Að blogga

Jamm ég er ennþá að bíða eftir því að sjá hvað er svo miklu betra að vera á bloggi en á spjalli.

Sorrý ég er svoddan kjáni að það er búið að tala svo mikið um málleysingja og hve þeir séu hættulegir umhverfi sínu og ómerkilegir. 

En ég sé bara ekki muninn.  Jú hér kemur fólk fram að mestu undir sínu eigin nafni, og jú það er takmörkun á sóðaskapnum, samt sem áður þá fíla ég einhvernveginn ormagryfjuna mína alveg í botn.  Þó hún sé full af sjálfskipuðum besservisserum sem fara hamförum yfir minnstu yfirsjón. 

En þetta er fólkið mitt, og þau hafa kennt mér alveg óskaplega mikið gegnum tíðina öll sem eitt hvert á sinn hátt.  Sum eru algjört yndi, önnur flokkast undir tröll, en þau þroska mann og gefa manni vit til að takast á við veröldina. 

Málefnin.com eru frábær.  Alveg eins og Moggabloggið er alveg frábært líka.  Þá er þetta á sinn hátt ólíkt en svo frábærlega  líkt samt sem áður.  Við erum öll manneskjur og hvort við komum fram undir eigin nafni eða nikki þá bara erum við við sjálf, getum ekki leynst. 

Þannig að við erum bara við, hvort sem við erum nafnlaus eður ei. Þá skiptir það bara engu máli, heldur hvað við viljum koma á framfæri, hvað við erum tilbúin til að gefa af okkur sjálfum, og hver við erum, hvort sem við viljum gefa það upp opinberlega eða ekki. 


Hvað er réttlæti ?

Réttlætið.

Ég hef verið að velta fyrir mér þessu hugtaki. Líka réttlætiskennd og rétti mínum … og annara.

Þetta eru falleg orð og gefa góða mynd inn í manni.

En getur verið að þessi réttlætiskennd hafi aðra hlið á sér, sem er ekki eins sýnileg ?

Getur verið að til dæmis "múgæsing" jafnvel "dómstóll götunnar"sé hin hliðin á réttlætiskenndinni ? 

Og skyldi það geta verið að áróðursmeistarar nútímans hafi gert sér grein fyrir þessu og nýti sér réttlætiskennd okkar til að ná fram vilja sínum ?

Það er til dæmis hægt að sjá þetta í víðara samhengi ef maður lítur til ríkisstjórnar BNA, hvernig byrjuðu þeir innrásina í Írak ? Jú með því að höfða til réttlætiskenndar þjóðarinnar, hve Saddam væri vondur maður, og hve hættulegur hann væri okkur sjálfum og öðrum. Alveg þangað til fólkið var komið með þetta á hreint, réttast væri að útrýma helvítinu.

Þetta er saga frá annari heimsálfu. En ég held að við getum alveg séð þetta fyrir okkur allstaðar hér í okkar litla samfélagi líka.

Ég kynntist Austurrískum blaðaljósmyndara í sumar. Hann var vellaunaður ljósmyndari, svo uppgötvaði hann að eigin sögn að aðeins örfáir menn áttu og ráku fjölmiðla heimsins, og þessir örfáu menn höfðu í hendi sér og nýttu sér það að hafa stjórn á því hvað við hugsuðum og hvernig við hegðuðum okkur.

Þá hætti hann og hefur einbeitt sér að fyrirlestrum og líka að aðstoða fólk sem af einhverjum ástæðum lendir illa í pressunni. Fólk sem reynir að koma með óvinsælan sannleikann upp á yfirborðið, þann sannleika sem ekki fellur inn í þá mynd sem gúrúar nútímans vilja að við þekkjum.

Hann segir að allir helstu atburðir heimsins séu "fake" eins og hann orðaði það. Helförin, segir að rannsóknir sýni að það standist ekki að notað hafi verið allt þetta gas sem sagt er að hafi verið gert. En það sé þaggað niður.

911 til séu myndir sem sýni svart á hvítu að arabar hafi þar hvergi komið nærri.

Ferðin til tunglsins hafi aldrei verið farin. Heldur farið fram í kvikmyndaveri meistara Cubricks. Segir að það sé ljóst ef skoðaðar eru myndir frá þessum atburði að ljós og skuggar sýni að þetta geti ekki hafa farið fram á tunglinu.

Allt eru þetta mál sem eru tilfinningaþrungin og mjög eldfim umræða. Auðvelt að koma inn "réttlætingu" fólks á því hvað er vont og hvað er gott í þessu. Skynsemi komist ekki að. Það sé hreinlega vel hönnuð atburðarrás búin til og matreidd ofan í okkur almúgan. Hvað vitum við svo sem.

Ég hef séð þetta svolítið hér hjá okkur undanfarið. Ég er alveg viss um að það er í gangi maskína sem býr til staðlaðar ímyndir fyrir þá sem eru óþægilegir eða beinlínis hættulegir þeim sem vilja ráða.

Þetta er bara svona tilfinning hjá mér, ég get lítið fest fingur á hana en ég er viss að hún er samt sem áður til staðar.

Mér dettur til dæmis í hug Ingibjörg Sólrún, gott dæmi um mjög vinsæla manneskju sem andstæðingar hafa alla tíð verið hræddir við. Undanfarið hefur verið markvisst unnið að því að gera hana ótrúverðuga, umsnúa öllu sem hún segir og gera lítið úr henni. Ég er ekki samherji hennar og í byrjun fór hún í taugarnar á mér. En ég verð að segja að ég dáist að hvað hún er sterk og fylgin sér, þrátt fyrir allan kjaftaganginn og meira að segja hefur hennar eigið fólk, sumir hverjir tekið undir þetta allt saman. Þó hef ég hvergi séð neitt frá henni sem er ekki skynsamlegt og sýnir að hún vill vel.

Annað dæmi er Frjálslyndi flokkurinn sem sömu aðilar hafa illan bifur á. Það gafst tækifæri til að búa til úr flokknum þjóðernissinnaðan öfgaflokk þó hvergi sé hægt að benda á neitt slíkt hvorki í málefnahandbók flokksins né orðum forystumanna hans.

Áróðursmeistararnir mega vera ánægðir með árangurinn.

Ég var að tala um réttlætiskennd. Hún er tvíeggja sverð. Ef við viljum raunverulegt réttlæti, þá kostar það bara heilmikið.

Það kostar að við þurfum að skoða málin og kynna okkur hvað er í gangi, en hlaupa ekki eftir þeim sem hæst galar.

Við getum ekki leyft okkur að láta reiðina yfirtaka réttlætiskenndina og fara sjálf ofan í þann pitt að fordæma jafn mikið eða meira þá sem um er rætt.

Við skulum aðeins vara okkur á matreiðslumeisturum kjötkatlanna. Seiðurinn sem þar er bruggaður getur reynst okkur hættulegur ef við ætlum að hlaupa upp til handa og fóta með það sem við heyrum, en nennum ekki að kynna okkur til hlítar.

Í æsku heyrði ég alltaf að "vinstrimenn" kæmu sér aldrei saman um neitt, þeir væru sundurleitur hópur sem gæti ekki stjórnað.

Þetta með hægri og vinstri er svona orðatiltæki sem loðir við enn í dag. Og núna í merkingunni stjórn og stjórnarandstaða.

Besta vopn sem við getum gefið þessari ríkistjórn er nefnilega það að við berjumst innbyrðis. Að réttlætiskennd okkar sé saumuð ofan í hvert handtak okkar sjálfra, svo að við gleymum að horfa í stærra samhengi á samfélagiðl.

Hvernig væri nú að snúa þessu örlítið við. Skoða og lesa hvað fólk er að segja. Og meta sjálf hvað sagt er og gert.

Ég hef grun um að þessi barátta í vor verði ansi leirug og andstyggilegt enda er mikið í húfi. Ef til vill meira en við gerum okkur grein fyrir hjá sumum allavega.

Við eigum ekki að láta segja okkur hvað við hugsum. Við eigum að líta til allra átta og móta okkar eigin skoðanir. Það er hið eina og sanna lýðræði.

Eina réttlætið er það að við tökum upplýsta ákvörðun byggða á því sem við höfum kynnt okkur sjálf. Jafnvel með því að spyrjast fyrir.

Það er nefnilega stundum hægt að segja vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti.

Þess vegna eigum við að vinna heimavinnuna okkar og sjá til þess að enginn plati okkur til þess að þjóna heimatilbúnum velmatreiddum "sannleika".

Lýðræðið kostar nefnilega þegar til alls kemur bara alveg heilmikið.


Hvað ef ???

Meira um litla barnabarnið mitt og fæðingu þess. 

  

Oft er spurt hvað ef ? stundum getur það verið eitthvað sem ekki skiptir máli, en stundum er það bara dauðans alvara.

 

Ég var viðstödd fæðingu barnabarnsins míns í gær.  Barnið var fyrirburi, átti eftir mánuð af meðgöngu, en legvatnið hafði farið, svo ákveðið var eftir nokkra daga að koma móðurinni af stað eins og ég gat um hér áður. 

Allann daginn og fram yfir miðnætti var hún með miklar hríðar og kvaldist eins og við vitum sem höfum gengið í gegnum slíkt. 

Eftir miðnættið var svo ljóst að það varð að taka barnið með keisaraskurði. 

Þannig háttar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði að fæðingardeild og aðrar sjúkradeildir eru á annari hæð, en skurðstofa á jarðhæð, sjúkrabílar og slíkt hefur svo aðkomu í kjallara.

Þegar hér var komið sögu og móðirin búin að þjást í um 15 tíma, og búið var að undirbúa hana undir uppskurð með tilheyrandi slöngum allstaðar kom í ljós að lyftan í húsinu var biluð. 

Já ég segi biluð. 

Aðal samgöngutæki innanhúss á sjúkrahúsinu “lyftan” var biluð.  Móðirin þurfti því að labba niður stigana niður á fyrstu hæð með allar slöngur og tól og aðstoðarlið  í kring um sig, eftir allan þennan erfiða tíma með hríðar og tilheyrandi. 

Ekki tók svo betra við þegar uppskurði var lokið og koma þurfti henni aftur upp í sjúkrastofu og til barnsins sem hafði verið komið á vöggudeildina, því lyftan var náttúrulega ennþá biluð, og það þurfti að kalla út sjúkraflutningamenn til að bera hana upp stigana og inn í sjúkrarúmið. 

 

Segjum svo að það hefði verið ákveðið að bíða lengur og sjá til, þar sem barnið var fyrirburi og talið nauðsynlegt að það færi þess vegna hina hefðbundnu leið út í heiminn ? 

Hvað ef konan hefði ekki verið svo hörð af sér eftir allan þennan tíma að hún treysti sér til að labba sig niður á skurðstofuna ?

Hvað ef þarna hefði skapast ástand að fóstrinu hefði skyndilega verið hætt ?  Svo grípa þyrfti til bráðaaðgerða?

Eða bara segjum að einhver sjúklingur upp á deild hefði fengið hjartaslag eða eitthvað akút sem þyrfti að fara í skyndi á skurðstofuna.

Lyftan biluð ?

Mér var tjáð að það væri nú þegar búið að hanna nýja lyftu sem á að þjóna sjúkraflutningum innanhúss og öðru slíku, og meira að segja fjármagna hana, en það stendur á einhverjum fáránlegum deilum um hvort lyftan eigi að fara tvær eða þrjár hæðir.

Nú vil ég taka fram að hér á Ísafirði er frábært starfsfólk og hér var hárrétt brugðist við öllum aðstæðum af starfsfólki  og allt fór vel fram.  Allir voru einhuga um að gera sem best úr þessu öllu og allir stóðu sem einn maður. Alveg frá ömmu upp í yfirlækninn sem var þarna líka sem betur fer.

En það er bara einfaldlega ekki nóg.  Hér er á ferðinni mál sem er dauðans alvara, og hér hafa heilbrigðisiyfirvöld brugðist all svakalega.

Þið ættuð að skammast ykkar sem hafið tafið þetta brýna mál.  Og þið ættuð strax í dag að sjá til þess að nýja lyftan komi og verði sett upp án tafar. 

 

Að meira persónulegu.  Litla daman sem þarna kom í heimin er ástarbarn svo sannarlega.

Fyrir utan ást foreldra sinna, þá fæddist hún á degi Valentínusar, og ljósmóðirin heitir því fallega nafni Ásthildur, amman reyndar líka.  Hún var spræk og dugleg og lét þetta umstang ekkert á sig fá. 

Og barnabörnin mín eru að mínu mati yndislegustu börn í heimi Heart

IMG_3312

Flutningur undirbúin.

IMG_3316

IMG_3317

Þröngt er að fara. 

IMG_3327

Hamingjusöm fjölskylda. 

Því miður eru sumar myndirnar ekki góðar, því maður var orðin þreytt eftir margra tíma yfirsetu.   

En amman er bálreið út í heilbrigðisyfirvöld og segir HVAÐ EF ? Angry


Nafnið mitt.

Nafnið mitt er Ásthildur Cesil Þórðardóttir.  Samkvæmt því sem ég var skýrð, heiti eftir ömmu minni Ásthildi Magnúsdóttur og afa mínum Hjalta Cesilíusi Jónssyni.  En einhvernveginn þá klúðraðist nafnið mitt í kirkjubókinni og ég get ekki með nokkru móti fengið það stafsett rétt.  Hef skrifað nokkrum sinnum til Hagstofunnar, hafði meira að segja fyrir því að fá pabba og mömmu til að skrifa upp á að nafnið ætti að vera Cesil en ekki orðskrýpið Secil.  Hefur einhver heyrt nafnið Secil, það er í mínum augun eins og hvert annað orð Stensil til dæmis.

Ég á bara eftir að fara að gröfinni hans afa og taka mynd af leiðinu og senda þeim þarna á hagstofunni til að sýna fram á að presturinn hlýtur að hafa farið stafavillt þarna í den.  Þegar ég sá nafnið mitt stafsett á þennan hörmulega hátt í blogginu mínu fékk ég næstum flog.  Gat sem betur fer leiðrétt ósköpin. 

Hversvegna í ósköpunum ætli það sé svona mikið mál að breyta þessu hjá þeim þarna á Hagstofunni, eða finnst þeim bara allt í lagi að ég beri eitthvert orðskrýpi sem ég þekki ekki og vil ekki hafa ?  Nú ætla ég að heita því að skrifa þeim einu sinni enn og vita hvort það er ekki hægt með einfaldri leiðréttingu að laga þetta.  Þeir bjóða jú upp á það allavega í stöðluðu bréfsformi. 

Sem sagt Cesil skal það vera og ekkert annað. 


Mitt eigið óargadýr.

Ég fékk bólu á ennið.  Fyrir ofan gagnaugað.  Ég fylltist skelfingu, og fékk mér stækkunargler og skoðaði hinu meginn hvort þar væri hnúður líka. 

Þegar ég fór í bæinn fannst mér allir stara á mig, mér leið eins og ég væri að breytast í varúlf. 

Hvernig ætli fólk bregðist við því ef ég fæ nú allt heila klabbið, horn, hala og klaufir.  En svo reyndist þetta bara vera venjuleg bóla.

Ég er samt að hugsa um að spyrja vini mína sem ekki eru í Frjálslynda flokknum hvort þau sjái einhverjar breytingar á mér.  Það getur nefnilega verið að fólkið í flokknum sé allt í álögum og sjái ekki hvað er að gerast í kring um það.  Viti ekki að það er að breytast í óalandi og óferjandi ruslahauga og rasista. 

Úbbs ! það væri mjög slæmt mál. 


Dagurinn í dag.

Hann var hálf skrýtin.  Sonur minn hringdi í mig kl. hálf sjö í morgun og tilkynnti mér að tengdadóttirin hefði misst legvatnið og væri komin inn á spítalann.  Þar sem ég hef fengið leyfi til að vera viðstödd fæðinguna fór ég strax niður á spítala.  En þar var allt tíðindalaust.  Litla skottið var ekkert tilbúið til að koma strax.  Þó hún hafi sent þessi skilaboð.  Ég fór því heim og bíð spennt eftir kallinu sem kemur vonandi fyrr en seinna.  Og ég hlakka til.  Hún verður númer 16 af barnabörnunum, góð tala svona í aðdraganda söngvakeppni sjónvarpsins, það er svona heiðurssæti Íslands í Evrovisionsögu okkar.

Fæðing lítils barns er alltaf gleðileg, þau eru kraftaverk náttúrunnar.  Ég mun aldrei gleyma því þegar ég eignaðis mitt fyrsta barn, einmitt þennan son, mér fanns ég vera stórkostleg manneskja að hafa afrekað þetta, og ég byrjaði á að telja fingur og tær og skoða þetta litla furðuverk sem ég hafði komið í heiminn.

Mín elskulegu barnabörn hef ég fengið héðan og þaðan. En blóðskyld mér eru orðin sjö.  Og hef ég verið viðstödd fæðingu fjögurra þeirra.  Það er svo yndislegt að fá að vera með frá byrjun.  Upplifa kraftaverkið aftur og aftur.  Sá þau taka fyrstu sporin út í lífið eða á maður að segja stóra ferðalagið burtu frá mömmu.  

Sum þessara barna eru langt að komin eins og alla leið frá El Salvador.  En það skiptir bara engu máli hvaðan ég hef fengið þau, ég elska þau öll jafnt.  Og þegar ég heyri þau kalla á mig "amma" eða gjarnan "amma í kúlu" þá syngur mitt hjarta af gleði.  Sú ást er fölskvalaus og nærir mann alveg inn að hjartarótum.

Jamm Amma í kúlu bíður spennt, en þó er bara tæpur mánuður síðan lítil dama fæddist út í Vín, og sú ber nú nafnið mitt. 

Barnabörnin mín eru yndislegust af öllum manneskjum sem ég þekki.  Heart


Að Blogga.

Ég held að ég sé Palli einn í heiminum.  Ég kom mér upp aðstöðu hér og get komið og tjáð mig. Það er mjög gott að geta fundið hugsunum sínum farveg í friði og ró.  Las það nefnilega einhversstaðar að maður gæti orðið bakveikur af reiði eða kvíða einum saman.  Þá er um að gera að koma þessu frá sér einhversstaðar, og hvað er betra en svona prívatrými.  Það er gott, hér get ég röflað í ró og næði.  Enginn sem þarf að skilja hvað ég er að fara, eða yfirleitt að hlusta á mig. 

Bara orð á skjá, en þau fara þá út úr kroppnum á mér og valda mér ekki bakverkjum á meðan. 

Samt er ég búin að eignast eina bloggvinkonu og það er Salvör og hún er frábær, ég er mjög stolt af að vera bloggvinur hennar. 


Að breytast í óargadýr.

Ég skoða mig vel í speglinum á hverjum morgni núorðið.  Fyrst athuga ég ennið vel, sértaklega ofarlega yfir gagnauganu.   Síðan fer athyglin á eyrun, hvort lögun þeirra hafi hreyst.  Því næst tékka  ég gaumgæfilega á augntönnunum, er að spá í að fara að mæla þær, því það er erfitt að ákveða hvort þær hafi lengst svona sjónrænt. 

Því næst kíki ég á fingurnar og sérstaklega neglur, hvort þær séu ennþá neglur eða farnar að líkjast klóm.

Ég sagði manninum mínum að ég þyrfti að fá spegil í fullri líkamsstærð.  Hann leit undrandi á mig, til hvers ?

Nú ég þarf að fylgjast með því hvort það verður einhver hnúðmyndun við rófubeinið svaraði ég varlega.

Svo athuga ég öklana og sérstaklega tærnar.  Ef mér fara að vaxa hófar, þá þarf ég líklega minni stærð af skóm.  Því það er með þessi leiðinlegu númer 39-40, sem koma aldrei í útsölum og klárast alltaf fyrst þegar koma nýjir flottir skór. 

 Þessar skoðanir mínar eru nauðsynlegar mér hefur nefnilega skilist að á einhverjum tímapunkti hafi ég breyst í óargadýr.  Ég hef ekki orðið vör við það sjálf, en ég les það allstaðar að fólkið í Frjálslynda flokknum sé hræðilegt og stórhættulegt öðrum íslendingum.

Enn sem komið er get ég gengið út á meðal f´ólks falið mig í fjöldanum og látið sem ekkert sé.  Hversu lengi verður bara að koma í ljós.  Smile


Ég er frjálslynd að vestan.

Ég þvældist inn á moggablogg eiginlega fyrir tilviljun.  Góður kunningi minn fór að blogga og þar sem hann er afskaplega góður penni þá fór ég að lesa það sem hann skrifaði og síðan bættist fleira við.

En á þessu bloggi hef ég rekist á það sem er víðar í samfélaginu, þvílíkar rangfærslur að engu tali tekur.  Fólk hér er með allskonar illkvittnislegar blammeringar um Frálslynda flokkinn og alla sem í honum eru að það hálfa væri nóg.

 

Þess vegna langar mig til að setja fram úrdrætti út málefnahandbók flokksins.  Það plagg sem forystan hefur átt drjúgan þátt í að semja, og sem hefur verið samþykkt á Landsfundi og allir undirgangast um leið og þeir skrá sig í flokkinn.

 

Hér er kafli um innflytjendamál:

 INNFLYTJENDUR OG FLÓTTAFÓLKLeggja þarf aukna áherslu á íslenskukunnáttu innflytjenda til að auðvelda þeim þátttöku í íslensku þjóðfélagi. Tryggja ber að þessi hópur njóti félagslegs jafnréttis og geti tekið fullan þátt í samfélaginu, öllum til hagsbóta.Íslenskt þjóðfélag mun í framtíðinni að hluta til verða myndað af hópum fólkssem á rætur að rekja til ólíkra menningarheima. Frjálslyndi flokkurinn telur aðtilkoma fólks af erlendu bergi brotið leiði til víðsýni meðal þjóðarinnar og aukisamkeppnishæfni hennar á alþjóðavettvangi.Ísland á ekki að skorast undan ábyrgð í málefnum flóttafólks. Einnig ber Íslendingumað taka þátt í mannúðar- og hjálparstarfi á erlendum vettvangi.34Hér er svo

Hvar er rasistastefnan hér.  Svo kemur hér úrdráttur úr öðrum kafla í málefnahandbókinni góðu.

 Velferð og mannréttindiBörn og réttindi þeirra • Eldra fólk • Félagsmál • Innflytjendur ogflóttafólk • Jafn réttur karla og kvenna • Málefni fatlaðra og öryrkjaMannréttindi • Táknmál • Velferðar- og skattamál • Mannréttindi  MANNGILDIÐ Í FYRIRRÚMIVirðing fyrir einstaklingnum og fjölbreytileika mannlífsins.Frjálslyndi flokkurinn vill tryggja réttindi einstaklinganna og frelsi þeirra til aðvelja svo framarlega sem það verður ekki öðrum til tjóns.Fólki líður best þegar það býr við frelsi samhliða kröfum um að það beri ábyrgðá gerðum sínum. Fólki ber að taka ábyrgð á eigin lífi. Það hefur einnig ábyrgðarskyldu gagnvart öðrum manneskjum og þjóðfélaginu sem það lifir í.Frumskilyrði fyrir sköpun góðs samfélags er að einstaklingarnir finni til persónulegrarábyrgðar til að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Tryggja ber einstaklingumeins mikið frelsi og hægt er til að þeir geti skapað sjálfum sér sembest lífsskilyrði. Þannig skapast verðmæti sem koma þjóðfélaginu til góða.Það er engin þversögn fólgin í því að tala um frelsi einstaklingsins samfara velferðþjóðfélagsheildarinnar. Sterkustu þjóðfélögin eru þar sem fólkið kemursaman af fúsum og frjálsum vilja til að leysa verkefni eða sinna áhugamálum.Þeim sem spjara sig sjálfir ber siðferðisleg skylda til að hjálpa þeim sem hallokastanda í samfélaginu. Bæði með frjálsum framlögum og fyrir tilstilli hins opinbera.Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir samfélagi sem einkennist af umburðarlyndi, réttlæti og jafnræði, þar sem frjálsir þjóðfélagsþegnar eru virkir þátttakendur og bera ábyrgð á sjálfum sér og samfélaginu. Við trúum því að hægt sé að skapa réttlátara samfélag þar sem auðlindum landsmanna er skipt þeirra á meðal með sanngjarnari hætti en nú er.Kjarni frjálslyndrar stjórnmálastefnu er að hver einstaklingur viðurkenni rétt annarraeinstaklinga til frjálsrar hugsunar, trúar, tjáningar og frelsis til að kjósa séreigin lífsstíl. Þetta þýðir ekki að frjálslynd stjórnmálastefna einkennist af stefnuleysi.Frjálslynt fólk berst fyrir því að þeir sem hafa ákveðnar skoðanir standi fyrirþeim, en að þeir verji jafnframt rétt annarra til að hafa aðrar skoðanir. Hvar er rasisminn í þessum kafla ? Eða þessum hér ? RÉTTUR EINSTAKLINGSINS TIL FRELSISFólk hefur rétt til að lifa sínu lífi án afskipta annarra, að því tilskildu að lífsmátiþess skerði ekki rétt annarra, eða brjóti gegn lögum og reglum þjóðarinnar.Ávallt ber að standa af árvekni vörð um ákvæði stjórnarskrárinnar er varða réttindi eintaklinganna. Ríka áherslu ber að leggja á virðingu fyrir sjálfstæðum rétti einstaklingsins. Sömu réttindi skulu gilda fyrir alla, óháð stjórnmálas-koðunum, trú, litarhætti, kynferði eða kynhneigð. Á síðasta landafundi var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða:  Hér 4. Málefni innflytjenda:

Frjálslyndi flokkurinn metur mikils vinnuframlag erlends fólks við uppbyggingarstarf í íslensku samfélagi síðustu misserin.

Margt af þessu fólki mun dvelja hér langdvölum og ber samfélaginu skylda til að veita því stuðning og hjálp til aðlagast íslensku samfélagi, m.a. með íslenskukennslu.

Frjálslyndi flokkurinn
telur afar nauðsynlegt að stjórnvöld hafi fullt eftirlit með komu erlends verkafólks inn á vinnumarkaðinn og tryggi að réttur þess sé virtur og aðbúnaður mannsæmandi. Flokkurinn telur að fólk sem hingað kemur eigi að geta notað sína menntun og fagþekkingu á innlendum vinnumarkaði, enda sé fullgildum skírteinum framvísað.

Frjálslyndi flokkurinn
mun þó beita sér fyrir að undanþága sú, sem samið var um í EES-samningnum, varðandi innflutning verkafólks frá aðildarlöndum EES, verði nýtt og innflutningur takmarkaður, í samræmi við ákvörðun íslenskra stjórnvalda.

Yfirvöld verða á öllum tímum að hafa stjórn á því hverjir og hvað margir innflytjendur koma til landsins. Jafnframt ber öllum, sem sækja hér um dvalarleyfi, að skuldbinda sig til að hlíta íslenskum lögum og stjórnarskrá.

Frjálslyndi flokkurinn
varaði á Alþingi við afleiðingum þess að nýta ekki undanþáguákvæði um frjálst streymi fólks frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins til landsins. Ríkisstjórnin neitaði að hlusta á þau varnaðarorð sem þingmenn Frjálslynda flokksins höfðu uppi, auk þess sem ríkisstjórnin vanrækti að marka stefnu í málefnum innflytjenda.

Ekkert gerðist í þessum málum fyrr en
Frjálslyndi flokkurinn
hóf umræður um innflytjendamál sl. haust.

Íslenskt þjóðfélag er að breytast í fjölmenningarþjóðfélag og er afar mikilvægt að nýir borgarar aðlagist samfélaginu og kynnist menningu þjóðarinnar og tungu.
er
 

Er þetta ef til vill rasismi ?

 

Ég veit ekki alveg hvað veldur þessu skeytingaleysi um sannleikann í málflutningi fólks.   En mér finnst það ansi hart að þurfa að sitja undir orðum eins og rasisti, úrhrak, ruslahaugur og fleiri nöfnum sem mér og því fólki er gefið sem hefur ákveðið að fylgja Frálslyndaflokknum að málum.  Fólkinu sem þekkir flokkinn og málefni hans og vill fylgja stefnu hans eins og í framanskráðum köflum úr stefnumálunum.

 

Það sem hér hefur verið skifað og sagt á pólitíska vísu er meira í ætt við mannorðsmorð og rægingarherferð en nokkuð annað sem ég orðið vitni að áður, nema ef til vill í umfjöllun um Framsóknarflokkinn.  En það er svo skrýtið að einmitt framsóknarmenn ganga hvað harðast fram í róginum, þeir sem ættu einmitt að kannast við tilfinninguna. 

Fyrir ykkur sem teljið málefnasamþykktir flokka ekki skipta máli, þá deili ég ekki þeirri skoðun.  Samþykktir flokkana eru einmitt hjarta þeirra og undirstaðan undir þann grunn sem flokksmenn vilja standa undir.


« Fyrri síða

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Feb. 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband