9.4.2013 | 11:47
Ég hef sjaldan fyllst jafn miklum viðbjóði...
Og þegar ég hlustaði á verjendur í Al Tani málinu. Mærðarlega lýstu þeir yfir að að það væri réttlætiskennd þeirra sem réði því að þeir vildu draga sig út úr málinu.
Mín hugsun og mér sýnist margra annara var frekar sú að þeir sæju fram á tap í málinu og vilja ekki fá blett á sinn tandurhreina karrier. Það er alveg skiljanlegt, bara að segja það hreint út.
En það er mín skoðun að það sé ekkert hjarta í slíkum mönnum, þar er lítill gullkálfur og kringum hann dansa, græðgi, hroki og eigingirni.
Þó tók steininn úr þegar annar þessara ágætu lögmanna fór að bera saman þetta mál og Guðmundar og Geirfinnsmálið.
Og nú ætla ég að biðja þessa heiðursmenn að íhuga vandlega og spyrja sjálfa sig:
Var þessum útrásarvíkingum haldið í einangrun fleiri mánuði í fangaklefum?
Voru þeir píndir til sagna og játninga með pyndingum sem eru sambærilegar við hið illræmda Guandanamó fangelsinu á Kúpu?
Var þeim ef til vill nauðgað af rannsóknarlögreglu og fangaverði?
Svarið er NEI.
Málið er það ágætu lögspekingar að fólkið sem í þessu máli er að krefjast refsinga er fólkið í landinu sem er búið að missa vinnuna sína, húsin sín og aðrar eignir, jafnvel ættinga til útlanda eða jafnvel sem hafa svift sig lífi vegna einmitt framgöngu þessara manna og fleiri slíkra.
Það er því algjörlega ósambærilegt þessi tvö mál og eins ólík að ætt og uppruna og hægt er.
Ég vil ekki segja skammist þið ykkar, það er of gott ég vil segja SVEI ykkur!
Réttlætisrútan á ferð um landið, með sanngirni, réttlæti, lýðræði og siðferði að leiðarljósi.
![]() |
Al Thani-málið í óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
8.4.2013 | 12:42
Grein eftir okkur Döddu fyrir Dögun.
Þessi grein birtist í Feyki.
Byggð og atvinna um landið allt
Dögun stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði bjóða fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningum í vor. Aðaláhersla okkar er á lýðræðisleg vinnubrögð og fyrir komandi kosningar setjum við þrjú mál á oddinn: Afnám verðtryggingar, nýja stjórnarskrá og uppstokkun á stjórn fiskveiða. Einnig viljum við lögfesta lágmarks framfærsluviðmið, afnema verðtryggingu og almenna leiðréttingu húsnæðislána.
Dögun hefur mótað sér Íslandsbyggðarstefnu þar sem áhersla er lögð á að á Íslandi búi þjóð sem um ókomin ár verður samábyrg gagnvart umhverfi á landi, í lofti og legi með áherslu á jöfn tækifæri og lífsgæði allra.
Í stefnunni er lögð áhersla á að landið haldist í blómlegri byggð og spornað verði við þeirri þróun að fólk og fyrirtæki safnist á eitt horn landsins. Þessari þróun hefur fylgt aukin miðstýring frá höfuðborgarsvæðinu sem við viljum sporna við.
Hugmyndafræði um sjálfbærni byggir m.a. á því að fólk lifi af landinu sem næst sér en ekki sé verið að flytja matvörur og annan varning fram og til baka með meðfylgjandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Með fullvinnslu afurða þar sem þær verða til og auknu frelsi til að nýtingu afurða heima á bæjum er hægt að skapa atvinnu út um sveitir. Þessi þróun er þegar farin af stað en það þarf að styðja við hana til að slík starfsemi nái fótfestu.
Við í Dögun viljum skapa aukna möguleika á heimaslátrun, vinnslu og sölu á afurðum beint frá býli. Einnig viljum við vinna gegn þeirri þróun að afurðastöðvum sé lokað víða um landið. Sláturhúsum og mjólkurbúum fækkar enn, t.d. var mjólkurbúinu á Ísafirði lokað fyrir tveimur árum til að keyra alla mjólk suður á bóginn. Á stórum svæðum á landsbyggðinni eru engin sláturhús og varla er það í samræmi við hugmyndir um velferð dýra að flytja sláturdýr mörg hundruð kílómetra um slæma vegi, og oft yfir sauðfjárveikivarnargirðingar.
Við hvetjum kjósendur til að skoða stefnumál okkar á heimasíðunni XT.is fyrir komandi kosningar en Dögun hefur mótað stefnu í öllum helstu málaflokkum.
Guðrún Dadda Ásmundardóttir, 1. sæti Dögunar í Norðvesturkjördæmi
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4. sæti Dögunar í Norðvesturkjördæmi
Eigið góðan dag elskurnar, og spáið í hvað það þýðir að leggja áherslu á landsbyggiðna i heild sinni. Ætli það skili sér ekki margfalt til baka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.4.2013 | 17:02
Á páskum er alltaf fjör á Ísafirði.
Ég ætlaði aðeins að ræða um páskana. Hér var margt um manninn. Það var sannarlega gleðilegt að fá Bjössa og Marijönu í heimsókn með drengina Arnar Milos og Davíð Elías, sannkallaðir gullmolar báðir tveir. Rosemary vinkona mín dvaldi hér líka. Hún var að selja fallega muni frá Kenýa, þar sem þau hjónin eru að byggja skóla, búin að opna leikskóla og stefna bæði að framhaldsskóla og heilbrigðismiðstöð. Þau uxu bæði upp í örbyrgð í Nairobi og þekkja vel til vandans sem þar er verið að glíma við. Þau þekkja líka vel til erfiðleika fólks til að komast hingað og fá dvalarleyfi. Svo sannarlega er það að auðga mannlífi hér að fá svona yndislegt fólk til okkar, við verðum bara ríkari af mannkostum.
Fyrrverandi tengdadóttir mín kom líka í heimsókn með nýja kærastan, það vill svo einkennilega til að hann er fæddur nákvæmlega sama dag og Júlli minn. Skemmtileg tilviljun.
Vinkona mín sem ég kynntist núna í baráttunni í Dögun, sem leiðir listann hér fyrir vestan Guðrún Dadda kom hér við og ég bauð henni og fjölskyldunni í mat. Svo það má segja að kúlan hafi iðað af lífi yfir páskana, enda eru við staðsett rétt hjá Aldrei fór ég suður, það er bara svona fimm mínútna gangur þangað.
Bjössi með Davíð Elías.
Rosemary á góðri stund.
Smá grín í gangi hjá fjölskyldunni
Það var oft þröngt setinn bekkurinn í eldhúsinu og margt spjallað.
Skemmtileg mynd, Arnar er alveg þrælklár á allt sem hann tekur sér fyrir hendur, og fljótur að finna út úr erfiðustu leikjum, hinn lætur sér nægja að horfa á Latabæ.
Sigga mín og Alli að hlýja sér frá Aldrei fór ég suður tónleikunum.
Stelpurnar voru duglegar í eldhúsinu.
Svona eins og gengur og strákarnir spjölluðu um heima og geyma hehehe..
Prinsessan hennar Döddu, svo flott.
Sigurjón og vinur hans, þeim líkar vel við hvorn annan.
Stelpurnar mínar í eldhúsinu, önnur frá Kenýa og hin frá Serbíu/Króatíu, svo frábærar báðar tvær.
Maturinn smakkaðist vel, það komu fleiri en við var búist svo það var bara útbúin súpa í snatri, ekkert mál. Það er bara svo gaman að fá fólkið manns í heimsókn.
Já hvað er skemmtilegra en að hafa gott fólk í kring um sig. Vini og vandamenn?
Hér sjáum við Rosemary og fallegu munina sem hún er að selja til að safna fyrir skólum í Kenýja.
Það er svo margt fallegt þarna, hér eru skrín úr sápusteini, algjörlega tilvaldar fermingargjafir fyrir stúlkur sem skartgripaskrín.
FLottar skálar ýmist úr steini eða timbri með þessum fallega máluðu listaverkum í, allt unnið af ekkjum í Kenýja sem eru að njóta góðs af starfssemi Pauls og Rosemary.
En Dadda blessunin og hennar fjölskylda var hér um páskana til að hitta fólk og við höfðum svo súpufund í Edinborg, hittumst og ræddum málin hér er hann Arngrímur, einn af víkingunum sem hefur unnið við Ósvör og er glæsilegur með sitt skegg.
Rútan var með í för, og elsku karlinn hann Friggi Jóh, sem ekur rútunni hvert á land sem er.
En svo var kominn tími til að bjóða minni góðu El Salvador fjölskyldu í mat. Það var á laugardaginn.
Þau vaxa svo fljótt þessar elskur, litlu börnin eiga stutt í að verða táningar.
Bjössi er fyrrverandi tengdasonur Pablo og Ísobel, og sá vinskapur helst þrátt fyrir að það samband sé búið. Þetta er bara yndislegt fólk og hefur auðgað íslenskan veruleika.
Alejandra og Úlfur næstum systkini.
Fallega Isabel Díaz.
Og Ísaac Logi svo flott.
Rosemary og Marijana að skipuleggja flutning á söluvörum Rosemary, þær náðu vel saman.
Já ég er rík að eiga allt þetta yndislega fólk að, svona fyrir utan nærfjölskylduna systur mínar og bræður. Það er ríkidómur sem aldrei verður frá mannin tekinn, auður sem ryð og mölur fá ekki grandað.
Afgarnir mínu flottu og elskulegu.
Og veðrið er áfram yndislegt.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.4.2013 | 15:51
Nýju framboðin.
Ég hef svona verið að velta fyrir mér nýju framboðunum. Það er ástæða fyrir því að svo mörg framboð líta dagsins ljós. Helsta ástæðan er sú að fólki er algjörlega ofboðið skrípaleikurinn á Alþingi undanfarin ár, svik við kjósendur og vantraust á því fólki sem valist hefur þangað inn, þá ber að geta að þar er um að ræða slímsetustjórnmálamenn sem eru orðnir rótgrónir við stólana og búnir að sitja í áratugi, og eru fljótir að "siða" sitt fólk til að fara eftir þeim leiðtogum sem "ráða" ferðinni. Þetta má lesa út úr orðum Lilju Mósesdóttur og fleiri sem ekki hafa viljað sætta sig við svoleiðis stjórnmál.
Einhvernveginn hafa alþingismenn, þeir sem hafa reynsluna fjarlægst fólki í landinu. Það er ef til vill vegna þess að fólk talar ekki við þá eins og því býr í brjósti, heldur smjaðrar endalaust fyrir þingmanninum sínum. Það kann ekki góðri lukkur að stýra.
Það má líka sjá þessa agnúa á ummælum Árna Johnsen um sitt fólk í suðurkjördæmi;
Bjuggu til tilboðspakka, eins konar snyrtivörur, og falbuðu sig hvert með öðru, ekki á eigin verðleikum, heldur bögglauppboði og hrossakaupum með miklum skyndiáróðri og þúsundum hringinga í stuttri lotu, Facebook og fleiri meðulum og móðursýki og ætlunarverkið tókst. Það var sem sagt ákveðið í þröngan hóp klíku í Reykjanesbæ hverjir ættu að verða þingmenn Suðurkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það var skelfilegt að vakna upp við brotnar leikreglur, falsið og svikin" eru svona stjórnmál sem við viljum?
Nei ég held ekki.
Það er einmitt þess vegna sem svo mörg ný framboð eru komin fram. Vegna þess einfaldlega að fólki er farið að ofbjóða athafnir þeirra sem sitja á alþingi og mest þeir sem setið hafa lengi og eru orðnir fastir í klíkuskapnum og hagsmunapotinu, og ekki síst eru fljótir að kenna nýgræðingunum í flokkunum hvernig á að akta.
Öll þessi nýju framboð hafa einlægan vilja til að breyta þessu, það sést á málefnum þeirra. Það sem er ágreiningur um er hvernig þau hyggjast ná fram sínum málum.
Ég vona að ég hafi ekki gleymt neinum framboðum en hér er listinn.
http://www.bjortframtid.is/aherslur/
http://www.piratar.is/stefnan-i-stuttu-mali/
http://regnboginn.is/stefnuyfirlysing-regnbogans/
http://www.althydufylkingin.blogspot.com/p/drog-stefnuskra-alyufylkingarinnar.html
Hér vantar að vísu flokk heimilanna. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/04/01/atta_samtok_standa_ad_flokki_heimilanna/
Ég er með svona smáhugleiðinar um þessi nýju framboð. Ég er alls ekki hlutlaust, það þarf að koma fram, þar sem ég hef ákveðið að vinna með Dögun og er í fjórða sæti í Norð Vesturkjördæmi svo það þarf að taka tillit til þess við þessa færslu.
Björt Framtíð;
Mér virðist þetta framboð vera nánast eins og Samfylkingin í skoðun. Enda sagði Jóhanna Sigurðar í Kryddsíldinni að það stæði ekki hnífurinn á milli áherslna Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar.
Þetta er nokkuð ljóst miðað við hvernig þau hafa staðið með ríkisstjórninni undanfarið til dæmis með stjórnarskrármálið. Eftir að hafa lesið málefnasamning þeirra og hlustað á spurningar og svör Heiðu í Dv, sýnist mér að það sé þarna allt frekar opið og ekki tekið á neinu, það á að skoða allt og öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Ég sé ekki hvernig það á að ganga upp eins og málin snúa í dag. En hugmyndin er falleg.
Pítatar:
Þessi flokkur skorar hæst af eins og er í nýju framboðunum, það er sjálfgefið vegna þess að þau höfða fyrst og fremst til ungs fólks.
Einhvernveginn er það svo að fyrir mér þá virðist það vera þannig að Birgitta er drifkraftur framboðsins, þó það ætti að drepa mig gæti ég ekki nefnt neinn annan úr þessu ágæta framboði. En Birgitta er líka alveg frábær manneskja og ég held að ræðan hennar á þingi nú fyrir hlé hafi höfðað til margra, hún var einlæg og klökknaði yfir stjórnarskrármálinu. Það kom við marga að hlusta á hana eftir allt yfirborðið sem menn höfðu þurft að hlusta á í þeim viðræðum. Þau eiga sennilega eftir að klífa yfir 5% múrinn og það er bara ágætt.
Lýðræðisvaktinn:
Fólk þar innanborðs var lengi með Dögun að því að vinna að framboðsmálum. En svo skildi í sundur, málið að hluta til var það að vaktar menn vildu leggja meira upp úr fólki í framboði en málefnum, það sést vel á þeirra framboðslistum, þar sem er margt frammáfólk í þjóðfélaginu í dag. Það er svo sem allt í lagi, hver fugl verður að syngja eins og honum líður best með. Var samt að hlusta á Þórhildi Þorleifs í viðtalið á Ruv, og sá að þar vantaði dálítið upp á að hún væri innvíkluð í málefnin, hana rak í vöðurnar og var ekki alveg með á nótunum, en þar sem hún er frábær leikari og fjölmiðlakona bjargaði hún sér vel, en einlægninni var ekki fyrir að fara.
Regnboginn er líka nýtilkominn. Það er vegna þess að fólki er löngu búið að ofbjóða svik VG við stefnu þess framboðs. Langlundargeð þeirra hefur verið ótrúlegt. Þau hefðu sennilega átt að kljúfa sig frá miklu fyrr. þarna er frábært fólk og heiðarlegt. En stundum er fólk og seint þreytt til vandræða. Viljinn er þarna til staðar til að taka til hendinni og leiðrétta málin. Þarna er flokkur sem er algjörlega á móti ESB inngöngu. Og vill vinna að því að auðga landbúnað og það sem við höfum hér innanlands, það skiptir máli.
Alþýðufylkingin:
Það sama má segja um þau, ofboðið af svikum VG. Búin að missa alla von um að VG leiðrétti kúrsinn, þau hefðu eiginlega átt að átta sig fyrir löngu. Spurning hvort þau ná eyrum almennings, þau róa á svipuð mið og Regboginn, svo það er spurning hvor þessara framboða nær eyrum vinstri manna.
Hægri grænir er líka þjóðfélagslega þenkjandi flokkur, þeir eru að mínu mati dálítið róttækir. Auk þess sem formaðurinn þeirra hefur svona ýmislegt í pokahorninu sem ekki þolir alveg dagsins ljós. Reyndar hefur komið í ljós að formaðurinn er ekki gjaldgengur í framboð, þar sem hann er ekki með íslenskt ríkisfang eða hvað það nú heitir. Sárt fyrir hann að svona er komið. Hann finnur örugglega einhvern góðan mann til að setja í sín spor. Málið er reyndar að svona eftir að hafa fylgst með honum gegnum tíðina, þá hefur hann svona frekar mikla þörf fyrir að vera í forsvari. En það eru svo sannarlega fleiri.
Þeir gætu átt sjens að komas inn með mann, vegna ábyrgrar afstöðu gegn ESB.
Flokkur heimilanna reis upp með látum af prestinum Halldóri Gunnarssyni, hann hefði sennilega átt möguleika ef hann hefði verið áfram í forsvari, en ég er ansi hrædd um að það hafi klúðrast með yfirtöku Útvarps Sögu á flokknum. Ekki af því að ég hafi neitt á móti þeim stjórnendum stöðvarinnar, heldur verður staðan túlkuð þannig að það verður erfitt að komast upp úr þeirri gryfju, við erum ansi illskeytt íslendingar þegar því er að skipta.
Dögun:
Já þar er ég á heimavelli. Þegar félagar mínir í Frjálslynda flokknum ákváðu að vinna að framboði með Hreyfingunni og Borgarahreyfingunni, var ég alveg tilbúin til að slá til. Var að vísu búin að reyfa þau mál við mitt fólk, senda Birgittu og fleiri ósk um slíkt. Því mér fannst einhvernveginn að það væri eina rétta leiðin til að ná árangri að finna flöt á samvinnu.
Núna í heilt ár hefur framboðið unnið að því að vinna upp málefnin, skoða, velta um hverjum steini, leita upplýsinga og fræðslu bæði innan framboðsins og utan. Fá sérfræðinga til að útlista hvernig málefnunum sé best komið og hvað er hægt og hvað ekki.
Ég fór fljótlega að taka þátt í þeirri vinnu og tel að ég eigi mín spor þar, bæði hvað varðar utangarðsfólk og dreyfbýlið.
En við lögðum saman þekkingu okkar á málefnum landsins og þar var vel vandað til og ekkert samþykkt nema að hafa komist að heildrænni niðurstöðu, það hefur stundum verið erfitt, en hefur skilað sér í góðri málefnaská og stefnu. Ég hugsa að flest hin nýju framboð hafi unnið sína heima vinnu þannig, þó við höfum í sjálfu sér tekið okkur lengri tíma og opnari umræðu.
Málið er kæru landsmenn sem viljið breyta og eruð orðin þreytt á svikum og fölsunum gömlu hundanna á þing, eru hætt að treysta því sem þau hafa fram að færa, hætt að treysta loforðum þeirra, þið þurfið virkilega að lesa það sem þessi nýju framboð hafa fram að færa. Hlusta á hvað þau hafa að segja, og vera óhrædd við að spyrja spurninga um hvernig þau ætla sér að framkvæma stóru orðin.
Það er jafnvel sniðugt að útbúa spurningalista og senda á framboðin og krefjast svara við þeim spurningum.
Það er einhvernveginn þannig að við sem erum komin með upp í kok af pólitíkinni eins og hún er í dag, verðum að leggja okkar af mörkum til að breyta þessu. Það verður ekki gert nema með samstöðu og að leggja atkvæðið okkar þangað sem mestur möguleikinn er á því að þessu verði breytt.
Þrettán ára að skemmta á þorra blóti Strandamanna, og söng svo með hljómsveitinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
4.4.2013 | 11:06
Kosningaloforð - shit can happen!
Ég las einhversstaðar, finn það ekki núna, haft eftir einum framámanni þarna í ESB að sennilegast myndu ekki fleiri þjóðir verða teknar inn eftir að Króatía yrði innlimuð í Júní. Þá yrði stoppað með stækkun og skoðað hvernig bandalagið þróist, það var að mig minnir talað um í því sambandi 10 til 15 ár.
Þá fór ég að hugsa hvernig fer með öll úrræðin hans Árna Páls, hann lýsti því yfir í formannaviðræðunum að þau værum með vel skilgreinda og úthugsaða stefnu í efnahagsmálum. Þeir sem hafa fylgst með ummælum Árna Páls vita að þar er bara ein leið út úr vandanum, en hún er að ganga í ESB. Til að leysa öll okkar vandamál á einu bretti, taka upp evru og VIbbS!!! öll vandamál eru úr sögunni.
Ef þetta reynist nú rétt að bandalagið ætli að bíða og sjá í áratug eða meira, þá er ég ansi hrædd um að þessu barbabrella Árna megi sín lítils.
Ég ætla alla vega að fylgjast með þessu máli. Það skyldi þó aldrei vera að með þessu ónýtti ESB kosningabaráttu Samfylkingarinnar, sem eins og alþjóð veit leggur aðaláhersluna á innlimun í ESB. Og þar virðist ekkert plab B vera.
En þetta kemur allt í ljós með tímanum.
Jón Elli borðar kattamat
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2013 | 23:07
Nýtum tækifærin.
Það skiptir máli að koma á framfæri því sem Dögun vill gera til hagsbóta fyrir land og þjóð.
Við Dadda, Guðrún Dadda Ásmundsdóttir höfum verið að skrifa greinar í blöð hér á norðvesturlandi, hér er ein greinin frá okkur, sem var birt í Skessuhorni:
Nýtum tækifærin
Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði er nýtt stjórnmálaafl þar sem saman kemur fólk og fylkingar úr ýmsum áttum. Við skilgreinum okkur hvorki til hægri né vinstri en setjum nokkur mikilvæg mál á oddinn. Þau helstu eru afnám verðtryggingar, ný stjórnarskrá sem færir valdið nær fólkinu og uppstokkun á stjórn fiskveiða. Þá Einnig viljum við lögfesta lágmarks framfærsluviðmið og almenna leiðréttingu húsnæðislána.
Uppstokkun á fiskveiðistjórnarkerfinu helst í hendur við auðlindastefnu og Íslandsbyggðarstefnu Dögunar. Til að byggð haldist út um landið þarf að grípa til ýmissa ráðstafana sem Dögun hefur útfært í stefnuskjölum sínum. Við viljum að fullt jafnræði verði í aðgengi að veiðiheimildum og að auðlindagjald renni bæði til sveitarfélaga og ríkis. Einnig þarf hluti veiðileyfa að vera svæðisbundinn.
Við í Dögun teljum líka að hægt sé að stuðla að mun fjölbreyttari og betri nýtingu og tækifærum innan landbúnaðarins á einstaka svæðum. Miklir möguleikar hafa skapast á undanförum árum á framleiðslu heima á bæjunum og Dögun vill styðja við þá þróun.(beint frá býli).
Til að þetta sé framkvæmanlegt þarf að aðlaga hvatana til slíkra breytinga, styrkjakerfi og rafmagnsverð t.d. Af hverju greiðum við niður rafmagn til erlendra stóriðjueiganda en ekki til sjálfbærrar framleiðslu sem víðast um landið? Slíkt myndi styðja við atvinnu á landsbyggðinni, eins og ferðaþjónustuna sem er einn helsti vaxtarsproti atvinnulífsins um þessar mundir og helst þar að auki í hendur við hugmyndir um sjálfbærni. Einnig er eftirspurn eftir vörum sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt vaxandi og mörg tækifæri ónýtt á því sviði.
Með ykkar stuðningi er hægt að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd.
Guðrún Dadda Ásmundardóttir, 1. sæti Dögunar í Norðvesturkjördæmi
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4. sæti Dögunar í Norðvesturkjördæmi
Sjá hér: http://fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/03/Vesturland-03-2013-LR.pdf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2013 | 10:10
Aldrei fór ég suður og páskaeggjaleit.
Í dag er sól og blíða eins og búið er að vara alla páskahelgina.
Hér er búið að vera margt um manninn og ég hef ekki heyrt annað en að menn hafi verið glaðir og kátir. Hjá mér var fullt hús, sonur okka Ella og fjölskylda komu í heimsókn og voru yfir hátíðina, litlir gleðigjafar hjá afa og ömmu í kúlu.
Ég bauð fólki í mat á föstudaginn, vinkonu minni Guðrúnu Döddu sem er í fyrsta sæti hjá Dögun, kom hingað til að sýna sig og sjá aðra. Ég eldaði tvo hryggi með meðlæti og þetta hvarf allt eins og dögg fyrir sólu mér til mikillar ánægðu, sýni myndir seinna.
Svo bauð ég ættingjum mínum frá El Salvador á laugardeginum, var reyndar löngu komin tími á að sinna þeirri fjölskyldu minni.
Ég var með innanlærisvöðva sem ég skar í smáteninga og var með í marineringu í þrjá daga. Meðlæti var hrísgrjón salad og tilheyrandi. Það hvarf líka fljótt og vel.
Á páskadag var svo farið að leita að páskaeggjum. Við höfðum falið þrjú páskaegg í garðskálanum og drengirnir fengu svo að leita.
Pabbi hjálpaði svolítið til með að segja heitt og kalt.
Litli stubbur var ákveðin líka í að finna páskaegg, hann hélt á koddanum sínum sem hann hefur oftast með sér hvert sem hann fer.
Já hvar skyldu nú eggin vera?
Spennandi.
Aha Arnar Milos búin að finna sitt egg.
Davíð Elías þurfti aðeins meiri aðstoð.... svona frekar mikla hehehe...
Vei!! búin að finna sitt egg.
Nú eru gestir að týnast burt eftir velheppnaða skíðaviku. Það er orðið svo að Aldrei fór ég suður hefur sett þessa hátið í hærri hæðir. Það er líka alveg dásamlegt hve allt gengur vel og smurt á Aldrei fór ég suður. Það er enginn smá vinna að að baki henni, ár eftir ár er sama fólkið sem leggur á sig ómælda vinnu við að undirbúa atburðin, laga til í húsinu, smíða risasvið og gera staðinn eins vistlegan og hægt er. Tæknimenn vinna ótrúlega flotta vinnu við hljóð og tækni alla, enda er hljómburðurinn mjög góður.
Flestir frægustu tónlistarmenn landsins voru þarna, og svo unginn minn. Hann og hljómsveitin hans voru með fjögur lög, öll frumsamin og allavega flest eftir Úlf. Eitt lagi tileinkaði hann pabba sínum, og síðasta lagið sem hann tók var Lísa, en það lag hefur einhvernveginn náð eyrum fólks. Þeir stóðu sig rosalega vel.
Það sem er svo flott við þessa hátið, að það eru allir svo glaðir, listamennirnir sem koma fram, fólkið sem þyrpist til að hlusta meira að segja eru sviðsmenn og aðstoðarmenn meðbros á vör. Það er þess vegna sem hátíðin fer svona fallega og vel fram, nú í tíunda skipti.
Það skeði að vísu smáslys, sem hefði getað farið illa, þegar einn tónleikagesturinn ætlaði að fá áritun hjá Fjallabræðrum að hann datt ofan í semenssíló, um fimm metra falla, en sakaði ekki ótrúlegt en satt, og seinna kvöldið var hann komin aftur á tónleikana og fékk ótal kveðjur frá þeim sem voru að spila, Oj barasta tileinkaði honum eitt lag og slíkt gerði einnig Jónas Sig.
Fékk þessa mynd frá einum af okka besta ljósmyndara Ágústi Atlasyni.
Og þessi líka. Upphafsmaðurinn Mugison opnar venjulega hátíðina. Þeir feðgar eiga stórt hrós skilið fyrir þessa hátíð, enda öðlingar báðir tveir.
En sem sagt það er hægt að halda mörgþúsund manna hátið í tvo daga, með búsi og bjór og öllu tilheyrandi þar sem friðsemdin ríkir, þetta hefur gerst núna í tíu ár, og hátíðin aldrei fjölmennari en nú, og margir koma erlendis frá. Sumir hafa með sér tjald.
Þessa mynd fékk ég að láni hjá Spessa mínum blessuðum.
Ég fór til að horfa á Úlf og strákana í Athygli, þeir voru frábærir, heyrði líka í Láru Rúnars, flott stelpa. Fór svo í lokin til að sjá Ella minn spila með lúðrasveit tónlistarskóla Ísafjarðar og fleirum, með Jónasi Sig. Magnaður flutningur hjá honum. Hann virðists vera afskaplega einlægur og góð manneskja, þakkaði öllum fyrir með handabandi. Oj Barasta voru líka góðir, ég læddi mér í gryfjuna fyrir framan sviðið, og fékk að vera það átölulaust hjá þessum elskum sem voru að vinna þarna. Ég var með opið fyrir tölvuna allan tímann og fylgdist með. Það gladdi mig líka að hlusta á Dolbý og ryfja upp þá skemmtilegu hljómsveit.
Þau eru öll frábær, stal þessari mynd frá henni Möttu. Það vantar ekki fjörið í Dolby.
Hér erum við svo í Sokkabandinu árið 2011.
En þarna voru sem sagt allir glaðir, listamennirnir, aðdáendur, starfsmenn. Ljúfmennskan ein ríkti og það er afskaplega mikill sigur fyrir aðstandendur hátíðarinnar. Innilega takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2024180
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar