London með mínum augum.

Ég var víst búin að tala um að segja frá Londonferðinn okkar Ella.  En málið er að það er ekkert bent flug frá Vín til Keflavíkur, svo við urðum að velja um nokkra staði til að staldra við á.  Og í þetta skipti ákváðum við hjónin að heiðra Lundúnir með nærveru okkar.  

Þar sem þessi útúrdúr var í boði eiginmannsins lét ég hann alveg um að skipuleggja ferðina.  Hann gerir það yfirleitt fljótt og vel.

Það eru samt nokkur ljón á vegi þar sem fólk er ekki mjög kunnugt aðstæðum.  Þó auðvitað megi segja að með almennri heilbrigðri skynsemi geti fólk séð hlutina nokkurnveginn fyrir.  Þannig er nú það.  En ég verð samt að segja að ég skemmti mér afar vel.  

 

Við flugum sem sagt með lággjaldaflugfélaginu Easy Jet til Gatvick, ákváðum að eyða tveimur dögum í London sem reyndist reyndar ekki vera nema einn, því flugið var að kvöldi til. Heimferðin átti svo að vera frá Luton. 

Flugvellir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er kort af flugvöllum kring um London. Eins og svo margita og við komumst að eru Gatvick og Luten sitt hvoru megin við borgina.  Við vorum búin að kanna hvað það gæti kostað að taka leigubíl frá Gatvick á hótelið sem við ætluðum að gista á, en það er í Bloomsbury, rétt við Covent Garden.  Og rétt þar hjá British museum.  

Ojæja.  Þetta var nú draumurinn.

Elli minn var lasinn svo við ákváðum að taka leigubíl, klukkan var að verða tíu og við þekktum ekki mikið til.  

Verðið var ásættanlegt eða um 95 pund, sérstaklega þegar í ljós kom að ferðin varði í tvo klukkutíma bæði vegna lélegra samgangna, umferðar og biðraða vegna vegagerðar.  En bílstjórinn var þægilegur og virtist ekki vera neitt óánægður með þennan langa bíltúr, það var hægt að fylgjast með umferðinni og svo var þetta laugardagskvöld og það var ekið gegnum marga smábæi og hægt að fylgjast með unga fólkinu að koma sé á skemmtanir og í gleðskap.  Okkur leiddist því ekkert á leiðinni. 

Okkur hlakkaði nú samt til að komast upp á hótel og hvíla okkur. Regla númer eitt, aldrei taka ódýrasta hótelið sem þú finnur laughing

Það leit nú samt ágætlega út eftir myndum að dæma. 

 

152094_120307225150

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta yrði svona notaleg stund. 

152094_120622164454981

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eða reyndar svona, við misstum nefnilega af hjónasvítunni, en þessar nætur kostuðu 130 pund fyrir tvær nætur.

Jæja bílstjórinn fann að lokum götuna, en ekki hótelið alveg strax, hann þurfti að spyrja annan bílstjóra og viti menn þarnan blasti nú hótelið okkar við.

IMG_0451

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kall greyið búin að þvælast með okkur í tvær klukkustundir.  En við áttum að fá 35 pund til baka ef við kæmum aftur við á Gatvick, fengum miða upp á það.   

152094_14091216580022101598_800x600

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já ósköp notalegt ekki satt.  tongue-out

Það var reyndar einhver vandræða svipur á manninum í lobbíinu þegar hann sá okkur, því við vorum sett upp á þriðju hæð, og þarna var enginn lyfta hehehe.

IMG_0453

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jamm ... eða þannig. Túpusjónvarpið virkaði svo auðvitað ekki. 

IMG_0454

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var þó að minnsta kosti þak yfir höfuðið eða þannig. 

IMG_0455

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og auðvitað má maður ekki vera kröfuharður, Elli komst þó í bað, nema það var ekkert ljós á baðinu sem var frammi á gangi, það var að vísu spotti til að toga í en það kom ekkert ljós, svo hann notaði símann sinn til að lýsa sér.  En bjórinn bjargar auðvitað öllu.  Höfðum vit á að kaupa kippu áður en við komum á hótelið. 

IMG_0456

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jamm ekki virkaði sjónvarpið.  Skáparnir eru líka listasmíð hehe.  Verð að segja það að ég gat ekki annað en hlegið að þessu öllu saman. 

En við lifðum nóttina af og um morguninn fórum við að skoða okkur um.  Það er ekki hægt að gera né sjá mikið í stórborg eins og London á einum degi, svo við tókum bara Bus Tours, sem áttu að gilda í tvo sólarhringa, en við fengum á niðursettu verði, þar sem við ætluðum bara að vera þarna til kvölds.  Fyrri dagurinn hvarf nefnilega í ferðina til London. 

IMG_0518

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er náttúrulega bráðskemmtileg leið til að skoða stórborg á hundavaði. 

IMG_0517

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta hús minnir mig á mynd sem ég sá einhverntíman um gamla konu sem neitaði að yfirgefa húsið sitt sem átt að rífa til að byggja skýjakljúf.  Yndislegt alveg. 

IMG_0479

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

London er allskonar borg, menninginn lifir hér góðu lífi.

IMG_0480

IMG_0478

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sá reyndar þessa sýningu bæði á Broadway og svo í þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Og svo höfðum við einmitt farið á ótrúlega safnið San Fransisco. 

IMG_0477

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

wink

IMG_0521

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er mikið verið að byggja skal ég segja ykkur, og byggingarkranar ná næstum til himins.

IMG_0506

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

London eye, þeir eru afskaplega stoltir af þessu auga sínu skilst mér og það var hægt að sjá víða frá líka á nóttunn en þá skin það í fallegum bláum lit. 

IMG_0512

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Höllin og Westminster abbey voru líka heimsótt og herra Big Ben.

IMG_0491

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nelli gamli hátt uppi á Trafalagar Squer.

IMG_0492

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viktoríuminnismerkið held ég. 

 

IMG_0500

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Big Ben.  

IMG_0486

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi nýtur sín afskaplega vel á torginu ekki eins hástemdur og Nelson, en örugglega háværari ef hann gæti galað. 

IMG_0530

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viktoria Station. 

 

IMG_0467

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það góða við svona rúnt er að maður getur stoppað þar sem maður vill og farið á pubb eða fengið sér að borða.  

IMG_0464

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já ég sagði einmitt að London væri allskonar laughing

IMG_0462

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er sko ekkert HOF.  

IMG_0549

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stoppuðum á Trafalagar torginu áður en við héldum heim og fengum okkur dýrindis máltíð. 

 

IMG_0493

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér aftur á móti gáfum við okkur tíma til að fara á ekta enskan pubb.  

IMG_0523

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eitt er alveg á tæru það eru hinir vel hirtu og skemmtilega klipptu skrúðgarðar Lundúna.

IMG_0525

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi hefur fengið sér einum of mikið.  

 

IMG_0487

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er nýnasta trendið í stórborgum heimsins.   Veit ekki hvernig þeir fara að þessu.  En svona er þetta bara, hef séð svipað bæði á Ítalíu og í Austurríki. 

IMG_0488

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fólk að njóta sín í veðurblíðunni á torginu.

 

IMG_0529

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er auðvitað enginn fræðsluferð, því ég veit afskaplega lítið um London, bara svona til skemmtunnar.

IMG_0483

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það er alltaf gaman að heimsækja önnur lönd og upplifa andrúmsloftið.

 

En þá áttum við eftir að fara um nóttina til Lutonflugvallar, ákváðum að taka leigubíl þangað líka.  Fengum uppgefið verð hjá manninum í mótttökunni, 85 pund átti hann að kosta.  Elli var ennþá frekar slappur og bílstjórinn vildi endilega koma við í búð og kaupa handa honum hálstöflur það var allstaðar opið þó klukkan væri að nálglast fimm.  Það tók nú styttri tíma til Luton eða um þrjúkorter minnir mig enda hraðbrautir og lítil umferð.  

En sem sagt reglurnar þrjár, ekki taka ódýrasta herbergið, reynið að fljúga ekki frá sitt hvorum flugvellinum, og ætla að gista í miðjunni.  Og ef þið ætlið að vera tvo daga ekki fara að kvöldi til og fara snemma morguns þó dagatalið sýni tvo daga, þá er það tálsýn.  cool 

Njótið kvöldsins.  


Þannig er það bara og ég er auðvita rakin asni.

Ímynd konunnar er að verða spennandi á Íslandi í dag.  Ég þarf fyrst að segja að ég er ekki feministi, ég er jafnréttissinni sem er allt annað mál. Í gær horfði ég á ágætt áramótaskaup sem var skipað konum.  Konum sem báru það uppi og ég er alveg ánægð með það, svona eftir aðra áhorfun, skildi ekki alveg á gamlárskvöld enda komin smá í glas.

En í kvöld horfði ég svo á þátt sem heitir Tónafljóð, sem var í Hörpu.  Tónafljóð vegna þess að þar skipuðu konur æðstu sætin.  Þetta var frábær þáttur og margt svo fallegt og gott.  

Flest var afar flott og skemmtilegt.  Það voru þó tvö atriði sem mér fannst ekki alveg nógu góð.  Það fyrra var eftir Jórunni Viðar, eldurinn hennar brann fyrir minn smekk of hægt, en samt áheyrilegt og fyrir symfóníuelskendur örugglega góð veisla.

Hitt atriðið var og ég verð að gera svolitla grein fyrir því, var túnfífillinn hennar Ragnhildar Gísladóttur.

Fyrir svona 30 árum eða svo var ég einlægur aðdáandi hennar, ég er oft frekar barnaleg og tilfinningarík manneskja og ég viðurkenni alveg að ég lét aðdáun mína á Ragnhildi örugglega of mikið í ljós á þeim tíma.  En svo liðu bara 30 ár.

Ágæta Ragnhildur ég hef lært á löngum ferli að það sé betra að þegja en að segja eitthvað leiðinlegt við fólk.  Þess vegna segi bara túnfífillinn Þetta reyndar fallega blóm á svo miklu betra skilið en túlkun þín á tilveru hans.

Ég mun aldrei gleyma svipnum á þér núna fyrir tveimur árum þegar þú varst hér með Fjallabræðrum á Aldrei fór ég suður.  Ég var þarna eins og svo oft áður baksviðs, og sá þig, og þú sást mig og það var eins og ég væri ebólusjúklingur þú raukst í burtu eins og ég hefði gert þér eitthvað. Þetta augnaráð og viðbrögð hafa fylgt mér síðan.  En ég skal alveg segja þér að ég ætlaði mér aldrei að heilsa þér, hvað þá abbast upp á þig, því eftir 30 ár hef ég þroskast ótrúlega mikið... eða þannig.  Ég abbast ekki upp á fólk sem augsýnilega vill það ekki.  

Þannig að þú getur sofið alveg róleg.  Þá er mitt sjónarmið komið fram.

En sem sagt þessi uppákoma var svo sannarlega veisla fyrir augu og eyru, og ég er stolt af mínum kynsystrum.  

Ég veit að ég get verið algjör asni í svo mörgum málum.  Ég læt tilfinningarnar hlaupa með mig í ógöngur og hef oft þurft að sjá eftir því svona með sjálfri mér.  En ég er fyrst og fremst manneskja og við gerum öll axarköft sem við sjáum svo eftir.  En þá þurfum við líka að komast að samkomulagi við okkur sjálf og elska okkur sjálf fyrir að vera svoddan kjánar og læra og vita að við erum bara ekki ein í svoleiðis kjánaskap.  Vegna þess að stundum erum við bara kjánar.  

IMG_0243

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er auðvitað asni, en ég er frekar saklaus, hamingjusamur og góður asni, sem á ást og kærleika svo margra og það er ótrúlega gott.  Þannig að þegar eitthvað svona nagar mann, þá bara einfaldlega á það ekki að skipta neinu máli og nú þegar ég hef komið þessu annars neyðarlega atviki frá mér þá er það þar með farið.  

En konur geta alveg gert allt það góða og flotta sem karlmenn geta. Og það er einmitt málið að við gerum það með stæl, með því að virkilega sýna fram á hvers við erum megnugar, en ekkk með einhverum fjandans tiktúrum og æsing sem einatt er í kringum feminisma.  


« Fyrri síða

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Jan. 2015
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2024166

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband