19.4.2007 | 21:50
Mannleg reisn.
Mig langar aðeins að tala um það sem fram fór í gærkveldi, nú þegar sigurvíman er að baki og skynsemin tekin við.
Ef ég á að segja hvað var þarna í hnotskurn þá myndi ég segja "mannleg reisn"
Þetta kvöld og svo undirbúningurinn var alveg frábært. Það var svo sem ekki mikill undirbúningur, við hittumst einu sinni heima hjá Matthildi og Gumma þar sem farið var yfir nafnalistann og hvað ætti að standa við hvern keppanda og þar voru teknar myndirnar sem svo voru settar á netið. Síðan var hist á Langa Manga kaffihúsi þeirra hjóna, þar sem Kastljósið og aðstandendur þess voru mætt til að ræða við okkur og taka upp. Síðan æfing í Félagsheimilinu um kvöldið. Þar sem meiri tími fór í að spjalla og hlæja en að fara yfir það sem átti að gerast. Allir voru afslappaðir og glaðir, enginn var stressaður þrátt fyrir að þarna voru kvikmyndagerðarmenn með kvikmyndavélar á fullu. Við vorum eins og stjörnur sem ekkert létum trufla okkur. Flestir þarna mjög óvanir að koma fram. Sumir jafnvel nýstaðnir upp úr þunglyndi og minnimáttarkennd.
Svo kom stóri dagurinn. Og þegar við mættum fengum við að vita að það var uppselt, og þurfti að vísa fólki frá. Þarna voru þrír upptökumenn fyrir sjónvarp og fréttamenn frá ýmsum fjölmiðlum m.a. BBC. DV maður var þarna líka og BB ljósmyndarinn okkar Halldór Sveinbjarnason. En okkar fólk var ekki stressað fyrir fimm aura. Það var rosalega merkilegt. Því ég hef oft tekið þátt í allskonar uppákomum, m.a. ótal frumsýningum á leikritum, þar sem æft hefur verið í a.m.k. 6 vikur og byggt upp allt sem þarf að gera og segja.
Þarna voru okkar frumkvöðlahetjur á þönum, ein sá um miðana og bókanir, önnur var að raða upp stólum og skipleggja hver ætti að sitja hvar, þriðja að tékka á eldhúsinu, og sú fjórða að fylgjast með uppröðun á borðum og tékka á salnum. Gummi fastur á barnum................... við afgreiðslu þessi ljúfi drengur.
Nú við vorum í sífeldum ljósmyndatökum og upptökum. Þurftum að pósa og fara í upptökur í mynd og allir voru svo æðrulausir að undrun sætti.
Á skemmtuninni vlidu flestir vildu koma fram með eitthvað atriði. Og þetta fjölmiðlafár virtist ekki trufla þau neitt.
Nú erum við að tala um fólk sem sjaldan eða aldrei hefur komið fram svona opinberlega. Og ég verð að segja að ég hef bara aldrei upplifað annað eins.
'Eg hef verið að spá í hvers vegna þetta gekk allt svona lipurlega og áreynslulaust fyrir sig. Var það vegna þess að fólk var að vinna að einhverju sem skipti máli, eða var það vegna þess að stjórnendur voru rosalega óbeislaðir og frakkir. Hvað olli því að 12 manns sem sjaldan eða aldrei höfðu komið opinberlega fram voru fullkomlega róleg og glöð að vera þau sjálf svona óforvarendis ?
Þarna stóðu þau fyrir framan kvikmyndavélarnar og brostu og bara sögðu það sem þau ætluðu að segja róleg og ákveðin falleg með bros á vör, öll sem eitt. Að öllu venjulegu hefði átt að ríkja taugatitringur og spenna. Allir hefðu átt að vera stífir af spennu og ótta.
Ekkert slíkt gerðist. Og frú Ásta Dóra kom sá og sigraði. Alveg eins og í ævintýri. Þessi kona sem aldrei hefur stigið á svið, aldrei gert neitt opinberlega til að ögra einu né neinu bara blómstraði eins og allir hinir. Það er með ólíkindum og ég þekki þetta alveg ágætlega búin að vera í Litla Leikklúbbnum síðan 1966, sýna m.a. í Þjóðleikhúsinu og á norrænni leiklistar hátíð í Danmörku, verandi í hljómsveitum út og suður í mörg herrans ár, og taka þátt í allskonar uppákomum. Ég veit vel að þetta er bara alls ekki svona. Hvað olli þessu ?
Ég hef verið að spá í þetta. Ég held að það byggist fyrst og fremst á því hve óstressaðar forsjárkonurnar voru. Og hvernig þær höndluðu málið frá A til Ö. Það skiptir ekki svo litlu máli.
Það hringdi í mig blaðakona frá erlendu blaði í dag. Setti ekki á mig nafnið eða blaðið. Hún spurði mig hvort áhugi á málinu hefði komið mér á óvart. Ég sagði nei. Af hverju ekki ? spurði hún. Og ég sagði, það sem hér er að gerast er eitthvað sem í raun og veru allir hafa verið að spá í. Alveg eins og í sögunni um nýju fötin keisarans. Enginn sagði neitt nema að dást að fötunum, þangað til eitt barn hrópaði upp; Mamma maðurinn er nakinn. Þá einhvernveginn rann upp ljós fyrir öllum, og þeir sáu sem var að karl greyið var fatalaus.
Þannig eru málin stundum. Við gleypum öll hvert eftir öðru enginn má vera öðruvísi, viðtekinn venja verður það sem allir eiga að samþykkja, þó þeir geri það ekki i raun og veru. Svo þarf bara einn til að standa upp og segja; Mamma maðurinn er nakinn. Og það er bara það sem allir vita, en enginn hefur haft kjark í sér til að segja opinberlega. Þess vegna hefur þessi áhugi og eftirspurn ekki komið mér neitt á óvart. Ég vildi óska að það kæmu fleiri svona sannleiksmál upp á yfirborðið og yrðu meðtekinn og sett á stall.
Sannleikurinn er þarna alltaf, og þegar við heyrum hann þá vitum við einhvernveginn að þetta er hann. En meðan enginn stendur upp og segir setninguna, þá erum við meðvirk og fylgjum bylgjunni. Það mættu fleiri segja þetta: Mamma maðurinn er nakinn.
Það er verið að segja þetta víðar. En því miður þá er dýpra á þeim sannleika. Þar sem við erum á einhvern hátt ekki tilbúin til að takast á við það sem það fólk er að reyna að segja. En það er bara annað mál.
Við skulum vera dugleg að standa upp fyrir okkur sjálf og benda og segja Mamma Mamma maðurinn er nakinn !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.4.2007 | 18:13
Að gefnu tilefni.
Ég var að frétta að einhver nafnlaus manneskja væri að senda sms um mig. Þess vegna ætla ég að tala út um það mál hér.
Faðir minn átti útgerð ásamt tveimur öðrum, bróður sínum og skipstjóra sem hafði unni með þeim í mörg ár. Faðir minn og bróðir hans voru sveitastrákar norðan frá Fljótavík, fluttu hingað í bæinn og byrjuðu í útgerð með tvær hendur tómar. Þeir fóru í skreiðar framleiðslu og keyptu báta, fyrst litla róðrarbáta en síðan stækkuðu þeir við sig. Þegar kvótakerfið var sett á áttu Þeir Júlíus Geirmundsson, man ekki hvort þeir áttu ennþá Guðrúnu Jónsdóttur en þessi skip voru skírð eftir ömmu minni og afa. Þeir fengu kvóta með þessum skipum, með þeim var í útgerð eins og áður sagði skipstjórinn þeirra til margra ára. Síðan fóru þeir líka í frystihúsarekstur og hét það fyrirtæki Gunnvör h.f. Það voru þessir þrír aðilar sem fóru með eignarhlut í frystihúsinu og togaranum. Fyrir nokkrum árum , þegar ættingjar föðurbróður míns og skipstjórans höfðu tekið við rekstrinum en faðir minn var ennþá með sinn hluta varð brestur á samstarfi milli föður míns og þeirra um reksturinn, sá ágreiningur endaði með því að faðir minn sá sér ekki annað fært en að selja sinn hluta. Fyrirtækinu var því skipt niður og seldi faðir minn sinn hluta. Honum var ekki kunnugt um hverjir keyptu, því þeir vildu ekki að það væri honum ljóst af einhverjum ástæðum. Nema að þarna fékk faðir minn dágóðan arð. Við erum 7 systkinin og þegar móðir okkar dó, fengum við í okkar hlut helming á móti föður okkar eins og vera ber.
Hvað þessi saga kemur við þeim áherslum sem ég hef í sjávarútvegsmálum er mér ekki alveg ljós. Það vita allir sem vilja vita það, að verslun með kvóta er lögleg miðað við reglur í dag. Enginn af þessum þremur aðilum hefur farið með fé sitt burtu úr bæjarfélaginu.
Mér finnst þetta bara ekki skipta neinu máli varðandi mína afstöðu til þess að eign kvóta og brask með hann á að stoppa. Þar ber ég fyrir brjósti eins og allir sem vinna með Frjálslynda flokknum, og réttur manna til að nýta auðlindir sjávar í dreyfðum byggðum landsins. Ég tel það vera hagsmunamál landsbyggðarinnar. Og ég tel að sú eyðibyggðastefna sem nú ríkir sé slæm fyrir alla þjóðina. Ekki bara fyrir landsbyggðina heldur líka fyrir fólkið á höfuðborgarsvæðinu. Því brottkastið og rýrnun fisksins í sjónum sem er ekki veiddur, kostar okkur milljarða árlega, sem koma ekki inn í hagkerfið. Það vita allir sem vilja vita að það er ekki hægt að geyma fisk í sjónum. Hann syndir burtu, étur hvor annan og koðnar niður ef hann fær ekki æti. Eða eins og nú er fullt af þorski um allann sjó, en ekki hægt að veiða hann ef menn eiga ekki líka steinbítskvóta, því steinbíturinn sem er mikið af syndir ofan á þorskinum, svo sjómenn geta ekki náð til þorsksins, og mega ekki koma að landi með steinbítinn. Þetta kerfi er hlægilegt og að nokkur einasti maður skuli geta varið það, hvað þá hreykt sér af því er út úr korti.
En það breytir ekki því að meðan lögin eru eins og þau eru, þá spila menn í því kerfi. Það þarf því Frjálslynda flokkinn í stjórn til að breyta þessu og koma á meira réttlæti. Við það stend ég og því vil ég vinna að.
Ómerkilegir slúðurberar breyta því ekki. Það er miklu heiðarlegra að koma hér fram undir nafni og spyrja mig hreint út, heldur en að vera að senda fólki sms með slíku nagi. En þá gæti verið að ég gæti svarað fyrir mig og útskýrt mín mál. Það er illa hægt við baknag í skjóli nafnleyndar. Ég vil að lokum segja að ég er enginn puntudúkka ég get alveg sagt mína meiningu og rifist við hvern sem er á málefnalegum nótum. Rógi og illmælgi á bakið á manni er hins vegar ekki hægt að svara. Því vil ég eiginlega beina þeim orðum til þess fólks sem hefur fengið svona skilaboð að láta mig vita. Ég vil frekar fá hlutina beint í andlitið en á bakið á mér. Þannig er ég sjálf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
19.4.2007 | 02:43
Fegurðarsamkeppnin óbeisluð fegurð 2007.
Já þetta var yndislegt kvöld. Mig langar til að deila því með ykkur. Ég fór í greiðslu og förðun og svo tók minn ekta maki af mér mynd í garðskálanum.
Síðan fór þetta alveg rosalega vel fram allt saman. Halldór Jónsson lífskúnstner, ísfirðingur par exelense var veislustjóri og stýrði með glæsibrag. Hann er fyndinn og flottur. Svo voru skemmtiatriði, Einleikur Ársæls Níelssonar, skemmtilegt uppistand Elísabetar um hvernig er að verða magur aldeilis frábær performance. Vestfirskar Valkyrjur sungu sumarsöngva, og kvartet frískra karlmanna söng minni kvenna og fleiri góð lög. síðan sáu keppendur sjálfir um ýmis skemmtiatriði. Það var svo gaman að fylgjast með hvað allir keppendurnir hreinlega skinu á sviðinu og nutu sín í botn.
Matthildur, Íris, Gréta og Eygló voru eins og stormsveipir um allt, stjórnuðu öllu og voru í uppvarti og uppvaski og bara allt í öllu. Krafturinn í þessum konum er eiginlega ótrúlegur.
Þarna voru a.m.k. Þrír aðilar með myndatökuvélar, og fleiri með myndavélar, og það var myndað í gríð og erg. Alveg eins og á öðrum stórviðburðum. Því vissulega var þetta stórviðburður.
Loks kom að því sem beðið var eftir afhendingu titla og borða. Og það var spenningur í loftinu. ég er viss um að ég fékk flottasta titilinn, ég vann nefnilega ÁRUNA 2007. Hvað getur hreinlega verið flottara en það. Segi nú ekki margt.
En svo kom að aðalspurningunni hver fær titilinn óbeisluð fegurð 2007 ? Það hefur nefnilega komið í ljós tilkynnti Matthildur, sem við reyndar vissum, að það er ekki hægt að keppa í fegurð. Svo það verður að draga meðal keppenda um hver hlýtur titilinn. Þetta var svo flott sem mest gat verið. Og eiginlega alveg tilgangurinn sem helgaði meðalið. Ásta Dóra þessi elska sem var líka kosin "Uppáhalds" dróst svo upp úr hattinum sem óbeisluð fegurð 2007. Og allt ætlaði um koll að keyra.
Þetta var bara eitthvað svo fallegt og mannlegt að það einhvernveginn snart hvern einasta mann í salnum. Það var mikil ánægja með kvöldið og maður fann að fólk var jafnvel klökkt. Ein ung stúlka sem uppvartaði á staðnum sagði við mig; veistu að þetta kvöld var meira spennandi og skemmtilegt heldur en miss Vestfirðir um daginn. Einn keppandinn sagði; ég er orðin dofin í kinnunum af hlátri. Þetta var bara svona. Og ég held að í kvöld hafi verið brotið blað í sögu fegrunarsamkeppna.
Þessar tók minn elskulegi eiginmaður eftir heimkomuna. En þetta var eini titilinn sem ég óskaði mér. Og finnst alveg frábært að fá hann. Þegar ég fór til að þakka norninni Björk fyrir mig, sagði hún; það var aldrei nein spurning þú skeinst eins og stjarna á sviðinu allann tímann. Hversu mikið fallegra er hægt að segja við neina manneskju? Ég bara spyr. Svo fékk ég allskonar gjafir, nudd hjá Stebba Dan, bænabréf frá Séra Valdimar og kerti. Er hægt að fá andlegri gjafir ? ég bara spyr.
Ég held að í kvöld hafi verið brotið blað. Ég tek undir orð veislustjóra frá og með þessu kvöldi verður fegurðarsamkeppni aldrei söm og áður. Og ég held líka að þetta muni hafa ruðningsáhrif. Og ég er alveg viss um að hetjurnar þessar fjórar geri sér ekki grein fyrir því hve miklu þær hafa breytt. Þær voru bara að gera eitthvað sem þeim fannst skipta máli. Þær óttuðust að það kæmu alltof fáir, og engir myndu taka þátt. Reyndin var að það var fullskipuð sveit þátttakenda, og það var uppselt og fengu ekki allir miða. Fréttamiðlar allstaðar að fylgdust með, og síðast en ekki síst þá varð svo margt að þessi frábæra gúllashsúpa varð uppurinn og þurfti að elda meira, en það gerði bara ekkert til, þeir sem voru svangir átu bara brauð meðan þeir biðu eftir að Maggi Hauks og Ranka elduðu meiri súpu, hlustuðu á veislustjórann segja brandara og alla hina skemmta. Þetta var allt svo heimilislegt og kósí, elskulegt og aldeilis frábært.
Þetta verður endurtekið, að mér heilli og lifandi sem ég heiti Ásthildur Cesil. Þær skulu ekki fá að hætta hér og nú. Hér verður framhald á. Ég er uppnumin og heilluð af dásamlegu kvöldi og vissu um að hér hefur eitthvað stórkostlegt skeð. Eitthvað sem ekki verður hönd á fest nákvæmlega núna, en það hefur gerst og það mun breyta heilmiklu. Og það eru þessar fjórar frábæru konur með Matthildi, með Mál Matthildar í fararbroddi auk Guðmundar Hjaltasonar sem hafa breytt heiminum núna. Það er flott að upplifa svoleiðis örstutt... en samt risaskref.
Segi bara enn og aftur TAKK FYRIR MIG.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
18.4.2007 | 12:37
Undirbúningur undir óbeislaða fegurðarsamkeppni.
Já ég er farin að undirbúa mig. Þegar ég tek eitthvað að mér, eða í mig, þá geri ég það af fullum heilindum. Ég vil standa mig vel í þessari keppni. Og ég veit líka að hún verður hörð. Því þar taka þátt margir og allir hafa sína sérstöku fegurð og sinn sjarma. Það verður erfitt fyrir dómarana að skera úr um fegurð okkar.
Ég held að okkar ísfirsku frumkvöðlar geri sér ekki alveg grein fyrir hvað þau voru að fara út í, viðbrögðin sýna samt sem áður að þau hafa hitt á punkt sem skiptir miklu máli, hvort heldur er á Ísafirði eða Timbuktú. Sum sé að takast á við þá grundvallar spurningu; hvað er fegurð, og hvernig mælum við hana. Þess vegna fylgist fólk með.
Fegurðarsamkeppnir hafa beinst að fallegu útliti, jú það hefur verið tekið inn í einhvert annað. En keppendur hafa þurft að lúta því að líta eins út, ákveðið háar, ákveðið þungar, mega ekki vera of þungar, þá er þeim skipað í megrun. Og svo þarf andlitið að vera í lagi. Og þær þurfa helst að vera hreinar meyjar, allavega mega ekki hafa átt börn. Þetta viðmið er viðtekið, og margir hafa verið ósáttir við þetta fyrirkomulag.
Þess vegna hefur hugmynd forsvarsmanna þessarar keppni verið vel tekið, og hún hefur vakið gríðarlega forvitni. Ég er viss um að slíkar keppnir munu nú rísa víða um heiminn. Og hver veit nema sá aðili sem sigrar hér í kvöld muni þurfa að fara í keppni til annara landa og keppa við aðra heimsmenn í óbeislaðri fegurð. Þá verða okkar menn frumkvöðlar í þessari sérstæðu fegurðarsamkeppni, og þurfa jafnvel að vera ráðgefandi fyrir aðra. Þær eru alveg í stakk búnar til þess. Enda alveg einstakar manneskjur á allan hátt. Ég þekki þau öll mjög vel.
Matthildur Helgadóttir er sveitastúlka að vestan, frá heimili þar sem dóttir mín var tekin inn sem ein af heimilismönnum.
Írisi hef ég fylgst með gegnum tengdadætur mínar, því þær eru nánast eins og systur, frekar en vinkonur.
Eygló var með mér í Sokkabandinu, þar spilaði hún á gítar, síðan hefur komið í ljós að hún hefur líka gaman af að taka lagið.
Gréta er uppáhalds hárgreiðsludaman mín. Fer helst ekki annað ef ég kemst hjá því. Nema þá til Sunnevu frænku minnar.
Gummi var bara 12 ára eða yngri, þegar hann bað mig um að fá að koma upp og syngja á jólaböllunum, sem við spiluðum á í þá daga. Það kom fljótt í ljós að han myndi vera gott efni í tónlistarmann. Enda er hann alveg einstakur drengur, alltaf boðinn og búinn til að gera allt sem maður biður hann um.
Þetta er nú fólkið sem stendur að óbeislaðri fegurð og á allann heiður skilinn fyrir tiltækið.
En að undirbúningnum. Ég ákvað að taka mér frí eftir matinn. Ég er að fara í heitt on notalegt freyðibað, þar sem ég ætla að fara yfir alla mína líkamsparta, og þakka þeim fyrir að hafa þjónað mér svo vel öll þessi 63 ár. Líkami minn er auðsveipur og tekur vel við öllu sem fyrir hann er gert, vegna þess að ég er í góðu sambandi við hann. Og það er gott, því þegar ég er eitthvað niðurdreginn eða þreytt og fer til Guðrúnar Gunnars í heilun, þá svarar líkaminn minn vel, og ég finn strax mikinn mun. Við verðum að muna að tala við líkama okkar. Hann er lifandi vera. Musteri sálarinnar.
Síðan ætla ég að slaka vel á, hugsa góðar hugsanir. Mér finnst flott að einn af dómurunum er skyggn og mun dæma árur okkar.
Ég er líka að bíða eftir símtali, heimildamyndargerðarkonurnar ætla að hafa samband og ætla sennilega eitthvað að tala við mig.
Ég fer kl. 5 í hárgreiðslu, og síðan í förðun. Eftir það munum við bara halda hópinn og eiga skemmitlegt kvöld framundan.
Eiginmaður minn ætlar að koma með mér í kvöld, og synir og tengdadætur verða þar líka. Í faðmi fjölskyldunnar sem sagt.
Það verður spennandi að vita hvernig þetta fer. Ég veit að keppnin verður erfið, því hér er margt yndislegt fólk sem keppir með mér. Hver með sinn sjarma og fegurð. En það sýnir líka svo vel, út á hvað þessi keppni gengur, og það er einmitt það sem er svo flott í þessu. Þegar fólk sér hve falleg manneskjan er, bara eins og hún er í sjálfu sér, þegar henni er aðeins lyft upp á stall og vakin athygli á henni.
Sumir halda að það megi ekkert gera. Ein spyr hvort maður megi vera með falskar tennur, önnur hvort uppskurður geri mann óhæfan. Það er dálítið eftirtektarvert að fólk gerir ekki greinarmun á fegrunaraðgerðum og heilbrigðisaðgerðum. Brjóstastækkun, þykking vara, lagfæring á nefi og fjarlæging hrukkna eru fegrunaraðgerðir. Það eru aðgerðir sem einstaklingar láta framkvæma til að líta betur út. Stíftennur, augnuppskurðir, brjóstaminnkun og keisaraskurðir eru heilbrigðismál, og þarfar til að lifa betra lífi.
En fyrst og fremst er þetta gert til að hafa gaman af, en mér finnst þetta alveg frábært framtak, og ég sé vel hve einstaklega flott þetta er, og kemst vel til skila. Fegurðin mælist ekki í fituprósentu stendur á heimasíðunni obeislud.it.is Nei einmitt fegurðin kemur innan frá. Þaðan kemur sú hin eina og sanna fegurð sem skiptir okkur öll máli, og lætur okkur líða vel og öllum í kring um okkur.
Sú fegurð hefur alltof lengi verið falin og látin liggja milli hluta. Það er tími kominn til að við drögum hinsegin og óbeislaða fallega fólkið fram á sjónarsviðið.
Þið megið alveg hugsa til mín í kvöld.
Sjáumst síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
17.4.2007 | 23:58
Óbeisluð enn og aftur.
Kvöldið var frábærlega skemmtilegt. Við erum búin að hlæja fyrir heilan mánuð. Og þið sem ætlið á góða skemmtun á morgun, vinsamlegast athugið að það fer hver að verða síðastur að fá sér miða. Þarna verða mörg skemmtiatriði, ég mun meira að segja stíga á stokk og syngja Óðinn til eiginmanns. Aðrir keppendur munu líka láta ljósið sitt skína, og þar fyrir utan eru mörg frábær skemmtiatriði.
En það sem kom mér mest á óvart, er að þarna voru tvær konur sem eru að gera heimildarmynd um uppákomuna. Hrafnhildur heitir önnur og er íslensk, hin er bresk, en þær voru í Líbanon, þar voru þær að vaska upp leirtau, þegar þær heyrðu útvarpsþátt frá BBC international um þessa keppni og fóru strax af stað. Þær verða þarna líka annað kvöld. Þær hafa boðað mig í viðtal á morgun, svona áður en ég fer í hárgreiðslu og make up. Maður er nú aldeilis orðin alþjóðleg stjarna.
En hér koma nokkrar myndir.
Já ég skal greiða þér, segir Sunneva hárgreiðslumeistari.
Svona hef ég einþáttunginn segir Ársæl við Odd fegurðarkeppanda.
Við erum flottustu gellurnar segja þessar.
Fremst til vinstri er einn dómarinn og breska kvikmyndakonan. Hin dáðst að atriði sem verður þarna bráðskemmtileg saga frá Betu sem var 500 kg. einu sinni en er núna eins og Gulli í bókhlöðunni.
Þetta er búið að vera aldeilis frábært. Og það tapar enginn, því allir vinna eitthvað. Það er náttúrulega það besta.
Náttúrulega ef ég vil endilega vinna, þá kem ég auðvitað svona fram hehehehehe....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.4.2007 | 14:52
Óbeisluð í fréttum.
Já það var mikið að gera í dag. Fyrst fór ég náttúrulega í vinnuna, svo hringdi hárgreiðslukonan mín í mig, og þurfti að fá mig fyrr, ég hafði náttúrulega pantað tíma fyrir strípur. Ætla að gera mitt besta. Síðan var hádegisfundur á Langa Manga. Svona frétta þið vitið. Fyrir kastljósið. Með sjarmörnum Sigmar og fleirum góðum.
Þarna voru líka tæknimenn og tökustjórar eins og gengur.
Þarna situr einn dómarinn, sjáiðið sælusvipinn á andlitinu á honum. Sigmar spurði hann hvort honum hefði verið mútað. Þarf ég að svara þessu spurði dómarinn, Já sagði Sigmar ég ætla að ganga eftir þessu svari. Barði gerði lygamerki með báðum höndum og sagði svo sakleysislega NEI hehehehe...
Þetta er hún Matta, sem byrjaði með þetta allt saman.
Þarna sjáið þið svo alla þá sem stóðu að þessu.
Svo var farið í Jón og Gunnu, til að máta föt, en við eigum að sýna fatnað. Þessum kjól á ég að vera í til dæmis.
Og í kvöld munum við svo hafa æfingu. Þetta verður rosalega skemmtilegt skal ég segja ykkur.
Svo er það veðrið í dag. Það var gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
16.4.2007 | 22:45
Olíuhreinsunarstöð ... og vísa til BNA fyrir innflytjanda.
Strákurinn minn frá El Salvador hefur búið hér í 6 ár. Hann á hér kærustu og tvö börn, og hefur tekið að sér með kærustunni tvö önnur, sem sé fjögurra barna faðir. Hann á hús og er í góðri vinnu. Honum var boðið til Bandaríkjanna í vor, af fyrrverandi atvinnurekanda sem ætlaði að fá hann með sér í smá business. Nema hvað, hann fór suður fyrir skemmstu til að reyna að fá Visa til Bandaríkjanna. En ónei, hann gat ekki fengið neitt slíkt, því hann er .... bara hvergi. Hann er ekki neitt. Hann er ÞETTA FÓLK eins og konan sagði í fréttunum í kvöld. Nema bara að hann er það á vegum íslensku ríkisstjórnarinnar en ekki í boði Frjálslynda flokksins. Samt hefur hann búið hér og starfað í 6 ár..... Persona non grada. Er þetta hægt Matthías ? Spyr sú sem ekki veit.
Jamm enginn mun hneykslast á þessu, af því að það eru ekki réttu aðilarnir sem þar eiga sök. Eða er ef til vill bara hægt að hengja bakara fyrir smið. Er ekki einhversstaðar í öllu systeminu hægt að kenna Frjalslynda flokknum um þetta ? Þeir eru jú sökudólgarnir með stóru ESSI NOT ?
Svo er annað. Þýskur vinur minn sem hefur mikið unnið að orkusparandi húsnæði ásamt sinni ektakvinnu sem er arkitekt, sagði við mig. Þið hér á Íslandi eruð algjörlega háð olíu. Ha sagði ég, við erum með allt heita vatnið og vatnsorkuna.
Já sagði hann, en hér myndi ekki einu sinni þrífast álver ef það væri ekki olía. Hingað kæmu enginn skip, engar flugvélar og þið væruð algjörlega skorin frá öllu ef það væri ekki olía.
Vá hugsaði ég. Öll þessi umhverfisvæna orka sem við höfum og við erum alveg stökk ef olía er ekki fyrir hendi. Og nákvæmlega það er eins og hann sagði. Ef það væri ekki olía, þá myndi ekki berast hingað skip með hráefni, við myndum ekki koma afurðunum frá okkur, og við gætum ekki gert út á fisk. Hvar værum við stödd þá. Og hversu mikils virði er þá öll orkan okkar hreina og .... ódýra.. ef við hefðum ekki menguðu olíuna til að bera okkur allt sem við þurfum við að eta ? Þegar stórt er spurt .... þá verður stundum lítið um svör.
En þetta er allt í lagi með mig. Pirringurinn er ennþá oní tjörninni vafinn inn í laufblaðið. Bara svona hugleiðingar vegna frétta um vestfirska olíuhreinsunarstöð og mengunina sem af henni verður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.4.2007 | 13:09
Með sól í sinni.
Ég settist í hádeginu fram í garðskálann minn. Í dag er fallegt veður og sólskin. Það glampaði á sólina í tjörninni, og niðurinn frá styttunni í vatninu er róandi, sakúrakirsuberjatréð brosti til mín.
Ég hugsaði um reiðina, óréttlætið og sannleikann. Og ég fann hvernig tilfinningarótið hjaðnaði niður. Ég er of andlega sinnuð manneskja til að láta aðra hafa svona áhrif á sálina í mér. Ég á að vita að maður á aldrei að taka inn á sig það sem aðrir hugsa og gera. Það má ekki láta einhverjar krækjur slæmra hugsana festast í sér. Það leysir engan vanda og hjálpar engum heldur. Ég ætla ekki að sitja uppi með karma eða slitrur af tilfinningum annara.
Ég ætla að fela almættinu að bera þessar byrðar fyrir mig. Ég pakkaði reiðinni saman og setti hana í stórt laufblað, batt utan um hana og renndi henni ofan í tjörnina. Það er alveg öruggt að ég á eftir að þjóta upp aftur, en þá er bara að taka á honum stóra sínum.
Maður verður fyrst og fremst að vera sjálfum sér næstur, við ráðum ekki hvernig aðrir haga sínu lífi, almættið gaf okkur frjálsan vilja, og réttinn til að nota hann. Það er svo í okkar valdi hvort við vinnum á jákvæðan hátt eða neikvæðan. Það er alveg rétt sem Ingibjörg sagði á blogginu sínu, við löðum að okkur það sem við hugsum um. Ég vil hafa fallegar góðar hugsanir í kring um mig. Vil heyra uppbyggileg orð og kærleika. Það veitir mér gleði.
Hvað er betra en fallegt veður, glatt hjarta og góðar hugsanir ? Er það ekki toppurinn á tilverunni, og svo þar að auki að eiga alla þessa frábæru vini, bæði hér hjá mér, og svo ykkur sem hér komið við og segið svo margt fallegt. Ég er rík kona.
Óður til eiginmanns.
Er ég horfi inn í augun þín,
undur blíð þau eru ástin mín.
Þú þolinmóður þraukar mömmu hjá.
Þekkir alla galla til og frá.
Við lifað höfum saman langa tíð.
í ljúfri sælu, stundum var þó stríð.
Þú vissir að börn og bú var ekki allt.
En leyfðir mér að lifa þúsund falt.
Því ég vil lifa lifa lifa
lífinu lifandi.
Ég elska þig og einnig börnin mín
og innst inni þá er ég bara þín.
En geysimargt samt glepur huga minn,
og Guð einn veit hvað verður næsta sinn.
Og þar með er ég rokin út í hið yndislega veður, glöð í hjarta og í miklu betra skapi. Eigiði góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
15.4.2007 | 22:10
Hvenær linnir ofbeldinu ?
Jamm Egill Helgason hann gerir það ekki endasleppt við Frjálslynda flokkinn. Þetta er ákaflega athyglivert af "hlutlausum" þáttastjórnanda. Var að hlusta á Silfrið í dag. Þarna fær hann til liðs við sig fólk sem eru yfirlýstir hatursmenn Frjálslynda flokksins, hafa ekki farið dult með illan hug sinn til þess flokks. Ræðir fram og til baka og svo................................................... auðvitað kemur að uppáhalds umræðuefninu sínu Frjálslyndum og innflytjenda umræðunni. http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/section?Category=VEFMIDLAR&Template=VefTV&ChannelID=10&ProgID=31652&ProgType=2001&ItemID=28565&progCItems=1
þar er vitanlega allt skrumskælt og flokkurinn níddur niður án þess að þar sé nokkur til að bera af sér ósóman. Mér þætti gaman að vita hvernig aðrir myndu bregðast við slíku ofbeldi ? Vill einhver lenda í svona einelti af manni sem telur sig vera gúrú þáttastjórnenda í íslensku sjónvarpi. Ég er viss um að ef fólk setti sig í þau spor okkar, þá sjá menn þvílíkt ofbeldi hér er á ferðinni.
Í gær birtust þrjár góðar greinar í Morgunblaðinu frá Frjálslyndum um málefni innflytjenda, ein frá Guðjóni Arnari, sem er giftur konu frá Póllandi um 20 ára skeið, önnur frá Lýð Árnasyni lækni og svo frá Kristni H. Gunnarssyni, þar sem þeir taka sitt hvorn pól í hæðina um innflytjendur. Ég hvet sannleikselskandi fólk og aðra sem vilja berjast gegn einelti, að lesa þessar greinar og spyrja sig, hvort við eigum skilda þessa meðferð í fjölmiðlum án þess að fá hönd við reist. Sérstaklega fannst mér áhugaverður hæðnishlátur fyrrum félaga okkar Margrétar yfir skítnum í ummælum viðmælendanna, sem reyndar höfðu valtað yfir hana sjálfa á allann hátt og sýnt henni megnan dónaskap, svo eftir var tekið.
Þetta er konan sem tók undir hvert orð í vitna viðurvist, við Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteinsson á sínum tíma eftir viðtöl við þá í Silfrinu og bréfi Jóns Magnússonar, hver fyrirsögn setti allt á annan endann, þ.e. áður en flokkurinn fór að fara upp í skoðanakönnunum.
Mig grunar að hún hafi hugsað sem svo að nú gæti hún tekið við. Ótrúlega ómerkileg framkoma við samstarfsmenn sína. Og reyndar hefur hún sýnt ótrúlega ómerkilegan karakter undanfarið. Ég bjóst aldrei við þessu af henni, sem ég leit mjög upp til og taldi vera framtíðarforingja flokksins. En svo bregast krosstré sem önnur.
Hún mun að öllum líkindum uppskera eins og hún hefur sáð til. Sneri baki við fólkinu sem trúði á hana og vildi henni vel. Þegar það sama fólk vildi leiðbeina henni og gefa góð ráð, þá var snúið við þeim bakinu með hroka. Vinir mínir úr öðrum flokkum hafa boðið mér svo mikið, sagði hún.
Enda sé ég núna á listunum sem hafa komið í ljós að við vorum aldrei nógu góð fyrir Margréti, við vorum bara almúgafólk sem vildum vinna fyrir almenning í þessu landi. Nú er hún í hópi selebritís, glæsifólkinu og fræga fólkinu. Þar á mín heima. Og það er hennar réttur.
Hún getur alveg róið á mið fallega og fræga fólksins, við hin ætlum að halda áfram að ræða við almúgan í landinu, sem er ekki frægt og flott heldur bara jónar og gunnur þessa lands, bæði þau íslensku og þá sem eru af erlendu bergi eru brotnir og hafa komið hingað til okkar,og eiga fullann rétt á að fá þá þjónustu og aðbúnað sem þeim ber. Þar erum við á heimavelli og erum stolt af því.
Og okkar rödd mun hljóma, og við munum halda áfram að berjast fyrir því að því fólki sem hingað kemur verði tryggður sá aðbúnaður og þær mótttökur sem þau eiga skilið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.4.2007 | 20:38
Óbeisluð enn og aftur.
Var að koma af fundi með forsvarsmönnum óbeislaðrar fegurður og samkeppendum mínum. Það var mikið hlegið, og mikið gaman. Þarna verða heilmikil skemmtiatriði, leikþáttur eða tveir, söngur, glens og gaman. Og svo er Dóri kynnir, Halldór Jónsson, hann er með skemmtilegri mönnum. Svo eigum við að sýna................................................ nei ég má ekki segja meira hehehehe.... sumt er einfaldlega leyndarmál.
En þarna verður flottur matur og skemmtun fyrir aðeins 3.800 kall, þar er skid og ingenting. Ég held samt að menn verði að fara að panta sér miða, því það er heilmikil eftirspurn skilst mér.
Ég er að hugsa hvort ég eigi að koma fram svona ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 12
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2023476
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar