13.3.2007 | 13:20
Sóli skín á mig í dag.
Og alla hina ísfirðingana og nágranna. Það er bara yndislegt þegar veðrið er svona gott. Og við sem þekkjum sólarleysið yfir háveturinn fögnum sérstaklega, því við vitum hve grátt og leiðinlegt það getur verið að sjá sólina bara í hillingum og fjarlægð.
Svona veður eykur manni von og lífsþrótt. Við verðum tilbúnari að berjast fyrir tilveru okkar. Og við munum sigra. Áfram Vestfirðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
12.3.2007 | 17:19
Óbeisluð fegurð og BBC.
Jæja þá erum við Matthildur búnar að vera í viðtali við BBC um óbeislaða fegurð. Spyrillinn var dálitið nervus við okkur. Hann þrástagaðist við Matthildi um Bikini og svoleiðis. Hún reyndi að segja honum að þessi fegurðarsamkeppni snerist ekki um bikini og útlit.´
Hann fór svo alveg í kerfi þegar ég sagði honum að ég ætlaði að keppa til að vinna. Mér fyndist þetta æðisleg hugmynd og að ég vildi sýna fram á að fegurð er ekki bara grannar ungar stúlkur með stór brjóst, heldur eitthvað allt annað. Eitthvað sem kæmi innan frá. Eitthvað sem maður skapaði sjálfur með sínu lífi.
En við Matthildur skemmtum okkur bara vel í þessu viðtali eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Ég sagði honum að ég vildi leggja áherslu á að þó maður sé orðin 63 ára, þá getur maður ennþá haft gaman af lífinu.
Já og slóðin á heimasíðu þeirra óbeisluðu er á íslensku og ensku þessar hérna
http://obeislud.it.is/ og. http://untamedbeauty.org/Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
11.3.2007 | 20:00
Nóg að gera.
Fór á fund í morgun með Guðjóni Arnari og Kristni H. Gunnarssyni og fleira góðu fólki í Frjálslyndaflokknum. Þar var margt skemmtilegt rætt og mikill hugur í okkar fólki.
Svo kl. 14.00 tvö var farið á fundinn í Hömrum, þar var húsfyllir og ljóst að það er þungt í ísfirðingum. Ólína Þorvarðar stjórnaði fundinum af röggsemi og allir frummælendur fluttu magnþrungnar ræður. Að öðrum ólöstuðum var Einar Hreinsson sjávarlíffræðingur flottastur. En öll hin stóðu sig mjög vel. Frábært fólk með frábærar lausnir.
Það vakti mikla athygli að enginn af þingmönnum Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar sáu sér fært að mæta á þennan baráttufund. Magnús Stefánsson bað þó fyrir kveðju og tilkynnti veikindi. Ekkert heyrðist frá hinum. En þingmenn stjórnarandstöðunnar létu sig ekki vanta og tóku þátt í umræðum. Ólína fól síðan Guðjóni Arnari að kalla saman fund þingmanna kjördæmisins, og að þeir myndu leggja fram sameiginlegar tillögur til úrbóta fyrir samfélagið hér. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort slíkt lítur dagsins ljós.
Ég er stollt af mínu fólki, og framgöngu um að halda þennan góða fund. Hér er mannauður mikill, og ekkert að kvíða í því sambandi. Málið er að ná vopnum okkar og fá frelsi til athafna, fá það sem okkur ber. Við viljum ekki ölmusu, heldur tækifæri til að bjarga okkur með þær náttúruauðlyndir sem við höfum hér. Ef það verður leiðrétt kvíði ég ekki framtíðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
10.3.2007 | 22:54
200 heimsóknir í dag.
Jamm litla ég hef fengið 200 heimsóknir í dag, og er mjög stolt af því. Það er gaman þegar fólk lítur við. Þá mætti ætla að maður hefði eitthvað að segja sem skiptir máli. Takk elskurnar mínar fyrir að líta við hjá kerlu.
Jamm svona lítur 42 ára skvísa út, fann hana í myndasafninu í dag, þegar ég var að leita að myndinni af Jóni Steinari. Heheheh..... Þegar ég fór í Garðyrkjuskóla ríkisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
10.3.2007 | 14:07
Laugardagur er í dag.
Ég var að leita að mynd af vini mínum Jóni Steinari og rakst þá á þessa stemningsmynd af okkur hjónum. Svona laugardagsmynd.
Vonandi eigið þið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.3.2007 | 22:29
Bara að láta vita...
Botti litli dó í dag. Hann átti að fara í þriðju meðferðina, en var látinn áður en til þess kom. Prakkarinn fer samt í aðra meðferð á morgun til öryggis, annars er hann miklu frískari.
Og til aðforðast allan misskilning þá er hér átt við fiska Koj en ekki spendýr.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans, vinsamlegar gefið öllum í kring um ykkur knús og bros. Það myndi hafa glatt Botta litla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
9.3.2007 | 15:03
Ekki fyrir mig.
Ég veit ekki hvað það væri sem fengi mig til að fljúga inn í svona óveður. Ef til vill aðeins eitt og það er að ég ætlaði að fremja sjáfsmorð.
Flughræðsla þjakar mig alveg rosalega. En þetta eru hetjur.
![]() |
Flogið inn í ofsaveður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.3.2007 | 12:05
Föstudagur snjór og baráttuandi.
Jamm í dag er föstudagur, hann er frekar úfin hér á Ísafirði, en ekki samt svo að það er búið að fljúga. Föstudagar eru ágætir, þá er vinnuvikan búin og við tekur helgin sem maður hefur sjálfur til ráðstöfunar svona í flestum tilfellum. Í kvöld er ég boðin í mat til fjölskyldunnar minnar frá El Salvador, Isobel Diaz er mjög góður kokkur og galdrar fram allskonar skemmtilega rétti frá sínum heimahögum. "Babusas" finnst mér rosalega góðar. Litlar pönnukökur úr maísméli fylltar með dásamlega krydduðu grænmeti og kjöti. Það er annars alveg sama hvað hún eldar það er allt svo gott og skemmtilega kryddað. Ég á því von á góðu. Það stóð til að fara inn í Reykjanes, en verður sennilega ekki vegna rysjóttrar tíðar. Svo það verður bara slakað á heima hjá sér, og sinnt gróðri, sáningu og priklun. Allaf lengist dagurinn hjá okkur, og nú er orðið vel bjart um áttaleytið. Þetta er allt að koma. Og þegar snjórinn hylur þá verður allt bjartara. Hann er nú svolítið á hreyfingu blessaður, vill hrynja niður úr fjöllunum, og niðri í bæ er honum hrúgað upp og ekið með hann í burtu. Enn eru samt fjallháir snjóhaugar hér og þar um bæinn til mikillar gleði fyrir ungviðið, þessir haugar eru þaktir hlæjandi börnum. Sumir elska snjóinn meira en aðrir. Hann gleður samt aðra líka þó á annann hátt sé, því mokstursmennirnir fá meiri aur í vasan við að koma honum í burtu. Bændur og búalið gleðjast yfir að hann hylji tún og akra, svo minni hætta er á kali. Blóm og tré kúra undir hvítri sæng og kuldaboli nær ekki til þeirra meðan snjórinn hylur jörð. Allt helst þetta í hendur. En nú er sum sé föstudagur og vonandi verður helgin ykkur öllum notaleg. Ég ætla að mæta á fund í Hömrum á sunnudaginn til að sýna stuðning við mitt fólk í baráttu fyrir tilveru bæjarins míns. Við verðum öll að standa saman og sýna að okkur er full alvara með að vilja vera hér áfram. Það er kraftur í Vestfirðingum, en það er ekki nóg ef hendur okkar eru sífellt bundnar á bak aftur. Við þurfum að leita leiða til að geta verið sjálfbær og sjálfum okkur nóg. Ég er viss um að við getum gert ýmislegt ef við leggjumst öll á eitt. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.3.2007 | 02:12
Svo er nú það.
Hremmingar og stemmningar
Stuttri heimsókn til London lokið. Þetta var frábær ferð og ég naut þeirra forréttinda að vera með stórum og skemmtilegum hópi kvenna.
Mér sýnist ég ekki hafa misst af miklu í pólitíkinni hérna heima síðustu tvo sólarhringa. Framsóknarflokknum hefur tekist að snúa upp á handlegginn á samstarfsflokknum vegna auðlindaákvæðisins. Alltaf áhugavert að sjá menn hrökkva upp af værum blundi rétt fyrir kosningar.
Frjálslyndi flokkurinn á ekki sjö dagana sæla. Nú hefur leiðtogi þeirra á Akranesi yfirgefið flokkinn og það hlýtur að teljast áfall, sama hvernig Magnús Þór bölsótast. Hann veit ósköp vel og viðurkenndi raunar í samtali við Skessuhorn- að Karen Jónsdóttir sótti það mjög stíft að kona frá Akranesi skipaði 2. sæti á lista Frjálslyndra í Norðvesturkjördæmi og Magnús Þór studdi þá tillögu. En svo sneri hann við blaðinu þegar Kristinn H. Gunnarsson gekk til liðs við flokkinn og segir núna að pólitískt landslag hafi breyst. Þetta sætti Karen sig auðvitað ekki við. Hringlandahátturinn í Magnúsi Þór hefði hins vegar ekki átt að koma nokkrum manni á óvart.
Frá öðrum hremmingum Frjálslynda flokksins var sagt í fréttum RÚV í gær.
Frétt RÚV er svohljóðandi:
Iðnþing: Frjálslyndum úthýst
Engum fulltrúa Frjálslynda flokksins er boðið að taka þátt í iðnþingi Samtaka iðnaðarins sem haldið verður á föstudaginn í næstu viku. Á þinginu munu m.a. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, koma fram sem álitsgjafar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins er Illugi Gunnarsson. Þingið ræðir hvernig velsæld verður áfram tryggð á Íslandi. Í bréfaskriftum milli frjálslyndra og Samtaka atvinnulífsins, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að samtökin hafi við skipulagningu þingsins gert ráð fyrir að Margrét Sverrisdóttir kæmi fram fyrir hönd frjálslyndra en hún sé nú gengin úr flokknum og ekki sé hægt að breyta dagskrá þingsins.Margrét er vænsta kona. En hún hefur einfaldlega ekki komið hreint fram og skaðað flokkinn ótrúlega mikið með því. Vegna þess að það eru svo margir sem trúa bara því sem þeir vilja trúa. Mér þykir þetta sorglegt.
Það sem varð til þess að ég ákvað á sínum tíma að lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór i varaformanninn var einmitt það að Margrét gat einfaldlega ekki gert upp við sig hvað hún vildi. Og þetta voru erfiðir tímar og formaðurinn þurfti á ákveðnum stuðningi að halda. Ég hélt einhvernveginn að menn settu málefnin og hag flokksins ofar sínum eigin metnaði. Þannig myndi ég gera allavega. En í þessu tilfelli var það ekki rauninn.
Á þessum tímapunkti þar sem allt virðist snúast um feminisma og kvenfrelsi, þá segi ég að ég er jafnréttissinni og hvað sem kynferði líður, þá er það bara þannig að allt hefur sinn vitjunartíma líka frami kvenna og karla. Það þarf einfaldlega að skoða hvað er í stöðunni og velja það sem heppilegast er. Það var gert að mínu mati, sumir báru einfaldlega ekki gæfu til að una niðurstöðunni. Því miður.
Ef þetta gerir mig að karlrembusvíni, kvenrembusvíni nú eða einhverskonar svíni, þá verð ég einfaldlega að lifa við það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.3.2007 | 18:18
Nafnlaus eða undir nafni hvað er málið.
Kastljósmaður fer hér mikinn og setur sig á háan hest aldeilis. Samanber http://sigmarg.blog.is/blog/sigmarg/?nc=1#entry-141477
Þarna fellur karlinn sjálfur í þá sömu gryfju og hann er að saka málverja um, eða að bera gróusögur eða hvað hefur Sigmar fyrir sér í því að Satan, Krúttmoli, JonniIII Assmodeus eða Moran standi fyrir nafnlausa bréfinu? Hann vill ef til vill gera grein fyrir því. Eða er þetta dæmi um sannleiksgildi fréttamannsins. Slúður og gróusögur. Þó þessir menn skrifi undir nafnleynd, þá eru persónur þarna á bak við. Og það er ekki víst að þeir vilji að nafn þeirra sé bendlað við svona bréf.
Annars get ég bent Sigmari á að það er fylgir ekki endilega nafnleysi að vera með heimsku og illgjörn skrif. Má ég benda honum á nýleg skrif Guðbjargar Kolbeins hér á Moggabloggi og hvaðan skyldi eftirfarandi komment vera komið.Athugasemdir
Má ég benda þér á að þetta eru loforð Ríkisstjórnar sem er verið að uppfylla,það þarf 2 í tangó,ekki bara Sjálfstæðisflokkin þó þið haldið oft að svo sé.Ég þoli ekki þessa djöfulsins valdníðslu sem þessir helvítis Lögmenn Sjálfstæðisflokksins eru endalaust með á þjóð vorri,og fremstur er gungan og lygalaupurinn Davið aumingi Oddson,ég skal mæta honum hvenær sem er og hvar sem er og ég mundi brjóta hann eins og peð,því í mínum augum er hann minna en ekki neitt.
Sjálfur ertu lítill pappi sem flúðir Selfoss með allt í klessu,og ættir að hætta afskiptum af stjórnmálum,enda hefur þú ekkert fram að færa frekar en fyrridaginn.
Virðingafyllst Úlfar B Aspar.
Eftir palladóm Sigmars mætti hver málverji vera hreykinn af þessum skrifum.
Málið er að margir blaða og frétta menn hafa horn í síðu Málefnanna, alls ekki allir, en margir. Ég held að þar sé einhverskonar öfund á ferðinni. Eða allavega einhver vanmáttarkennd.
Það eru margir góðir pennar sem skrifa undir nafnleynd á málefnunum, og halla aldrei máli á nokkurn mann á ósanngjarnan hátt, á sama hátt og fólk sem skrifar undir nafni getur misst sig þó það skrifi sem slíkir.
Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé. En þannig er það allstaðar, og er ekkert bundið við spjallvefi frekar en blogg eða annað sem manneskjur taka sér fyrir hendur.
Fólk sem endalaust þarf að stæra sig og upphefja á annara kostnað segir mér bara að það vantar eitthvað upp á sjálfstraustið.
Annars get ég sagt honum að það eru margir málverjar sem skrifa undir nafni, eða gefa upp hverjir þeir eru. Og mér sýnist nú að hér skrifi sumir undir nafnleynd. Það skyldi þó ekki vera að ástandið í þjóðfélaginu sé þannig háttað að sumir hreinlega þori ekki að láta í ljósi skoðanir sínar nema undir nafnleynd. Það skyldi þó ekki vera að fólk ætti á hættu allskonar erfiðleika ef það hefur ekki réttar skoðanir. Það skyldi þó aldrei vera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 15
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2023479
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar