Bara eitt og annað sem ég er að hugsa.

Jamm það er margt sem ég er að hugsa í dag. 

Til dæmis um júróvisjón, ekki keppnina sjálfa heldur fólk sem á ekki orð til að lýsa þvílíkur hryllingur hún er og lágkúra.  Minnir mig dálítið á Dallas í den, þegar enginn horfði á slíka lágkúru en eigi að síður tæmdust götur og torg meðan Dallas var sýndur á skjánum.  Íslendingar eru svona þjóð sem er ofboðslega sjálfhverf og líka "vönd að virðingu sinni". Þ.e.a.s. horfir ekki á hvað sem er, getur alltaf fundið það versta út úr öllum sem skara framúr að einhverju leyti.  Og rakka alla niður sem eru að gera eitthvað sem reynir á.  Ég er ekki að segja að við séum vont fólk, en við erum bara svo stutt komin frá torfkofunum ennþá að það er með ólíkindum að við höldum að við séum rosa töff og flottust í heimi.  Málið að ég hef víða farið og víða dvalið, og ég hef hvergi séð svona fordóma eins og eru hér til eða frá.  Við erum smásálir sem höldum að okkar álit sé það sem skiptir máli.  Það hefur aldrei sést betur en einmitt núna þegar allir geta tjáð sig á skjáskinnunni eða bloggi og spjallrásum.  Þetta er svo sem í lagi, ef fólk gerir sér grein fyrir minnimáttarkenningunni sem skín út úr þessum skrifum svona almennt séð.  Og ég er ekkert að undanskilja mig, ég er hvorki betri eða verri en allir hinir.  við erum bara svona, og það gerir fólki örðugt að vera á toppnum, eða að einhverju leyti standa út úr meðalmennskunni.  Það er auðvitað fullt af fólki sem hefur komist út úr þessu, og þar á meðal margir í mínum bloggvinahópi. Auðvitað á maður ekki að tala svona en ég sé þetta samt.

Júróvisjón er dæmigert svona dæmi fyrir smáborgarana að láta ljósið sitt skína og lýsa yfir vanþóknun og fyrirlitningu á þessari keppni, samt sem áður er mikill fjöldi sem fylgist með og horfir á keppnina sennilega í laumi. 

Annar sem ég hef verið að spá í er nýja fólkið okkar í Borgarahreyfingunni.  Ég er alltaf hrifnari og hrifnari af þeim.  Ég held að þau muni ná því sem við náðum ekki í Frjálslynda flokknum að virkilega breyta hugsunarganginum.  Birgitta Jónsdóttir og þeir sem með henni standa eru gjörsamlega að vekja athygli á smásmygli íslenginga og breyta hugsuninni.  Ég er rosalega ánægð með það og vona að þau haldi áfram á þeirri braut sem þau hafa markað.  Þau koma inn með ferskan andblæ eins og þau töluðu um, og það er ekkert annað hægt að gera í stöðunni en að samþykkja það hjá þeim sem eru orðin svo samdauna stjórnmálum undanfarin mörg ár.  þau eru einmitt að sýna okkur hvað alþingi er forpokað og lokað.  Áfram þið unga frjóa fólk, þið fyllið mig bjartsýni, og líka ríkisstjórnin svona burt frá þessu endalausa tilgangslausa tuði Samfylkingarinnar um að ganga í Evrópusambandið, sem mér finnst hallærislegast af öllu, og ykkur til minnkunnar sorrý bara.

 

En ókey að þessum tveimur áhugamálum mínum forgengnum þá eru nokkrar myndir.

IMG_8182

Veðrið í gær var yndislegt svo sólríkt og hlýtt.

IMG_8183

Afi og litla skrýmslið að koma heim frá leikskólanum.

IMG_8185

Á svona dögum vilja börnin fara í balabað.

IMG_8188

Þá er sett volgt vatn í bala og þau busla eins og ég veit ekki hvað.

Þetta hefur verið svona alla tíð frá byrjun.

IMG_8191

Gaman gaman.

IMG_8195

Og börnin í rólegheitum.

IMG_8199

Svo er gott að fá sér harðfisk.

IMG_8207

Hanna Sól að leggja Sigurjóni lífsreglurnar.

IMG_8210

En í svona góðu veðri er ekki bara hægt að vera inni, heldur þarf að skoða fossinn og helst vaða í honum LoL

IMG_8214

Það þarf auðvitað dót í balann sko!!!

IMG_8226

Úhú einhver tók mynd beint upp í sólina... gruna Úlfinn.

IMG_8228

Fossinn er náttúrlega spennandi.

IMG_8236

Já Lífið í kúlunni er bara svona friðsælt og notalegt.

IMG_8244

Hér fær Sigurjón rósabað að hætti Rósu Ingólfs hehehehe.....

IMG_8247

Hin nýja Solla stirða heheheh.

IMG_8249

Úlfur á tónleikum í gær, afi tók myndirnar.

IMG_8250

Og minn þeytir trommurnar.

IMG_8257

Gamla brýnir upp á lóð að vinna að því að gera klárt fyrir opnun.

IMG_8258

Drengur með fiskistöng... þessi er listræn held ég.

IMG_8261

Svo er gott að fá afaskyr og slaka aðeins á.

IMG_8263

Í dag kom svo þessi dalalæða, með ákveðnu kulda.  Þó var hlýtt og notalegt.  En þessi er enginn aufúsugestur hér get ég sagt ykkur.

IMG_8264

Held að hún sé óskilgetið afkvæmi hita og kulda.

En ég verð að biðja ykkur afsökunar á því hve fjarlæg ég er þessa daga, því ég er í kappi við tímann og sumarið.  Þarf að gera allt í gær, en þið eruð í mínum huga og þið gefið mér svo mikið, þið eruð eins og jörðin og gróðurinn yndisleg.  Þetta er allt samtvinnað, mannshugurinn og náttúran, eitt af sama meiði og hvert styður annað.  Með fallegri hugsun sendum við kærleika út í andrúmsloftið, og þar er fullt af verum sem móttaka kærleikann og nota hann, og svo kemur hann aftur til baka til okkar tífalt meiri en við sendum út.  Þannig virkar lögmálið. 

Svo ég segi bara megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.  Munið að kærleikurinn er það æðsta á þessari jörð og óeigingjarnasta sem til er, og það sem er mest gefandi.  Það er það sem við þurfum á að halda öll sem eitt.  Knús. Heart


Smá mömmó- og fyrir alla hina líka mína elskulegu bloggvini.

Við vorum þrjár skotturnar í kvöld, afi var að spila á tónleikum og ÚLfur á Tai Kwon Dó, það er beltapróf á sunnudaginn vel að merkja, en hann er rosalega áhugasamur og mætir í alla tíma.

Við fórum allar þrjár í ömmuholu og ég las um prinsessur, svo lögðumst við niður og það tók þær ekki langan tíma að sofna, enda eru þær svo mikið að bralla úti núna, að þær eru alveg búnar upp úr sjö.

IMG_8152

En í gær var enskur tetími hjá mínum, þau bjuggu til ávaxtate með hunangi, það finnst þeim rosalega gott, en í gær, var það enskt te og spjall.  Við skulum sitja eins og hefðarfólk og tjatta um gamlar frænkur og frændur sagði Úlfur.  Og auðvitað voru þau öll til hehehe.

IMG_8154

Reyndar var te litlu skottunnar of heitt og hún helti því auðvitað niður.  En það varð samt ekki til að hætta í teboðinu, og þarna er Úlfur að tékka á hinum börnunum hvort teið sé of heitt. Heart

IMG_8155

Eins og sjá má er hláka og hlýtt, þetta var í gær.  Það var hvasst en voða hlýtt.

IMG_8156

Og Júlli minn kom með flugdreka, og það var spennandi.

IMG_8159

Það á að koma honum á loft og allir hjálpast að.

IMG_8161

Ásthildur er skelfingu lostinn við þennan karl, sem dansar og talar.  Þarna er hún að troða honum bak við sófann meðan hann er ekki virkur, svona ef ske kynni að hann færi að hreyfa sig og láta illa LoL

IMG_8162

Amma má ég fara með þetta blóm á leikskólann í dag, það er nefnilega blómadagur, sagði Sólin mín í morgun. 

IMG_8163

Þá er að klára að klæða sig til að fara í leikskóla, en það er gaman.  Í leikskóla er gaman þar leika allir saman syngur hún, og líka Bakkaskjól Bakkaskjól það er skólinn minn, leika út og inni, svo skil ég ekki alveg restina LoL en ég þekki lagið, hún syngur nefnilega alveg hárrétt, allir krakkar og feilar ekki nótu.

IMG_8165

Svona var veðrið í morgun og þið sjáið að mikið hefur tekið upp af snjó.

IMG_8166

Og lækurinn baular niður hlíðina og flæðir yfir bakka sína börnunum til mikillar ánægju.

IMG_8168

Það svona læðist að mér stundum hvort þau séu ekki betur sett hér úti í náttúrunni frekar en á áttundu hæð í fjölbýli í Vín, þó fólk sé duglegt að fara með börnin út á leikvöll, sem er auðvitað steriliseraður og manngerður.  Þá er þetta náttúrlegt og villt.

IMG_8170

Og svo sannarlega njóta þau sín.

IMG_8171

Það er margt hægt að bralla og skoða og bara vera til.

IMG_8172

ég man alveg að ég elskaði vatn þegar ég var lítil, og ég veit að þegar maður er að vökva í bænum á sumardögum þá eru strax komnir krakkar til að leika sér í vatninu.  Það er bara þannig börn og vatn eru síamstvíburar, enda eyðum við níu mánuðum í að svamla í vatni ekki satt!!!

IMG_8173

Hanna Sól og ömmu sinnar blómahaf.

IMG_8177

Tími grillsins er upprunnin í kúlunni og við gerum mikið að því að grilla.  Og það gerðum við í kvöld, og hér er litla skottið að heimta að amma skeri kjötið.  Hún er mikil kjötæta, meðan stóra systir er öll í jógurtinu og grænmetinu.  Svona geta tvær systur af sama foreldri verið gjörsamlega ólíkar. Heart

En eigið góðar stundir i kvöld elskurnar.  Og munið að vera glöð.  Það sem þér viljið ekki að aðrir gjöri ykkur, það skuluð þið eigi þeim gjöra, eða þannig stendur einhversstaðar.  við skulum muna að alltaf skal hafa aðgát í nærveru sálar, sérstaklega þarf þetta að hafa í huga við litlar saklausar sálir sem horfa björtum vonaraugum út í stóra heiminn. Heart

 

 


Pælingar og Júróvisjón í kvöld.

Jæja þá er undankeppnin í Júró í kvöld, fyrra kvöldið.  Ég vil óska Jóhönnu Guðrúnu velfarnaðar í kvöld, stúlkan er hæfileikarík og flott, ég er viss um að hún skilar okkur áfram í aðalkeppnina, ef ekki þá er það bara þannig, hún mun gera sitt besta, meira er ekki hægt að fara fram á.

IMG_8131

En í gær ákváðum við að hafa pizzu í matinn.  Og við hjálpuðumst öll að.  Úlfur gerði eina fyrir sig og afa, með skinku og pepperoni, ég gerði eina fyrir mig og fleiri sem vildu með túnfiski, og Hanna Sól gerði eina fyrir sig og Ásthildi með bara osti, skinku og grænmeti. 

IMG_8132

Amma þurfti samt að gera botnana, því það er of erfitt fyrir litlar manneskjur.

IMG_8133

Búið að setja ofan á og komið í ofninn.

IMG_8134

Úlfur að ljúka við sína pizzu.

IMG_8138

Afi og Ásthildur huga að blómum og gróðri.  Þessi er stórglæsileg manchuriarósin mín, kínversk runnabóndarós, þvílík fegurð.

IMG_8141

Páskarósin mín hér í blóma úti.

IMG_8142

Rauður veggjahnoðri alltaf fallegur, þó snemmt sé.

IMG_8144

Svo eru pizzurnar klárar og sest að snæðingi.

IMG_8145

Okkar eigin eru náttúrulega bestar, því þá er hægt að hrúga ofan á nákvæmlega það sem maður vill.

IMG_8147

Júlli minn kom með þetta flotta hvalbein um daginn.  Það er rosalega þungt og stórt en flott.

IMG_8148

Himnagalleríið opið í dag, og svo sannarlega flott.

IMG_8151

Rigning og rok í dag, en nú hefur hægt og hljóðnað, og það er  bjart og gott veður.

En ég er að fara að steikja ýsu, þessa sem maður fær af frystitogurunum, tilreidda til matreiðslu.  Og svo Júróvisjón mín kæru.  Ég hef ekki fylgst með eins og áður, vegna anna, en ætla svo sannarlega að njóta þess að setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á keppnina.  Elskuleg mín megi allar góðar vættir vaka með ykkur og vernda.  Munið að brosa og horfa á fólk.  Það er erfitt að finna að fólk horfir annað hvort í gegnum mann, eða lítur undan.  Augun eru spegill sálarinnar, og þeir sem líta undan eða geta ekki horft á mann, eru manneskjur sem líður illa og geta ekki gefið af sér.  Þess vegna er raunveruleg þörf á að láta einmitt það fólk fá bros eða knús, og láta vita að þau eru þess virði að elska. Heart Stundum þurfum við að hugsa út yfir ramman.


Sól - regn - rok allt á sama stað hvar annarsstaðar en á Ísafirði, þar sem hlutirnir gerast.

Það var rigning rok og sólskin í dag allt í einum og sama pottinum hér á Ísafirði.

IMG_8128

Vor í lofti.

IMG_8129

Svona leit hann út í morgun.

IMG_8111

Hanna Sól fór í spíkat, og sú stutta vildi ekki vera eftirbátur LoLHeart

IMG_8112

Takið eftir svipnum, hún er svo hreykinn.  Svo er hún farin að klæða sig alveg sjálf og segir amma é e dulleg.  Svo grenjar hún hátt þegar henni tekst ekki að klæða sig í einhverja flík og það má alls ekki hjálpa til...LoL Þessi litli skapangi. 

IMG_8113

Tvær sætar saman, ég fékk nefnilega heimsókn elskuleg bloggvinkona mín Halla kom í heimsókn og Hanna Sól elskar konur sem nenna að dúlla við hana, hér er á ferðinni naglasnyrting.

IMG_8116

Halló Kisa mín.

IMG_8117

Jafnvel kisur vilja vera fínar, allavega þessi kisa.

IMG_8118

Við höfðum margt að spjalla og ekki sakaði smá rauðvínstár svona með snakkinu.

IMG_8120

Og Halla heillaði stepurnar báðar upp úr skónum. Heart

IMG_8121

Maður kann nú líka að mála sig......

IMG_8125

Þeir eru töffarar og flottir saman; Úlfur, Þórarinn og Tai Kwon Dó kennarinn þeirra Hjalti.  Þeir tveir tóku viðtal við kennarann fyrir blað sem á að gefa út vegna 60 ára afmælis  Íþróttafélagsins Harðar.  Ég var að skrifa niður hluta af viðtalinu, það var afar skynsamlega spurt af þessum ungu blaðamönnum.

IMG_8126

Jóhann minn, Brandur er aldrei langt undan hér á þessu heimili.

IMG_8127

Veit raunar ekki hvor þeirra nýtur sín betur kötturinn eða húsbóndinn hehehehe..

En þetta var nú skammturinn í dag.  Ég segi bara Guð blessi ykkur og njótið ykkar vel í dag.  Munið að brosa og vera góð hvort við annað.  það skiptir máli og ef til vill meira máli fyrir suma en þið gerið ykkur grein fyrir.  Eitt lítið bros getur gert alveg heilmikið fyrir manninn sem þið hittið á götunni, skiptir ekki máli hvort þið þekkið hann eða ekki.  Þar gengur sál sem þarf að vita að hann er sál á meðal sála, ljós á meðal ljósa og vera meðal vera.  Knús á ykkur öll. Heart

 


Smá mömmó.

Smá mömmó svona síðdegis á sunnudegi.

IMG_8066

Amma taktu mynd.

IMG_8067

Hanna Sól og hundurinn.

IMG_8069

Sumir hafa óskaplega gaman af að pússla.

IMG_8071

Og geta gert það alveg hjálparlaust.

IMG_8073

Eitt af nýju pilsunum sem mamma þeirra keypti í Vín.

IMG_8075

Jamm og svo er að mála sig....

IMG_8076

Thí hí afi kitlar...

IMG_8081

Það þarf að passa upp á barnið.

IMG_8083

Afi Hanna Sól og litla barnið sem er bara dúkka.

IMG_8085

Amman ómáluð og fín Blush

IMG_8094

við grilluðum ýsu í gær, og hún var góð.  Sumir elska bæði fisk og kjöt og ekkert múður.

IMG_8095

Og það er bæði gott og gaman að borða matinn.

IMG_8096

Það þarf nú samt að skoða hvað maður lætur ofan í sig.

IMG_8097

Og svo upp í munnin með það.  Allur matur á að fara upp í munn og oní maga.

IMG_8100

Aðrir eru svona nettari og borða frekar jógúrt og brauð.

IMG_8105

ég áidda!!!

IMG_8108

Og auðvitað fékk hún dúkkuna litla skrýmslið.  Hanna Sól er nefnilega stóra systir og þolir þeirri litlu margt.  Og svo er jógúrtin bara svo góð.

En ég er að fara að setja hrygginn í ofnin, svo eigið gott kvöld elskurnar.


Ég þarf að biðjast afsökunar

Ég varð því miður að taka út færsluna mína um Deddu.  Einhverjir ættingjar skipuðu mér að taka hana út. Það fylgdi með að ég væri það versta kvikindi sem hefði fæðst á þessari jörð, og ég skyldi biðjast afsökunar á þessari færslu minni og tilkynna að ég hefði verið drukkinn við að rita hana.

Ég vil biðja þá afsökunar sem ég særði með færslunni.  Fólk verður alltaf viðkvæmt þegar maður missir ástvin og það er skiljanlegt.  En ég var hvorki drukkinn né í annarlegu ástandi, öðru en kærleika og virðingu til þessarar frænku minnar sem mér þótti alltaf vænt um.  Þetta er eins og bleikur fíll í stofunni.  Hefði átt að gera mér grein fyrir því.

En svona lítum við misjafnt á hlutina. 

Ég er sem sagt mesta skriðdýr á þessari jörð, andskotans djöfuls kvikindi og búin að rústa öllum tengslum mínum við ættina. 

Elsku Dedda mín ég segi því bara blessuð sé minning þín.


Smá mömmublogg.

Nokkrar myndir af stelpuskottunum mínum svona fyrir mömmu sín.

IMG_8051

Já þetta blasti við í morgun, enginn furða að maður færi í hugarferðalag Smile

IMG_8052

Ísandi kalt.

IMG_8048

Hanna Sólin mín var lasin í dag, svo við vorum heima að dúlla okkur.

IMG_8050

Hún er liðug sú stutta því verður ekki á móti mælt.

IMG_8049

Þetta kríli er meira fyrir ást og mat.

IMG_8053

Það er gott að slaka á fyrir framan sjónvarpið þegar maður er lasin.

IMG_8054

Það á líka við þegar maður kemur sprækur heim af leikskólanum...

IMG_8055

Hér er pósað fyrir mömmu sína. Amma ég verð að hafa svona handklæði undir því ég má ekki snerta gólfið!!!

IMG_8057

Ætli þetta geti gengið?

IMG_8059

Best að klifra upp á kommóðuna.

IMG_8060

Hoppa hoppa hoppa... sungið með sinu lagi.

IMG_8061

Sætust.

IMG_8063

Músikantin.

IMG_8065

Pússlarinn.

Þetta er svona smá mömmublogg, og Bára mín ég bið að heilsa Hjördísi og við reyndar allar stelpurnar í kúlunni. Heart


Á köldum Ísafjarðardegi er notalegt að fara í smá hugarferðalag. Má bjóða ykkur með?

Maður súnkar niður þegar veðrið lætur svona við mann.  Hundleiðinlegt, en svo er Hanna Sólin mín lasin svo við verðum að vera heima í dag.  Amma það er hundleiðinlegt að vera alein heima, ég má ekki fara í sund ekki fara út.  Ég veit elskan, viltu lita, ég skal finna litabók og liti.  Já!!!

En amma fór að garfa í gömlum myndum og minnast liðinna stunda.

Þegar veðrið er svona leiðinlegt þarf maður annað hvort að muna að aðrir hafa haft það verra, eða endurupplifa góða hlýja daga.

Daccá1

Ekki vildi ég hafa upplifað austurþýskaland á þessum tíma.

Daccáa þyskaland2

Hvað getur maður eiginlega sagt?

Daccáa þyskaland5

Það er alveg með ólíkindum.

Daccá

Ef þið samt sem áður farið í þessar hryllilegu útrýmingarbúðir, á skuluð þið fá með ykkur túlk.  Þá kemst sagan betur til skila.

Daccáa þyskaland

Maður getur líka farið inn á pöbb í litlu smáþorpi.  Hér í Lubbenå banka menn þrisvar í borðið og þá er verið að bjóða gesti velkomna.  Þessi maður fyrir endann hér nær er hann Ziegfrid, hann hafði lesið allar sögurnar eftir Laxnes.

Kúpaaþýskaland3

Þarna getur maður líka farið í siglingu um síkin á gondólum.  Friðsælt og ljúft.  Það er hægt að velja um tveggja - fjagratíma eða dagsferð.  Bjór og snafs um borð.

Danamarka

Það má skoða stórkostlegar hallir og kirkjur í Köln til dæmis.

Danamarka2

Fara á garðyrkjusýningu í Danmörku.

Ýmsir staðir

Nú eða eyða tímanum í sumarbústað í danskri sveit með ættingjum og vinum.

Ýmsir staðir2

Eða fá sér öllara með skólasystkinum á góðum dönskum degi.

Síðan má fara vestur um haf og heimsækja vinkonur.

ameríka

Fara með henni upp í sögufræg smáþorp þau finnast líka í Ameríku.

Ameríka-ísó2

Og skoða sig um.

Ameríka-ísó

Allt hægt að sjá í BNA

ameríka4

Þar eru líka stærstu lágmyndirnar.

ameríka2

Svo má líka fara aðeins sunnar.

Kúpa

Kúpu til dæmis.  Havanna er skemmtileg borg að skoða, bara gæta sín á stelpunum.  Þær eru allsvæsnar við að reyna við karlana án þess að við tökum eftir því.  Halda fastar í þá en veskin.

Kúpa2

Svo syngja þeir svo ljómandi vel á ströndinni.

Kúpaaþýskaland2

Svo má fara út að sigla.

Kúpaaþýskaland1

Eða bara út í sjóinn.

Kúpa3

Pálmar, vindlar og romm.

Danamarka4

svo má fara ennþá sunnar til Belize, Cayman islands.

Belize

Aldrei hret þar.

Belize2

Bara ósköp notalegt að vera.  

3

Já Ísland er land andstæðnanna.  von að við finnum okkur allt til að rífast um og hamast.

Ameríka-ísó4

Þessi mynd er svona 20 ára gömul.  Það er ekki mikill gróður í kring um mig þá.

En ég vona að þið hafið notið þessa ferðalags með mér í minningalandi.  Þar er svo sem af nógu að taka.  En þetta nægir í dag.  Heart 


Grátkórinn byrjaður.

Já þeir eru bestir í að væla greifarnir sem þykjast eiga fiskinn í sjónum.  Ef fyrirtækin þeirra eru ekki betur rekin en svo að þeir fara á hausin við að tekið sé varlega til baka það sem þeir fengu upp í hendurnar ólöglega, þá fara þeir bara á hausinn.  Það vill svo til að fiskurinn hverfur ekki úr sjónum eða hættir að veiðast þó einhverjir stórkarlar leggi upp laupana.  Það verða bara aðrir sem nýta sér auðlind landsmanna allra og gera það vonandi skynsamlegar.  En til þess þarf að breyta miklu í kerfinu sjálfu.  Það er ekki nóg að fara fyrningarleiðina, það þarf að leiðrétta margt annað til dæmis að menn geti komið með allan afla að landi.  Og séu ekki gerðir að glæpamönnum við að henda smáfiski eða óæskilegum tegundum sem ekki er kvóti fyrir.  Þetta þarf að leiðrétta strax og þarf ekki neina fyrningarleið til.  Það er óþolandi er allt að 50 þúsund tonnum af fiski er kastað útbyrðis árlega vegna þess hve kerfið er illa hannað.  Það er líka óþolandi þegar sjórinn er fullur af síld og loðnu að binda hendur sjómanna svo þeir komist ekki í veiðarnar.  Eða eins og einn sjómaður sagði við mig í gær, firðir fyrir suðurfjörðum vestfjarða fullir af sýktri síld, og allir vita að þétt torfa hlýtur að auka smit, þannig að besta leiðin var að veiða sem mest til að grisja stofnin og minnka þannig hættuna á sýkingu stofnsins. 

Það er eins og fáráðnlingar stjórni fiskveiðum hér við land.  Og ekki vilja þeir hlýta ráðum manna eins og Jóns Kristjánssonar sem hefur með góðum árangri ráðlagt færeyingum í mörg ár með þeirra veiðar.

 Blessaðir hættið þessu væli.  Það myndu fáir sakna ykkar þó þið færuð til Miami eða eitthvað lengra. Það myndu bara aðrir fá að veiða í staðinn.  Greinin er hvort sem er í  milljarða skuld.   Vegna þess að menn hafa selt kvóta og komið sér út úr greininni.  Keypt sér m.a. hallir í útlöndum.  og sennilega feita reikninga einhversstaðar í skattaskjólum.  Sorrý en hér þarf breytinga við og nýliðun í greininni.  Og um fram allt frjálsar krókaveiðar.

Fyrning valdi gjaldþroti útgerða

Fyrning valdi gjaldþroti útgerða
Í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.

Öll útgerðarfélög landsins verða orðin gjaldþrota eftir sjö ár verði fyrningarleið ríkisstjórnarflokkanna að veruleika. Þetta segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa lýst yfir vilja til að gera breytingar í sjávarútvegsmálum. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að stefna flokkanna sé að kalla inn aflaheimildir í áföngum, það er að farið yrði svokölluð fyrningarleið.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, líst illa á hugmyndir ríkisstjórnarinnar. Fyrning upp á 5% myndi leiða til þess að sjávarútvegurinn í núverandi mynd verði gjaldþrota á 7 árum. Fólkið sem tali fyrir þessu geri sér enga grein fyrir afleiðingunum, segir Sigurgeir Brynjar. Þetta leiði til þess að bankakerfið hrynji aftur og eftir sitji fátæk þjóð sem hafi tapað öllu sínu. Fyrningarleið leiði auk þess til slæmrar umgengni við fiskistofna. Engin langtímasjónarmið verði í heiðri hjá þeim sem nýti fiskimiðin.

 

frettir@ruv.is


Ísland - Thailand og margt annað.

Ég fékk góða heimsókn í dag í garðplöntustöðina mína. 

IMG_8033

en fyrst þetta eins og þeir segja í spaugstofunni.  Sú litla búin í baði og bíður eftir kvöldmatnum.

IMG_8034

Þetta er ekki kryddlegið hjarta, heldur steinhjarta frá syni mínum.  Flott ekki satt?

IMG_8035

Veðrið í gær.

IMG_8036

Veðrið í morgun.  Það var sól, en þegar á daginn leið fór að rigna dálítið.

IMG_8037

Fallegt veður á Ísafirði. 

En ég sagði að ég hefði fengið góða heimsókn seinnipartinn upp í gróðrarstöðina mína.  Reyndar kom fólk frá Táknafirði sem vildi kaupa grænmeti og krydd, þau áttu erindi hingað og vildu nota ferðina.  Sem betur fer gat ég orðið við því.

En svo eru thailenskar konur hér að læra íslensku, og líka bara um íslenska menningu og hvernig við erum og gerum.  Elskulegar konur sem ætla að setjast hér að og eiga heima, og þá skiptir svo miklu máli að við getum talað sama tungumál.

IMG_8039

Þær fá að heimsækja einhverja staði yfir kennslutímann og skólastjórinn sagði að það hefði verið eindregin ósk frá þeim um að koma til mín í gróðurinn.  Svo sem auðvitað með þessi sólarblóm.

IMG_8040

Það var virkilega gaman að fá þessar frábæru konur allar í heimsókn.

IMG_8042

Smá vor í kroppinn á okkar Ísakalda landi.

IMG_8044

En þær eru allar búsettar hér og ætla að eyða ævi sinni sem íslendingar, og okkur er svo sannarlega fengur að þessum yndælu góðu manneskjum. 

IMG_8038

Reyndar eru þær flestar góðir viðskiptavinir gegnum árin hjá mér. 

IMG_8047

Hér í forgrunni er skólastjórinn þeirra hún Sigurborg og svo okkar prímadonna númer eitt Guðrún Jónsdóttir.  Ég spurði hana hvort hún kenndi þeim gegnum söng.  Já svaraði hún, meðal annars þá syngjum við.  Það er til að æfa hljóðin okkar.  við notum allskonar óhefðbundnar aðferðir sagði Sibba og hló.  Og okkur til mestu furðu eru þessar konur með mjög breitt svið í hæfileikum, þegar farið er að grafast fyrir feril þeirra.  Dansarar, skreytingameistara, og bara mjög hæfileikaríkar konur allar saman.  Enda er okkur mikill fengur í að fá svona innspýtingu í menninguna. 

En ég ætla að fara að slaka á eftir annasaman dag.  Eigið gott kvöld mín kæru og megi gæfan fylgja ykkur. Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2009
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2024203

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband