Ánægjulegt kvöld.

Átti frábært kvöld með vinum mínum.  Áhugaverðar umræður um málefni innflytjenda þar sem þau hafa hug á að flytja til Íslands, en þessi ágæta vinkona mín sem er virtur arkitekt í Þýskalandi fékk viðvörun frá þýskri konu hér, sem sagði henni að "diploma" svo sem eins og arkitekt fengist ekki viðurkennt hér á landi fyrir útlendinga. Það er nefnilega svo að útlendingar sem vilja koma hingað fá ekki viðurkennda menntun sína. Skrýtið, ég sem var farin að halda að það væru bara við í xF sem værum rasistar.

En ég ætla ekki að vera með kaldhæðni. Ég bauð vinum mínum upp á grafin lax í forrétt, svo var hangilæri með uppstúf grænum baunum og rauðkáli, sem var vel þegið, og ís í eftirrétt.

IMG_4079

Börnin nutu sín í heita pottinum, meðan við fullorðna fólkið brögðuðum á hangiketinu.

IMG_4075 Notaleg stund í pottinum.

Páskaunginn lét líka stóra rullu, þar sem Britt hin þýska er dýravinur hinn mesti.

IMG_4089 Þarna er mamma hennar og bróðir að hlú að páskaunganum sem er eins og vera ber lítill ungi.

IMG_4082 Smá skýjamynd á þessu yndislega degi.

Stubburinn er boðinn í heimsókn í endaðan júlí, og þau vilja svo taka hann með sér, þegar þau koma aftur í byrjun ágúst. Veit ekki hvort ég þori að senda hanna svona aleinan út.  En það er ef til vill hægt að kaupa gæslu fyrir svona stubb.  Hann hefur komið heim til þeirra og þekkir til, svoleiðis að það er í lagi. 


Fundur XF, gestir og barnabros.

Ég var að koma af frábærum fundi á Hótel Ísafirði. Opin fundur hjá Frálslynda flokknum.  Þar voru Kristinn H. Gunnarsson, Guðjón Arnar Kristjánsson og Guðmundur Hagalínsson framsögumenn.  milli 40 og 50 manns mættu á fundinn og var spurt um margt.  Þarna voru mest rædd sjávarútvegsmál, þar sem Guðjón útskýrði hvernig frjálslyndir ætla að snúa ofan af núverandi kerfi, án þess að kollsteypa hér öllu.  Kristinn talaði um innflytjendamálin á mjög skilmerkilegan hátt og hina ýmsu annmarka sem eru á þeim málum nú þegar hjá ríkisstjórninni.  Afskaplega fróðlegt erindi.  Og svo talaði Guðmundur um tryggingamál og aðbúnað öryrkja og aldraðra.  Hann hefur reynslu af því hvernig búið er að þessu fólki í dag, og það voru sláandi dæmi sem hann kom með.  Það var mikil stemning og góð stemning á fundinum.  Ég var óvænt beðin um að vera fundarstjóri, sem formaður kjördæmaráðs, og sagði auðvitað strax bara já.  Og held að ég hafi bara staðið mig nokkuð vel hehehe...

Veðrið hér er svolítið vill, rok en sól. 

Svo er ég að fara að undirbúa kvöldmat.  Ég er búin að bjóða þýskum vinum mínum í mat, ætla að gefa þeim hangiket og uppstúf með grænum baunum.  Þau elska lambakjöt, en ég er ekki viss um að þau hafi mikið fengið að smakka það reykt.  Við ætlum að eiga ánægjulega stund hér í kúlunni, og nú er heitt í garðskálanum, þar sem sólin hefur hitað hann upp og hægt er að loka vindinn úti.  Þess hefur þó ekki gerst þörf, og allt galopið út úr dyrum, því hér er hlýtt og notalegt þrátt fyrir vindinn.

Svo að lokum sonur minn og tendadóttir komu hér við í hádeginu með litlu Cesil mína, hún hefur stækkað heil ósköp og komin uppfyrir meðalþyngd barns sem fætt er á réttum tíma, en þessi elska kom auðvitað mánuði fyrir tímann.

IMG_4071 Svona fallegt bros fékk hún amma Heart


Leit að orðum. Til gamans.

Eg dundaði mér einhverntímann að gera svona vísur þar sem allar ljóðlínur vísa á sama orðið í mismunandi merkingu.Þetta er ef til vill alveg óhæft og ef til vill of erfitt, því mörg orðin eru ekki notuð lengur, eða gleymd.  Ég á nokkur fleiri erindi.  En það væri gaman ef einhver gæti fundi út hvað hér er átt við.  Ef menn hafa ekkert annað við tímann að gera þ.e.a.s. 

Víst er notað um vitlausan mann.

Með varpi segir sögu trega. 

Með snúningi ég sigur vann.

Svo má hlusta á notalega.

  

 

Aldinni á irpunafn.

Að vera á er mikils virði.

Er sem algjört fenjasafn.

Og afskaplega þung er byrði.

 0

Hérna hanga fiskar tveir.

Hákarls- líka beitu veiðin.

Þar í æðstu sælu komsat þeir.

Og þunn er matarsneiðin.

0.

Bæti hér við einni léttari.

0

Á því eflaust fórstu flatt.

Fá henni drukkið getur.

Flís úr timbri fínu datt.

Í ferð á sjó ei gengur betur.

 Einhver ?

IMG_4133


Vor í kúlunni og Brandur fær fisk.

Jamm nú eru Sakúrakirsuberin farin að blómstra og reyndar rósamandlan líka auk kamillufrúarinnar kirsuberin knúppa og perutréð er alsett knúppum líka.

 vor í kúlu Sakúrakirsuberin.

IMG_4049 Camilían mín skartar sínu fegursta núna.

IMG_4050 Ef vel er að gáð má sjá knúppana á perutrénu.

Svo var fiskur í soðið og Brandur er alveg vitlaus í ýsu. 

Brandur Nammi namm segir hann og teygir sig í fiskinn. 


Fyndni og öfugmæli.

Bloggað úr Blaðinu í dag.

 

Þrír menn sátu í saunaklefa.

Ég er algjörlega sniðgenginn í vinnunni, sagði miðaldra hvíti karlmaðurinn.  Ég er alltaf neðstur í röðinni, og um daginn var kona sem var nýbyrjuð að vinna í fyrirtækinu ráðin yfirmaður minn.

 

Já sagði íþróttahetjan.  Við erum að spá í að hætta að taka þátt í landsleikjum,  því alltaf ef kvennaliðið er að spila á sama tíma, þá er öll umfjöllunin um þær.  Við höfum svo sem verið að spá í að láta mynda okkur nakta til að ná athyglinni.

 

Ég verð nú að segja sagði biskupinn að ég er orðin viss um að kristinn trú er það hættulegasta sem komið getur fyrir í löndum Islam.

 

Ef einhverjum finnst þetta ekki vera öfugmæli þá heitir hann Snorri G. Bergsson. 


Fréttir af Ástu Lovísu.

Ég fór að tékka á Ástu Lovísu og hvar hún væri stödd í sínu ferli.  Það er sem betur fer góðar fréttir af henni samanber bloggið hennar.  Læt síðustu færslur hennar fylgja hér með.  Við skulum hugsa fallega til hennar.  Og annara sem eiga um sárt að binda.  Til dæmis aðstandendur sjómannsins sem drukknaði fyrir austan. Heart

http://www.123.is/crazyfroggy/

 

Info

Ég heyrði í doksanum mínum í dag. Hún er búin að vera að reyna á fullu að ná í doksann þarna úti og náði svo loks í ritarann hans.
Læknirinn úti ætlar að gefa sér einhverja daga til að fara betur yfir myndirnar mínar með fleiri krabbameinslæknum.
Vonandi þarf ég ekki að bíða neitt rosa lengi eftir því.
Ætla rétt að vona að hann fari ekki að hætta við heldur sé frekar að meta hvaða meðferð henti mér best.
Í dag hef ég verið frekar róleg yfir þessu öllu.... sem betur fer.
Ég fer í lyfjameðferð hér á landi á morgun eða hinn .. Betra að gera það fyrst ég er að bíða.

Í dag skellti ég mér í heilun og í nudd.. Ohhh það var ekkert smá næs. Þurfti svooooo á þessu að halda til að halda geðheilsunni.
Líkaminn minn er víst allur í vöðvabólgu og hnútum þannig að það bíður mín mikil vinna og píning ... Jamm það kostar víst það ef ég ætla að komast í betra lag .
Núna er ég frekar aum eftir átökin ... hehehe... og búin að ná mér í sæng og kodda og ætla að skríða upp í sófa.

Þannig að ég kasta kveðju á alla línuna.........

Kv Ásta Lovísa

  

Asta Lovisa

Góðar fréttir ... :)

Þá er doksinn þarna úti búinn að hafa samband. Ég fer annað hvort út á sunnudaginn næsta eða þar næsta. Það fer eftir því hvort öll pappírsvinnan náist fyrir sunnudag... Það þarf víst að fylla út af því ég er ekki frá USA.
Guuuð hvað mér er létt... Ég var farin að hafa áhyggjur af því að hann væri hættur við . Þannig að NY er það .

Þetta eru ekki einu góðu fréttirnar sem ég hef að færa. Ég bað læknirinn minn um að kíkja á myndirnar mínar sem að voru teknar á skírdag þegar ég veikstist síðast. Hún hafði ekki séð þær því hún var ekki læknirinn sem var á vaktinni á deildinni þegar ég kom. Ég einhvern veginn trúði ekki alveg þessari ótrúlegu stækkun á svona stuttum tíma og vildi fá að heyra það frá mínum lækni líka.
Hún kíkti á myndirnar mínar í dag... Hún staðfesti að það hefði verið stækkun til staðar á þessum stutta tíma en ekki svona svakaleg.
Úffff þessi dagur er bara búin að vera æðislegur og bara allt að gerast.
Loksins loksins loksins loksins fékk ég þannig dag . Ástan er ekkert smá glöð og ánægð í dag !!!

Hamingjuknús á línuna ........

Kv Ásta Lovísa


Vestfjarðarnornin óbeisluð.

 Hér kemur kynningin á keppendunum. Það er hægt að sjá allt hitt á obeislud.it.is

Keppnin um Óbeislaða fegurð

Óbeisluð fegurð

í félagsheimilinu Hnífsdal

miðvikudagskvöldið 18. apríl

(síðasta vetrardag)

Húsið opnar kl. 19:30

Kvöldverður, skemmtun, keppni og dansleikur

Miðaverð kr. 3.800

Miðapantanr í síma 847 3436 milli kl. 12 og 18

eða á untamed@untamedbeauty.org

Veislustjóri: Halldór Jónsson

Skemmtiatriði: Einleikur (Ársæll Níelsson)

Söngur, grín og gaman.

Opnað fyrir almennan dansleik kl. 24:00

Hljómsveit Guðmundar Hjaltasonar og nágranna.


Allur ágóði rennur til Sólstafa Vestfjarða

Keppendur kynntir í dag

Keppendur og aðstandendur Óbeislaðrar Fegurðar hittust í Öldunni í gær.  Þar ríkti óbeisluð gleði og  keppendur voru spurðir um sín áhugamál og drauma auk þess sem Ágúst Atlason smellti af þeim nokkrum myndum.  Í dag munum við setja inn myndir og upplýsingar um hvern og einn keppanda á síðuna.  Fylgist með  því sjón er sögu ríkari.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil er lýðveldibarn. Hún býr í kúlu á Ísafirði og ber stolt titilinn Vestfjarðarnornin. Ásthildi dreymir um að vinna með börnum en hún rekur ásamt fjölskyldu sinni garðyrkjustöðina Ásel á Ísafirði og var um árabil garðyrkjusjtjóri bæjarins. Eigum við grænu svæðin henni að þakka.
Nú er bara að grafa upp góða skapið og halda ótrauð áfram út í ævintýrið. 

Frjálslyndir og umræðan um innflytjendamál.

Mig langar að koma hér með nokkra pistla og blogg sem ég hef séð hér á þessum stað, og finnst alveg frábært að lesa. 

Aldrei er góð vísa of oft kveðin.

Fyrst er hér góð grein Kristins H. Gunnarsonar.

 

 

Kristinn H. Gunnarsson skrifar:

Kristinn H. Gunnarsson

Það var staðfest í fréttum RÚV í liðinni viku að útlendingum er mismunað í launum.

Það kom fram hjá formanni Samiðnar Finnbirni Hermannssyni. Þeim eru greidd lágmarkslaun en Íslendingar fá hærri laun.

Finnbjörn telur að ekki séu komin fram merki þess að laun Íslendinganna séu tekin að lækka en greinilega er útlendingunum mismunað og á þeim brotið með því að Íslenskir atvinnurekendur greiði þeim lægri laun.

Það var staðfest í fréttum RÚV í liðinni viku að útlendingum er mismunað í launum. Það kom fram hjá formanni Samiðnar Finnbirni Hermannssyni. Þeim eru greidd lágmarkslaun en Íslendingar fá hærri laun. Finnbjörn telur að ekki séu komin fram merki þess að laun Íslendinganna séu tekin að lækka en greinilega er útlendingunum mismunað og á þeim brotið með því að Íslenskir atvinnurekendur greiði þeim lægri laun.

Svipaðar upplýsingar höfðu áður komið fram í skýrslu Þóru Helgadóttur, starfsmanni Kaupþings, frá janúar 2007. Þar kemur fram að vísbendingar megi greina í þá veru að erlent vinnuafl sé að þiggja lægri laun en innlent líkt og gerst hefur í Bretlandi og Svíþjóð. Vísar hún til launaþróunar í byggingariðnaði og mannvrikjagerð skv. upplýsingum frá Hagstofu Íslands, en einmitt í þeim greinum er mest erlent vinnuafl.

Nýlega voru fréttir frá Bretlandi um áhyggjur ráðamanna þar af launaþróun láglaunafólks í kjölfar opnunar Bresks vinnumarkaðar fyrir nýju löndunum 10 í Evrópusambandinu. Ný gögn benda til þess að lágu launin fari lækkandi í kjölfar mikils innflutnings á vinnuafli frá þessum löndum og að atvinnuleysi fari vaxandi meðal ófaglærðra.

Bretar opnuðu sinn vinnumarkað tveimur árum fyrr en Íslendingar, svo það er fróðlegt að fylgjast með þróuninni þar. En það verður að hafa í huga að fjöldinn sem hingað hefur komið á síðustu tveimur árum er margfalt meiri en í Bretlandi svo það má búast við að svipaðar afleiðingar komi fram fyrr og verði meiri en gerist þar.

Opnun vinnumarkaðarins fyrir launafólki frá löndunum í Austur Evrópu ekki vandalaust verk hvorki hér á landi né annars staðar þar sem lífskjör eru miklu betri en í nýju aðildarlöndunum. Þegar ákveðið var að nýta ekki heimildir EES samningsins um frestun á frjálsri för launamanna frá nýju ríkjunum voru margir aðilar sem vöruðu við því. Það var ekki af því að viðkomandi væru rasistar eða þaðan af verri heldur af því að áhrifin geta verið að ýmsu leyti slæm bæði fyrir Íslendinga og erlenda launafólkið.

ASÍ benti t.d. á að ótti væri við að verkafólk frá nýju ríkjunum væri tilbúið að sætta sig við lakari kjör en hér gilda . Lagði sambandið til að málinu yrði frestað í 3 ár. Verkalýðsfélag Húsavíkur benti á að offjölgun verkafólks frá láglaunasvæðum myndi valda tekju- og lífskjaraskerðingu fyrir íslenskt launafólk og að réttindi erlenda fólksins yrðu ekki tryggð. Svipaðar áherslur komu fram hjá Verkalýðsfélagi Akraness.

Afl, starfsgreinafélag Austurlands, sem hefur ef til vill mesta reynslu af þessari stöðu vegna framkvæmdanna við Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði, sendi alþingismönnum ályktun þegar breytingin var til meðferðar á Alþingi í apríl 2006, og upplýsti að trúnaðarráð félagsins teldi þegar hafna þróun í þá átt að íslensku starfsfólki sé sagt upp störfum og erlent launafólk á lægri launum ráðið í staðinn. Lítur trúnaðarráðið svo á að í óheftum innflutningi felist bein aðför að kjörum íslensks launafólks sem muni auk þess grafa undan grundvallaratriðum velferðarkerfisins.

Forystumenn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa ákveðið að leggjast algerlega gegn allri viðleitni Frjálslynda flokksins til þess að verja hagsmuni verkafólks og iðnaðarmanna með því að hafa stjórn á þeim fjölda erlendra launamanna sem geta á hverjum tíma komið til landsins og keppt við innlenda vinnuaflið um vinnuna eða gripið til annarra ráð sem verja kaup og kjör launafólks. Þeir eru sammála fulltrúum stjórnarflokkanna og atvinnurekenda og meta aðra hagsmuni meira.

Það eru mörg dæmi um að útlendingar ráða sig til vinnu fyrir lægri laun en Íslendingar sætta sig við. Þau eru til úr sjávarútveginum, byggingariðnaði og ýmsum iðngreinum. Þessi staða mun auðvitað hafa áhrif á laun Íslendinganna til lækkunar líka þegar fram líða stundir. Það er athyglisverð staðreynd að á síðustu árum hafa meðallaun á Vestfjörðum hríðfallið í hlutfalli af launum á höfuðborgarsvæðinu. Þau voru um 90% árið 1998 en voru komin niður í 80% sex árum seinna. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan launin á Vestfjörðum voru þau hæstu á landinu. Það er líka staðreynd að hlutfall erlends vinnuafls hefur óvíða verið hærra en einmitt á Vestfjörðum á þessum árum.

Nú er Seðlabankinn að spá því að atvinnuleysi geti orðið allt að 5% eftir tvö ár og um 6000 störf tapast. Halda menn að þá sé hægt að senda útlendingana úr landi eins og hverja aðra vöru sem ekki er þörf fyrir lengur? Auðvitað ekki, þeir hafa fullan rétt til þess að vera hér áfram og hafa margir hverjir sest hér að og munu leita sér að starfi og áfram vera tilbúnir að þiggja lágmarkslaunin.

Ég hef eingöngu fjallað um launaþáttinn í þessum pistli en það eru fleiri sjónarhorn sem þurfa athugunar við svo sem þróun til stéttaskiptingar milli Íslendinga og útlendinga eftir launum og störfum, búsetuþróun eftir þjóðerni og árekstrar milli menningarhópa, ekki síður milli erlendra hópa en milli íslendinga og útlendinga, en það er efni í annan pistil. En öllum á að vera ljóst að opinn vinnumarkaður fyrir alla er ekki einboðið mál og algerlega ástæðulaust að úthrópa þá sem vilja verja hagsmuni almenns launafólks.

Þeir sem hæst hrópa nú vilja kannski ekki að almenningur átti sig á því hvaða hagsmuni þeir hafa í fyrirrúmi og grípa þess vegna til stóryrðanna. Hver veit?

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður.

 

Skynsamur maður Kristinn H.

 

Lotta

Svo er hér blogg frá bloggvini mínum Einari Ber. alias Iceman.

þri. 10.4.2007

Stefna VG í innflytjendamálum

er hér að neðan tekið af síðu Sóleyjar Tómasdóttur

  • Lýðræði og mannréttindi - þar sem lagt er upp úr að opna samfélagið og aðlaga svo innflytjendur geti verið virkir þátttakendur á eigin forsendum.
  • Velferðar og heilbrigðismál - þar sem gert er ráð fyrir að allir sem hingað koma geti nýtt sér grunnþjónustu samfélagsins.
  • Atvinnumál - þar sem mikilvægustu aðgerðirnar eru að tryggja atvinnufrelsi einstaklinga, koma í veg fyrir mismunun og gæta þess að upplýsingar um réttindi og skyldur komist til skila.
  • Menntun innflytjenda - þar sem lagt er upp úr að innflytjendur fái menntun sína metna að verðleikum og að þeir hafi sama aðgang að LÍN og aðrir íbúar landsins.
  • Skólamál - þar sem fjallað er um fjölmenningarfræðslu, móðurmálskennslu og íslensku sem annað móðurmál, sem og stuðning við fjölskyldur innflytjenda og samskipti við þær.
  • Íslenskukennsla er svo lokakaflinn, en þar er gert ráð fyrir kennslu á kostnað samfélagsins fyrir innflytjendur.
  • Að neðan getur að líta þann hluta stjórmálayfirlýsingar FF sem snýr að innflytjendum, og var samþykkt á landsfundinum í Janúar.

    -----------------------------------------------------------------------

    4. Málefni innflytjenda:

    Frjálslyndi flokkurinn metur mikils vinnuframlag erlends fólks við uppbyggingarstarf í íslensku samfélagi síðustu misserin.

    Margt af þessu fólki mun dvelja hér langdvölum og ber
    samfélaginu skylda til að veita því stuðning og hjálp til aðlagast íslensku samfélagi, m.a. með íslenskukennslu.

    Frjálslyndi flokkurinn telur afar nauðsynlegt að stjórnvöld hafi fullt eftirlit með komu erlends verkafólks inn á vinnumarkaðinn og tryggi að réttur þess sé virtur og aðbúnaður mannsæmandi. Flokkurinn telur að fólk sem hingað kemur eigi að geta notað sína menntun og fagþekkingu á innlendum vinnumarkaði, enda sé fullgildum skírteinum framvísað.

    Frjálslyndi flokkurinn mun þó beita sér fyrir að undanþága sú, sem samið var um í EES-samningnum, varðandi innflutning verkafólks frá aðildarlöndum EES, verði nýtt og innflutningur takmarkaður, í samræmi við ákvörðun íslenskra stjórnvalda.

    Yfirvöld verða á öllum tímum að hafa stjórn á því hverjir og hvað margir innflytjendur koma til landsins. Jafnframt ber öllum, sem sækja hér um dvalarleyfi, að skuldbinda sig til að hlíta íslenskum lögum og stjórnarskrá.

    Frjálslyndi flokkurinn varaði á Alþingi við afleiðingum þess að nýta ekki undanþáguákvæði um frjálst streymi fólks frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins til landsins. Ríkisstjórnin neitaði að hlusta á þau varnaðarorð sem þingmenn Frjálslynda flokksins höfðu uppi, auk þess sem ríkisstjórnin vanrækti að marka stefnu í málefnum innflytjenda.

    Ekkert gerðist í þessum málum fyrr en Frjálslyndi flokkurinn hóf umræður um innflytjendamál sl. haust.

    Íslenskt þjóðfélag er að breytast í fjölmenningarþjóðfélag og er afar mikilvægt að nýir borgarar aðlagist samfélaginu og kynnist menningu þjóðarinnar og tungu.

    -----------------------------------------------

    Geta fleiri en ég séð margt sameiginlegt með stefnu þessara tveggja flokka í innflytjendamálum....? Einhver?

     post-4633-1133282497

    Málið er að það hefur gætt töluverðs tvískinnungs í málfluttningi annara stjórnmálaflokka.  Núna á að ræða þetta en bara ekki eins og Frjálslyndi flokkurinn gerir. Þ.e. það á að nota önnur orð.  Þó meiningin sé sú sama.

    Ég held að nú vilji allir Lilju kveðið hafa, en það er erfitt eftir allar upphrópanirnar.  Og nóta bene í skoðanakönnun sem ég sá einhversstaðar þá vildu yfir 60 % landsmanna ræða innflytjendamálin.

    Þá þarf að upphugsa hvernig eigi að koma að umræðunni án þess að taka undir málstað Frjálslyndra sem þeir eru búnir að úthrópa sem rasista. Þetta er að verða aumkvunarvert.  Meira að segja nýbúarnir brosa að þessu upphlaupi.  Og það eru margir þeirrra í kring um mig.

    Þetta er einmitt flokkurinn sem ég var að ræða við þig um, sagði einn við annan, og benti á barmmerkið mitt "THis is the partý I was talking about, pleas give me your brouch". Það var greinilegt að þeir höfðu verið að grínast með þessa umræðu, og sú úttekt var ekki Frjáslyndum í óhag.

    MerkiF

    Ég var að spá í hvort þetta uphlaup væri næsta mál við klámumræðuna. Og hvernig hún endaði. Allavega er þessi umræða að snúast í höndum andstæðinga okkar. Og fólk að átta sig á því að hér er þarft mál á ferðinni og full þörf á.  Henni er ekki beint gegn þeim sem hér eru, og heldur ekki gegn þeim sem hingað koma.  Einungis viðvaranir um hvað getur gerst ef menn fara ekki með gát. Auðvitað hafa sumir farið fram úr sjálfum sér í þessum umræðum sem öðrum. það gerist alltaf, en það er kjánaskapur að dæma allann hópinn út frá einstaka mönnum.

    Clipart.


Óbeisluð fegurð á Ísafirði.

Fundurinn gekk rosalega vel.  Þetta verður mjög skemmtilegt, enda er markmiðið að láta sér líða vel og taka þátt.  Hér eru 16 keppendur og svipað margir karlar og konur, þar af tveir af erlendu bergi brotnir.  Annar frá Ástralíu hinn frá Jamaika.  Ég var með XF barnmerkið á brjóstinu, og tilkynnti þeim að ég væri rasisti.  Þeir skelli hlóu og Annar þeirra heimtaði að fá merkið til að ganga með það í barmimun.

 IMG_4040 Flottir ekki satt ? það er erfitt að keppa við svona flotta stráka.  En það munu birtast myndir af keppendum á heimasíðu obeislud.it.is 

Meira um þetta síðar.

IMG_4040a Smile


Skýjamyndir og óbeisluð fegurð.

Svona leit himin út í morgun. 

IMG_4024

IMG_4026

IMG_4027

Nú fer að líða að fegurðarsamkeppninni.  Ég er að fara á fund í kvöld og hitta hina keppendurna. Það vera að koma að þessu.  Maður fer að fá í magann bráðum...........................  Nei annars þetta er bara til gamans.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2007
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2023478

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband