Úr bréfum í mínum fórum.
Ísafirði 20. Júní 1997.
Elsku Jón minn þú verður að hjálpa okkur, það er búið að boða tengdadóttur mína á Skólavaörðustíginn innan viku, við verðum að fá frest og það verður að komast hjá því að hún fari í fangelsi. Hún er búin að standa sig eins og engill og Júlli líka síðan hann kom út, hún er að hjálpa mér hér heima og hann í vinnu hjá pabba sínum, þetta litla barn hefur alveg gjörbreytt þeim báðum. Dómurinn var þyngdur upp í fimmtán mánuði án skýringa, þessi XXXXXXXXXXX (lögfræðingurinn) hefur ekkert gert henni til varnar. Þetta yrði algjört slys ef hún yrði lokuð inn núna, loksins þegar hún er búin að finna sjálfa sig og hamingjuna. Þetta er svo óréttlátt og heimskulegt. Hvað getum við gert? Ég er búin að hafa samband við Vilhjálm einhvern hjá Vernd, og hann ætlaði eitthvað að reyna að hjálpa mér. Hvernig get ég komið því við að ég fái að hafa hana hjá mér og bera ábyrgð á henni. Elsku Jón minn bjargaðu börnunum mínum, þetta er alveg hræðilegt.
Kv. Ásthildur.
Garðabæ 3. Júlí 1997.
Með bréfi dags. 20 júní 1997 fóruð þér þess á leit fyrir hönd skjólstæðings yðar ********* að fyrighugaðri afplánun hennar á 15 mánaða tildæmdri refsinsu með dómi Hæstaréwttar uppkveðnum 29. Maí 1997, sem hefjast átti þann 28. Júní sl. Yrði frestað til 1. Október 1997. Vísið þér í þessu sambandi til brýnna aðstæðna hennar vegna umönnunar sveinbarns hennar.
Samkvæmt 3. Gr. Reglugerðar nr. 29/1993 um fullnustu refsidóma er fangelsismálastofnun heimilt, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, að veita frest á að hefja afplánun. Hér er um að ræða undantekningu frá þeirri meginreglu að afplánun hefjist strax er dómur verður fullnustuhæfur.
Í verklagsreglum fangelsismálastofnunar segir að í þeim tilvikum er frestur á afplánun er veittur skuli aðeins veita dómþolum skamma fresti og er þá átt við viku eða hálfan mánuð í senn. Mánaðarfrestir sem tíðkuðust hér áður fyrr eru aflagðir. Er þetta liður í þeirri stefnumörkun fangelsismálastofnunar að hraða allri refsifullnustu.
Í 2. mgr. 3. Reglugerðar um fullnustu refsidóma nr. 29/1993 segir að við ákvrðun á því hvort að veita skuli frest á afplánun skuli m.a. taka mið af alvarleika afbrots dómþola, sakarferli og öðru sem máli skiptir. Skólstæðingur yðar hefur alls 5. Sinnum frá árinu 1990 verið dæmt til refsivistar fyrir auðgunarbrot. Hún hefur þrívegis afplánað refsivist, nú síðast frá 25. Október 1994 til 22. Desemvber 1995, en þá var henni veitt skilorðsbundin reynslulausn í 2. Ár. Með ofangreindum dómi Hæstarréttar voru þessar eftirstöðvar dæmdar upp og var skjólstæðingur yðar dæmt í 15 mánaða fangelsi fyrir auðgunarbrot.
Eins og fram kemur í bréfi yðar fæddi skjólstæðinur yðar barn 8. Mamrs 1997 og nýtur hún aðstoðar tengdamóður sinnar og vandanlega einnig barnsföður við ummönnun barnsins. Fullkunnugt er um gildi samvista á milli móður og ungbarns en engu að síður er eigi unnt að fallaslt á umbeðinn frest með vísta til framkvæmdar. Vegna aðstæðna skjólstæðings yðar er hins vegar veittur frestur til 1. Ágúst 1997 en þá skal afplánun hefjast.
E.U. ******( Starfsmaður fangelsismálastofnunar.)
12. ágúst 1997.
Beiðni um frestun á fangeslun ********
Á þeim forsendum að við fengum engar upplýsingar um fyrirhugaða aðgerð fyrr en á mánudeginum 11. ágúst. Þetta er alltof stuttur fyrirvari þegar fimm mánaða gamalt barn á í hlut. Eftirfarandi rökstuðningur fylgir ásamt umsögn frá sálfræðingi og félagsfræðingi.
Ég undirrituð tel afar óheppilegt að ****** verði rifin upp úr fjölskyldutengslum sem hún er í núna. Ég hef mér til staðfestingar tilsögn bæði frá sálfræðingi og félagsráðgjafa, auk læknisvottorðs sem sent var til sýslumanns. Bæði ****** og Júlíus hafa haldið sig algjörlega frá öllu sukki s´æiðan barnið kom í heimin og reyndar löngu áður. Þetta fjölskyldumunstur og þetta nýja líf hefur gefið þeim það sem til þarf til að ganga hinn mjóa veg dyggðarinnar, öll breyting á þessum högum er sérstaklega lviðkvæmt meðan þau eru að ná fótfestu og byggja þetta nýja líf upp. Barnið getur þess vegna þegar tímar líða fram, fyrir þessa aðgerð þ.k. fangelsun ****** orðið foreldralaus. Ég votta það hér með að allt hefur gengið hjá þeim fram úr m´nium björtustu vonum hingað til.
Við fengum engar upplýsingar um að fangelsun bæri svona brátt að, vegna þess að lögrfæðingur okkar hrl. Jón Oddsson var í fríi og okkur var ekki sent afrit af bréfinu, kom þetta okkur í algjörlega opna skjöldu, því við reiknuðum með að fá frest til . októbeor. Á þeim forsendum förum við fram á að fá lengri frest til að hafa tíma til að sækja um náðun og/eða skilorð í versta falli þá þarf að ræða umbarnið og að það fái að vera hjá móður sinni, þar er ekki hægt hennar vegna að rífa það frá henni. Ég óttaste þó um föðurinn þegar buið er að taka frá honum bæði barnið og konuna sem hann elskar, hversu sterkur hann er þá á svellinu. Ég bendi á að ****** er á engan hátt hættuleg umhverfi sínu og ástæðan fyrir þessari hörku er að því virðist fyrri afbrot hennar í því sambandi vil ég undirstrika að orð lögreglustjórans í Reykjavík í sjónvarpi um daginn að þegar menn hafa tekið út sína refsingu þá eiga þeir að fá frið. Þeir eru jú búnir að afplána, í þessu tilfeli er greinilega ennþá verið að refsa henni fyrir það sem hún gerði eða ekki gerði á öðrum tíma í öðru lífi.
Virðingarfyllst Ásthildur Cesil.
Læknisvottorð til sýslumanns á Ísafirði.
Ísafirði 13. ágúst 97.
Varðarndi ********* Seljalandsvegi 100 Ísafirði.
*** tjáir mér að hún hefur verið boðuð til að afplána fangelsisdóm. ****** átti barn þann 8. marz s.l. og hefur annast það eins og til er ætlast af móður og hefur það gengið allt mjög vel. Eftir því sem best er vitað og sjá má af skýrslum heilsugæslustöðvarinnar, hafa fjölskylduhagir verið með góðu móti fram að þessu.
Hins vegar er veruleg hætta á að það breytist til hins verra, verði **** látin afplána dóm sinn núna. Með hliðsjón af umönnun 5, mánaða gamals sonar hennar og þeirri áhættu sem afplánun hefði í för með sér fyrir fjölskylduhagi þessarar ungu fjölskyldu, tel ég af læknisfræðilegum ástæðum æskilegt að **** fái frest um óákveðinn tíma á fyrirhugaðri fanglsisafplánun.
Virðingarfyllst
***** Heilsugæslulæknir.
Frá félagsráðgjafa. Ísafjrði 14. Ágúst 1997.
Varðandi áfplánun fangelsisdóms ****** Seljalandsveg 100 Ísafirði.
Ásthiuldur Cesil Þórðardóttir, tengdamóðir **** kom að máli við undirritaða og óskaði eftir umsögn vegna fyrirhugaðrar afplánunar ******** . Undirrituð þekkir til aðstæðna ******* og fjölskyldu hennar m.a. sem fulltrúi í félagslmálanefnd Ísafjarðarbæjar.
***** býr ásamt eiginmanni sínum Júlíusi K. Thomassen og 5 mánaða gömlum syni þeirra ***** á heimili móður Júlíusar, Ásthildu Cesil og eiginmanns hennar.. Samkvæmt minni bestu vitund hafa bæði ******* og Júlíus haldið sig frá fíkniefnum um nokkurra mánaða skeið o gstaðið sig vel í því að sinna uppeldi og ummönnun sonarins. Undirrituð telur mikla hættu á því að þau tengsl sem þegar hafa myndast milli móður og barns, og það jafnvægi sem fjölskylkdan hefur náð að skapa sér, sé í verulegri hættu ef til 15. Mánaða fangelsisvistar hennar kemur.
Ásthildur tengdamóðir **** er ábyrðgarmaður þeirra gagnvart félagsmálanefnd Ísafjaraðrabæjar og er tilbúin að vera það áfram og veita þeim þann stuðning sem þau þurfa. Við óbreyttar aðstæður ættu þau að geta haldið áfram að byggja upp sitt líf og barnsins þeirra með góðum stuðningi fjölskyldu sinnar.
****** Uppeldisfræðingur og félagsráðgjar.
Bréf frá Heilsugæslustöðinni á Ísafirði.
Ísafjörður 13.08.97.
Varðar +++++++++++++ kt. ++++++++ Seljalandsvegi 100 Ísafirði.
***** kom á stofu til lundirritaðs í tengslum við fyrirhugaða afplánun fangelsisdóms, sem hefst föstudaginn 15. Ágúrt n.k. *** kemur ásamt tengdamóður sinni Ásthildu Cesilo Þórðardóttur kt. *********** sem jafnframt er ábyrgðaraðili gagnvart Barnaverndarnefnd Ísafjarðarbæjar um að ************ og eiginmaður hennar Júlíus K. Thomassen sonur Ásthldar, sinni foreldraskyldum sínum gagnvart 6, mánaða gömlu barni þeirra. ********** en þau búa nú á heimili Ásthildar.
***** Lýsir skoðun sinni á fyrirhugaðri afplánun á þá leið að ef af verður bitni hún aðallega ánokkra mánaða gömlum syni hennar **** og jafnframt hjónabandi hennar og eiginmannsins.
Rökin eru einkum sú að það rask sem fylgir fangelsisvisit og hugsanlegri fjarveru barnsins við móður vegna fangelsisvistgnar, geti haft óæslileg áhrif á þroska barnsins og á eðilega tengslamyndun barnsins við foreldra. Ennfremur að það góða samband og samvinna sem myndast hefur milli foreldra barnsins um barnauppeldið, sé stefnt í hættu og að líkur aukist verulega á því að fíkniefnaneysla hjá föður geti fylgt í kjölfarið vegna þeirrar röskunar sem fangelsisvist móður fylgir, ef af verður, en undanfarna t10 mánuði hefur Júlíus ekki neytt fíkniefna og helglað sig uppeldisstörfum og að rækta gott samband við eiginkonuna. **** hefur ekki neytt f´kniefna síðan í fyrrasumar og er staðréðin í að standa undir þeim foreldraskyldum sem áhana eru lagðar. Ábyrgðaraðili vottar þessa frásögn.
Undirritaður lýsir sig sammála því sem að ofan greinir og telur að sú röskun sem fangelsisvist móður hefði óhjákvæmilega í för með sér geti haft óæskileg áhrif á þroska barnsins og dregið úr eðlilegri tengslamyndun við foreldra. Í þesþsu sambandi telur undirritaður að heppilegast sé að hið góða samband móður, föður og barns sem skapast hefur, sé ekki stefnt í hættu með einhliða fangelsisvistun móður. Slíkt myndi óhjákvæmilega mest bitna á saklausu barninu.
********** sálfræðingur.
Þið megið svo giska á hvort við fengum jákvætt svar frá þessu steinrunna reglugerðarfyrirbæri sem kallast fangelsismálastofnun, vonandi hefur þetta samt batnað frá 1997. En við máttum þakka fyrir að hún fékk ekki lengingu á dómnum fyrir að mæta of seint.
Börnin mín eru bæði dáin í dag. Þarna var upphafið að því ferðalagi. Ef þessi stofnun væri í einhverju jarðsambandi og þar stjórnaði fólk með hjarta, hefðu málin geta æxlast á annan veg, ég veit það ekki, en það benti allt til þess.
Ég á mörg svona bréf í mínum fórum, og hef hugsað mér að skrifa sögu barnanna minna og gefa hana út, svo fólk sjái svart á hvítu hvernig farið er með þessa einstaklinga. Eftir viðtalið við móðurina í Kastljósi virðist mér vera nokkuð ljóst að ekki hefur þetta alveg breytst nógu vel til hins betra.
Mín fyrsta athugasemd með sjálfri mér eftir viðtalið var: jú hún fékk handrukkara með sér að sækja dóttur sína. Það er nefnilega ekki hægt að leita til lögreglu í svona málum, því þá er hún þar með orðin glæpamaður í augum kerfisins. Það má sjá alvarleikan í þessu eina litla atriði.
En nú get ég ekki meir. þetta gengur ansi nærri mér skal ég segja ykkur þó svona langur tími hafi liðið.
Þess vegna verður fólk að vakna upp og láta að sér kveða um þessi málefni. Þau virkilega brenna á allof mörgum fjölskyldum og eftir þáttinn í gær má heyra að það er frekar reynt að fela vandamálið og flækja það en leysa.
Eigið góðan dag elskurnar.