8.5.2013 | 10:57
Framhald á för með Karlakórnum Ernir.
Já það var vel tekið á móti hópnum í Sveinbjarnargerði, ein af þessum frábæru sveitagistingum, þar sem útihús hafa verið gerð upp sem gistiherbergi fyrir ferðamenn. Fólkið einstaklega ljúft og yndælt, við vorum eins og heima hjá okkur.
Daginn eftir fór kórinn í Ýdali og komu við á Yrsta-felli og tóku það lagið, skoðuðu einstakt bílasafn og áttu góða stund. En nokkarar kvennanna höfðu annað á prjónunum. Við fórum nefnilega út að borða í miðbæ Akureyrar.
Já við vorum nefnilega búnar að ákveða að fara á veitingahúsið Strikið, þar sem var hreinlega dekrað við okkur.
Og þar var ýmislegt gott pantað, frá humri til nautasteikur. Og það var sko fjör.
Já það þarf auðvitað að velja vel, það skiptir auðvitað öllu máli í svona matarferð að velja rétt, enda leynir sér ekki ábyrgðarmikli svipurinn á okkur.
Þjónarnir voru líka flottir, sérstaklega þessi elska. Sumar okkar vildu helst fá að hafa hann með heim innpakkaðan í pappír
Og auðvitað tókst okkur að velja vel, enda góður matur á staðnum.
Þá er nú maturinn komin á borðið, og hægt að fara að ræða saman og skemmta sér.
Og það var Sigga Lúlla sem hélt uppi stuðinu, við grenjum að hlátri yfir sögunum henna
r. Ein hljóðaði svona: Þegar ég var nýbúin að fá bílpróf, þurfti vinur minn að fara á ball, og bað mig að aka sér þangað í flottum kagga sem hann átti, ég var nú aldeilis til í það. Og þegar ég hafði ekið honum á ballið mátti ég fara á rúntinn á fína bílnum. Og ég ók um bæinn, m.a. niður á höfn tók þar rúntin og svo upp í bæ aftur. Ég tók eftir því á leiðinni upp í bæinn aftur að fólk benti á mig og veifaði, og ég var svona að spá í hvað ég væri vinsæl, veifaði á móti og svona. Þegar ég kom upp á gömlu benzínstöðina til móts við þar sem N1 er núna og stöðvaði bílinn kom einn náungi til mín og sagði; mín bara á veiðum. Ha! hváði ég, já bara með heilt troll afan í bílnum.
Hafði ég þá ekki í ferðinni niður á höfn flækst í trolli sem sjómenn voru að laga á höfninni, og ekið með það gegnum allann bæinn, með karlagreyinn hlaupandi á eftir mér.
Elsku Sigga Lúlla, þú er frábær. Enda brölluðum við margt á þessum tímum með Siggu Maju.
Það var svo notalegt að komast aftur á hótelið og hitta karlana og skemmta okkur svolítið frameftir. Sumir lengur en aðrir eins og gengur.
Já það var sko fjör hjá okkur þessa helgi. Í góðum félagsskap.
Ég skal segja þér að ......................................
Elsku Dagný mín, við bjuggum saman um tíma mamma hennar og ég, með krakkana okkar. Lít alltaf á þau sem tengd mér síðan.
Og hér er engilinn okkar hún Helga í botni, aðalhjálpar kokkurinn í kórnum, þeir gætu ekki án hennar verið strákarnir.
Þori að veðja að hér erum við Palli að syngja Sto me emilo. hehehehe...
Hér er hafnarstjórinn okkar búin að taka upp gítarinn og byrjaður að spila undir fjöldasöng.
Meðan engillinn hugar að öðrum og alvarlegri málum, annað hvort að spá í sölu næsta dags, eða athuga með nytina í kúnum sínum. Já Helga er uppfull af orku og alltaf tilbúin þessi elska.
Það er ekki bara hægt að spila tvíhent á píanó, það er líka hægt að spila tvíhent á gítar.
En fljótlega eftir þetta var svo gengið til náða, og daginn eftir átti að fara á Ólafsfjörð og Siglufjörð, konsert í Tjarnarborg í Ólafsvík, skjótast svo í gegnum Héðinsfjarðargönginn til Siglufjarðar að skoða söfn og fá okkur ungverska Gúllassúpu.
En það bíður næstu færslu. Eigið góðan dag elskurnar ég er farin í blóminn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2013 | 22:42
Á ferð með karlakórnum Ernir.
Karlakórinn Ernir lagði land undir fót s.l. fimmtudag, við kerlurnar fengum að fara með, enda geta þeir ekki verið án okkar þessar elskur.
Það er málið að ég hef farið í nokkrar ferðir með kórnum, og þær hafa allar verið afskaplega skemmtilegar og flottar, enda er vináttan slík og allir eru bara vinir út í gegn. Það skiptir svo miklu máli.
Við lögðum af stað á tveimur rútum áleiðis til Akureyrar á fimmtudags morgun kl. 10. Ég var búin að vinna eins og berserkur upp í gróðurhúsinum mínum til að undirbúa fjögurradaga töf á ræktuninni, ásamt Heiðu Báru frænku minni sem er að aðstoða mig þessa dagana.
Fyrsta stoppið var Í Hólmavík, hvar við fengum opnað ríkið, því flestir höfðu ekki hugsað út í slíkt áður en lagt var af stað. En hér erum við komin til Blönduóss, þar voru fyrstu tónleikarnir haldnir, sumir sem ekki höfðu ætlað sér í ríkið á Hólmavík, gátu farið hér inn og keypt sér bjór og rauðvín.
Ég hef grun um að flestir bara aki beint gegnum Blönduós, en það væri gaman að fara niður í bæinn og skoða þar. Þar er þessi fallega kirkja, og takið eftir grillinu fyrir utan. Eina kirkjan sem ég hef séð sem er með svona grilli. Ætli þeir grilli eftir messu?
Þarna er líka þessi afskaplega öðruvísi lóð, einhver listamaðurinn sem lætur sköpunargáfuna ráða með allskonar gamla muni og gefur þeim nýtt líf.
Gaman að skoða þetta.
Og margt forvitnilegt að sjá.
Og svo voru allir búnir að fá sér nesti og svona...
Konsertin var haldinn í þessari nýju kirkju þeirra, sem er ansi .. öðruvísi en aðrar kirkjur, minnir að hún hafi slegið tóninn í því sem koma skyldi með öðruvísi kirkjur.
Sumar kvennanna voru ákveðnar í að fara út að borða meðan karlarnir voru að syngja. Hér er hún Kata litla sem var driffjöðurinn í öllu slíku.
Og við skemmtum okkur rosalega vel á Pönnunni... eða var það Potturinn hehehe man það ekki, en það var glæsilegt að borða þarna.
Svo var stoppað á leiðinni til Akureyrar og sungin nokkur lög. Sorrý man ekki hvað staðurinn heitir. En þetta var góð stund.
Og hér erum við komin til Akureyris... hér hittum við gamlan vin Óðinn Valsson sem var all hress og ánægður með lífið. Knús Óðinn minn
Hér erum við reyndar í mollinu á Glerártorgi. Hér eru Elli minn og Kristján tíundi kóngurinn okkar að hvíla lúin bein.
Það var frjáls tími, og við Ellli og Sigurjón Guðmundsson ákváðum að rölta niður í miðbæ, Sigurjón hafði verið hér í menntaskóla og það var gaman að rölta þetta með honum meðan hann ryfjaði upp gamlar minningar, Elli minn bjó hérna líka kring um 1969 og hann skoðaði gamla húsið sem hann bjó í á þeim tíma.
Já það var gaman að rölta um bæinn og skoða falleg hús og garða.
Sum þeirra ansi skrautleg.
Og auðvitaqð kom ekkert annað til greina en að fara á Bautann.. eða þannig.
Fengum þessa fínu steikur, og þessir drengir voru báði í MA og voru hér að rifja upp minningarnar.
Fórum síðan inn á Bláu könnuna í kaffi... nú eða rauðvín.
Margrét Gunnars, hafnarstjórinn okkar Guðmundur Kristjánsson og Jón Sigurpálsson, öll flottir músikantar.
Setið í göngugötunni.
Hjónin í Botni.
Já þetta er bara gaman.
Kíktum aðeins inn í Hofið, þar voru listaverk eftir Guðbjörgu Ringsted þá frábæru listakonu, sem var bæjarstjórafrú á Ísafirði um skeið, þetta eru fallegar myndir af útsaumi á íslenska búningnum.
Og þá var kominn tími til að halda í áttina að náttstað, sem er Sveinbjarnargerði í Eyjafirði.
Og komin tími til að skotta sér af stað.
Það er fallegt þarna á Akureyri, og friðsælt við höfnina.
Það var svolítið verslað líka Elli keypti sér skóreimar og ég fékk skrúfu í gleraugun mín heheheh.
En nú erum við komin á áfangastað og eins gott að slaka á, því það verður annar konsert á morgun.
Prinsessan okkar hún Sigga Lúlla. En sveitagistingar virðast vera afskaplega skemmtileg viðbót við hótelin, fólkið yndislegt og ljúft og allt einhvernveginn svo heimilislegt og frjálst. En það er hingað og ekki lengra í kvöld, ég segi meira frá þessu öllu saman á morgun. Þá fáið þið sögur af okkur kerlunum sem ákváðum að fara út að borða og skemmta okkur meðan stráka greyin héldu konserta ekki færri en tvo.
Meira á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.5.2013 | 19:32
Ævintýri á ferðalagi með Karlakórnum Erni.
Já ég sit hér í góðu yfirlæti á Staðarflöt, gistiheimili í Hrútafirði, var að koma úr skemmtilegri ferð karlakórsins Ernis, við erum búin að vera að þvælast um norðurlandið, segi ykkur allt um það síðar, með myndum og alles. En nú sitjum við hér allur karlakórinn og makar því það er allt ófært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum.
Við ætlum samt að gera gott úr öllu saman, nú erum við að fara niður í Staðarskála til að fá okkur að borða og svona. En þetta og meira þegar ég kemst heim og í ró.
![]() |
Stórhríð og ófærð á Vestfjörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2024179
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar