Pælingar um pólitík.

 

Ég hef verið að spá í pólitíkina núna undanfarið Og ætla um að setja þær hugsanir á blað. Vona að mér fyrirgefist það. 

 

Ég er næstum viss um að núverandi ríkisstjórn fellur í vor.  Það sé á og heyri í kring um mig, óánægja allstaðar og þreyta meðal ráðamanna og áhugaleysi þeirra að að leysa málin.

Ég held líka að hvorki Vinstri grænir eða Samfylking fari í samstarf með öðrum hvorum stjórnarflokknum.  Þeir vita sem er að þeir yrðu einungis önnur hækja og ég veit um marga sem myndu ganga út úr þessum flokkum ef þeir tækju þátt í þeim dansi.

 

Ég hygg að þeir muni láta reyna á samstarf stjórnarandstöðunnar núverandi.  Og til þess að svo megi verða, verður Frjálslyndi flokkurinn að koma þar að málum.

 

Vinstri grænir eru á blússandi siglingu og er það bara hið besta mál.  Ég hef samt ekki trú á að þeir haldi þessum miklu yfirburðum fram að kjördegi.  Ég byggi það á tvennu.

Á landsfundi þeirra eru aðallega tvö mál sem standa upp úr í umræðunni.  Eflaust hafa þar verið mörg góð mál og brýn.  En sum sé það sem stendur uppúr og almenningur þekkir eru Netlöggan og lög um jafnan aðgang karla og kvenna til landsmálum. 

Netlögga er eitthvað sem ég held að íslenskur almenningur kaupi ekki.  Við erum svoddan anarkistar í eðli okkar að ég er andi hrædd um að menn vilji ekki að einhver augu séu að krúkka í þeirra málum til að leita að klámi. 

Hvað varðar hitt atriðið eða feminisman, þá man ég að Steingrímur var einn af þeim fyrstu til að taka sér fæðingarorlof sem var mjög flott og kúl.  En svo kom bókin hennar Margrétar Frímanns, og þó ég hafi ekki lesið bókina, þá hefur því verið rækilega komið til skila að í þeirra samskiptum var sá sami Steingrímur hið mesta karlrembusvín, sorrý Steingrímur minn.

Og svo er hitt að í kring um hann eru einmitt konurnar sem hvað hæst létu í múgæsingunni um daginn með klámframleiðendur sem vildu koma hingað í skemmtireisu.  Þar var farið með þvílíku offorsi að það hálfa væri nóg, og það held ég að unnist hafi orusta en stríðinu tapað.  Það á reyndar eftir að koma í ljós þegar lengra líður og æsingurinn sjatlast niður.  Ég veit bara að mín tilfinnig er þessi.

Ég sé því fyrir mér að þeir missi töluvert af þessu meinta fylgi en fái samt góða kosningu sem betur fer.

 

Samfylkinginn gæti náð að stækka enn meira, ef þeir bara fara að fylkja sér um formanns sinn. Mér finnst Ingibjörg Sólrún vel frambærileg kona og fylgin sér í sínum málflutningi, hins vegar hafa ummæli hennar oft verið slitin úr samhengi og snúið út úr.  Hún hefur sýnt að hún er sterkur karakter og heldur sínu striki.  Sem konur mættu taka til greina þ.e.a.s. samfylkingarkonur sem sagt er að hafi farið yfir á Vinstri græna.  Ég ætla líka að minna ykkur á það að í valdatíð Ingibjargar sem borgarstjóri var mjög fljólega komið á gott jafnvægi milli karla og kvenna í borginni.  Þar voru enginn boð og bönn, heldur skipulega ráðnar í embætti sterkar konur sem stóðu sig fyllilega í samkeppni um störf.  Nokkuð sem ekki gerist allstaðar.  Hvernig er staðan núna þar til dæmis ?

En það er með Ingibjörgu Sólrúnu eins og svo margar aðrar konur að þær þurfa að standa sig 110% til að vera viðurkenndar, og mér finnst þessi togstreita vera af þeim toga.  Menn fyrirgefa körlum ýmislegt en ekki konum.  Og þess vegna gera þær ofurkröfur á sjálfar sig.  Og þora of ekki að standa í forsvari, af því að þær treysta sér ekki til þess.  Á þessu þarf að taka, en ekki með lagasetningum, heldur áróðri og uppfræðslu. 

Samfylkinginn á því góða möguleika á góðri kosningu ef þeir koma vel og sameinaðir út úr landsfundi.

 

Frjálslyndi flokkurinn er minnstur þessara flokka en ekki þýðingarminnstur.  Aðalmálefni flokksins eru sjávarútvegsmálin og innflytjendamálin í jákvæðri og góðri meiningu.

Forystumenn hafa alltaf verið sjálfum sér samkvæmir í málflutningi sínum um sjávarútvegsmál.  Þeir hafa farið mikið um landið og rætt við fólkið í byggðum landsins.  Þannig heyrðu þeir líka um áhyggjur fólks af innflytjendum sem atvinnurekendur og vinnuleigur voru að flytja inn.  Fólk sem kom hér til að vinna og var á strípuðum töxtum, seinna hefur svo komið í ljós að oft er aðbúnaður til algjörrar skammar og réttindi fyrir borð borin.  Það er því þörf á að skoða þessi mál vel og hvað hægt er að gera í stöðunni.  Til að allir geti haft mannsæmandi aðbúnað og laun.

Mínir menn eru líka með góðar lausnir á fiskveiðistjórnuninni.  Sem ég er viss um að muni reisa minni sveitarfélögin út úr fátæktargildrunni og ánauðinni.  Og sterk landsbyggð gerir sterkari höfuðborg..

 

Þar með er Kaffibandalagið það besta sem þjóðin gæti fengið yfir sig í dag.  Ég er bara hrifin af því að Ingibjörg Sólrún verði fyrsti kvenforsætisráðherra okkar.  Og vel treysti ég Steingrími J. Steingrímssyni til að vera skeleggur utanríkisráðherra.  Og við munum að sjálfsögðu vilja fá Guðjón Arnar í sjávarútvegsráðuneytið. 

Þetta yrði góð velferðarstjórn, og það er alveg öruggt að við yrðum ekki látin taka þátt í innrásum né stríðsbrölti neinstaðar í heiminum. 

Það er margt sem þessir þrír flokkar hafa sameiginlegt.  Til dæmis velferðarmálin og aðbúnaður þeirra sem minna mega sín.  Og mér sýnist umhverfismálin myndu verða í góðum höndum.  Þar yrði þessu virkjanabrjálæði hætt.  Og einkavinavæðinginn stöðvuð.  Sumir eru hræddir við efnahagsstjórn “vinstri”manna.  En það er bara gömul mýta og áróðursbragð.  Og reyndar er skuldasöfnun og óráðsía núverandi stórnar skelfileg.

Þetta getur verið óskhyggja hjá mér.  En mikið lifandi skelfing vildi ég sjá þetta gerast í vor.  Það er einfaldlega kominn tími á breytingar, og komin tími til að breyta um áhöfn á skipinu.  Þá munu ferskir vindar blása.  Og margt breytast þjóðinni til heilla það er ég viss um.  

En til þess að þetta megi gerast, þá þurfum við öll sem eitt í stjórnarandstöðu að fara að tala einum rómi.  Standa saman og sýna það svart á hvítu að við getum starfað saman, sýna svo ekki verði um villst að þetta sé valkostur.

Gefa fólkinu í landinu skýran valkost.  Nýtt velferðar og velfarnaðarvor okkur öllum landsmönnum til heilla. 


Asskoti ertu liðug enn......

Sagði læknirinn við mig í morgun.  Forsaga málsins er sú að undanfarna daga hefur bakið verið að stríða mér.  í gær fann ég svo hvernig það klikkaði og ég hef dragnast um húsið síðan.  Ekkert getað beygt mig eða teygt.  Og svo missi ég auðvitað allt á gólfið sem ég held á fyrri vikið, og verð að láta það liggja heheheh.... En svo fór ég til læknis í morgun til að láta líta á þetta í von um lækningu.  Þorsteinn læknir skoðaði mig í bak og fyrir, og spurði allskonar spurninga.  Að lokum ákvað hann að reyna að hnykkja bakið.  En þegar hann var búin að setja mig þar til gerðar stellingar og ætlaði að rykkja, þá gaf ég endalaust eftir, mikið asskoti ertu liðug sagði hann.  Hér er enga fyrir stöðu að finna.  Það endaði svo með því að ég fékk fjórar sársaukafullar sprautur í bakið og get staulast meira um, og jafnvel setið við tölvuna en svo ekki meir hehehe...

 Botti karlinn er enn á lífi.  Hann sendir kveðjur og takk fyrir knúsið.  Ef einhver á góða hugmynd um hvernig hægt er að skorða hann á réttum kili án þess að meiða hann, eru slík ráð vel þegin. 

Og stubburinn er kominn heim. Veistu amma að ég var tvo klukkutíma á flugi í gær, og gubbaði 7 sinnum.  Og það var eins og flugvélin væri að hrapa og ég fékk fiðring í magann, sagði hann.  Heart


Ég var ekki búin að segja ykkur frá því....

En ég sendi Hagstofunni bréfið mitt í dag, með mynd af legsteini afa míns með nafninu Cesilíus og alles.  Nú er að sjá hvort þeir taka við sér þar og leyfa mér að skrifa nafnið mitt eins og ég vil, en ekki eins og presturinn rangskrifaði í kirkjubók fyrir rúmum 60 árum. 

Ég get ekki séð neina skynsamlega ástæðu fyrir því að það sé réttara að skrifa Secil heldur en Cesil.  En hvað veit ég svo sem.  Sennilega fæ ég skýringu á þessu. 


Botti lifir enn.

Hann er samt enn á hvolfi, en það er ótrúleg seigla í þessu litla dýri.  Vildi að ég gæti gert eitthvað meira fyrir hann.  En svona er lífið. 

Litli stubburinn minn fór í morgu suður í heimsókn til mömmu sinnar, hann er á leiðinni heim aftur í flugi og tvísýnt um hvort vélin getur lent vegna lélegt skyggnis.  En hún er farin af stað.  Leiðinlegt að vita af litlum pjakki í óvissu hátt uppi í himninum.  En vonandi tekst þeim að lenda, það eru góðir flugmenn sem fljúga hér innanlands.  Miklar hetjur og klárir bæði kven og karlflugmenn. 

Enda er æfingarprófið þeirra að lenda og taka upp af Ísafjarðarflugvelli.  Smile


Ekki fara alltaf saman orð og gjörðir.

Framsóknarflokkur vill læra af rangri ákvörðun um Írak

Framsóknarflokkurinn vill afnema stimpilgjöld

Framsóknarmenn vilja stjórnarskrárákvæði um auðlindir landsins

 Framsóknarmenn lofa milljarði í fíkniefnavarnir.  Nei það var fyrir mörgum árum.  En svei mér þá ef það komst nokkurntíma á blað.  Fíkniefnadjöfullinn hlær sem aldrei fyrr.  Aldrei hafa stjórnvöld verið fjarri því að ná böndum á skelfirinn. 
Það var líka talað um fíkniefnalaust land árið 2000.  En það er víst líka liðin tíð.
 Framsóknarflokkurinn nefnilega vill.................. allaf mjög vel fyrir kosningar.  En loforðin vilja svo fjúka og gleymast.  Því það er svo mikil fyrirhöfn að þurfa að efna öll þessi loforð.  Og svo vill stóri bróðir náttúrulega ekkert með þau hafa, og ekki má styggja höndina sem fæðir mann og klæðir.   Ég ætla rétt að vona að fólk láti ekki glepjast enn eina ferðina af innantómum loforðalista flokksins, þessum sem færði nokkrum vinum sínum banka að gjöf,  og öðrum fullar hendur fjár af gjafakvóta.  Það er notalegt við kjötkatlana.  Flokkur sem hefur lengi farið með félagsmálaráðuneytið og heilbrigðismálin og við getum séð marg þar sem vert er að skoða.  Eins og fleiri mánaða bið fyrir ungt fólk með geðraskanir á BUGL.  Lokun dagvistar fyrir fötluð börn, lokun meðferðarheimila og svo má skoða aðbúnað öryrkja og aldraðra.  Lokun endurhæfingardeildar á Landspítala fyrir fólk með geðraskanir. Langir biðlistar á sjúkrastofnunum og sumum hreinlega lokað tímabundið vegna fjárskorts.  Og svo er alltaf verið að skoða málin, eða þau eru í mótun eða það átti einmitt að fara að ræða þessi mál.  Maður kemur ekki að tómum kofanum þar.  En það er svo skrýtið að það bara gerist ekki neitt.    Ég held að fólk ætti aðeins að staldra við núna í aðdraganda kosninga og skoða gjörðir og samþykktir stjórnarflokkana, áður en menn fara inn í kjörklefann.  Það er nefnilega ekki sama orð og gjörðir.  Það er hægt að lofa öllu fögru, en það er stundum þannig að menn telja sig ekki þurfa að standa við slíkt eftir kosningar.  Þá er líka hægt að ypta öxlum og segja við réðum þessu ekki.......en við gerum þetta eftir næstu kosningar. 

« Fyrri síða

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2024262

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband