30.4.2007 | 21:34
Þegar stórt er spurt ...............................
Það er að færast skjálfti í kosningabaráttuna, svona á síðustu metrunum, maður má ekki lengur segja korteri fyrir kosningar. Hver vill þriggja flokka vinstri stjórn spyrja stjórnarliðar og hrylla sig. Maður skynjar að það er búið svona að leggja línurnar um hvað á að segja í baráttunni.
Spunameistararnir segja: Talið um hvað frammistaða ríkisstjórnarinnar sé glæsileg í alla staði, allt í blóma og sóma. Ef það koma einhverjar raddir um að Jón og Gunna hafi það slæmt og það séu biðlistar á hinum ýmsu stöðum eins og BUGL eða á dvalarheimilum, eða fólk fer að tala um smotterí eins og lokun á iðjuþjálfun á LSH, þá segið þið bara að það sé búið að vera að vinna í málinu og nú sé hægt að fara að framkvæma. Vonandi fer enginn að spyrja um fíkinefnalaust Ísland, eða milljarð í varnir við þeim vágesti.
Og ef fólk er svo ósvífið að fara að tala um að þið séuð búin að vera við völd í 12 ár. Þá er um að gera að tala bara um að þetta taki tíma, undirbúningurinn hafi verið erfiður og þetta sé allt að koma. Glæsilegur árangur, og aldrei verið meira lagt til velferðarmála en einmitt nú.
Ef fólkið trúir ykkur ekki enn þrátt fyrir allt þetta góðæristal og undirbúning. Þá skuluð þið bara taka upp gömlu góðu taktana um ömurlega vinstri stjórn. Segja að allt fari norður og niður ef vinstri öflinn nái hér taki. Það hrífur alltaf. Fólkið trúir þessu einfaldlega og þið verðið áfram við völd og getið í rólegheitum haldið áfram að einkavæða og gefa góðu fólki auðlindir þjóðarinnar. Það er ennþá svolítið eftir eins og vatnið, orkan og svo á eftir að hnykkja á því að kvótinn haldist örugglega hjá sægreifunum. Við skulum þeim þó það eftir alla styrkina í kosningasjóðina.
Ég segi ætlar fólk virkilega að láta svona tal hafa áhrif á sig eina ferðina enn. Láta plata sig eina ferðina enn með að NÚNA gerum við það sem við vorum að lofa. Af því að við erum búin að vera 12 ár að undirbúa málin. Tekur það virkilega 12 ár að undirbúa allann glæsileikann ?
Þeir segja okkur að aldrei hafi sjávarútvegurinn verið blómlegri, þegar skuldir hans hafa vaxið stjarnfræðilega. Menn selja kvótann og fara út út greininni með milljarða, og þeir sem kaupa sitja uppi með skuldirnar þeir þurfa svo að finna leið til að borga herlegheitinn. Hvar endar það dæmi ?
Núna gott dæmi úr Bolungarvík. Þar sem byrjað var á að selja kvótann. Eigendur hafa svo örugglega haft aðrar áætlanir um hvað ætti að gera við þann gróða. Ekki kemur hann bolvíkingum til góða, því þar máttu yfir 40 manns taka pokann sinn. Það er nú enginn smá fjöldi umreiknað yfir í reykvíkinga. Töluglöggir menn geta umreiknað það. Ég er sauður í slíku.
Ég verð samt að segja að mér finnst það frábært að vita að bæjarstjórinn í Bolungarvík er núna strax kominn af stað með að finna vinnu fyrir fólkið. Hafi hann þökk fyrir það. Mér er sem ég sæi það gerast annarsstaðar. Ungur maður nýkominn vestur og maður finnur að hjarta hans slær á réttum stað.
Getur einhver ímyndað sér það óréttlæti sem er að gerast fyrir framan augun á okkur, að einhverjir geti bara átt óveiddann fiskinn í sjónum. Og þessir menn geti svift fullt af fólki atvinnunni, og eignum sínum í leiðinni. Því þeir sem eiga þarna hús selja það ekki á neinu markaðsverði. Þeir geta í besta falli selt einbýlishús í Bolungarvík fyrir kjallaraholu í Breiðholtinu. Eða nei ef til vill bara fyrir eitt geymslupláss í fjölbýlishúsi í Reykjavík.
Nei sjávarútvegurinn hefur aldrei verið með jafnmiklum blóma og einmitt nú. Frú Ásta Möller svaraði því til í kosningaútvarpi Útvarp Sögu að það þyrfti ekki að breyta neinu í kvótakerfi okkar, því þetta væri besta kvótakerfi í heimi, og aðrar þjóðir litu til þess með aðdáun. Og vildu taka það upp.
Ég segi bara það fólk í hinum dreyfðu byggðum landsins sem lætur plata sig eina ferðina enn til að kjósa þessa stjórn yfir sig, er ekki í tengslum við raunveruleikann. Það er alveg á hreinu.
Annað sem ég vildi sagt hafa. Skoðanakannanir eru að tröllríða hér öllu og flestir komnir með æluna upp í háls af slíkum. En ég vek samt athygli á einu. Í byrjun þegar stjórnarandstaðan talaði sem einn maður um samstöðu, þá var stjórnin fallinn samkvæmt þessum skoðanakönnunum.
En um leið og formennirnir fóru að tala út og suður um að ganga óbundnir til kosninga, þá breyttist að strax og stjórninn hélt velli samkvæmt könnunum. Er þetta ekki umhugsunarefni fyrir þessa þrjá flokka sem byrjuðu með kaffibandalagið ? Ef þeir tala einum rómi um að starfa saman eftir kosningar og gefa þjóðinni skýrt val, þá er ég viss um að þeir munu sigra.
Þessir flokkar geta skipt sköpum. Þeir þurfa bara að ganga í takt, og sýna svo ekki verður um villst að þeir muni standa við það að starfa saman ef kosningaúrslit verða þannig.
Glæsilegur árangur ríkisstjórnarinnar eru bara innantóm orð. Það er góðæri um allan hinn vestræna heim, og að þakka sjálfum sér það hér og nú er bara barnaskapur. Það hafa komið fram skýrslur og varnaðarorð sem segja okkur að hér er ekki allt sem sýnist. Og okkur ber að hlusta á þær raddir. Að bjóða okkur upp á það korteri fyrir kosningar að þessi 12 ár séu bara undirbúningur fyrir öll góðu málefnin er svo út úr korti að hver einasti hugsandi maður ætti að sjá að það bara stenst enganveginn. Og hvað svo, tekur þá önnur 12 ár að koma þessu góðæri á ? Og leiðrétta það sem þau hafa viljað gera öll 12 árin sem þau hafa verið við völd? Common segi ég nú bara.
Það er ljóst að um 40 % manna er óákveðinn um hvað þeir ætla að kjósa. Ég segi við þetta fólk, þá sem hingað slæðast og lesa. Kynnið ykkur málefnin. Skoðið hvað fólk hefur gert og hverju lofað. Farið inn á Althingi.is og skoðið frumvörpin sem stjórnarandstaðan hefur lagt fram og af hverju þau góðu mál sem þau hafa lagt fram hafa ekki náð fram að ganga. Það skyldi þó ekki vera af því að ríkisstjórnin hefur í raun og veru engar fyrirætlanir um að gera allt það sem þau hafa verið að "undirbúa" svo glæsilega síðastliðnu 12 árin. Að öll fallegu orðin og allar fallegu áætlanirnar eru bara nýju fötin keisarans, sérsniðin til að villa ykkur sýn. Til að fá atkvæðin ykkar enn og aftur. Til að geta setið kyrr við kjötkatlana og ráðstafað öllu ennþá og aftur.
Það er nefnilega svo, að á fjögura ára fresti þá eigið þið þetta val. Þið getið ráðið því hverjir ylja sér við kjötsúpuna. Þið eigið þau völd. En með því að yppta öxlum og segja að það sé sami rassinn undir þeim öllum, eða kjósa bara það sama af því að maður hefur alltaf kosið þá, eða að segja að ég hef það svo sem ágætt og þá er enginn ástæða til að breyta, þá eruð þið að grafa undan því lýðræði sem á að vera í hverju lýðræðisríki.
Ég segi bara lýðræðið er dýrmætt. Og það er auðvelt að glata því, ef maður er bara nógu kærulaus. Völd spilla, það er ekki vegna þess að fólk sé vont. Heldur liggur það bara í hlutarnis eðli og er bara mannlegt að þegar maður hefur setið of lengi við völdin, þá verður maður kærulaus og vill bara hafa sín völd áfram. Þar verður enginn endurnýjun eða nýjar áherslur. Aðalmálið verður bara að halda í þau völd sem maður hefur. Ertu þú kjósandi góður tilbúinn til að taka þann slag. Viltu breytingar ? eða viltu bara sömu súpuna áfram af því að hún er eitthvað sem þú þekkir. Eða hefurðu þor til að leita nýrra leiða ? Þegar stórt er spurt................................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
29.4.2007 | 21:45
Sannleikurinn er alltaf sagna bestur.
Mig langar til að benda fólki á silfur Egils í dag, þar sem mér virðist hafa orðið sögulegar sættir milli Egils og formanns Frjálslyndaflokksins, þar sem Egill átti mjög gott viðtal við Guðjón Arnar og gaf honum tækifæri til að útskýra stefnumál flokksins. Það má sjá hér http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/section?Category=VEFMIDLAR&Template=VefTV&ChannelID=10&ProgID=32047&ProgType=2001&ItemID=29103&progCItems=1
Og ég segi bara takk fyrir þetta Egill. Ég vil bara taka til baka allt sem ég hef sagt um þig. Þetta var frábært viðtal og skemmtilegt handtak þarna í lokin, sem sögðu sína sögu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
29.4.2007 | 20:15
Kaffi, tvífætlingar og margfætlingar.
Kosningabaráttan er að fara í gang, og ekki seinna vænna. Fólk er að koma og spyrjast fyrir um málefnin og gott mál. Það kom til mín ung stúlka áðan og sagðist vera mjög óákveðin, hún væri að velta fyrir sér þremur flokkum, sem sagt stjórnaranstöðunni. Ég lét hana hafa bæklinga og sagði henni að kynna sér vel stefnumál flokkanna. Þau væru mikið til sameiginleg, svo sem eins og velferðarmálin. Tvennt væri samt sem við leggðum áherslu á og kvæðum fastar að en aðrir, og það væru fyrst og fremst sjávarútvegsmálin og svo innflytjendamálin. Frjálslyndi flokkurinn hefur skýra stefnu í sjávarútvegsmálum og hvernig hann hyggst vefja ofan af kerfinu á mjúkan hátt, án þess að rústa neinu.
Síðan að leggja áherslu á að innflytjendur sitji við sama borð og íslendingar. Að við tökum ekki á móti fleirum en svo að við getum haft eftirlit með því að þeir njóti sömu mannréttinda og aðrir.
Ég hlustaði á sunnudagsviðtal hjá Rúv í dag, þar var einn spekingurinn sem sagði að Frjálslyndi flokkurinn hefði farið kolvitlaust af stað með málið "bara Ísland fyrir íslendinga " og búið sagði hann. Þetta er svo rangt að það er meiðandi. Í maí í fyrra þegar umræðan byrjaði um að uppfylla EES samningin um sameiginlegan vinnumarkað, þá vöruðu þingmenn frjálslyndar eindregið við því að opna landamærin óheft. Þá sögðu þeir að þetta myndi skapa ávissu og erfitt væri að fylgjast með því að menn væru meðhöndlaðir af virðingu.
Þessi ágæti maður sagði að auðvitað yrði að ræða þessi mál en bara ekki eins og Frjálslyndi flokkurinn hefði gert. Og þarna var auðvitað enginn úr flokknum til að leiðrétta bullið. Því bull var þetta og ósvífin tilraun til að gera lítið úr málfluttningi okkar án þess að við fengju rönd við reist.
Við höfum alla tíð talað á sömu nótum. Málflutningurinn hefur bara verið rangfærður af sjálfskipuðum sérfræðingum. Og ég held að það séu allflestir búnir að sjá þetta, og að forystumenn hinna flokkanna sjái eftir að hafa alfarið höggvið á umræðuna. Og núna á að reyna að koma því að við við höfum bara talað vitlaust um málið, en það yrði að ræða það. Sú umræða hefði aldrei farið fram ef við hefðum ekki byrjað hana.
Um sjávarútvegsmálið gegnir sama máli, frjálslyndir er eini flokkurinn sem vill halda þessu á lofti og gera eitthvað ákveðið í málinu. En ég er viss um að það mun ekki reynast erfitt fyrir kaffibandalagið að standa að baki okkar hvað það varðar.
Því það greinir ekkert á milli í flestum öðrum málum. Og eins og fram kom í stjórmálaumræðu í þætti á Útvarpi Sögu í dag, þá töluðu Ásta Ragnheiður og Jón Magnússon mjög svo einum rómi, og þar kom fram að stjórnarandstaðan hefur flutt mörg góð mál um velferð bæði aldraðra og öryrkja sem þessi ríkisstjórn hafnaði. Svo þessi bleika blæja sem þeir eru að breiða yfir sig núna er nú ekki mjög trúverðug. Fyrir utan frekjuganginn í Ástu Möller, ég á orðið núna, ég er að tala, ekki grípa fram í fyrir mér, ekki tala meðan ég er að tala..................... galaði hún sífellt og gjammaði svo manna mest. Þvílík frekjudós.
En sum sé ég er bjartsýn á, að í vor verði mynduð velferðarstjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra. Og það verður góð stjórn og hún mun þurfa að vinna vel að því sem þessi ríkisstjórn hefur trassað. En það er alveg ljóst að við þurfum að vera þar innanborðs til að okkar áherslur verði með.
Fólk kíkti við á skrifstofunni við sátum fyrir utan í góða veðrinu.
ekki voru allir á tveimur jafnfljótum, þessi leit við, en þáði ekki kaffi.
Þessi aftur á móti var í garðskálanum mínum, ég taldi 17 stykki, flykki og sumar vilja detta í tjörnina, og það gerði þessi elska en ég bjargaði henni upp úr, þið sjáið að vængirnir eru fastir saman, en hún er nú samt farin af stað aftur eins og allar hinar. ég bjargaði alls þremur svona hlussum upp úr tjörninni áðan. Þær fljúga eins og bjánar yfir tjörninga þó þær viti .... nei þær vita það sennilega ekki að þær eiga ekki að geta flogið samkvæmt þyngdarlögmálinu. En þetta eru drottningarnar sem byrja og búa sér til bú með öllum sínum þegnum. Það verða örugglega mörg bú í sumar og það er gott. Þær eru nytjadýr og vinkonur mínar. Ég hef bannað börnunum að veiða þær eða meiða á nokkurn hátt. Þetta eru vinkonur hennar ömmu segir stubburinn, það er bannað að meiða þær.
Það er svo mikið um að vera í garðskálanum og blómin mörg.
Skýin falleg eins og venjulega.
Ég vil óska ykkur gleðiríkrar nætur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.4.2007 | 14:04
Ennþá meira um gott veður á Ísafirði.
Morguninn var mjög fagur, og afi og félagar ákváðu að fara á kajak, og það var líka krakkatími. En þau hafa góða aðstöðu til að sigla hér á Ísó.
svo er að koma bátnum aftur í hús.
en aðrir grallarar vildu heldur klifra í gömlum bátum.
Kasta steinum í sjóinn og þessi drumbur átti að fara á flot. Ég veit ráð sagði einn, við setjum steina undir hann og svo rúllum við honum niður. Það gekk að vísu ekki alveg eftir, svo það var hætt við þær framkvæmdir.
Á meðan hinir bisuðu við drumbinn og að klifra í bátum, sátu þessir og slökuðu á eftir róðurinn í heitum potti.
Svo komu stóru strákarnir og stelpurnar að landi.
Þar reyndist vera á ferð, snillingurinn okkar íslandsmeistarinn og myndatökumaðurinn Halldór Sveinbjarnar með erlenda gesti.
enda svo á mynd af strákunum, hér á gamalli frystivél. En dagurinn er rétt að byrja. Nú þarf maður að fara út í góðaveðrið. Eigið þið góðan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.4.2007 | 13:44
Góður dagur framundan.
Ef ég segi að ég hefði ekki fengið áfall við að heyra síðustu skoðanakönnun þá væri ég að ljúga. En svo hef ég verið að hugsa málið. Það eru um 40% manns sem ekki gefa upp afstöðu sína, og auðvitað eigum við einhverja þar. Þetta er líka allta annað en það sem við heyrum í kring um okkur. Ef það er borið saman við könnunina þá er hún úti á túni.
Svo ég ætla bara að vera bjartsýn þangað til ég sé hvað kemur upp úr kössunum 12. maí næst komandi.
En við áttum yndislega stund í gær fjölskyldan grilluðum og skemmtum okkur vel.
Litla Evíta Cesil fékk sér sopa svona til að byrja með.
Sumir vildu frekar leika sér í vatninu, og ef einhver heldur að þetta sé snjóþota, þá er hinn sami í villu og svíma, því þetta er auðvitað skip.
Þessi stubbur átti afmæli í gær og fékk þetta líka fína hjól í afmælisgjöf.
Sumir höfðu meiri áhuga á tölvuleikjum eins og gengur.
Sumir voru svo orðnir ansi syfjaðir í gærkvöldi, og þá var gott að lúlla í fanginu á afa sem söng svo fallega fyrir hann.
Svona skartaði himininn sínu fegursta.
Og máninn fór síðastur að sofa.
Þessar komu svo hressar og kátar í morgun.
Það var gott að fá sér morgunverð.
En nú er sól og blíða á Ísafirði, örugglega um 18° eða meira. Sannarlega yndislegur dagur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2007 | 18:13
Lítið er ungs manns gaman, gott veður og ljósir punktar í tilverunni.
Hér var dásemdar veður í dag, því miður hafði ég ekki myndavélina mína með í bæinn þegar ég fór á kosningaskrifstofuna. En hér er bærinn alltaf fullur af fólki þegar veðrið er eins og það er í dag. Fólk í stuttbuxum og sumarfötum, með ís að rölta niðrí bæ, eða sitja á tröppum Landsbankahússins, börnin klifra á steinkubbunum á torginu. Allt svo vinalegt og svo eins og það er vant að vera.
Skíðagöngumennirnir hafa örugglega átt dásamlegan dag upp á Breiðadalsheiði, þvi hér er a.m.k. 15°hiti og sól.
En það voru þessir ungu menn sem áttu mína athygli, og það var gaman aðfylgjast með einlægum áhuga þeirra á vísindalegum tilraunum til að kveikja eld.
Áhuginn leynir sér ekki.
Eins og sjá má er þetta mjög áhugavert.
Sá stóri hjálpar þeim minni.
Og hér sést svo punkturinn sem allt snýst um. Og það tókst að kveikja eldinn, eins gott að amma var viðstödd. Ekki í stéttinni heldur í þurrum blómstöngli.
Svona var veðrið í dag, dásamlegt og hlýtt.
Eins og þið sjáið þá er ekki mörg ský á himninum. dýrðardrottins koppalogn eins og einn ágætur maður sagði, og það var ekki Jónas í hvalnum.
Svo heyrði ég flott viðtal við Matthildi Helgadóttur um óbeislaða fegurð. Matthildur er alveg sér á parti svo skemmtileg í svoleiðis viðtölum.
Og svo rétt í þessu hringdi einn sonur minn og spurði hvort við ætluðum að grilla, jamm sagði ég, megum við kaupa okkur grillmat og vera með ? Já auðvitað sagði mamma ánægð. Og svo eru líka litlu ömmuenglarnir hér í nótt, svo það verður margt um manninn eins og venjulega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.4.2007 | 20:12
Þrír kokkar.
Jamm ég fór létt úr út matseldinni í kvöld. Fékk til liðs við mig ekki minna er þrjá kokka.
Jamm það var nefnilega svoleiðis að stubburinn fékk uppskrift í skólanum sínum og vildi fá að elda. Hér eru þeir, einn les, einn kokkar og þriðji réttir þeim það sem við á að eta.
Og svo er bara að fá sér að borða.
Uppskriftin er svona;
Pasta með beikonosti og skinku.
Pasta
skinka
beikon
beikonostur
rjómi
kjötkraftur.
(gott aðhafa sveppi, lauk eða annað grænmeti)
Pastað soðið, beikonið steikt og skorið í bita, skinkan skorin í litla bita. Beikonið og skinkan sett í pott og grænmeti ef það er notað rjóma hellt yfir og beikonosturinn bræddur þar í. Bragðbætt með kjötkrafti og salti og pipar. Sósunni blandað saman við pastað og borðað með salati og grófu brauði.
Þetta var bara þvílíkt gott, og þeir sáu algjörlega um þetta sjálfir þessir piltar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
27.4.2007 | 17:14
Englar.
Í dag verður fjallað um engla. Þessir tveir ömmuenglar komu með flugvélinni í morgunn.
Júlíana Lind og Daníel. Hún er dugleg og góð stelpa og hann er rosalegur prakkari. Amma hvað heldurðu að ég hafi farið oft til skólastjórans spurði stýrið sporskur á svip. Þrisvar? sagði ég. Nei. Fimm sinnum ? spurði ég. Nei átta sinnum sagði hann og hló. Grallarapallarinn hennar ömmu sinnar.
Síðan fór ég í ungbarnasund. Þar voru margir litlir englar. Hér er litla fröken Evíta Cesil og komin strax með kavalér upp á arminn.
Og hér er hún stolt með pabba sínum, sem er ennþá stoltari ef það er hægt.
Aha að kyssast í sundi. Það er svo notalegt.
Pabbabros, og þarna er mamma líka og Tinna frænka.
Maður er nú svolitið smeyk við þetta allt saman. Þá er nú gott að vera hjá pabba sínum.
Fullt af elskulegum litlum englum hér.
Og með mömmu og pabba, það var bara dálítið óttalegt að fara í kaf eins og lítill andarungi.
Já þvílíkur mannauður í sundlauginni á Heilsugæslustöðinni á Ísafirði.
Og svona lagað fylgir litlum englum.
Hér voru svo aftur á móti stærri englar í stuði með Guði.
Æskan okkar að dimitera. Fallegir og lífsglaðir englar framtíðarinnar.
Hér er svo engill sem kom færandi hendi alla leið frá Kúpu. Hún gaf mér fræ þessi elska. Kom með þau alla leið frá Kúpu til að gefa mér. Þau eru sjaldgæf, sagði hún og ég hugsaði þessi fræ verður Ásthildur að fá.
Englarnir eru í öllu stærðum og gerðum.
Hér er svo Íslenski fáninn kominn upp til heiðurs Fossavatnsgöngunni. Blaktir við hún og minnir okkur á að við erum sjálfstæð þjóð. Sjálfstæð stolt þjóð sem viljum halda áfram að vera slík. Og með þeim mannauði og fallegu englum sem eru allt í kring um okkur, þá verður það létt mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.4.2007 | 19:25
Stemning í góðu veðri á Ísafirði.
Já það var skemmtileg stemning hér í miðbænum á Ísafirði þegar ég sat á kosningaskrifstofunni hjá Frjálslyndum og tók mér stól og settist útfyrir í sólina.
Hérna er skrifstofan, og Silfurtorg búðin með nærföt og sundfatnað er í sama húsi, þær höfðu sett sundföt út fyrir, þau voru á 30% útsölu. Þarna er líka stóllinn sem ég sat í.
Þessir töffarar voru á brettum og hjólaskautum.
Þessi var tilbúin að pósa fyrir mig.
Búms! góð lending. Hann var búinn að æfa sig töluvert og fá nokkrar byltur.
Hér er verið að undibúa Fossavatnsgönguna, hina árlegu skíðagöngu upp á Seljalandsdal og upp að Fossavatni.
Svo kom lítill ömmustubbur á hjóli.
Ef þið trúið ekki að vorið sé komið, þá eru þessar myndir sönnun fyrir því, snæstjarna og animona. Hvað er fallegra en það á vorin.
Ætli ég fái ekki bara perur og kirsuber í sumar hehehe.
Og svo að lokum ein skýjamynd. Jamm svona var dagurinn á Ísó í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
26.4.2007 | 13:51
Úti að grilla.
Veðrið í dag er dásemd ein, svo var líka í gær enda var grillað á fullu.
Stubburinn er að nudda hendina á afa.
Já það er gaman að upplifa vorið. En nú þarf ég að þjóta út í góðaveðrið. Eigið góðan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 12
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2023476
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar