verði mestu dómararnir og reiðir fólkinu sem það kaus til að breyta, og í stað þess að reiðast fjórflokknum láti reiðina bitna á sínu fólki.  Svona erum við einfaldlega hvað sem veldur.

Ég veit að Vinstri græn og Samfylkingin eru í afar erfiðum málum.  Og það er alveg sama hvað þau gera, þau munu alltaf vera harðlega gagnrýnd, ef ekki fyrir að gera of mikið, þá að gera of lítið.  Stundum held ég að við íslendingar séum samsafn af eintrjáningum  sem reyna ekki einu sinni að skilja hlutina.  Bara kýla á sína sannfæringu og óskapast yfir öðrum.   Kóngar allir hreint.

Ég verð nú að viðurkenna að ég treysti Vinstri grænum betur til að halda sig á jörðinni en Samfylkingunni.  Mér finnst stundum eins og Samfylkingin sé samsafn af ólíku fólki sem hefur ekki skýra stefnu heldur lætur ráðast af vinsældum hverju sinni.  Og þar innanbúðar er þessi svokallaða elíta sem þekkir ekki landsbyggðina og þarfir hennar.  Samanber Ingibjörg Sólrún. 

Mér sýnist líka að þolinmæði fólks sé á þrotum.  Undir óþolinmæðina spila svo andstæðingar stjórnarinnar og slá bumbur.  Þau slá líka feilnótur stundum, sem herða þennan bumbuslátt, eins og frasinn um að þau hafi nægan tíma.  Eða að þau séu að ná árangri. Það sér enginn ennþá neinn árangur því miður.  Fólk rambar á barmi örvæntingar og það versta sem til er fyrir fólk í þannig aðstöðu er að fá engar upplýsingar og vita ekki neitt hvað bíður handan hornsins. 

Málið er líka að fyrir utan einstaka trúfélaga í samfylkingunni sem eru líkt og sjálfstæðismenn í trúfélagi en ekki stjórnmálaflokki, þá er öðru vísi fólk í þessum flokkum en Sjálfstæðisflokknum og Framsókn.  Fólk sem sættir sig ekki við hvað sem er.  Og jafnvel getur bæði andmælt og skammað sína forystu.  Þar liggur sennilega mesti munurinn á þessum flokkum.

En þetta er nú bara svona hugleiðing.  Vonandi kemst þetta allt í réttan farveg og fólk fær leiðréttingu og framtíðarsýn.  Annars er hætt við að sú efnahagsbylting sem boðuð var í Kastljósinu verði að veruleika.  Sú bylting verður ekki saklaus búsáhaldabylting því miður.  Hún verður bylting þeirra sem eru örvinlaðir og sjá enga útleið.  Ég vona að stjórnvöld reyni ekki svo á þanþol fólks að slíkt gerist.

 

En ég vil hætta þessu svartnættisrausi og ætla að sýna ykkur nokkrar fallegar myndir frá Vínarborg sem dóttir mín sendi mér.

CIMG2603[1]

Þetta gæti verið Brandur en þessi kisa er í Austurrík.

CIMG2604[1]

Dóttlan mín blessunin í skólanum sínum að hjúkra dýrum.

CIMG2606[1]

þessi huppulega kýr kann vel að meta unga læknanemann.

CIMG2621[1]

Svínaflensa hvað.  Þetta er ungviði vorsins. Um að gera að koma sér á spena sem fyrst.

CIMG2624[1]

Lítil kríli.

P4267040[1]

Giska á að þetta sé Buddleia eða fiðrildarunni, falleg er hún og ilmurinn eftir því.

P4267130[1]

Trölli og Goldie ösla alsæl í Dóná.

P4277145[1]

Skólalóðin hjá Báru minni.  Við eigum þennan tíma eftir, erum aðeins á eftir.

 

Ég var inn í banka í gær og þar sem ég stóð rak ég augun í orðið Gjaldkeri.  Og ég fór að hugsa, hvaðan ætli menn hafi tekið þetta orðskrýpi upp?  Gjaldkeri, sá sem tekur care of money?  Ég get ekki séð neitt samhengi þarna, sá líka orðið féhirðir.  Ætli það sé ekki líkara því sem gerist í bönkum allavega. 

En þetta er nú bara svona sem var í kollinum á mér í morgun.  Eigið góða dag elskurnar og líði ykkur sem allra best. Heart


Vor vor og meira vor.

Héðan er allt gott að frétta, veðrið leikur við okkur. 

IMG_7956

Hanna Sól fór í afmæli í gær.  Takið eftir fótaburðinum.  Hún ætlar sér að læra ballett.  Þráir það mjög heitt.  Heart

IMG_7957

Veðrið var mjög fallegt bæði í gær og í dag.

IMG_7958

Og snjórinn hefur hopað mikið.

IMG_7959

Geislasópurinn fallegur núna, og hunangsflugurnar byrjaðar að suða á fullu, ég bjargaði tveimur upp úr tjörninni í dag.

IMG_7965

Og auðvitað bregða börnin sér á leik.

IMG_7971

Við lítið hús við lygnan fjörð voru Litla Gunna og Litli Jón LoL

IMG_7973

Má bjóða þér inn?

IMG_7974

Og svo er gott að hlaupa.

IMG_7977

Já það er margt hægt að gera.

IMG_8000

Og gaman.

IMG_7985

Ærsl og læti vorfiðringur.

IMG_7996

Frumskógurinn kallar.

IMG_8004

Svo má líka dunda við að pússla.

IMG_8009

Hjálpa afa með vorverkinn er líka gaman.

IMG_8013

ég var nefnilega að fikta, hellti niður neskaffi, þegar amma kom að, þá sagði hún að ég yrði að þrýfa allt sjálf.  Svo kom hún með ryksuguna og sagði að ég yrði að ryksuga, ég var fyrst dálítið smeyk við suguna, en svo fannst mér þetta bara gaman, og ég sugaði allt kaffið upp af gólfinu, é e dulleg, sagði ég svo við ömmu.  Og henni fannst það greinilega líka. Heart

IMG_8016

Mjá mjá segir kisa.

IMG_8019

Afi þarf að snýta oft þessa dagana.

IMG_8020

Veðrið í dag.

IMG_8022

Það er líka farið að vora úti.

IMG_8025

Líka freisting fyrir litla putta að slíta upp blómin hennar ömmu.

IMG_8026

Trén byrjuð að bruma.

IMG_8027

Lindifuran mín kemur vel undan vetri eins og flest annað.

IMG_8028

 

Bergfuran er líka flott.

IMG_8030

Páskarósin að blómstra.

IMG_8031

Afi og skottið.

Hinir krakkarnir fóru í fjöruferð með Júlla.

IMG_8032

Svo var grillað og lesið.

En ég segi bara góða nótt. Heart

 


Vorið beint í æð.

Vorið er komið.  Ég skal sýna ykkur það, svo ekki verður um villst.

IMG_7546

Sonur minn tók þessar myndir.  Hér eru börnin mín í sveitinni og það er mikið að gerast þar.

IMG_7551

Hér er Aron Máni með lambið sitt, og það er gimbur, hún hefur fengið nafnið Hanna Sól.

IMG_7558

Hér er Hanna Sól, með Hönnu Sól og báðar kunna að sitja fyrir.

IMG_7562

Já Aron Máni og Hanna Sól og Hanna Sól og Ásthildur.

IMG_7576

Krakkar og kindur í jötu.

IMG_7578

Þau undu sér vel innan um dýrin.

IMG_7580

Þær voru ekki smeykar skotturnar mínar.

IMG_7601

Já hér er ær að byrja fæðingu.  Líknarbelgurinn kominn.

IMG_7602

Nýtt líf að fæðast, er það ekki dásamlegt?  Er það ekki einmitt vorið?

IMG_7605

Þær eins og við upplifa sársaukan sem fylgir útvíkkun og hríðum.

IMG_7611

Og Aron Máni togar í litla lambið sem er að koma í heiminn.

IMG_7612

Úlfur fær að taka á móti því næsta.

IMG_7618

Allt er þetta samt undir öruggri stjórn bóndans eða bændanna, hjónanna á staðnum ömmu og afa Arons og Kristjáns Loga.Heart

IMG_7620

Móðurástin er alltaf sú sama, hvað sem dýrið heitir, hvort sem það er maður eða maur.  Þannig erum við bara. 

IMG_7638

Svo er ágætt að fara bara og gefa öndunum.  Þar er ekki erfið fæðing, eða þannig þar sem þær eignast egg og þurfa svo að liggja á, það krefst þolinmæði en ef til vill ekki sama sársauka.

En þetta elskurnar mínar er vorið beint í æð.  Heart


Suðurferð, fundur og vinafagnaður.

Ég skrapp suður, þurfti bæði að fara á BUGL og miðstjórnarfund hjá Frjálslynda flokknum. Mikilvægasti fundur frá byrjun hugsa ég.  En við fórum með öll börnin.  Þau voru frábær alla leiðina báðar leiðir stillt og góð. 

IMG_7800

Daginn sem ég fór kom í heimsókn til mín yndisleg vinkona frá því ég var yngri, en eins og góð vinátta þá er hún tímalaus.  Elsku Gunnþórunn mín, mikið var gaman og gott að hitta þig hér og ekki síður í sumarbústaðnum þínum og íhuga með þér og frábærum konum.  Þúsund þakkir fyrir mig Heart

Þú ert ein af þessum alþýðuhetjum sem ert að vinna á fullu í góðum málum, en í kyrrþey.

IMG_7808

Í bílnum á leiðinni, þau voru frábær börnin á leiðinni.  Þó beltin sjáist ekki hér, þá voru þau allan tímann spennt í bak og fyrir, ég set ekki mína gimsteina í neina hættu, þau eru framtíðin. Heart

IMG_7809

Dáist alltaf að þessu fallega köflótta fjalli á ströndum, veit ekki hvað það heitir en það er alltaf svona fallegt á þessum tíma.

IMG_7810

Það var auðvitað stoppað á leiðinni hér erum við rétt utan við Sauðfjársetrið við Sævang, hvar maður spilaði nú oft hér áður og fyrr fyrir dansi, og lék meira að segja leikrit.

IMG_7813

Dýrgripir fjörunnar eru óumdeilanlegir.

IMG_7817

Himnagalleríið var svo sannarlega opið í þessari ferð get ég sagt ykkur.

IMG_7818

Í allri sinni tign og fegurð.

IMG_7821

Og ég get sagt ykkur sem ekki vitið að það er ekki á mörgum stöðum sem himnagalleríið er svona ferskt og fallegt eins og hér, því hitamistur er víðast hvað í heitari löndum.  Þess vegna held ég að túristarnir dáist ekki síður að þessari himnafegurð en landslaginu.

IMG_7822

Og ósnortinni náttúru þessi listaverk eru meiriháttar og algjörlega ókeypis.

IMG_7823

eins og svart og hvítt, bleikt og blátt... andstæður sem eiga hvergi sinn líka eða mjög fástaðar.

IMG_7827

En þau í aftursætinu sátu hljóð og stillt, horfðu á myndir og svo var farið út að hlaupa eða skoða.

IMG_7828

Sumir voru að pússla.

IMG_7831

Hinir horfðu á teiknimyndir.

IMG_7833

Málverk eða íslenskur vorhimin?  Jamm einmitt íslenskur vorhiminn.

IMG_7834

svo vorum við komin á gistiheimilið að Einholti þar sem pabbi vinnur.  Og það var gott að hitta pabba sinn.

IMG_7845

Slaka á og fá sér gúrku og svoleiðis, þetta er jú gúrkutíð.

IMG_7852

svo má lika fíflast smá.  Þetta gistiheimili er vel staðsett, herbergin stúdíóíbúðir, litlar en ósköp notalegar, með sjónvarpi og öllum þægindum.  Ódýr gisting, enda var fullbókað eftir 1. maí af útlendingum.

IMG_7858

en það voru ekki bara stelpur að hitta pabba sinn stubbur var að hitta mömmu sína, hann vildi endilega kaupa blóm og færa henni.  Það var fallegt.

IMG_7861

Það var svo lesið eins og venjulega allt á sínum stað.  En auðvitað sá pabbi fyrst og fremst um þetta allt saman meðan á dvölinni stóð.

IMG_7863

ég sagði ykkur að ég hefði farið á miðstjórnarfund hjá Frjálslyndum.  Það var gagnlegur og góður fundur.  Mikill hugur í okkar fólki, og þar var ákveðið að halda áfram og brjótast aftur upp á við.  Að vísu erum við bara núna á byrjunarreit.  Enginn á launum hjá flokknum, og engir peningar, en við eigum okkur sjálf og góða málefnaskrá, sem við viljum ekki að glatist.  Virkilega hæfir og góðir einstaklingar sem vilja leggja sitt af mörkum og vinna flokknum brautargengi.  Það sem mestu máli skiptir er sennilega að með því að enginn er lengur á launum eða slíku, þá losnum við við fólkið sem er bara þar til að ná sér í aukabitling eða sækjast eftir stöðu eða peningum.  Þá eru bara eftir þeir sem vilja vinna láta að sér kveða með bjartsýnina og gott hugarþel að vopni.

IMG_7864

Þetta var fullskipaður miðstjórnarfundur og mjög gagnlegur og góður.

IMG_7869

Og við erum full af bjartsýni, svo er bara að sjá hvert það leiðir okkur öll. Allavega var snarfelld tillaga frá ´Magnúsi Þór um að halda nýtt landsþing og kjósa nýja forystu.  Þar var snarfellt með öllum greiddum atkvæðum nema atkvæði Viðars Guðjohnssens og hjásetu Sturlu.  Enda hefur verið mikil endurnýjun í bæði miðstjórn, stjórn og ýmsum ráðum og nefndum flokksins.

IMG_7870

Sólarlagið er fallegt í henni Reykjavík, eða var þennan dag allavega.  Hina dagana var rigning og rok. 

IMG_7871

Þessar myndir eru teknar upp í rimahverfinu.

IMG_7873

Þar hitti ég aðra góða vinkonu mína.  Og þá þriðju upp í Borgarnesi hana Ingibjörgu Guðmundsdóttur í BG, sem kom og heilsaði upp á mig.  Ég er heppinn að eiga svo marga góða vini.  En reyndar marga sem ég komst ekki af að hitta eins og Dísu mína Gríms. Heart

IMG_7883

Svo var haldið heim.  Stubburinn vildi endilega að við tækjum mynd af kókdósinni.

IMG_7885

Og víst eru fjöllin glæsileg í Borgarfirðinum.

IMG_7888

Þau gengu svo upp á Grábrók Úlfur, Hanna Sól og afi, meðan við Ásthildur sátum í bílnum og hlustuðum í hundraðasta skipti á Abbabbbabb, sem ég ætla að hvíla mig leeeeeengi á. Crying

IMG_7917

Hanna Sól pósar fyrir afa í fjörunni í Bitrufirðinum.

IMG_7921

Meðan sumir borð epli og vilja ekki fara út hehhehe

IMG_7925

Hér erum við aftur á móti í Botni í Mjóafirði.

IMG_7929

Lítil krýli þurfa að fara út og hlaupa af og til.

IMG_7932

gaman að henda steinum í ána.

IMG_7935

Þá er um að gera að miða vel.

IMG_7947

Vestfirsku alparnir... ekki þessir á suðurfjörðunum, heldur þeir norðari.

IMG_7949

Og gott að hafa tölvuna og geta horft á mynd, styttir tímann ótrúlega mikið.

IMG_7953

Og hér blas við fjöllin mín.  Og ferðin senn á enda gott að koma heim. Allir glaðir að komast aftur í rútínuna.  Og ekki sakar veðrir hér, sól og blíða.

Segi bara hilsen elskurnar og takk fyrir mig og hlý orð.  Þið eruð yndi.


« Fyrri síða

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2009
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2024203

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband