10.4.2007 | 23:15
Kosningaslagur - eða hanaat ?
Nú er allt að fara á fullt í pólitíkinni. Mér þykir alveg nóg um allan hamaganginn. Það eru gerðar skoðanakannanir og svo er gengið út frá þeim sem úrslitum kosninga, og frambjóðendur látnir svara fyrir niðurstöðurnar. Er þetta rétt nálgun?
Af hverju er ekki meiri tíma eytt í málefnin spurði minn ekta maki. Væri það ekki nær ? Og ég er sammála honum. Væri ekki nær að gefa fólki tækifæri á að segja hvað það vill gera eftir kosningar, heldur en þessi hraðaspurningamáti, og að reyna að fá fólk til að segja eitthvað krassandi. Etja fólki saman eins og í hanaslag ?
Mér finnst þetta ógeðfeld nálgun. Og ég er alveg viss um að ég er ekki ein um þá skoðun. Það er verið að trylla fólk, og fá upp hasar. Er mönnum alveg sama hvað flokkarnir vilja gera ? Er það orðið aukaatriði.
Og svo er lagður dómur á fólkið. Þessi er bestur, þessi er ömurlegur, þessi stóð sig verst.
Ágætu samlandar ég segi nú bara, hvar er skynsemi ykkar, hér eiga að fara fram kosningar um hverjir eiga að stjórna landinu okkar næstu fjögur árin. Er það eitthvað X-faktor eða júróvisjón í ykkar augum. Finnst ykkur virkilega skipta mestu máli hvernig fólkið er klætt eða hversu flott það er? Slíkt er komið beint frá henni Ameríku og þykir ekki par fínt. Hverslags dans er verið að bjóða okkur upp á. Hvers eiga þeir að gjalda sem hafa góð mál, og vilja vel, en komast ekki í gegnum vinsældarkeppnina ? Eða haldið þið virkilega að sætasta stelpan á ballinu sé endilega best hæf til að stjórna og ráða ?
Nei ég segi nei. Við þurfum ... og aldrei meira en einmitt núna að vanda valið vel, og gera upp hug okkar. Skoða stefnuskrár og viljayfirlýsingar. Skoða hvað flokkarnir vilja gera okkur til hagsbóta, þá skiptir fjandann engu máli hversu flottir menn eru í tauinu, hvernig bindin eru á litinn, eða hvort menn brosa ekki nóg. Þið eruð meira og minna veruleikafyrrt, og ég held að það sé einmitt verk fjölmiðlanna, að æsa ykkur upp úr öllu valdi til að skapa stemningu og fjör. Haldiði virkilega að það sé það sem við þurfum á að halda núna á þessum síðustu og verstu? Ég segi nei. Við þurfum að fá að vita hvar raunverulega mun verða í spilunum eftir kosningar.
Í mínum huga er það enginn spurning að sú velferðarstjórn sem gæti orðið ef núverandi stjórnarandstaða sigrar kosningarnar, er það besta sem gæti orðið hér. En það er bara mín skoðun. Ég bið ykkur að skoða í alvöru hvað ykkur finnst best í stöðunni, við erum að tala um framtíðina og hvað getur orðið til betri eða verri vegar. Erum við ánægð með ástandið eins og það er ? Eða finnst okkur kominn tími til að breyta. Það er málið sem við þurfum að hugsa um núna. En ekki láta spana okkur í hanaslag, þar sem sú ákvörðun nær aldrei upp í heilabúið á okkur, heldur situr í brjóstkassanum og imbakassanum og útvarpinu. Gætið að ykkur, hér er alvara á ferð en ekki skemmtiþættir.
Annars verð ég að geta þess svona í lokin að stubburinn er algjörlega búin að spilla páskaunganum. Hann hoppar og gaggar allan daginn, nema þegar hann er tekinn upp og gælt við hann. Hver vill ekki láta spilla sér þannig ?
Stubburinn og páskaunginn að horfa á sjónvarpið.
Stubburinn og unginn að læra saman.
Annars hringdi lítil stubba í mig í dag, amma, ég get því miður ekki séð ungann, því ég er að fara suður. En ég hef verið að hugsa um þetta hvort er það strákur eða stelpa ?
Ég veit það ekki elskan mín, svaraði ég.
Sko amma, ef þetta er stelpa, þá vil ég að hún heiti Lína, en ef það er strákur, þá á hann að heita Hnoðri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.4.2007 | 12:45
Sól, snjór og gott veður.
Fallegur dagur á Ísafirði, fyrsti vinnudagur eftir stóra helgi. Og Ísafjörður heilsar íbúum sínum með hreinleika og fegurð.
Íbúðarhúsið mitt umvafið hvítum snjó.
Og sólin vill gæjast upp fyrir Ernirinn.
Gleðikveðjur og góðar óskir frá Ísafirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.4.2007 | 17:16
Páskaungi - minkur og kraftaverk.
Jamm þegar ég fór að hlusta á Aldrei fór ég suður, setti ég á mig minkaslá sem ég keypti úti í Póllandi, eitthvað svona grobb eittvað sennilega. Þetta er rosalega flottur trefill eiginlega, úr minkaskinni. En viti menn þar sem ég var að troða mér í gegnum þvöguna fann ég allt í einu að ég var búin að týna minknum mínum. Það var þvílík stappa allt í kring um mig svo ég vissi að það var vonlaust að reyna að kíkja eftir honum. 'Eg fór því og ræddi við Gulla sem var að vinna þarna á barnum og sagði honum farir mínar ekki sléttar. Ég fór við svo búið og var eiginlega viss um að bara kraftaverk myndi verða til að ég sæi minkinn minn aftur.
Viti menn svo þegar ég kom niður úr gróðurhúsi áðan, lá þá ekki minkurinn á eldhússtólnum hjá mér. Börnin mín voru hér nokkur og ég spurði hver hefði komið með minkinn. Ó sagði tendadóttir mín, það var hún Ingibjörg Karls, hún var eiginlega viss um að þú ættir hann, en bað mig að koma með hann aftur til sín ef svo væri ekki.
Er þetta ekki alveg frábært ? Það var þetta sem ég meinti þegar ég sagði að það hefði verið svo mikil ró yfir öllu. Það var eins og öllu liði svo vel. Og allir væru ánægðir bara með sig og sitt. Og svona getur fólk verið yndislegt og gott.
Takk fyrir mig segi ég nú bara.
Hérna er hann um hálsinn á mér þessi elska.
En það var fleira sem datt inn um eldhúsdyrnar hjá mér. Það var nefnilega páskaskreyting í Gullauga, sem voru lifandi páskaungar. Stubburinn minn og önnur barnabörn höfðu mikinn áhuga á þessum ungum, og minn afrekaði að fá einn gefins, þegar sýningartíð hans væri liðinn. Eigandinn hann Örn Torfa kom svo með ungann áðan, stubburinn var búin að vera heilan dag að finna kassa og eitthvað til að setja hjá honum. Hann fær að vera hér inni þangað til hann verður aðeins stærri, þá verður hann settur út í hænsnakofann. En vonandi er þetta eins og stubburinn sagði; amma þetta er alvöru íslensk varphæna. Það væri eiginlega verra ef þetta reyndist vera hani, sem er reyndar töluverð hætta á.
En það eru svo fleiri en stubburinn sem glöddust yfir unganum, Brandur er nefnilega líka þrælspenntur, en af öðrum ástæðum.
Nammi namm segir hann.
Eins gott að passa upp á ungann.
Þannig er nú það. Var annars mjög dugleg að prikla. Var bæði með petuníu, og ilmskúf. Það fer að verða frekar lítið pláss hjá mér í gróðurhúsunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.4.2007 | 22:21
Páskalamb og orka.
Þá er maður komin heim úr páskaveislu hjá vinafólki okkar Birgit og Stefan frá Þýskalandi. Þar var boðið upp á holusteik. Páskalamb. Þau komu með fjölskylduna yfir páskana. En þau eiga sumarhús hér í Hnífsdal. Við kynntumst þeim fyrir nærri 20 árum, þegar þau komu hingað til að gifta sig, og ætluðu i brúðkaupsferðalag til Hornstranda. Þau höfðu tekið alla fjölskylduna með sér í giftinguna, en fóru svo norður. Síðan höfum við verið mjög góðir vinir, og þau hafa komið hér á hverju ári. Og helst alltaf farið norður í óbyggðir. Hann er sólarorkusérfræðingur og vinnur við slíkt en hún arkitekt, þau hafa bæði saman fengið a.m.k. tvenn verðlaun frá Evrópusambandinu fyrir hönnun á orkusparandi húsum. Hún skrifaði lika bók um íslenskan arkitektur. Sem er mjög góð bók. Fór um allt landið og skoðaði byggingar og tók myndir. Þau eru sannkallaðir íslandsvinir í fegurstu meiningu þess orðs. Og þegar þeim bauðst að kaupa fokhelt hús sem átti að rífa, þá var enginn efi í þeirra huga, þau keyptu það og gerðu upp. Þetta fallega hús er nú aðsetur þeirra á hverju sumri og núna um páska, stundum jafnvel um jólin. Sjálf byggðu þau sér hús sem á engan sinn líka, hringlaga hús sem byggt er inn í hlíðina í þorpinu þeirra, Dietlingen. Húsið safnar orku frá sólinni, og skiptir þá um lit, myndar rafmagn sem nýtist til alls í húsinu, og vara orkan fer svo inn á kerfi bæjarins. Þau þurfa aðeins að kaupa orku í desember, og stundum ekki heldur þá.
En hér bulla ég bara. Frábært kvöld að baki.
Steikin tekinn upp úr holunni.
Góð vinátta er gulli betri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.4.2007 | 10:14
Aldrei fór ég suður, og fer ekki fet !
Jæja ég skrapp á þessa frábæru einstæðu tónleika í gær, vegna þess að Elías minn var að spila með lúðrasveitinni, og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Frábært framtak hjá þeim feðgum Mugison og Mugipapa. Þarna ríkti gleði og einhvernvegin samt ró yfir öllum.
Það var gert í því að blanda öllum saman sem spiluðu, heimsfrægum og bílskúrsböndum, svo fólk kæmi ekki bara til að hlusta á þá ríku og frægu, og færu svo. En það var líka skemmtilegt að þetta var ókeypis, og allir voru jafnir hvað það varðaði. Ætli þetta sé ekki alveg einstakt í heiminum. Þökk sé þeim sem þarna stóðu að verki. Og þökk sé frumkvöðlunum.
Smáhvíld áður en farið er á svið.
Eins og sjá má var múgur og margmenni.
Hér spilar lúðrasveitinn, ásamt hljómsveitinni Appolo, sem er reyndar alveg frábær grúppa. Þeir spiluðu Smoke on the water og We will rock you í þrumandi stuði, og var vel fagnað.
Þessi myndarlegi maður var að syngja á undan þeim, vonandi fyrirgefur hann mér, en ég man ekki hvað hann sagðist heita, en hann var að syngja lagið hans Sigga Björns Er það hafið eða fjöllinn.
Hér eru svo hin stórmyndarlegu Mugimama og Mugipapa. Þið ættuð að heyra hann taka Wonderful world. Hann hlýtur að hafa tekið það á hátíðinni, þvílíkur strigabassi sem kappinn er.
Hér stígur svo Lay Low á sviðið, þið verðið að afsaka hvað myndin er yfirlýst, en það var svo dökkt sviðið að hún sást ekki.
Hér eru svo Vagnsbræðurnir frá Bolungarvík, með þeim er frúin hans Hrólfs, þýsk og heitir Íris Kramer. Mikil blásarakona, var hér með námskeið um daginn og setti saman Bigband.
Sem sagt algjörlega frábært kvöld. Og smánasasjón af því hér.
Set hér inn tvær myndir frá Ísafirði, sem ég tók í morgun. Dýrðarveður hér í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.4.2007 | 18:16
Hvar eru mörkin ?
Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að spurningin sé tilkomin á grundvelli nýrra laga um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fjármálafyrirtæki þurfa núorðið að fá mun ýtarlegri upplýsingar um viðskiptavini sína en áður. Ef fyrirtækin
Ja hérna! Nú hljóta sjálfskipaðir siðapostular eins og svokallaður stjórnmálafræðingur Baldur Þórhallsson og fleiri, að láta til sín taka og æpa um rasima í stórnvöldum. Að þeir séu að mismuna fólki og slíkt. Ekki það ???? Eða eru það bara talsmenn Frjálslyndra sem ekki mega hafa áhyggjur af því að hingað geti borist ýmislegt óæskilegt ? Það er þá bara rasismi, þegar þeir sem þar eru tjá sig um slíkar áhyggjur. Er Geir ekki núna að fiska í "gruggugu vatni". Vekja ótta meðal útlendinga þannig séð.
Það má ekki vekja máls á mögulegum hættum í okkar samfélagi. En það má setja lög sem segja það sama. Það er ekki að fiska í gruggugu vatni. Og hvernig á að framfylgja þessum lögum um peningaþvætti og mögulega hryðjuverkaárás. Það má auðvitað ekki krefjast sakarvottorðs, það er rasismi, samkvæmt skilgreiningu spekinga um Frjálslynda flokkinn. Og það má ekki banna fólki að koma hingað heldur, það er líka rasismi, svo hvernig á að spyrna við þessum ósóma. Með því að kross-spyrja íslendinga hvort þeir séu hryðjuverkamenn, jamm það er best, þá er maður ekki að fiska í "gruggugu vatni" að mati Geirs allavega.
Nei það er best að láta bara hina um að spyrja spurninganna, á grundvelli laga um þau mál. Það hljómar betur. Jamm við erum góðu gæjarnir þ.e. a. segja þeir sem setja lögin. Hinir mega bara svara spurningum um allt milli himins og jarðar. Og svo hafa menn bara gaman af þessu, af því að hér er auðvitað ekki rasismi á ferð heldur atlaga að íslendingum sjálfum. Það er nefnilega ekki rasismi, eða fiskerí í gruggugu vatni. Menn hafa skotleyfi á þá. Því þá getur enginn vænt mann um að vera rasista....................................eða hvað ?
Ja hérna hér, spyr sú sem ekki veit.
![]() |
Ertu hryðjuverkamaður? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.4.2007 | 12:35
Svona á góðum nótum um Frjálslynda og innflytendur.
Svona lítur klausan út í málefnahandbók flokksins, blaðsíðu 34. Málefnahandbók flokksins er það plagg, sem liggur til grundvallar starfi flokksins. Það er samþykkt af fólki sem sótt hefur landafundi hans, og þetta plagg undirgangast allir þeir sem ganga í flokkinn.
Úr málefnahandbók bls. 34.
Innflytjendur og flóttafólk.Leggja þarf aukna áherslu á íslenskukunnáttu innflytjenda til að auðvelda þeim þátttöku í íslendsku þjóðfélagi. Tryggja ber að þessi hópur njóti félagslegs jafnréttis og geti tekið fullan þátt í samfélaginu, öllum til hagsbóta.
Íslenskt þjóðfélag mun í framtíðinni að hluta til verða myndað af hópum fólks sem á rætur að rekja til ólíkra menningarheima. Frjálslyndi flokkurinn telur að tilkoma fólks af erlendu bergi brotið leiði til víðsýni meðal þjóðarinnar og auki samkeppnishæfni hennar á alþjóðavettvangi.
Ísland á ekki að skorast undan ábyrgð í málefnum flóttafólks. Einnig ber íslendingum að taka þátt í mannúðar- og hjálparstarfi á erlendum vettvangi.
Hér er svo úr stjórnmálalyfirlýsingu Frjálslyndaflokksins. Samþykkt á Landsþingi 26.- 27. janúar 2007.
Fremst kemur þessi yfirlýsing;
- Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á stefnumörkun sína eins og hún hefur verið sett fram í málefnahandbók flokksins. Flokkurinn leggur auk þess áherslu á þessi atriði:
- Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á virðingu fyrir einstaklingum og nauðsyn fjölbreytts mannlífs.
- Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir samfélagi umburðarlyndis, réttlætis og jafnræðis þar sem þegnarnir eru virkir þátttakendur og bera ábyrgð á sjálfum sér og samfélaginu.
- Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir réttlátu samfélagi þar sem fólkið í landinu hefur fullan rétt á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar.
- Frjálslyndi flokkurinn ítrekar að kjarni stjórnmálastefnu flokksins og grundvöllur er að hver einstaklingur viðurkenni rétt annara til frjálsrar hugsunar, trúar, tjáningar og frelsis til að kjósa sér eigin lífsstíl.
- Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á hagsmuni fjölskyldunnar sem grunneiningar þjóðfélagsins.
1. mál í þessari samþykkt er Velferðarmál; Málefni aldraðar og öryrkja, heilbrigðismál og lífeyrisstjóðir.
2. mál þar eru Sjávarútvegsmál.
3.mál eru Samgöngumál.
4. eru málefni innflytjenda. Og sú samþykkt er svohljóðandi.
4. Málefni innflytenda.
Frjálslyndi flokkurinn metur mikils vinnuframlag erlends fólks við uppbyggingarstarf í íslensku samfélagi síðustu misserin.
Margt af þessu fólki mun dvelja hér langdvölum og ber samfélaginu skylda til að veita því stuðning og hjálp til að aðlagast íslensku samfélagi, m.a. með íslenskukennslu.
Frjálslyndi flokkurinn telur afar nauðsynlegt að stjórnvöld hafi fullt eftirlit með komu erlends verkafólks inn á vinnumarkaðinn og tryggi að réttur þess sé virtur og aðbúnaður mannsæmandi. Flokkurinn telur að fólk sem hingað kemur eigi að geta notað sína menntun og fagþekkingu á innlendum vinnumarkaði, enda sé fullgildum skýrteinum framvísað.
Frjálslyndi flokkurinn mun þó beita sér fyrir að undanþága sú, sem samið var um í EES-samningnum, varðandi innflutning verkafólks frá aðildarlöndum EES, verði nýtt og innflutningur takmarkaður, í samræmi við ákvörðun íslenskra stjórnvalda.
Yfirvöld verða á öllum tímum að hafa stjórn á því hverjir og hvað margir innflytjendur koma til landsins. Jafnframt ber öllum, sem sækja hér um dvalarleyfi, að skuldbinda sig til að hlíta íslenskum lögum og stjórnarská.
Frjálslyndi flokkurinn varaði á Alþingi við afleiðingum þess að nýta ekki undanþáguákvæði um frjálst streymi fólks frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins til landsins. Ríkisstjórnin neitaði að hlusta á þau varnarðarorð sem þingmenn Frjálslynda flokksins höfðu uppi, auk þess sem ríkisstjórnin vanrækti að marka stefnu í málefnum innflytjenda.
Ekkert gerðist í þessum málum fyrr en Frjálslyndi flokkurin hóf umræður um innflytjendamál sl. haust. Íslenskt þjóðfélag e rað breystast í fjölmenningarþjóðfélag og er afar mikilvægt að nýirborgarar aðlagist samfélaginu og kynnist menningu þjóðarinnar og tungu.
000
Nú langar mig til að vita hvar í þessu er einhver rasismi eða þjóðernishyggja. Fyrir mér er þarna ekkert annað en eðlilegar áhyggjur af velferð fólks og að fara að öllu með gát. Ef þetta er svokallaður rasismi, þá er ég rasisti. Því ég sé ekkert athugavert þarna. Enda stóð ég að þessari samþykkt, og ég held að það hafi ekki verið nein mótatkvæði.
Framansögð orð og samþykktir eru bindandi fyrir flokksforystuna þeir hafa samþykkt að vinna eftir þessum ályktunum, og þeir munu gera það. Enda er það skilningur þeirra allra að hér sé rétt farið að.
Það vantar mikið upp á að það ríki jafnræði við erlent fólk sem hingað kemur. Það er til dæmis ekki virt menntun fólks, það er svokölluð æðri menntun. Fyrir utan að eins og er er landið lokað fyrir fólki frá löndum utan EESsvæðissins. Það kom berlega fram í ræðu sem sjávarútgvegsráðherra flutti hér á ráðstefnu um innflytjendur. En þar sagði hann að með innfluttningi verkafólks frá Evrópu væri vinnumarkaðurinn fullmettaður, og þess vegna hefði fólki frá öðrum svæðum fækkað.
Þannig að það er mismunun í gangi. Hún er raunveruleg og algjör. Skrýtið að mega ekki ræða þessi mál og skoða hvort ekki megi standa betur að málum, og gæta meira jafnræðis meðal þeirra sem hingað vilja koma og setjast að, eða vinna.
Frjálslyndir hafa sýnt að þeir þora að opna þessi mál. Þeir hafa orðið fyrir miklu aðkasti og ljótum orðum, fyrir utan að snúið hefur verið með ósanngjörnum hætti út úr málfluttningi þeirra, og óprúttnir aðilar hafa beinlínis skrumskælt og logið til um það sem er verið að reyna að segja. Svo þá má spyrja, hverjir eru rasistarnir, og hverjir eiga í raun og vera öll þau ljótu nöfn sem okkur hafa verið gefinn undanfarið.
Ég ætla ekki að taka þau til mín. Ég ætla að hætta að taka þau nærri mér, því þau eru langt frá hinum raunverulega tilgangi og markmiði Frjálslynda flokksins.
Það mun koma í ljós. Og ég hugsa að ansi margir verði að skoða í eigin barm, og spyrja sig hvort ekki hafi verið of geyst farið og of ljót orð látinn falla. Og of litlar kröfur gerðar til þess að vita hið sanna í málinu. Sannleikurinn er alltaf sagna bestur þegar til lengdar lætur, hann hefur þá tilhneygingu að koma upp á yfirborðið fyrr en seinna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
5.4.2007 | 22:48
Páskar, Skíðavika og Aldrei fór ég suður.
Smá sýn á mig svona í ljósaskiptunum.
Þegar að ég horfi á,
húmið færast yfir.
Daginn lengir, dimman blá,
drauma nætur lifir.
Páskavikan Pálma á
prúðum degi byrjar.
Lúnum beinum leyfi þá,
að losa dagsins klyfjar.
Fríinu ég fagna sko!
Friður er í skrokki.
Aldrei fór ég suður svo,
eg sveiflast hér í rokki.
Eða þannig sko. hehehe.
Bloggar | Breytt 6.4.2007 kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
5.4.2007 | 18:44
Það er ekki allt sem sýnist.
Þessi saga er tekin út bændablaðinu fyrir nokkru síðan. Mér fannst hún svo frábær að ég geymdi hana og hér kemur hún. Og þetta er gott að hugleiða núna á þessum tímum.
Lífið er stutt, og vinirnir margir.
Dag nokkurn tók efnaður maður son sinn með sér í ferð út á land, í þeim tilgangi að sýna honum hvernig fátækt fólk býr.
Þeir dvöldu tvo daga og nætur á sveitabýli, sem myndi teljast fágæklegt.
Á leiðinni til baka spurði farðirinn son sinn hvernig honum hefði þótt ferðin. Hún var frábær pabbi,
Sástu hvernig fátækt fólk býr ? spurði faðirinn.
Ó já sagði sonurinn.
Jæja,segðu mér, hvað lærðir þú af ferðinni?Spurði faðirinn.
Sonurinn svarað; Ég sá að við eigum bara einn hund, en þau eiga fjóra. Við eigum sundlaug, sem nær útí miðjan garð, en þau eiga læk sem engan enda tekur.
Við erum með innflutt ljósker í garðinum, en þau hafa milljón stjörnur á næturnar. Veröndin okkar nær alveg að framgarðinum, en þau hafa allan sjóndeildarhringinn. Við eigum smá blett til að búa á en þau eiga akra sem ná eins langt og augað eygir. Við höfum þjónustufólk sem þjónar okkur, en þau þjóna öðrum. Við þurfum að kaupa okkur mat, en þau rækta sinn. Við erum með háa girðingu til að verja okkur, en þau eru umkringd vinum, sem verja þau.
Faðir drengsins var orðlaus. Þá bætti sonurinn við:
Takk pabbi fyrir að sýna mér hve fátæk viðerum.
Ég set þetta mynd inn aftur, það er eins og almættið vaki yfir Skutulsfirðinum sem hefur alið mig við brjóst sér og umvafið mig með sínum háu fjöllum og krafti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
5.4.2007 | 10:29
Það þarf að fara að gera eitthvað og hætta að tala bara um það.
Það er mikið rætt um þær árásir og afbrotahrinu sem hefur verið mikið um undanfarið. Þetta ástand kemur ekki á óvart. Hér á blogginu veltir Andrea fyrir sér afstöðu til kvenfíkla sem þvingaðar eru í vændi.
Ég hef marg oft rætt um þessi mál, og þessi staða kemur mér ekki á óvart. Ég þekki ágætlega til að vera móðir fíkils, og fyrrverandi tengdamóðir annars. Og er með barn þeirra á mínu framfæri. Ég tel mig hafa komið nokkuð nærri því að dýfa allavega einum putta ofan í það líf sem þetta fólk lifir.
Ég hef líka marg sagt að það eigi ekki að dæma fíkla í fangelsi. Hér á að koma á fót lokaðri meðferðarstofnun. Þar sem fólki er hjálpað aftur til mannheima.
Það þarf líka að hætta að eltast við fíklana á götunni og hirða af þeim nokkur grömm af þessu eða hinu, eða að ráðast inn og taka heimaræktun á hassplöntum. Þess í stað eiga yfirvöld að fara yfir stöðuna hjá sér, og skoða hvort þeir séu að ná einhverjum árangri.
Þeir eru nefnilega ekki að gera það, heldur eykst eymdin ef eitthvað er. Ég man að fyrir mörgum áratugum varaði tollvörður í Keflavík við því að þetta ástand myndi skapast. Ég sé að hann bloggar hér núna, svo það væri gaman að heyra hans frásögn af þessari sýn hans.
En hér þarf að gera stórátak í að, í fyrsta lagi einbeita sér að því að finna þá sem flytja efnin inn og fjármagna þau. Þ.e. hina ósnertanlegu. Síðan þarf að gera stórátak í að finna úrræði fyrir fólkið á götunni og þeim sem hafa ánetjast.
Ég vildi sjá hérna ráðstefnu um fíkla. Þar sem allir aðilar kæmu að, heilbrigðisráðuneyti og stofnanir, Félagsmálraráðuneyti og stofnanir, Dóms-og kirkjumálaráðuneyti,, með fangelsismálastofnun og lögreglu. Meðferðarstofnanir og fíklana sjálfa og aðstandendur. Þarna yrðu vandamálin skilgreynd og skoðuð frá öllum hliðum.
Það er dýrt að laga þetta ástand ef það er þá hægt, en að er miklu dýrara á allan hátt að gera ekki neitt og láta þetta bara danka. Úti í þjóðfélaginu er nánast hver einasta fjölskylda með sögu af einhverjum sem hefur átt bágt af þessum sökum. Og við getum einfaldlega ekki lokað augunum lengur fyrir vanda fólks sem getur ekki lengur stjórnað eigin gerðum. Og við verðum að hugsa til þess að meðan þetta ástand varir, þá verða innbrot og allskonar glæpir til að fjármagna neyslu, eða borga skuldir til þeirra sem standa ofar í goggunarröðinni. Það verða handrukkarar og morðingjar sem víla ekki fyrir sér að ógna og meiða fólk.
Hverjir ætli það séu sem bíða handan við hornið þegar maður losnar úr fangelsi eftir að hafa setið af sér fíkniefnadóma. Skuldugur upp fyrir haus og oft útskúfaður af heimili sínu, eða allavega ekki hægt að biðja um fyrirgreiðslu, ekki sækja um vinnu eða koma sér upp úr eymdinni ?
Það er vitað mál að fíklar sem eru langt komnir endast illa í vinnu, þeir hljóta því að þurfa að hafa ofan af fyrir sér á annan hátt, fá lán, eða fara að selja fyrir neyslunni. Fyrr eða síðar komast þeir í skuld við "vini" sína og þá hefst þrautargangan. Það þarf að greiða til baka. Hvernig ? með því að selja sig eða stela. Á þessum tímapunkti er sjálfsvirðingin enginn, og fíklinum finnst hann vera enskis virði.
Við þurfum að opna augun og fara að vinna einhvern veginn öðruvísi að þessum málun en hingað til. Það þarf til dæmis að hugsa um hvort leyfa eigi neyslu á efnum eins og hassi, og hvort ekki eigi að hafa aðstöðu á heilbrigðisstofnunum þar sem fíklar geta fengið efnin sín.
Eitthvað róttækt þarf að gera, og það þarf að þora að ræða þessi mál opinskátt. Ég veit ekki með aðra flokka, en ég hef rætt þessi mál innan Frálslynda flokksins, og þegar farið var að skoða málin, kom í ljós að þetta er bara meiriháttar erfiður málaflokkur. En við getum bara ekki látið reika á reiðanum lengur með þessi mál. Ef við viljum geta gengið óhult um götur, þurfum við að taka höndum saman um að laga ástandið. Ekki með því að refsa harðar eða útskúfa neðsta þrepinu, heldur að opna arminn og hjálpa þeim upp úr því helvíti sem þeir/þau eru í. Með aðgerðum sem duga. Í þrjúþúsund manna samfélagi er ansi hart að hafa gjörsamlega misst stjórnina á málum sem þessum. Fólki sem lendir í því að brotist er inn til þeirra er sagt að það sé ekkert hægt að gera. Það finnur enga hjálp frá lögreglu í mörgum tilvikum. Því ástandið er löngu vaxið upp fyrir haus á vörðum laganna.
Ég hef ekki tíma til að segja meira um þetta núna. En ég mun ræða þetta betur seinna. En oft er þörf en það er löngu komin tími á nauðsyn. Hér þarf 12 þúsund manna göngu niður Laugaveginn til að krefjast úrbóta fyrir unga fólkið okkar sem er fast í neti helvítis og allar fjölskyldurnar sem eru þar líka fastar, og öll þau ungmenni sem eiga eftir að festast þar. Getum við haft augun lokuð mikið lengur ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar