Óbeisluð fegurð.

Já eins og sjá má hjá henni Matthildi æringja Helgadóttur bloggvinkonu minni hér; http://matthildurh.blog.is/blog/matthildurh/ Þá verður frumsýnd heimildamynd um þetta uppátæki hennar og fleiri kvenna henni líkar, sem byrjaði í fyrravor.  Og svo auðvitað Guðmundur hennar ekta maki, sem stendur með Matthildi sinni í einu og öllu.

IMG_4101

Hér má sjá þessa frumkvöðla, sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna.

IMG_3434

Það var mikið fjölmiðlafár í kring um þetta allt saman og hér erum við Matthildur að skemmta okkur í viðtali við BBC. 

IMG_4121

Það voru blaðamanna fundir og allskonar uppá komur, sem var reyndar hin besta skemmtun.

IMG_4114

Matthildur ábúðarmikil á svip að tala við einhvern blaðasnápinn í Langburtistan.

IMG_4148

Hér er verið að mynda hana í heimildarmyndinni.  Hrafnhildur mundar hér myndavélina.

IMG_4147

Við hin fylgjumst með og lærum af fyrirliðanum.

IMG_4040

Þessir grallarar tóku þátt, annar frá Jamaica hinn frá Ástralalíu, þeir eru hér að gera grín að þeim sem hneyksluðust á afstöðu Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum, og heimtuðu að fá merki til að bera um bæinn.

IMG_4099

Hér er svo hin óbeislaða fegurð að leggja okkur hinum lífsreglurnar.  Ég vona að hún verði með okkur fyrir sunnan, því það er erfitt að koma auga á hve hún er frábær svona á mynd.  Hún átti salinn bókstaflega, sérstaklega þegar hún fór inn með löbbuna sína og sagði brandara.  Þetta er fegurð sem kemur innan frá.

IMG_4126

Nokkrir þátttakendur, í undirbúningnum.  Við höfðum öll mjög gaman af þessu.

IMG_4134

Svo var að máta dress, fara í hárgreiðslu og andlitsmálningu.  Við vorum sko aldeilis flott öll sömul. Sýndum föt og höfðum einhver heimatilbúin skemmtiatriði.

IMG_4135

En mest megnis höfðum við bara gaman af öllu saman, og vorum bestu vinir.

IMG_4162

Ég var mjög ánægð með minn titil, ungfrú Ára 2007, eini titillinn sem mig virkilega langaði að hreppa.  Hamingjan var því mikil.

En þetta var frábær skemmtun, og það besta var að fólkið í salnum var mjög ánægt, og allir sem nærri þessu komu.  Það gerðist eitthvað svo yndælt og skemmtilegt. 
Og þökk sé Mattildi, Gumma, Eygló, Íris, Grétu og öllum hinum fyrir að fá að taka þátt í þessu ævintýri.  Og nú er endapunkturinn sem sagt á föstudagskvöldið.  Þá förum við saman á heimildarmyndina, og skemmtum okkur svo ærlega. 


Má bjóða ykkur í smáferðalag til El Salvador undir svefninn.

Af því að maður á aldrei að láta eitthvað íþyngja sér undir svefninn, þá ætla ég að bjóða ykkur með mér í smáferðalag til El Salvador.  Það var reyndar gleðilegt tilefni, sum sé gifting, og við förum á slóðir Pablo og Isabel.

El. S. 14

Reyndar byrjaði ferðalagið ekki  mjög vel, því þegar við komum til San SAlvador komumst við að því að taskan okkar hafði ekki komið með.  Og við stóðum þarna með ekkert til skiptanna.  En við kvörtuðum við flugfélagið, það voru bæði American airline og British airways sem við höfðum ferðast með, og fengum peninga til að kaupa föt til skiptanna. 

El Salvador10

Hér er hótelið sem við gistum á.  Það er utan við miðborgina, því þar var stórhættulegt að vera.  Menn stoppuðu þar helst ekki á rauðu ljósi, og þetta var fyrir jarðskálftana, það stórversnaði eftir það.

En það voru svona verðir við allar byggingar, með vélbyssur og alles, alla banka, búðir og hótel.  Þetta venst sjálfsagt.  Við íbúðargötur voru keyptir verðir og götur þeirra betur stæðari girtar af.

El Salvador4

Þetta var bakgarður hótelsins, hér borðuðum við morgunmat.  Þeir borða ekki kartöflur, heldur nota þeir banana í staðinn, eða hrísgrjón.  Þetta er mágkona mín með mér, sem býr í Mexíco.  Það var ómetanlegt að hafa hana með altalandi á spænsku. 

 El Salvdor3

Hér erum við á flugvellinum að kvarta yfir töskunni.  Við fengum að leita í týndum farangri, og þvílíkt og annað eins sem týnst hefur, það sama var í London og Miami, þar sem við heimtuðum líka að fá að leita.  Fleiri herbergi með töskum og allskonar farangri.  En nei taskan fannst ekki.  Hún kom reyndar hingað heim nokkrum mánuðum seinna, frá British airways.

El. S. 12

Hér sitjum við á veröndinni á hótelinu, og Elli að semja ræðu sem hann átti að flytja við giftinguna, og systir þýðir yfir á spænsku.

El Salvador5

Við brugðum okkur niður að ströndinni, og fengum okkur krabbasúpu.

El Salvador7

Eins og sjá má er ekkert smá í þetta lagt.

El S.13

Svo var farið út að versla föt fyrir giftinguna, vegna töskutapsins, ég veit að þið trúið því varla, en þetta hús var inni í mollinu.

 Það var hægt að kaupa öll heimsins vörumerki. 

El Salvador6

Bæjarins bestu, eða þannig.  Snakk á horninu.  Og ég er þarna í baksýn, eins og sjá má með innkaupapokana hehehe.

El. S.11

Sölukonurnar á götunum voru allar með svona litlar sætar svuntur.  Þær seldu allskonar varning.  Þarna voru líka betlarar og maður sá líka vesalinga sem greinilega voru alkoholistar og geðveilt fólk, þau áttu ekki mjög gott líf.

 El Salvador9

Við fórum líka upp í lítið þorp utan við San Salvador, þar sem borgarastríðið var hvað harðast, það mátti ennþá vel sjá skotgöt víða á húsum.  Svona voru göturnar.

El Salvador8

Í þorpinu sátu menn og spjölluðu, enginn vissi lengur í hvað liðið þeir höfðu barist, enda sátu foringjar þeirra saman og sumbluðu.  Sá sem vann þetta stríð voru Bandaríkjamenn og aðallega Kóka kóla.

Gifting4

Hér er verið að undibúa veislu brúðhjónanna.  Þessi litla skotta þarna minnsta er litla Alejandra.

Gifting3

Hér leiðir Pablo dóttur sína inn gólfið.  Það var ekki gift í kirkju, heldur á hótelinu þar sem veislan fór fram, og það var bæði kristileg athöfn, en líka borgaraleg, það er siður þarna.  

Gifting2

Hér eru brúðhjónin og svo við Elías, ég er voða kerlingarleg þarna svei mér þá hehehehe.

Eins og sjá má HÉR;

Untitled-1

Þar sem ég er með mágkonu minni henni Kristínu.

Já þetta var ferðin til El Salvador, sem hefur leitt af sér annað mál, sem er að kynnast elskurlegri fjölskyldu minni frá þessu fjarlæga landi.  Og svo er að sjá hvernig þeim reiðir af.  Þau komu hingað í og vilja setjast hér að.  Þau voru rík á mælikvarða El Salvador sem varð svo til þess að Mafían vildi fá sinn skerf að auðæfum þeirra.  Of stóran skerf.  Þeirra hótanir voru ekki innantómar, því þeir víluðu sér ekki við að drepa foreldra Isabel.  En svona er lífið.  Þeirra bíður örugglega gott og hamingjusamt líf her á okkar kalda landi.  Þau hafa sett sig hér niður, eiga hér sitt heimili og fjölskyldu.  Þar sem hjartað er, þar eigum við heima. Heart


Hvernig viljum við taka á vandanum, og erum við á réttri leið ?

Þekki ekki biðtímann núna á Vog, en það eru 3ja vikna bið á Hlaðgerðarkoti.  Í fyrra var hringt eftir 6 mánuði í son minn eftir að hann sótti um innlögn á Vog að hann kæmist að.  Ef þetta er með því besta sem gerist, þá er vandinn mjög mikill annarsstaðar.

Málið er að þegar fíklar loks ætla að takast á við sjálfa sig og lífið, þá þurfa þeir að komast inn NÚNA, ekki á morgun ekki eftir þrjár vikur, hvað þá sex mánuði.  Eins er með fólk sem er við að falla, byrjað á niðurleiðinni.  Þá þarf að vera til staðar einhver stofnun sem grípur inn í. 

Eða eitthvað sem aðstandendur geta fest hönd á.  Ég hefði viljað sjá ráðstefnu á breiðari grundvelli en þarna virðist vera.  Og sérstaklega í ljósi þess að vandinn hefur aukist svona mikið.  Þá sé ég heldur ekki ástæðu til að hafa einhvern hátíðafund með helstu skemmtikröftum þjóðarinnar.  Ég hefði frekar vilja sá fund með aðstandendum fíkla, og öllum þeim aðilum sem tengjast fíklum á allan mögulegan hátt. 

Þetta er ekki bara spurning um heilsu, það eru gríðarlegir peninar í spilinu, af því að peningar eru nú aflið sem bærist mest í þessu þjóðfélagi.  Eða hvað halda menn að rán, innbrot og allskonar skemmdir á eigum og fólki kosti almenning í þessu landi ? Fyrir utan brotnar fjölskyldur, sorg og vanlíðan hverskonar.


mbl.is „Erum í miðjum örvandi vímuefnafaraldri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sest á skólabekk með unga fólkinu og hittingur gamalla skólasystra.

Handavinnukennari stubbsins hringdi í mig í síðastliðinni viku.  Heyrðu Ásthildur, sagði hún, ég var að hugsa hvort þú gætir komið í tíma hjá Úlfi á mánudaginn.  Það er svo sem allt í lagi, hann er yndislegur og allt það, en þeir eru svolítið hávaðasamir og skortir athygli nokkrir í bekknum.  Mér var að detta í hug að það gæti verið sniðugt að fá foreldra í heimsókn.  Ég taldi það hið besta mál.  Svo við fórum saman í skólann í morgun stubburinn og ég.  Og ég fékk leyfi til að taka myndavélina með.

IMG_9274

Þau voru að prjóna orm, og þau sem lengra voru kominn voru að applikera púða.  En þetta eru stubbarnir að prjóna.

IMG_9276

Einbeitnin skín af þeim. Þetta mun hafast fyrir rest.

IMG_9278

Það má segja að stelpurnar hafi verið meira faglegar við prjónana.... eða þannig.

IMG_9292

En þetta tókst svona vel hjá þessum unga manni allavega.  Ehemm þið eruð ekki að sjá tvöfalt, þeir eru tvíburar þessir tveir myndarlegu ungu menn.

 

En það gerðist fleira skemmtilegt, árið 1962 fór ég í lýðháskóla í Svíþjóð.  Nánar tiltekið til Vimmerby folkhögskola.  En það er einmitt rétt hjá heimilinu hennar Línu Langsokks.  Við fórum tvær saman, út með Gullfossi, með viðkomu í Edinborg og Kaupmannahöfn, hin stúlkan var úr Biskupstungunum.  Hún hringdi í mig um daginn, og sagðist vera að fara inn í Djúp, og langaði til að hitta mig í leiðinni.  Hún kom í flugi í morgun og ég sótti hana inn á flugvöll, þegar ég hafði verið í skólanum, og við sátum í góðu yfirlæti í nokkra klukkutíma, uns rútan kom og sótti hana til að fara að Hrafnabjörgum, en þangað var förinni heitið.  Það var rosalega gaman að hitta þessa gömlu skólasystur mína.  Við hittumst í fyrra augnablik inn á flugvelli, og þá höfðum við ekki sést síðan árið 1963. Hún er ljósmóðir og hjúkrunarkona.

Kerti

Hér erum við að steypa kerti fyrir lúsíuhátíðina.  Ég hér fremst á myndinni, og hún fyrir miðju.  

Kerti3

Hér erum við önnur og fjórða frá vinstri.  Þetta var í desember 1962.  

IMG_9294

Þessi var tekinn áðan í eldhúsinu hjá mér.  Hún hefur lítið breyst, er sama stelpan og hún var.  Við breytumst sennilega ekki mikið, nema útlitið.  Inni er allt við það sama. Heart

IMG_9297

Og hér eru svo tvær myndir um veðrið, hér er sól, og hlýtt.  Ágætis veður til að vinna í gróðri.

IMG_9298

Og svo gallerí himinn.  Eigiði góðan dag. Heart


« Fyrri síða

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2007
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2023457

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband