3.1.2009 | 11:54
Myndir.
Ég hef ekki haft tíma til að fara blogghringinn minn. Það er mikið að gera á stóru heimili.
Litlu prakkararnir mínir komnir heim aftur, það er yndælt. En ég fæ tíma siðar í dag til að skoða hvað ykkur liggur á hjarta.
Hér er Úlfur að útbúa túnfisksalat fyrir gamlárskvöldið.
Við vorum þjóðleg og borðuðum lambalæri. Besta kjöt í heimi segja þjóðverjarnir mínir.
Pabbi eyddi kvöldinu hjá okkur.
Tilbúin til að fara að skjóta flugeldum. Eftir bálför, áramótaskaup og fleira skemmtilegt var farið til systur minnar til að skjóta upp flugeldunum.
Vel klædd voru þau. en það var hlýtt og hið besta veður.
Horft á eftir flugeldunum. Ég held að í Þýskalandi skjóti menn ekki upp flugeldum. þ.e. almenningur. Þau höfðu allavega mjög gaman þetta kvöld.
Vúmms!!!
Ekki skemmtu mínir krakkar sér síður.
Í blysljósi hehehe.. Það var mikið skotið, og þetta vanalega skipslúðrar þeyttir og svo ártölin sett upp með blysum í Stóruurð, 2008 - 2009.
En svo komu þær litlu heim í gær, í þessum fínu kjólum prjónuðum af fræknu sinni.
Aldeilis fín.
Sú stutta alveg eins.
Og mamma. Sú stutta mátti eiginlega ekki vera að myndatökum, það var svo gott að koma heim.
Þurfti nefnilega að tékka á hvort allt væri á sínum stað.
En í dag hittist fólk á Austurvelli. Ég vona að sem flestir mæti, þið mætið þar líka í mínu nafni. Ég vona að allt fari vel fram. Það gleðilega við þetta allt saman er, að það er farið að virka ansi vel. Nú síðast með því að Kristján Arason flæmdist í burtu. Málið er bara að ef þetta fólk hefði farið strax, og beðist afsökunar, þá hefðu ekki orðið nein mótmæli. Nú er þetta of seint og of lítið. Sorrý, þið eruð rúin trausti, og eiginlega er komin fyrirlitning í málið. Það finnst mér allavega. Ekki get ég borið virðingu fyrir fólki sem hagar sér eins og ráðamenn gera í dag. Og ekki heldur ofbeldisseggir sem ganga um og hóta mótmælendum. Fólk sem gegnir opinberum stöðum eins og í Seðlabankanum sem fer að haga sér eins og götudrengir. Það sýnir svo ekki verður um villst, að þessu pakki finnst vera verulega farið að síga undan sér, er farið að óttast um sinn hag og það með réttu.
Áfram Nýja Ísland.
Verð endilega að bæta þessu við, vegna þeirra vælandi kjóa hér sem alltaf eru að tala um ofbeldisseggi sem mótmælendur. Löngu orðnir ótrúverðugir auðvitað, en gefast ekki upp.
Engar skemmdir á tækjum Stöðvar 2
Helgi J. Hauksson, ljósmyndari Nei., hafði samband við Stöð 2 til að taka myndir af skemmdum búnaði hjá Stöð 2 en fékk þau svör að búið væri að gera við snúrurnar, aðrar skemmdir hefðu ekki orðið.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamaður, virðist að óathuguðu máli hafa kosið að skrökva til að hækka dramatíska veðið í frásögn af atburðum gamlársdags er hann hélt því fram í útsendingu á staðnum að þar hefði orðið milljónatjón á tækjabúnaði. Daginn eftir dró forstjóri 365 miðla, Ari Edwald, þá dulu yfir orð Sigmundar að segja milljónatjón hafa orðið í auglýsingatekjum og slíku. Kannski í viðskiptavild.
Nýjasta frétt fjölmiðla í eigu 365 miðla af atburðunum er sú að þriggja milljón króna tekjutap hafi orðið af mótmælunum, ekki tjón á tækjum eins og Sigmundur Ernir sagði ósatt um, heldur tekjutap meðal annars hafi álrisinn Rio Tinto hætt við að styrkja útsendinguna sem féll niður. Væntanlega er hægt að reikna með sömu nákvæmni þær tekjur sem stöðin hefur haft af áhorfi auglýsinga kringum fréttaflutning af mótmælum til þessa, leggja debet við kredit og gera svo upp með vorinu.
Eftirfarandi bloggaði Sigmundur Ernis, 15. desember, um það þegar ritstjóri DV varð uppvís að ósannindum í þágu útgáfufyrirtækisins og eigenda þess:
Fyrsti kostur er þessi: Reynir Traustason axli sína ábyrgð og segi af sér sem ritstjóri DV. Skaðinn er skeður. Eigendaáhrifin augljós - og þar með dauði dagblaðs trúverðugleikans. Blað sem hamrar fjölmiðla mest á ábyrgð vakthafandi valdhafa verður að taka mark á sjálfu sér. Pínlegt allt saman í alla staði. Og enn kemur stakan upp í hugann: Það sem varast vildi hann, varð að koma yfir hann! Það er æðsta takmark allra stjórnenda á ritstjórn og fréttastofu að láta eigandann reka sig vegna hagsmunapots og aðgangshörku. Sá sem stendur ekki af sér storminn, fýkur ekki af veðrinu einu saman. En mikil óskaplega sem Þórðargleðin hlýtur að vera hjá þeim sem hafa haldið því fram að eigendur ráði öllu í fjölmiðlum landsmanna. Þeir eiga daginn. Þeirra er sigurinn um stund. Skíturinn af eigendasukki DV dreifist yfir alla aðra miðla. Og það er kannski ágætt. Þeir þurfa þá enn frekar en áður að sanna fyrir lesendum sínum og áhorfendum að þeir stjórnist ekki af eigendum sínum. Það á við um 365. Það á við um Mogga. Og það á líka við um RÚV
http://blogg.visir.is/mannamal/?p=546
Jæja Sigmundur, hvernær segir þú af þér!!!
Áfram Nýja Ísland.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.1.2009 | 12:19
Lýðræðið kostar blóð svita og tár!
Þið verðið að afsaka myndleysið þessa dagana hjá mér. En núna gleymdi ég myndavélinni hjá systur minni, á eftir að sækja hana og setja inn myndir, ef til vill seinna í dag.
En það er svo mikið verið að hneykslast á mótmælunum á gamlársdag, og fólk fullt vandlætingar, talar um af hneykslun að þetta gangi ekki lengur. Mér finnst það smárálarlegt, sorrý. Þeir sem þannig hugsa vilja sem sé óbreytt ástand. Vilja að ráðamenn komi fram við okkur eins og druslur og gungur í krafti embætta sinna.
Eða hvað er það til dæmis annað er köld vatnsgusa framan í fólkið sem krafist hefur að allt verði rannsakað ofan í kjölin, þegar dómsmálaráðherran sker niður í efnahagsbrotadeild lögreglunnar um fleiri milljónir? Hver skyldu hin táknrænu skilaboð vera? Fyrir mér heitir það FOKK YOU!!! Eða fokking fokkings fokk, eins og í áramótaskaupinu.
En ef fólk tryði nú ekki öllu sem borið er á borð fyrir það, þá væri myndin ef til vill önnur. Gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvað það þýðir að allir fjölmiðlar eru að reyna að þagga þetta allt niður? Og með hverju er það gert? Jú að umsnúa sannleikanum, og gera mikið úr einu, til að þagga annað niður.
Ég er hér með frasögn frá sjónarvotti. Ég tók þetta af málefnunum. En þessi drengur hefur verið framarlega í mótmælabaráttunni, og ég trúi honum frekar en frétta- og löggusnápum.
http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/759218/#comment2063228
Ég var þarna og festi þetta flest allt á filmu. Eina ofbeldið sem ég varð vitni að var
frá hendi lögreglu. Ég komst ekki inn í andyrið en var fyrir utan og myndaði hvað
mest ég mátti.
Ég varð vitni að og á það á filmu þegar lögreglumaður barði einn mótmælenda í höfuðið
með kylfu, skal ekki segja hvort að viðkomandi hafi orðið meint af. Mér fannst óhuggulegt
þegar þeir byrjuðu að gaza inni í andyrinu, því þeir sem þar voru höfðu ekki greiðan aðgang
út, lögreglan var búinn að króa þau inni.
Ari Edwald lýgur þegar hann segir tugmilljón króna tjón hafi orðið, það var kveikt í nokkrum
snúrum, engar myndavélar voru skemmdar eins og fram hefur verið haldið. Ruglið nær svo
hámarki þegar hann segir fólk hafa verið vopnað með hnífum ofl. Og hvern andskotan
voru þjónar og starfsfólk stöðvar 2 að reyna að stöðva fólk frá inngöngu? Því er ekkert borgað
fyrir það.
Sigmundur afhjúpar sig gjörsamlega sem naðran sem hann er í viðtali við DV um málið
þar sem hann gefur í skyn að Egill Helga hafi átt einhvern þátt í því að kveikt var í
fyrrnefndum snúrum.
Svo langar mig að spyrja þá sem segja að þarna hafi verið komið í veg fyrir lýðræðislega
umræðu, hvar átti hún að fara fram? Þessi lýðræðislega umræða. Það er mikið verið að
gjaldfella tungumálið þessa daganna, með yfirlýsingum eins og ofbeldi, lýðræði ofl. ofl.
Svo langar mig að benda ykkur hér á málefnum á að ríkisstjórn Íslands hefur með aðgerðum
undanfarina vikna rift samfélagssáttmálanum, sem þýðir að við erum ekki bundin því að fara
að lögum. Forsendur réttarríkisins eru brostnar.
Það sem réttlætir tilvist ríkisstjórna í lýðræðissamfélögum er:
Í fyrsta lagi: - þær eiga að vernda almenning fyrir aðsteðjandi hættum,
Í öðru lagi : - þær eiga að standa vörð um velferð almennings,
Í þriðja lagi: - þær eiga að tryggja framgang réttvísinnar og halda lög og reglu, og
Í fjórða lagi: þær eiga að tryggja almenningi aðgang að þekkingu og sannindum eins og þau gerast best á hverjum tíma.
Alþingi og ríkisstjórn Íslands hafa fallið á prófinu í öllum þessum undirstöðugreinum lýðræðisins.
Á þessu hef ég fengið álit frá bæði Ragnari Aðalsteinssyni og Brynjari Nielsen hæstaréttarlögmönnum
voru þeir báðir sammála mér. (leturbreyting mín)
Þetta er frásögn frá sjónarvotti og þátttakanda. Þetta er hin hliðin á málinu. Það er aldrei bara ein hlið á neinu máli. Eða sú opinbera í þessu sambandi. Ekki vera eins og kálfar leiddir til slátrunar, það er einmitt þess vegna sem svona er komið fyrir okkur, við erum alltof auðleidd áfram í vitleysunni, of hrædd við hvað fólk segir. Það er nú eða aldrei að standa saman. Ekki hlaupast undan merkjum og segja ég er betri en þessi eða hinn. Því það er nákvæmlega það sem fólk er að gera með að hneykslast á mótmælendum. Sýnið nú einu sinni kjark og þor. Og þeir sem vilja friðsamlega mótmæli, það er nauðsynlegt að halda áfram að mæta, eða druslast til að mæta á Austurvöll og mótmæla með hinum. En ekki hætta við, af því bara, af því að mér líkar ekki við þennan eða hinn.
Lýðræði byggist á því að þora að takast á við ástandið. Ekki draga sig út í horn og hafa eilífar afsakanir fyrir því að mæta ekki. Og hananú!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.1.2009 | 14:09
Áfram Nýja Ísland.
Já mótmælin við Austurvöll í gær. Um þau er mikið rætt og mismunandi afstaða til þeirra tekinn.
Ég er hlynnt mótmælum, og ég skil að fólk fari yfir strikið. Auðvitað er mér frekar illa við að fólk skemmi hluti og einkum meiði annað fólk. En stundum verður reiðin öllu yfirsterkari. Ég er líka ekki frá því að fólki sé blandað inn í mótmælahópana vísvitandi til að skemma fyrir, og til að lögreglan fái frekar ástæðu til að grípa inn í. Það hefur nefnilega komið í ljós eins og í gær að lögreglan situr ekki á friðarstóli. Ég vil setja hér link á færslu frá manni sem var á staðnum. http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/759218/#comment2063228
Það er ekki fallegt sem þarna birtist, og virðist sem lögreglan sé að búa til æsing til að geta notað gasið. Þó að flestir lögreglumenn séu friðsamir og að vinna vinnuna sína, þá eru alltaf innan um ofbeldisseggir þar eins og annarstaðar, þessir ofbeldismenn eyðileggja svo fyrir friðsamara fólki. Ég man eftir slíkum lögreglumönnum sem urðu að hætta. En þeir gerðust þá lífverðir og fóru til Afganistan minnir mig.
Þegar við búum við ástand eins og það er hjá okkur í dag, er viðbúið að uppúr sjóði. Þá skiptir mjög miklu máli að heilindi löggælumanna sé ekki dreginn í efa. Að aðgerðir þeirra orki ALDREI tvímælis. Almennir borgarar verða að geta treyst því að lögreglan sé hafinn yfir allan vafa. Þess vegna verður sérstaklega að gæta þess að láta ekki ofbeldisseggina vera á verði eða í lykilstöðum við svona aðstæður.
Ef það myndast gjá milli lögreglunnar og fólksins þá erum við í virkilega slæmum málum.
Já ég styð mótmælin heils hugar. Ég vil þetta lið burt, og mér sýnist að svo sé um meirihluta þjóðarinnar. Og þó leyfir frú Ingibjörg sér að tala aftur á þann veg að þetta fólk sé ekki þjóðin. Hverslagt hroka og blindu eru stjórnvöld haldinn?
Í dag er þetta nú þegar gengið það langt, að ekki verður aftur snúið. Það sem er athygli vert og ætti að vera ráðamönnum áhyggjuefni er, að þó reynt sé að segja að mótmælendur séu mestmegnis ungt fólk. Þá er það ekki rétt. Mótmælendur eru á öllum aldri og báðum kynjum. Þroskaðar konur eru ekki bara þátttakendur, þær eru oftar en ekki í fremstu víglínu. Og ég er stolt af þeim. Það er sem sé þverskurður af þjóðinni sem sameinast á hverjum laugardegi og oftar, og mótmælir hástöfum. Og ég segi áfram Ísland, burt með spillingarliðið. Megi hið nýja Ísland koma sem fyrst, svo við getum snúið okkur að því að byggja landið okkar upp hér heima, á okkar eigin vegum, á okkar eigin hátt. En ekki sem leppar eða þrælar annara.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2024208
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar