10.1.2012 | 14:32
Í vetrarveðri.
Í dag er veðrið brjálað, ég braust út í morgun til að kaupa með kaffinu handa gömlu vinnufélögum mínum, þeir hjálpuðu mér út úr skaflinum við bílastæðið mitt í gærdag. Ísafjarðarbær er örugglega einn best mokaði bær landsins alla vegna og það er borin á sandur þó það þurfi ef til vill að sópa honum upp á vorin, annars er það frekar lítið mál, ég hef ekki orðið vör við að hann sitji mikið eftir á götunum því bæði hefur hann rignt burt eða fokið með veðri og vindum.
Svo fór ég bara heim og er dauðfegin að þurfa ekki að fara út fyrir hússins dyr í dag meira. Fór að athuga með hænurnar í gær og allt í gúddí hjá þeim.
Það á víst að vera fundur í dag hjá bæjaryfirvöldum um stórslysið hér fyrir ofan okkur, veit samt ekki hvort þeir halda hann í svona veðri, það kemur bara í ljós.
Það er gott að kúra.
Á nokkuð að henda manni í ruslið?
Þennan litla saklausa ræfil fann ég í þvottahúsinu, dáinn. Hann var á stærð við eldspýtustokk.
Hvað ætli þetta sé nú??
Jú annar kettlingur, hann heitir Blesi og ég er með hann í fóstri, þau eru frábær saman og nú er Lotta ekki upp um allt alltaðar klifrandi upp á hnén á manni og svoleiðis.
Nú kúra þau upp á eldhúsborði, stelast þangað þegar ég er farin að sofa
Ekkert smá áhugasamur með leikjatölvu.
Eins og sjá má þá er ég ekki upp á marga fiska þessa dagana (fyrri myndin) og hér pöntuðum við pizzu saman, Ólöf með vinkonu sinni, mamma hennar og við hin. Kettlingarnir voru hreynsaðir af eyrnamaur og svo bara huggulegheit.
En svona er veðrið í dag, og notalegt að kúra sig inni hlusta á veðrið fyrir utan, og þurfa ekki að fara út fyrir hússins dyr. Nema ef þessi fja.... fundur verður.
Lognið okkar eitthvað mikið að flýta sér núna. Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
8.1.2012 | 15:41
Eftir höfðinu dansa limirnir.
Landlægt óhreinlyndi stjórnmálamanna er orðin slík að fólk er farið að trúa hverju sem er upp á hvern sem er. Leðjuslagurinn er þegar byrjaður og bendir ótvírætt til þess að pólitíksar eru farnir að veðja á aflausn ríkisstjórnarinnar og kosningar.
Það er eitt sem ég skil ekki ef þetta er rétt, hvers vegna er Hreyfingin þá í samkrulli við Frjálslynda flokkinn og Borgarahreyfinguna og grasrótarsamtök um kosningabandalag fyrir næstu kosningar ef þau eru svo í einhverskonar krókbragði við ríkisstjórnina.
Þar að auki hefur Þór Saari gefið út yfirlýsingu um að þetta sé alls ekki rétt: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/08/hugarburdur_og_dylgjur/
Þó ég viti svo sannarlega ekki hverju ég á að trúa, þá gengur þetta tvennt ekki alveg upp í plottinu hjá Bjarna. Ég ætla því að fylgjast með og sjá hvað þau gera í þessu máli, þegar staðan kemur upp. Það verður örugglega fylgst vandlega með hverjir muni verja þessa ömurlegustu ríkisstjórn allar tíma falli.
Það fyrsta sem þarf að endurreisa hér á okkar litla landi er trúin á stjórnmálamenn, sem eru komnir svo langt niður í trausti fólks að flestir taka allt sem þau segja sem lygi hver sem í hlut á.
Síðan þarf að fara gegnum allar embættisfærslur ráðamanna undanfarin áratug eða meira og upplýsa almenning um hvernig þetta fólk hefur staðið að málum. Alla lygina, óheiðarleikan nú og heiðarleikann upp á yfirborðið svo við sjáum svart á hvítu hverjir eru trausts verðir og hverjir ekki. Fyrr en það hefur verið gert er ekki hægt að styðja neinn af núverandi stjórnmálamönnum með einhverju öryggi.
Það hefur marg oft komið upp m.a. á Landsþinginu fræga að heiðarleiki og opin stjórnsýsla eru efst á lista fólksins í landinu. Það er svo langt í frá að kjörnir fulltrúar okkar, sem eru í vinnu hjá okkur hafi lagt sig niður við þær lágmarkskröfur. Þetta fólk lætur eins og það geti hagað sér eins og það vill, deilt og drottnað með almannafé, og kann ekki einu sinni að skammast sín þegar upplýst er um óheilindi þeirra. Með þessu hafa þau eyðilagt orðspor sitt og annara.
Þau ættu að hafa í huga að þau eru þjónar okkar, í vinnu hjá okkur, fá launin sín frá okkur, og þar af leiðandi eigum við að vera í fullum rétti að sparka svikurunum burt, ekki bara á fjögurra ára fresti heldur um leið og óheilindin koma í ljós.
Á þessu þarf að taka af festu og hörku af okkur fólkinu í landinu, og það sem allra fyrst.
![]() |
Samkomulag um stuðning? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
7.1.2012 | 16:50
Það er talað fallega um mannréttindi og réttindi einstaklingsins, en hvar er hann þegar út í raunveruleikann er komið?
Mér er eiginlega þungt um hjartað þessa dagana. Ég var nefnilega komin á svo gott ról andlega og farin að líta björtum augum fram á veginn, þegar mér var bent á frétt í BB um eitthvað sem heitir Landmótun neðan Gleiðarhjalla - tillaga að mótvægisaðgerðum.
Síðasta áfallið var þegar ég las það í Bæjarins Besta sem virðist vera okkar milligönguaðili mín og bæjarstjórnarinnar, að það ætti að kaupa upp húsið mitt, fréttinni fylgdi flenni mynd af húsinu. Ég fékk taugaáfall og þurftfi læknisaðstoð og vanlíðán í fleiri mánuði.
Síðan hitti ég bæjarstjórann svona af tilviljun og hann tjáði mér að þetta væri allt bara í farvatninu og ekkert ákveðið, en ef þeir keyptu húsið myndi ekki þurfa þennan "vegg" fyrir ofan.
Jæja samkvæmt þessari tillögu, sem nótabene er gerð af HEIMAMANNESKJU sem greinilega hefur ekki haft tíma til að skoða aðstæður, kemur svo í ljós að það á ekki bara að kaupa upp húsið mitt, gegn mínum vilja, heldur líka að taka sneið af Garðplöntustöðinni og eyðileggja tæpra þrátíu ára ræktunarstarf þar fyrir ofan, sem við hjónin höfum haft mikla ánægju af gegnum tíðina.
Þetta segi ég, bara eins og það kemur fram, því ekki hefur verið haft samband við mig út af þessu, ég les bara ákvarðanir í BB og svara á blogginu. Er það ekki þannig sem stjórnsýslan á að virka?
Segi bara svona. En við þetta þá fékk ég annað taugaáfall og er ennþá að berjast í því, ég hef legið í rúminu og eina ástæðan til að fara fram úr er að ég á tvo unglinga sem þarf að hugsa um og gefa að borða. Ég fékk tíma hjá lækni og fékk aftur þessi geðlyf sem ég hafði svo giftursamlega hætt með áður.
Það er verið að rústa lífi mínu og ég get ekkert gert í því. Vegna þess að þetta er jú til að vernda okkur frá snjóflóðum, sem að vísu hafa ekki fallið hér svo lengi sem menn muna. En aðalmálið tel ég er að út úr þessu fást peningar til framkvæmda í bæjarfélaginu. Svo hvaða máli skiptir þá sálarlíf einnar kerlingar.
Ég segi nú samt bara, væri ekki viturlegra að nota þessa peninga ofanflóðasjóðs í eitthvað þarfara eins og til dæmis að borga jarðgöng og laga vegi um landið. Því ég held að þegar málin eru skoðuð þá farist fleiri á vegum úti sérstaklega fjallvegum, en þeir sem farast í snjóflóðum. Enda er tildæmis hér afskaplega vel skipulögð snjóflóðaeftirlitsnefnd.
Þeir hafa til og með látið meta upp húsið mitt, en ég hef ekki heyrt neitt um það heldur, ég hugsa að ég lesi það í Bæjarins besta, þegar þeir eru tilbúinir að gera það opinbert.
Svo er sagt að það takið þrjú ár að rústa lífi mínu og ævistarfi, byrjar næstkomandi ágúst. Huggulegt, ég verð sennilega annað hvort á geðlyfjum allann þann tíma eða komin á geðdeild. Nema mér takist það grettistak að lyfta mér upp og sigra sjálfa mig.
Nú veit ég ekkert hvar ég stend, ég get fengið húsið sem sumarbústað, en hvar á ég þá að vera á veturna? Ég er með tvo unglinga á heimilinu sem eru í skóla, svo ekki gengur að setjast upp hjá börnunum í útlöndum yfir vetraratímann.
Það eru allskonar fallegir fyrirvarar í stjórnarskrá Íslands. En þegar allt kemur til alls, þá er hægt að klæða græðinga í þannig búning að enginn leið er til að berjast á móti henni. Ég skal möluð niður í grjótið klöppuð í stein og gert harla lítið gert.
Eigið góðan dag elskurnar. Nú reynir á hjá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
7.1.2012 | 14:09
Björt framtíð - Besti flokkurinn. B-F.
![]() |
Björt framtíð heldur nafninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.1.2012 | 02:27
Nýársdagur með meiru.
Nýja árið gekk í garð í góðu veðri. Vonandi lofar það góðu. Ég fer allavega inn í það með bjartsýni að leiðarljósi. Og ætla mér að takast á við það sem að höndum kemur. Ég hef aldrei að mig minnir strengt áramótaheit, en ég ætla mér að standa í lappirnar og taka því sem kemur til mín með jákvæðni. Ég hef veitt góðum vættum leyfi til að taka á árarnar með mér, og er tilbúin.
Annars átti ég yndislegt gamlárskvöld í faðmi fjölskyldu minnar bæði barnabarnanna og systkina.
Það er hlutverk prinsins að blanda jóladrykkinn.
Jólasúpan sem alltaf slær í gegn.
Hafði svo purusteik.
Svo var horft á skaupið og farið á brennu. Mér fannst skaupið gott og hló mikið.
hér er verið að gera sig klára til að fara yfir til systur minnar að skjóta upp flugeldum.
Ein af fallegu barnabörnunum mínum Júlíana Lind.
Hér er önnur falleg skotta og lítil kisa.
Geimskip eða eitthvað dularfullt ... já
Mágar á góðri stund.
Og nú á að kveikja í...
Íhahaaa!
Nýtt ár í farvatninu.
Jú Hú!!!
En að kveðja gamla árið er með smá eftirsjá....
Þó er nokkuð ljóst að það nýja verður betra....
Skot skot skot...
Og meira skot skot skot allt í gleði.
Allt í boði björgunarsveita landsins....
Og svo kampavín í boð litlu systur sem tók yfir ritualinn frá foreldrum okkar.
Gamlir samstarfsmenn og reyndar skólabróðir minn Nonni Láka.
Og nýja dóttirin okkar Ella míns.
Og enn og aftur fallega barnabarnið mitt, ein af 21 því þau eru öll jafn yndæl.
Svona er lífið, ég hugsa mikið um hvernig mitt líf hefur þróast. Þegar ég var ung farnnst mér lífið hlyti að vera búið um tvítugt það voru bara einverjir eldgamlir sem náðu því. Og þá átti maður að vera giftur og hafa eignast börn og semsagt maður var bara sveskja eða rúsína sem átti hvorki framtíð né fortíð.
Sem betur fer hafði ég algjörlega rangt fyrir mér, því lífið heldur svo sannarlega áfram og maður er svo sannarlega til og ennþá í fullu fjöri og hef alveg heilmikið til að gefa ennþá. Samt sé ég framtíðina í þessum barnabörnum mínum. Og svo sannarlega geri ég allt til að gefa þeim eitthvað veganesti inn í framtíðina. Þess vegna til og með hef ég skrifað sögurnar mínar. Því ég veit að þau munu upplifa miklu meiri spennu og tækifæri vegna þess sem ég hef gefið þeim. Það vona ég allavega og er einhvern veginn alveg viss um að ég hef rétt fyrir mér með það. Og ef ykkur langar til að lesa þessi ævintýri mín þá getið þið annað hvort haft samband við mig eða Vestfirsku verslunina ég lofa að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.
Málið er að börnin okkar eru framtíðin og við ættum að hlusta betur á hvað þau hafa fram að færa.
Eigið gott kvöld og sofið rótt elskuleg mín.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2024191
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar