Um Frjálslyndaflokkinn - flokkinn minn-

 

toppur_vinstri 

Það  hefur mikið verið rætt um innanborðs átök í Frjálslyndaflokknum.  Ég vil því birta hér grein sem ég skrifaði ásamt nokkrum félögum mínum um þau átök.  Því miður virðist vera að upp sé komin alvarlegur ágreiningur, sem hefði átt að vera fyrirsjáanlegur fyrr, en ég og mínir félagar vildum trúa því í lengstu lög að fólk vildi fyrst og fremst fylkja sér um þau málefni sem Frálslyndiflokkurinn stendur fyrir, og láta persónalegan frama eða ósætti við aðra félaga víkja fyrir heildinni. 

Nú er svo komið að það er nokkuð ljóst að það verður ekki svo.  Og ég segi því miður.  Því þarna er innan um gott fólk, sem hefur látið leiða sig í öngstræti, og mun að mínu mati einangra sig í flokknum, ef það sér ekki að sér, og fer að vinna samkvæmt málefnum, en ekki hver vill ekki hvern hvar.

 

Aðför að grundvelli Frjálslynda flokksins

 

Svo virðist vera sem valdabrölt herji nú á Frjálslynda flokkinn enn einu sinni. Við getum ekki betur séð en verið sé að reyna yfirtöku á flokknum. Okkur líkar það illa, því við höfum í lengstu lög viljað stilla saman strengi og halda málefnum flokksins til streitu. En nú er ljóst að það er ekki hægt. Ákveðnir aðilar hafa sýnt að þeir komu inn í flokkinn með því hugarfari að yfirtaka hann og laga að sinni stefnu. Eins og reyndar var marg varað við á sínum tíma. Á viðskiptamáli væri þetta kölluð tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku.

Okkur þykir vænt um Frjálslynda flokkinn, og það sem hann stendur fyrir, Við erum líka ánægð með forystu flokksins og nefnum þar fyrst og fremst formanninn Guðjón Arnar Kristjánsson. Forysta flokksins hefur sömu stefnumál á dagskrá og við undirrituð, og leggur sömu áherslur. Þó við teljum ekki upp fleiri, þá er á þessum lista kjarninn úr Frjálslynda flokknum eins og hann var, fólk sem hefur unnið mikið fyrir flokkinn, oftast sjálfboðavinnu og yfirleitt án hávaða eða fyrirgangs.

Við gengum í upphafi til liðs við flokkinn, einmitt vegna áherslna hans á málefni hinna dreifðu byggða, sjávarútvegsmálin, landbúnaðarmálin og hlut byggðanna í misskiptu samfélagi og höfum starfað með honum síðan. Okkur hefur liðið vel með þessar áherslur, og líka áherslur okkar í málefnum útlendinga. þ.e. stefnu flokksins, samkvæmt málefnasamningi okkar. Við tökum undir áherslur Guðjóns og þingmanna okkar í velferðarmálum, og tillögur og frumvörp sem þeir hafa lagt fram um þau mál.

Sem fyrr segir þá er greinilegt að aðilar innan flokksins vega nú leynt og ljóst að formanninum og þar með flokknum. Nú svo komið að við getum ekki orða bundist. Á miðstjórnarfundum hafa átt sér stað endurteknar árásir á þingflokksformanninn Kristinn H. Gunnarsson, en jafnframt er í gangi undirróðursherferð á hendur formanninum þó sé erfitt að sjá hvaðan fréttir berast, en þannig er eðli rógsins.

Guðjón Arnar hefur sýnt ótrúlega hugprýði og stillingu við þessi niðurrifsöfl. Það að hann vilji halda frið, eins lengi og stætt er, er viturlegt. Hinn vitri ræðst ekki fram, heldur leyfir hlutunum að hafa sinn gang, til að sjá hvaða stefnu þau taka. Hins vegar er óhætt segja, að þeir sem vega að Guðjóni nú, þekkja hann ekki eins vel og við og það fólk sem honum stendur nær. Gamli skipstjórinn, er ef til vill seinþreyttur til vandræða, en að grípa til aðgerða, hefur aldrei vafist fyrir honum, þegar til kastanna kemur. Við höfum líka fulla trú á að svo verði nú.

Við höfum ekki viljað ræða opinberlega um þessi innri mál flokksins, vegna þess að við vonuðum að þessum rógi linnti og menn myndu snúa bökum saman. En svo kemur að því að það er ekki hægt að þegja lengur. Þannig líður okkur núna. Þeir sem ekki eru ánægðir með stefnu flokksins, og forystu, ættu frekar að velja sér annað skipsrúm en að stunda þessa niðurrifsstarfsemi. Þeim átti að vera ljós stefnumál flokksins þegar þeir gengu til liðs við hann.

Málefni Reykjavíkur eru vissulega góðra gjalda verð, en það vill svo til að flokkurinn mælist ekki með mikið fylgi þar, sem sýnir að styrkur hans liggur á landsbyggðinni, enda ekki vanþörf á að vinna að þeim málefnum sem brenna á hinum dreifðu byggðum landsins. Út af þeirri stefnu höfum við aldrei vikið, og förum vonandi ekki að gera það nú.

Það er skiljanlegt að fólk vilji komast til forystu í flokknum og láta að sér kveða, en við erum orðin þreytt á sífelldum ófriði og niðurrifsstefnu í þágu slíkra eiginhagsmuna. Hér vilja margir verða kóngar og ekki seinna en strax.

Á tveggja ára fresti er landsþing Frjálslynda flokksins. Það á að skera úr um hverjir veljast til forystu, valdir af félagsmönnum flokksins, þar er vettvangurinn til að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa. Þeir sem vilja komast til meiri metorða en þeir hafa nú þegar, ættu að bíða þess tíma en ekki sitja og kynda undir ófriði meðal flokksmanna, það er hætt við því að það komi í bakið á þeim sjálfum.

Okkar afstaða er ljós, meðan Guðjón Arnar gefur kost á sér til formanns í Frjálslynda flokknum, munum við standa þétt að baki hans. Best væri að fólk færi að vinna saman, og láta reyna á málefnin. Málefni og stefna Frjálslynda flokksins eru góð og algjörlega nauðsynleg að okkar mati.

Valdabrölt eins og nú á sér stað í flokknum tætir hann bara niður. Gefur óvinunum gott færi á að skjóta föstum skotum. Enginn er verri óvinur, en sá sem þykist vera vinur, en er svo þegar á reynir Lúsifer í dulargerfi.

Við undirrituð eigum sæti í miðstjórn Frjálslynda flokksins
Ásthildur Cesil Þórðardóttir,
Hanna Birna Jóhannsdóttir,
Pétur Bjarnason,
Pétur Guðmundsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott grein og sönn.

Þessi hópur sem hæst kveður nú um stundir eru bölvaðir kverúlantar í mínum bókum og þeir eru ekki mjög vandaðir einstaklingar sýnist mér á öllu.

Ég þekki þetta svolítið úr Alþýðubandalaginu gamla þar sem hver höndin var sífellt upp á móti annarri.

Úff.

Ég þekki ekki til GA en ég held að hann sé vænn og heill maður.

Sama má segja um Kristin sem ég þekki ekki heldur en mér finnst hann alltaf sannfæringu sinni trúr.

Annars eru þessi öfl sem nú vaða uppi að koma verulegu óorði á FF í ýmsum málaflokkum.

Svo er Ásthildur Cesil Þórðardóttir í FF það hljóta anskotinn hafi það að vera meðmæli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 13:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er rétt Jenný mín, Guðjón Arnar er góð manneskja, og hann hefur ennþá hugsjónir, og vill virkilega vinna að málefnum dreyfbýlisins.  Hann lætur sig miklu varða líka málefni eldri borgara, og fer víða og ræðir við fólk.  Sjávarútvegsmálin eru samt þau sem brenna hvað mest á, vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem byggðirnar eru komnar í vegna kvótaskerðingar og kolvitlauss kvótakerfis.

Annar takk fyrir mig elskuleg

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2008 kl. 14:26

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góð grein Guðjón Arnar er mjög góður og ég stend með honum 100%

Kærar kveðjur Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.9.2008 kl. 15:19

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Prósent. ætlaði ég að segja.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.9.2008 kl. 15:20

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að vita Katla mín. Vona að þú sért ennþá á góðri leið til betri heilsu.

Hæ á þig líka Arna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2008 kl. 16:25

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góð grein hjá ykkur Ásthildur mín.

Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem "litlir" flokkar verða fyrir barðinu á framapoturum.  Sagan sýnir að því minni sem flokkarnir eru því meiri líkur eru á að eitthvað svona gerist.  Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur hafa allir gengið í gegnum þetta.

Stundum hefur hvarflað að mér að Stóri sjálftökuflokkurinn geri út mannskap til að útrýma keppinautum, með því að "planta" þar inn fólki og sundra liðinu.  En ég veit að svoleiðis hugarórar falla undir paranoju.....en hvað veit maður svo sem?.

Það eru "liðssafnanir" eða flokkadrættir í öllum stjórnmálaflokkum, en það er bara svo sárt, þegar þetta á sér stað í litlum flokkum, þar sem nándin við félagana er mikil.

Ég óska ykkur velgengni í að leysa þessi mál, en óttast að sagan eigi eftir að endurtaka sig og að það verði klofningur.

Bestu kveðjur til þín Ásthildur mín 

Sigrún Jónsdóttir, 24.9.2008 kl. 16:54

7 Smámynd: Katrín

Sá veldur miklu sem upphafinu veldur og mega þeir sem í þennan dans buðu og þeir sem þáðu muna það.  Lýðræðið þeirra nær ekki út fyrir þeirra eigin nafla og hafa þeir búið svo um hnútana að þeir sem venslaðir eru eða tengdir formanni og eða formanni þingflokks mega ekki mæla orð án þess að úr þeim er snúið eða þau eignuð þeim tveimur mönnum.  Þakka ykkur fyrir góða grein

Katrín, 24.9.2008 kl. 17:18

8 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl kæra Ásthildur, þetta sem þú talar um í greininni er ekki satt, þú veist betur.  Með Jóni Magnússyni kom margt gott fólk inn í FF, fólk sem sem skipaði sér í sveit fótfönguliða til að vinna flokknum gagn, sem ég tel hann hafi gert.  Við erum öll stuðningsmenn Guðjóns formanns og það veistu líka.  Flokkurinn er ekki að klofna, og það veistu líka.  Ég er enginn kverúlant eins og Jenný nefnir okkur í flokknum.  Það eina sem við viljum er að flokkurinn fari eftir lögum flokksins og virði valddreifingu í flokknum, það er það eina sem við förum fram á og ekkert annað.  Við höfum ekki fengið að birta tillögurnar á heimasíðu flokksins til að almenningur geti lesið þær. Við þurfum að leggja það undir ritstjórn flokksins sem er skipuð sama valdahópnum og skipar öll embætti flokksins.    Þannig er nú málið Ásthildur mín, þótt margir reyni að krydda það með þvílíkri vanþekkingu á málinu.

En annað mál, gestur okkar á næsta súpufundi Landssambands kvenna í FF er Ólafur Ísleifsson lektor og hagfræðingur.  Mun hann fjalla um þær erfiðu efnahagsaðstæður sem við stöndum nú frammi fyrir í íslensku þjóðfélagi.  Við munum að sjálfsögðu bjóða upp á bragðgóða súpu og brauð að venju.

Hafðu góðan dag,

Með kveðju,

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 24.9.2008 kl. 19:03

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú ert kona sátta og samlyndis Ásthildur mín - ég þekki, sem betur fer, fleiri slíka í Frjálslynda flokknum.  Vandinn er að Það er erfitt að segja þeim sem upplifa sig sem fórnarlömb að þeir séu í raun ofbeldismaðurinn og öfugt. Þar virðist hnífurinn standa í kúnni. Held að það séu fáir blásaklausir í þessu, og flestir hafi eitthvað til síns máls. Samskipti geta verið snúin og vont þegar fólk reynir að túlka allt á versta veg og vilja  aðeins hlusta á sig sjálfa.

Held það efist enginn um að Guðjón sé góður maður, einhverjir eru ósáttir við að hann hafi ekki stjórn á "lýðnum", og það er kannski sannleiksbroddur í því - úr því svona er komið. Ég veit að Tryggvi minn og Guðjón eru í mjög góðu sambandi og styður sá fyrrnefndi Guðjón. Þó að meirihluti Reykjavíkurfélagsins í Norðurkjördæmi hafi kosið að stinga upp á Sigurjóni til formanns var það á móti atkvæði tveggja manna (beggja fyrrverandi Nýs afls manna). Svo ekki eru þeir að vinna gegn Guðjóni - þó að samsæriskenningar séu þar um.

Ég hef hlustað á nokkrar hliðar, heyrði í Helga Helgasyni sl. helgi á opnu húsi í Kópavogi og met það sem svo að Kristinn hafi mætt andstöðu frá upphafi frá sumum af orðum Helga, en hann hafi  alls ekki  mætt andstöðu hjá öllum og langt í frá. Það er vont ef fólk er ekki til í að gefa öðrum tækifæri.  Dómharka er ekki góð.

Við erum vön mismunandi samskiptum, sjálf hef ég kosið að reyna að koma fram við fólk af virðingu og er svolítið viðkvæm fyrir því ef fólk talar ruddalega til mín, kannski er það mitt vandamál og þeirra sem það upplifa...  en við verðum alltaf að hlusta á alla málsaðila, ekki aðeins eina hlið.

En að lokum; vonandi er samningsviljinn sterkari en erjurnar, vonandi eru málefnin merkilegri en misklíðin.

Ekki láta Sjálfstæðismenn og aðra flokka sem myndu græða á klofningi Frjálslyndra hlakka yfir óförum...

  .... Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér ...

- TÖLUM SAMAN ...

p.s. ég vona að það sem ég skrifaði hér sé tekið eins og það er, skrifað af heiðarleika og einlægni - en það er alltaf svo erfitt að tjá sig án þess að því fylgi tónn ... því þarf að setja í þetta ljúfan vinsemdartón, því ég ber mikla virðingu fyrir þér og þínum skoðunum Ásthildur.

Þori varla að ýta á "senda" .. sé eitthvað af þessu mistúlkað, en ég held að ég komist ekki heiðarlegra frá þessu og geri þetta vonandi til að varpa ljósi á gang mála en ekki til að skemma fyrir.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.9.2008 kl. 19:12

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það mættu fleiri taka sér hana Jóhönnu til fyrirmyndar.

Kannski eiga konur oft auðveldara með að horfa yfir sviðið og greina hismið frá kjarnanum.

Ekkert kannski það er æði oft svoleiðis.

Fáið karlana til að tala saman stelpur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 19:38

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásgerður mín, ég veit að þið genguð í flokkinn, og að það hefur verið ánægjulegt að starfa með sumum ykkar.  Þú hefur til dæmis alltaf verið yndæl og gert margt gott.  En þegar ég fór á fund í haust, þá var það virkilega áfall fyrir mig, að upplifa hvernig hann fór fram.  Ég stóð að lokum upp og var svo ofboðið að ég skammaðist út í fundarmenn fyrir einelti í garð Kristins H. Gunnarssonar.   Mér þykir gott að heyra þig segja að þið styðjið Guðjón Arnar, en þá spyr ég á móti; hvert er þá vandamálið ?  Af hverju þetta endalausa tal um að það þurfi að skipta um forystu, og svo framvegis.  Og þessar áráris á Kristinn H.  Þegar það er komið í ljós að Guðjón Arnar styður hann sem formann þingsflokksins ?

Ég hef starfað þó nokkuð með Kristni H.  Og ég verð að segja að hann er virkilega trúr þeim kosningaloforðum sem Frjálslyndiflokkurinn gaf í síðustu kosningum.  Og hann starfar af heilindum fyrir kjósendur.  Hann er málafylgjumaður mikill, sem ég sem kjósandi hlýt að telja kost.  En svo er þetta endalausta framapot í félögum mínum, sem núna er háð opinberlega.  'Eg hef aldrei ætlað mér að fara fram opinberlega með ágreininginn, en stundum bara getur maður ekki þagað lengur. 

Ef þið virkilega styðjið Guðjón Arnar, treystið þið þá ekki dómgreind hans, þegar hann styður þingsflokksformanninn Kristinn H. ?  Eða hangir eitthvað meira á spýtunni ?  Það er ekki nóg að segjast styðja einhvern, en setja honum svo einhverja kosti, og segja, ef þú gerir ekki eins og ég vil, þá fer ég upp á móti þér. 

Stuðningur felst einmitt í því að treysta viðkomandi til að fara þá leið sem honum finnst mest traustvekjandi.  Ég hef líka heyrt allskonar baknag bæði um Guðjón og Kristinn, sem mér líkar ekki.  Ef fólk á að geta starfað saman, þá á það líka að treysta hvort öðru.  Ef það traust er ekki til staðar, þá er miklu heilbrigðara og heiðarlegra að fara hvor sína leið.  Þar er ekki hægt að sitja og plotta og þykjast hvergi hafa komið nálægt neinu, ef þú skilur hvað ég meina. 

Ég vona innilega að fólk tali heiðarlega saman, og láti málefnin ráða för, þá er ég ánægð.  En eins og málin snúa núna, þá sé ég einmitt eitthvað allt annað í stöðunni.  Og það er komið einhversstaðar frá mín kæra. 

Því miður kemst ég ekki á súpufundinn, en sá síðasti var rosalega ánægjulegur, og fróðlegur.  Ég tel líka mjög nauðsynlegt að við konur verði sýnilegri í flokknum, og að við fáum að blómstra.  En það kemur ef við viljum það sjálfar ekki satt mín kæra?

Jóhanna mín, ég veit ekki alveg hvað þú ert að fara.  En það er allt í lagi.  Ég tel mig manneskju sátta.  En mér leiðist rosalega fals og gróusögur.  Og ég þekki Guðjón Arnar ágætlega ?  Og ég veit ef til vill meira en upp hefur komið, til dæmis um samskiptin við Sigurjón í aðdraganda kosninganna, þar sem ég er formaður kjördæmaráðs norðvesturkjördæmis, og ég hef þar setið á strák mínum, vegna þess að mér þykir vænt um Sigurjón, og hef ekki viljað tala út um þau mál.   En ég geri það ef til vill héðan af, þar sem málin hafa þróast eins og þau hafa gert.  Þar kom ekki sannleikurinn fram. 

Ég vil koma fram af virðingu við allt fólk, en það er langur vegur frá því að láta traðka á sér.  Og nú er einfaldlega komið nóg.  Eða hvað segir þú elskuleg mín, hefur Guðjón Arnar verið að gefa yfirlýsingar um brotthvarf sitt, eða um ráðabrugg gegn sér ? Nei hann hefur reynt að halda friðin, og segja sem minnst.  Yfirlýsingarnar hafa komið frá öðrum, eins og sjá má. 

En endilega það þarf að tala saman, og sjatla málin.  Ég er alltaf til í svoleiðis, en þá verður líka sannleikurinn, og heiðarleikinn að vera til staðar.  Annars er ég ekki til viðræðu.  Þannig er ég bara. 

Elskuleg mín, ég segi bara málefnin skipta mig öllu máli, og til að framfylgja þeim, treysti ég best Guðjóni Arnari og Kristni H. og því fólki sem er nær okkur. 

Og þá er ég að tala um þau málefni sem flokkurinn var stofnaður um, málefnin sem brenna á hinum dreyfðu byggðum.  Málefni borgarinnar, eru góð og gild, en það eru nógir sem hafa þau á sinni könnu.  En Frjálslyndi flokkurinn er í raun og veru eini dreyfbýlisflokkurinn, og með karlinn í brúnni, er tryggt að það gleymist ekki.  Ef til dæmis Jón Magnússon, sá ágæti maður tæki að sér formennsku í flokknum, eins og mér heyrðist að hann byði sig til, þá hef ég einfaldlega ekkert að gera í þessum flokki, því þá yrðu borgarmálin bara ofaná.  þannig er það.

Ég er dreyfbýlistútta, ætla mér að vera það, og vil berjast fyrir því að við fáum að vera til.  Annað fer ofan garðs og neðan hjá mér.  En þannig er ég bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2008 kl. 20:20

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jenný mín þessar tvær stelpur eru frábærar, og ég vona að okkur takist að láta karlana tala saman, þó það verði með tveimur hrútshornum.  En þá þarf líka heiðarleika og sannleikurinn að leika aðalhlutverkið, á hvorn veginn sem er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2008 kl. 20:22

13 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Ásthildur,

ég las grein ykkar í morgun og varð dapur. Ég gekk í FF þegar ég skildi loksins óréttlætið í kvótamálum. Í raun nokkuð vel af sér vikið hjá borgarbarni eins og mér. Eina leiðin sem ég sé til að breyta þessu óréttláta kerfi er að koma FF úr litlum 4 manna flokki í eitthvað stærra, 20-25% flokk. þá fyrst getum við látið að okkur kveða til að koma baráttumálum okkar áfram. Því var hugsun ykkar sem hér fylgir eins og hnífstunga í bakið á öllum sem vænta einhvers af FF.

"Málefni Reykjavíkur eru vissulega góðra gjalda verð, en það vill svo til að flokkurinn mælist ekki með mikið fylgi þar, sem sýnir að styrkur hans liggur á landsbyggðinni, enda ekki vanþörf á að vinna að þeim málefnum sem brenna á hinum dreifðu byggðum landsins. Út af þeirri stefnu höfum við aldrei vikið, og förum vonandi ekki að gera það nú."

Fyrsta setningin er í raun kjarniinn í vandamáli FF. Eins og þér er vel kunnugt um þá fækkar Vestfirðinum og öðrum dreifbýlismönnum á Íslandi. Af því leiðir að væntanlegum atkvæðum FF þar fækkar. Reyndar fækkaði atkvæðum FF í þínu kjördæmi um liðlega 200 í síðustu kosningum.

Að sama skapi fjölgar væntanlegum atkvæðum FF hér fyrir sunnan að sama skapi. Ef þú vilt stækka FF þá veiðir þú þar sem torfan er þéttust, ekki satt. Ef við aukum ekki fylgi FF þá komum við engu í verk. Ef þú telur ekki púkkandi upp á okkur fyrir sunnan þá verður FF bara eitthvað Sólarkaffi nokkurra Vestfirðinga, verði ykkur að góðu. Um leið eru það svik við málstaðinn.

Við erum nokkur hér "fyrir sunnan" sem gengum í flokkinn til að koma á flokkstarfi hér í Reykjavík. Það var nánast ekki til áður. Við ætluðum að koma á skipulögðu flokkstarfi með fundum, blöðum, símhringingum. Við ætluðum að stofna sveitir manna sem gætu hringt í fólk, mætt á fundi í skólum og á öðrum stöðum og staðið í verslunum og kynnt málstaðinn. Við ætluðum að koma á styrktarmannakerfi til að afla fjármuna. Við ætluðum svo margt. Þetta ætluðum við vegna þess að þrátt fyrir að við værum borgarfólk viljum við ekki aka um landið okkar bara á milli bensínstöðva. Við viljum sjá líf úti á landi. Við ætluðum að stækka flokkinn í 20-25% flokk svo að við gætum gert þetta. Hver er niðurstaðan.

Menn skrifa í blöðin og kalla okkur "þetta lið", "fjandsamlega yfirtöku" og þið segið "okkur hefur liðið vel með þessar áherslur" Ef þið viljið ekki bara vera í cozy Sólarkaffi  heldur viljið efla flokkinn til að standa skil á skuldbindingum ykkar við þá sem treysta á ykkur verðið þið að efla starfið í Reykjavík. Í Reykjavík er mesti möguleikinn á að fjölga atkvæðium því þau eru svo fá fyrir og þar eu flestir.

Því miður hafa ýmsir innan flokksins beitt sér gegn okku í Reykjavík einmitt á þessari forsendu sem þið nefnið í grein ykkar. Sumir hafa gengið skrefinu lengra og sagt að engin ástæða sé að búa til einhverja "power station í Reykjavík innan FF". Þetta lýsir hræðslu við Reykjavík. Reykjavík er sett upp sem ógnun við "gamla góða Frjálslynda flokkinn". Ef við öflum mikils fylgis við FF í Reykjavík og flokkurinn stækkar hverjir hagnast og hverjir tapa er mér spurn. Þeir sem vonast eftir breytingum á óréttlátu kvótakerfi hagnast. Nú verður þú að velta því vel fyrir þér hverjir tapa á velgegni Frjálslynda flokksins í Reykjavík.

Ég segi nú bara, "please" vaknið og komið og vinnum öll saman að sameiginlegum markmiðum stefnumálum flokksins til hagsbóta.

Gunnar Skúli Ármannsson, 24.9.2008 kl. 23:23

14 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Sæl, Ásthildur. Ég verð að segja að ég varð furðu lostin yfir að lesa grein ykkar Vestfirðinga. Ég er 100% sammála því sem Gunnar segir. Það er hreint með ólíkindum hvernig sumum hefur tekist að túka alla okkar viðleitni til flokksstarfs hér í Reykjavík, sem árás á sig. Það er líka athyglisvert að sjá að þið séuð ánægð með að vera bara til á vestfjörðum. Ekki hefði mér dottið það í hug. Ég  hélt að flokkur sem vildi halda áfram að vera til, vildi líka vera til á öðrum og jafnvel ómerkilegri stöðum eins og í Reykjavík.

 "Málefni borgarinnar, eru góð og gild, en það eru nógir sem hafa þau á sinni könnu.  En Frjálslyndi flokkurinn er í raun og veru eini dreifbýlisflokkurinn, og með karlinn í brúnni, er tryggt að það gleymist ekki"

Þessi afstaða skýrir í rauninni allt, við hérna fyrir sunnan erum greinilega óvelkomin í flokkinn. Loksins kom þó heiðarlegt svar. Okkur var að vísu farið að gruna það og spurðum, en var sagt að það væri ekki rétt. 

Í lokin Ásthildur, þá var það í vor sem þú varst á fundinum. Ég man að þú stóðst upp og kvartaðir undan ósanngirni við Kristinn. Það var svo sem ekki nema von þar sem þú hafðir ekki verið á mörgum fundum á undan og þar með ekki verið vitni að ósanngjörnum árásum Kristins á mann og annan. Ég er hins vegar ekki frá því að undir lokin voru farnar að renna á þig tvær grímur. sérstaklega þegar ljóst var að Kristinn hafði komið í bakið á formanninum. Allavega féll síðasta atkvæðagreiðsla á þeim fundi á þann veg að öll atkvæði féllu á móti Kristni utan tvö og eitt var autt.

Þóra Guðmundsdóttir, 24.9.2008 kl. 23:56

15 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil.

ER þetta Pétur okkar Guðmundsson fulltrúi Suðvesturkjördæmis sem ritar undir greinina ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.9.2008 kl. 00:04

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skúli minn, þakka þér fyrir þetta innlegg, Þú segir réttilega að fólki fækki á landsbyggðinni, og því ættu menn að einbeita sér að Reykjavík.  Gott og vel, auðvitað þarf höfuðborgin að vera inn í myndinni.  En ég tel að við séum að vinna að því að efla landsbyggðina, vinna gegn fækkuninni og leyfa því fólki sem vill vera úti á landi að fá að vera þar og starfa.  Það þarf að gera fólki kleyft að geta búið hvar sem það vill á landinu.  En ekki eins og nú er, af stjórnvöldum, hreinlega reynt að koma öllum á suðvesturhornið.

Við erum nokkur hér "fyrir sunnan" sem gengum í flokkinn til að koma á flokkstarfi hér í Reykjavík. Það var nánast ekki til áður. Við ætluðum að koma á skipulögðu flokkstarfi með fundum, blöðum, símhringingum. Við ætluðum að stofna sveitir manna sem gætu hringt í fólk, mætt á fundi í skólum og á öðrum stöðum og staðið í verslunum og kynnt málstaðinn. Við ætluðum að koma á styrktarmannakerfi til að afla fjármuna. Við ætluðum svo margt. Þetta ætluðum við vegna þess að þrátt fyrir að við værum borgarfólk viljum við ekki aka um landið okkar bara á milli bensínstöðva. Við viljum sjá líf úti á landi. Við ætluðum að stækka flokkinn í 20-25% flokk svo að við gætum gert þetta. Hver er niðurstaðan.

Við ætlum svo margt, þú ert vonandi ekki að meina að það sé okkur hér úti á landi að kenna að ekki tókst að fá fleiri til samstarfs í höfuðborginni.  Ég held að ég geti fullyrt að enginn hafi beitt sér gegn framboði í Reykjavík.  Því auðvitað erum við sterkust sameinuð.   En málið er að Frjálslyndi flokkurinn hefur sínar áherslur einmitt á það að byggðirnar blómstri.  Og meðan stjórnvöld eru að drepa niður hinar dreyfðu byggðir landsins, þá hljóta áherslurnar að liggja einmitt þar. 

Ég er að tala um ákveðin hóp manna sem hefur gengið til liðs við Frjálslynda flokkinn nýlega, ég er ekki að tala um það fólk sem hefur lagt flokknum lið frá byrjun.  Þar eru ýmsir mætir menn eins og til dæmis Pétur Bjarnason, sem skrifar undír þetta bréf með mér, starfar og býr í Reykjavík.  Eftir því sem ég best veit líka Pétur Guðmundsson.  Þetta er í raun og veru ekki spurning um staðsetningu, heldur um hvort ákveðin hópur manna, sem gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn, hafi það í raun í sinni að reyna að yfirtaka flokkinn og breyta áherslum þannig að okkar  stefnuskrá verði ekki virt, heldur þeirra áherslur.  Það er eitthvað sem ég sætti mig ekki við.

 Ef við öflum mikils fylgis við FF í Reykjavík og flokkurinn stækkar hverjir hagnast og hverjir tapa er mér spurn. Þeir sem vonast eftir breytingum á óréttlátu kvótakerfi hagnast. Nú verður þú að velta því vel fyrir þér hverjir tapa á velgegni Frjálslynda flokksins í Reykjavík.

Þetta er nákvæmlega það sem ég hef áhyggjur af.  Ég hef nefnilega heyrt að fólk fyrir sunnan, hafi talað um það að það ætti ekki að vera að spá í þetta kvótakerfi, það væri orðið úrelt.  Og nú langar mig að spyrja þig minn kæri Gunnar Skúli, eruð þið þarna fyrir sunnan á því að berjast með krafti og öllum slagkrafti gegn þessu kvótakerfi.  Getur þú staðfest að þetta sé rangt sem ég hef heyrt ?  Og svona í framhjáhlaupi, ef þetta er rétt sem ég hef heyrt, og það beint frá fólki sem ég treysti, hvernig ætlar þá Sigurjón að vinna að málefnum landsbyggðarinnar, ef hann hefur sinn aðalstuðning einmitt frá því fólki sem svona hugsar ?

Mér þykir vænt um Sigurjón, við höfum átt gott samstarf.  En stundum þarf að ræða málin frá A til Ö.  Og stundum er ekki hægt að þegja.  Mistökin liggja ef til vill í því, að menn hafa komið fram opinberlega og sagt hluti, sem ef til vill væru betur sagðir milli manna innan flokksins.  Það var ekki Guðjón Arnar, eða hans fólk sem fór með málefnin á torg.  Það voru aðrir, sem teymdu umræðuna út á vígvöllinn. Þar mættu aðrir líta i eigin barm, og skoða áskoranir ýmsar, og tilmæli, og önnur atferli.  Ég er seinþreytt til vandræða, tel ég sjálf.   En þegar mér ofbýður, þá fer ég fram, stundum ef til vill með offari, það getur vel verið.  En þegar réttlætiskennd minni er misboðið, þá opna ég mig, og segi það sem mér býr í brjósti.  Og þá er mér líka sama um hvort einhverjum líkar það illa eða ekki.  En fyrst og fremst vona ég að við getum öll slíðrað sverðin og verið ein heild.  En þá skulu málefnin, okkar málefnasamningur líka vera leiðarljósið þar, þangað til menn hafa gert breytingar á honum, og ef það er vilji til þess, og mér líkar ekki, þá er það alveg á hreinu að ég mun hætta að skipta mér af þessum flokki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2008 kl. 00:05

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þóra mín, ég ætla ekki að fara nánar út í hvað gerðist á þessum fundi.  Hann var martröð, og mér skilst að þeir hafi verið svona frá byrjun kjörtímabilsins, sem er hrollvekja út af fyrir sig Og ég skal lofa því að mæta á næsta miðstjórnarfund og svar fyrir mig þar, ekki hérna, meira um okkar mál.  Ég hef gert það hér að ofan í löngu máli og tel nóg komið.

Gmaría mín, jamm ætli það ekki, SelaPétur, sá forni kappi hinn eini og sanni strandamaður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2008 kl. 00:19

18 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl aftur Cesil.

Fyrir mína tilstuðlan er Pétur fulltrúi okkar hér í Suðvesturkjördæmi í miðstjórn, en Suðvesturkjördæmið er jú Hafnarfjörður, Garðabær, Áfltanes, Kópavogur, Seltjarnarnes, og Mosfellsbær með meiru.

Pétur blessaður hefur ekkert haft samband við mig, og ég ekki enn getað náð í hann, en það skal ég fúslega viðurkenna að ekki get ég verið sátt við þessa setningu í greininni sem Gunnar Skúli ræðir hér á undan, en það breytir kanski engu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.9.2008 kl. 00:49

19 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Ásthildur, búinn að lesa færsluna þína, brjálaður dagur framundan, vonandi get ég svarað þér í kvöld.

Gunnar Skúli Ármannsson, 25.9.2008 kl. 09:11

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Gunnar minn, ég vona líka að fundurinn gangi vel, og allir komi þaðan sáttir.  Það er eiginlega komið nóg af sundurþykkju og illdeilum. 

G.María mín, auðvitað skiptir allt máli, hvað okkur finnst.  Það hefur hver rétt á að segja sína meiningu.  Og það er betra að tala hreint út. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2008 kl. 09:44

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég sé, eftir á að hyggja, að það sem ég skrifaði er svolítið óljóst, en hef ekki tíma til að skýra það núna. Það er hægt að finna góðvilja þinn í gegnum skjáinn Ásthildur og mættu margir taka þig sér til fyrirmyndar. Þú hlustar á fólk. Það er óskandi að fólkið sem ætlar að funda í kvöld hlusti hvert á annað en ekki bara á sjálft sig og komi með góðum samningshug að fundinum, hug sameiningar og uppbyggingar.  

Frjálslyndi flokkurinn er þinn flokkur, það er engin spurning og hann er líka heppinn að eiga þig.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.9.2008 kl. 10:27

22 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Grein ykkar Ásthildur var þörf og góð ábending og tilraun til að bjarga flokknum.  Því miður reyndist Margrét Sverrisdóttir sannspá þegar hún varaði við inngöngu Jóns Magnússonar og félaga hans úr Nýju Afli.  Undirrótin að öllu þessu ósætti er frá Jóni Magnússyni kominn.  Nýtt Afl er að reyna að yfirtaka flokkinn og Jón leikur það einskonar huldumann og þykist hvergi koma nálægt neinu.  Tillöguna um að víkja Kristni Gunnarssyni úr sæti þinaflokksformanns og setja Jón í staðinn, samdi Jón sjálfur.  Ég gekk í flokkinn fljótlega eftir stofnun hans þar sem ég sá að þessi flokkur ætlaði að berjast fyrir þeim málefnum, sem ég hafði áhuga á.  Þótt ég búi núna í Sandgerði, lít ég alltaf á mig sem Vestfirðing.  Mér er alveg sama hvað hver segir þá hefði þessi flokkur aldrei orðið til nema vegna sterkrar stöðu á Vestfjörðum.  Hver er svo árangur flokksins í Reykjavík?  Fylgið þar mælist innan við 2% þótt Jón Magnússon þóttist hafa komið með fjölda manns í flokkinn.  Flokkurinn starfar á landsvísu en fylgið er mest á landsbyggðinni.  Ég bara spyr hafa þessi 2% efni á að sparka núna í Vestfirðinga.  Þetta er eins og í Litlu Gulu Hænunni að þegar komið er talsvert skrið á flokkinn þá er byrjað að hrópa "Nú get ég".  Ég hef skrifað um það á minni bloggsíðu og get endurtekið það hér; "Það verður aldrei friður í flokknum fyrr en búið er að reka Jón Magnússon úr honum"

Jakob Falur Kristinsson, 25.9.2008 kl. 11:08

23 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Hingað til hef ég litið svo á að hagsmunir allra landsmanna fari saman

Margir úti á landi virðast halda að Reykvíkingar vilji að allir búi í Reykjavík. Það er mikill misskilningur. Við myndum öll tapa á því.

Ég veit heldur ekki hvernig þig getið haldið að þið náið einhverju fram með fáeinum þingmönnum. Ef flokkurinn á bara að vera til úti á landi og kannski bara á Vestfjörðum þá náið þið aldrei nema örfáum mönnum inná þing. Ef hins vegar flokkurinn myndi stækka og eflast á landsvísu þá næst meira fram, svo einfalt er það.

Ég hef því miður ekki orðið vör við að flokkurinn hafi lagt fram heildstæða stefnu um að koma okkur út úr kvótakerfinu. Menn tala bara um að veiða meira í núverandi kerfi.

Nú í haust hittum við Tryggvi, Guðjón fyrir utan Alþingishúsið. Þá sagði Guðjón okkur að Kristinn væri alveg ómögulegur í mannlegum samskiptum, sem dæmi nefndi hann að Kristinn hefði ekki talað við sig síðan honum var meinað að taka þátt í Eldhúsdagsumræðunum í vor. Það kom til af því hvernig Kristinn kom í bakið á formanni og varaformanni á Miðstjórnarfundinum sem þú varst á í vor. Guðjón sagði líka að Kristinn ætti ekki samleið með okkur málefnalega. Þá spurði ég Guðjón, hvað er þá eftir ? Guðjón brosti þá bara voða sætt og yppti öxlum. Sagði svo að hann ætlaði að gera breytingar, þó á þann hátt að sennilega yrði enginn sáttur.

En eftir stendur það sem þú ert að segja okkur. Öll okkar viðleitni hefur verið í óþökk ykkar flokkseigenda. Það hefði mátt koma svona skýrt fram strax í upphafi. Þá hefðum við getað sparað okkur ómakið, alla vinnuna, fé og fyrirhöfn. 

Mér var bent á þetta á Málefnunum.com "Takk fyrir það, ekki veitir af. Ég held að þessi átök verði hörð. En ég og mínir félagar erum ákveðin í að láta kné fylgja kviði. Það er eiginlega komið nóg af þessu eiginhagsmunapoti einstakra manna, á kostnað heildarinnar. Og ég treysti núverandi forystu með Guðjón Arnar í fararbroddi til að leiða flokkinn fram til sigurs."  Ekki finnst mér þessi ummæli sem ég held að séu þín, bera vott um sáttavilja.

Ps. Upphaf flokksins var auðvitað bara það að Sverri Hermannsyni var sparkað úr Sjálfstæðisflokknum fyrir spillingu. 

Þóra Guðmundsdóttir, 25.9.2008 kl. 12:05

24 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

"Og ég verð að segja að hann er virkilega trúr þeim kosningaloforðum sem Frjálslyndiflokkurinn gaf í síðustu kosningum.  Og hann starfar af heilindum fyrir kjósendur. " Fannst þér Kristinn vera trúr og sýna heilindi þegar hann kaus að snúast á sveif með Ríkisstjórninni í síðasta Silfri Egils? Þar tók hann að sér að verja eina óvinsælustu ákvörðun ráðherra til síðustu ára, sem var að kæra ljósmæður. Meira að segja treysti hvorugur stjórnarþingmaðurinn sem voru þarna til þess. Eins varði hann vaxtaokur bankanna. Okur sem er að ganga frá fjárhag fjölmargra heimila. Óskiljanlegt.

Þeir sem þekktu ekkert til mála héldu, eðlilega, að Kristinn væri í ríkisstjórninni. Hinum fannst hann hafa svikið málstaðinn, þ.e. að vera í stjórnarandstöðu.

Þóra Guðmundsdóttir, 25.9.2008 kl. 12:22

25 identicon

Þetta er eins og þú hafir endursagt hug minn, þ.e , hef verið að hugsa mjög um þetta að undanförnu. Ég hef ekki haft mig mjög í frammi um málefni Flokksins, að undanförnu, Flokksins sem við af hugsjón, komum af stað , og lögðum á okkur ómælda vinnu í sjálboðastarfi fyrir.  Það er svolítið sárt að vera áhorfandi að þessu naggi sem er ekkert annað en niðurrif einhverra ólánspúka sem helst virðast þrífast á þessu eins og púkinn á fjósbitanum, foðum daga.  Nú er bara að snúa bökum saman og berjast,´því " ber er hver að baki nema sér bróðir eigi ".

Bestu kveðjur Vestur..... Þorsteinn Árnason, nú í Borgarfirði

p.s kíkti við í kúluna í sumar en þá var enginn heima.....

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 13:02

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Jóhanna mín.

Þóra ég sá nú ekki þennan þátt, en kveikti á honum núna.  Það sem Kristinn er að segja er að það þurfi að taka þessa tvo þætti sér, annars vegar kjaradeilur, og hinsvegar það sem þau kalla lagatæknileg mál.  Ég er að vísu ekki sammála því að svo eigi það að vera, en ég skil alveg hvað hann er að fara.  Enda hefur komið á daginn að aðrar stéttir ætla að heimta sama og ljósmæður, og samningar lausir eftir áramót.    Kristinn er fastur fyrir, og maður veit nákvæmlega hvar maður hefur hann, mér líkar það vel.  Því miður er ekki hægt að segja það sama um nokkra aðra.  Hins vegar er Kristinn H. ekki nema hluti af þessari deilu í flokknum.

Það sem ég er að gagnrýna er þetta framapot í mönnum, sem virðast fyrir mér, og fleirum, ætla að bola Guðjóni Arnari burtu og setjast sjálfir í hans stól, og varaformannssætið, hvort sem um það hefur verið gerður einskonar samningur, eða ekki.  Þá lítur málið þannig út, því miður.

Ég segi að best sé að gefa kost á sér fyrir Landsþingið, þar er vettvangurinn til að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa.  En ekki einhver bolabrögð og óheilindi í bakið á fólki.  Mér finnst það óþolandi ástand, satt að segja.  Og ég er ekki ein um það, eða þeir félagar mínir sem skrifuðu bréfið með mér, heldur hefur fjöldinn allur hringt í mig og sagst vera sama sinnis.

Ég ætlaði ekki að fara að etja saman landsbyggðinni og dreyfbýlinu, en málið er, að Jón Magnússon og félagar, hafa einmitt sagt, að borgin nyti ekki sama réttar og landsbyggðin.  Og bauð sig þess vegna fram sem þingsflokksformaður.   Ég benti einfaldlega á, að það fóru tveir þingmenn inn í Norðvesturkjördæmi, svo það er ekkert óréttlátt að þingsflokksformaðurinn sé þaðan.  En auðvitað eigum við ekki að vera að hnakkrífast um borg og dreyfbýli, heldur þurfum við að sameina kraftana, og standa saman.   Ég vona að fundurinn í dag, verði til þess að friður komist á. 

Mér var einfaldlega farið að ofbjóða.  Og þegar mér ofbýður, þá geri ég eitthvað.  Þetta sem ég sagði á Málefnunum, er eitt af því, ég tek oft stórt upp í mig, þegar mér er heitt í hamsi, og allt í lagi að núa mér því um nasir, ég get alveg tekið því.   það er svipað með okkur Vestfirðingana.  En að láta kné fylgja kviði, í þessari merkingu, er að láta ekki undan síga, fyrr en ég er ánægð með ástandið.  Og það er bara mín persónulega upplifun, ég er sem betur fer bara ein af hópnum, og líður vel með það.  Það sem mér líður ekki vel með, er þessi ágreiningur sem nú vill enginn kannast við.  Nú ætla allir að styðja formanninn, og það er vel.  Það verður gott veganesti inn í sáttafund.  Mér líður líka vel með það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2008 kl. 13:37

27 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Ásthildur,

mikilvægasta ástæðan fyrir inngöngu minni í FF er kvótamálið og þar með landsbyggðin. Þegar Sigurjón var loksins búinn að koma mér í skilning um óréttlætið og ég fattaði það gekk ég í flokkinn, á síðasta Landsþingi. Þess vegna er ég nýr í flokknum. Ég tel kvótamálið eitt mikilvægasta málið sem FF berst fyrir. Ég hef ekki heyrt neinn hér fyrir sunnan vilja neina breytingu á því. Aftur á móti hafa sumir viljað breikka ýmynd flokksins og ræða fleira en það. En enginn hefur verið reiðubúinn að gefa neinn afslátt á kvótamálinu. Ég hef samband við mjög marga sem starfa í Reykjavíkurfélögum FF og tel mig vita þetta nokkuð vel. Því eru þessar sögusagnir komnar frá einhverjum öðrum en okkur í Reykjavíkurfélögunum. 

Þú segir eftirfarandi í svari þínu: Gott og vel, auðvitað þarf höfuðborgin að vera inn í myndinni.  En ég tel að við séum að vinna að því að efla landsbyggðina, Þar sem ég bjó á Patreksfirði um tíma skynja ég vel ótta þinn gagnvart Reykjavík. Eins og ég sé þetta þá er það eftirfarandi; Við stofnuðum kjördæmafélög í Reykjavík, þau miðast við Alþingiskosningar ekki borgarmál Reykjavíkur. Þau vinna að stefnumálum FF á landsvísu. Ef starfið hjá okkur gengur ofboðslega vel og FF nær ofsagóðri kosningu í næstu Alþingiskosningum fyrir tilstuðlan Reykjavíkurfélaganna þe kjördæmafélaganna þá hagnast FF. Ef við næðum inn 4 þingmönnum í Reykjavík vegna ofboðslega öflugs starfs í Reykjavík þá höfum við tvöfaldað þingmannafjöldann. Þá hefur landsbyggðin fengið mun sterkari talsmann á Alþingi þá á ég við að FF er talsmaðurinn, ekki einhverjir einstaklingar. Það verða aldrei meira en tveir þingmenn frá Vestfjörðum og því eru möguleikarnir á að fá fram stóran FF hér fyrir sunnan. Þeir sem vilja breytingar á kvótakerfinu eiga heimtingu á því að við sækjum fram þar sem fylgisaukningar er von. Því ber að styrkja starfið í Reykjavík með öllum hugsanlegum ráðum.

Andstaða gegn okkur í Reykjavík felst fyrst og fremst í þessu. Hópur fólks vill vinna og afla flokknum fylgis og því sem hann stendur fyrir. Þessum hóp er tekið fálega, að minnsta kosti ekki fagnandi. Með tortryggni eins fram kemur í orðum þínum. Okkur er greinilega ekki treystandi fyrir fjöreggi FF. Ef rétt hefði verið staðið að málum hefði átt að nýta þann áhuga og vilja sem fólst í okkur, ekki að hafna okkur. Það er ekki við formanninn að sakast því hann var eini maðurinn sem mætti og hjalpaði okkur að koma upp aðstöðu okkar í Reykjavík, þe úr Sólarkaffisliðinu. Vandamálið er að hann hefði betur hamið hina sem voru að hnýta í okkur. Þannig sköpuðust flokkadrættir því við sem vorum í félögunum í Reykjavík komum úr ýmsum áttum en óánægjan með viðtökurnar hefur sameinað okkur.

Helgi heimasíða kallar okkur "þetta lið" og þú talar um hóp fólks sem hefur komið nýlega í flokkinn. Ég er nýkominn í flokkinn. Hef aldrei verið í Nýju Afli, aldrei verið í flokki áður, ég kom bara til að efla grasrótarstarfið. Hef haft hugmyndir að öflugu félagsstarfi og hvernig maður fær nýtt fólk í flokkinn. Vil ekki verða neitt númer. En KHG kallar okkur einhverja "Power stöð" sem sé óþörf í FF og Helgi kallar okkur "þetta lið". Þetta er ekki í lagi. Ég kem og vill vinna fyrir flokkinn og er úthrópaður, niðurlægður á síðum Morgunblaðsins. Ég er orðinn að aðhlátursefni á vinnustað mínum. Flokkurinn er orðinn að aðhláturefni.

Þegar kemur að Sigurjóni þá er það mér til efs að það hafi verið honum til góðs að koma með þessum hætti inní umræðuna. Ég er ekki viss um að hann sé hamingjusamur með þetta sjálfur. Ég held að honum sé skapi næst að gefast upp á þessu öllu. Ástæðan er sú sama, honum er ekki tekið fagnandi, kraftar hans eru ekki nýttir þrátt fyrir að hann ahfi boðið þá fram endurgjaldslaust. Ég tel að ef forustan og þá sérstaklega formaðurinn myndi hafa meira samband við hann og nýta krafta hans betur í þágu FF myndi margt gróa. Þetta hefst allt og endar í mannlegum samskiptum, eða skorti á þeim. Því er þessi umræða á síðum dagblaðanna og blogginu. Það er ekki nægjanlega góður vettvangur innan flokksins til að takast á. Ef svo væri værum við ekki að blogga svona.

Var á fundinum í kvöld. Spurningin er bara þessi; er einhver vilji til að nýta "þessa power stöð" í Reykjavík til framdráttar baráttumálum FF eða ekki. Sú ákvörðun hvílir núna á herðum forystu flokks vors og ekki síst formannsins.

Gunnar Skúli Ármannsson, 26.9.2008 kl. 02:59

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka þér þetta svar Gunnar Skúli.  Það getur verið rétt að við vantreystum þeim sem búa í höfuðborginni, en það er að gefnu tilefni, en ekki til að sakast við einhverja sérstaka.  Það er nefnilega oft svo, að fólk sem býr og hefur alið sinn aldur í Reykjavík, ber ekki skynbragð á það hvað byggðir landsins þurfa að búa við.  Og hver og einn, sem tekur þau málefni upp á sína arma, hvar sem þeir eru staðsettir eru aufúsugestir og sannir félagar Frjálslynda flokksins, eins og ég þekki hann.  Gott að heyra.

Ég er sammála þér um að þessi uppákoma með Sigurjón var óheppileg.  Mér þykir vænt um Sigurjón, og hef haft mikla trú á honum sem stjórnmálamanni, og ég dáðist að honum sem þingmanni, skeleggur, þorði að taka á málum, og talaði íslensku, sem allir skyldu.  Hann kynnti sér líka málin, og var í sambandi við fólkið í landinu, rétt eins og Guðjón Arnar og Kristinn H. gera líka.  Þessir menn eru í nánu sambandi við fólkið í landinu.  Þess vegna vona ég innilega að Sigurjón komist á þing aftur fyrir F- listann því þar á hann sannarlega heima.  Hann þarf ekki að vera svona vonsvikinn og óánægður, það er bara að bretta upp ermar og koma sér í gír, til að komast alla leið næst.  Það vantaði ekki mikið upp á síðast.

Ég vona að nú geti menn slíðrað sverðin, og farið að vinna saman.  En því miður þá sýnist mér að endalaust séu menn að karpa og rífast, og kenna hinum og þessum um. sbr. Jón Magnússon, fundinum.  Og auðvitað var bara talað við einn aðilann og látið þar við sitja.

Ég lít ekki á Kristinn H. sem vandamál í flokknum, ég lít á hann sem eina af stoðunum sem gerir flokkinn sterkari.  Það getur vel verið að  hann geti verið diplomatiskari, en hann er svona, alveg eins og Sigurjón er svona.  Hvor um sig góðir menn, sem ættu frekar að vinna saman.  Ég er viss um að það er hægt. 

Gmaría kallar þetta vaxtaverki, ég vona að hún hafi rétt fyrir sér.  En ég held líka að flokkstarf sé ekki þroskaðra en þeir sem þar sitja.  Svo hér þarf eitthvað að gerast til að þroska menn eða tala til, svo hægt sé að fara að vinna að málefnum, en ekki endalausu karpi eins og í sandkassa.  Nonni kleip mig, svo nú ætla ég að klípa hann. 

Ég tel að ef forustan og þá sérstaklega formaðurinn myndi hafa meira samband við hann og nýta krafta hans betur í þágu FF myndi margt gróa. Þetta hefst allt og endar í mannlegum samskiptum, eða skorti á þeim. Því er þessi umræða á síðum dagblaðanna og blogginu. Það er ekki nægjanlega góður vettvangur innan flokksins til að takast á. Ef svo væri værum við ekki að blogga svona.

Þetta getur alveg verið rétt, og má alveg skoða.  En eins og ég sagði áður, þá hefur Sigurjón verið dálítið neikvæður undanfarið.  Hann alveg eins og forystan þyrfti ef til vill að fara í nafnaskoðun, og athuga hvort eitthvað af þessu sé ekki frá honum sjálfum runnið.  Ég hef grun um það.  Ég held nefnilega að hann geti sjálfur lagað þetta heilmikið, með því að breyta þessari neikvæðni í baráttuanda, og jákvæðni.  Ég veit að Sigurjón hefur gott skopskin og gott geð, hann mætti nota það meira.

Var á fundinum í kvöld. Spurningin er bara þessi; er einhver vilji til að nýta "þessa power stöð" í Reykjavík til framdráttar baráttumálum FF eða ekki. Sú ákvörðun hvílir núna á herðum forystu flokks vors og ekki síst formannsins.  

Ég á eftir að fá meira að heyra frá þessum sáttafundi.  En auðvitað þarf að nýta hverja framrétta hönd.  Ég vona svo sannarlega að hann hafi náð að hreinsa loftið aðeins, og menn geti nú rætt betur saman. 

En þakka þér gott og ítarleg svar.  Og það er satt og rétt, ef allt væri í lagi, þyrftum við ekki að blogga svona um þetta.  En þetta er að minnsta kosti hreinskiptin og málefnaleg umræða.  Ef til vill eitthvað sem þarf að gerast.  Hvað veit ég.  Ég vil bara að fólk fari að starfa saman að heilindum, hætti endalausu framapoti, og einbeiti sér að því að byggja flokkinn upp, Ef okkur tekst að gera hann sterkari og stærri, sem hann hefur alla burði til, málefnalega, þá hrynja molarnir til allra hinna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2008 kl. 10:06

29 identicon

Hér er mikið rætt um að ekki sé málefnaágreinigur innan FF.  Mig langar þá að setja hér inn tvo linka og spyrja ykkur í FF tveggja spurninga:

1.  Má lesa málefnalega ágreining við lestur þessara pistla?

2.  Ef svo er, hvor pistillin endurspeglar betur ykkar afstöðu og þá af hverju?

http://www.kristinn.is/frettirpage.asp?ID=1231

http://vidargudjohnsen.blog.is/blog/vidargudjohnsen/entry/652987/

Jón Kr. (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 13:00

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón Kr. ég held að ég verði að svara þessu svona; báðir hafa að hluta til rétt fyrir sér. 

Hér er málefnasamningurinn um innflytjendur í Frálslynda flokknum, undir hann rita allir sem ganga í flokkinn.

Hér tek ég upp úr málefnahandbók Frjálslyndaflokksins það sem ég fann í fljótheitum um innflytjendur og fleiri sem þarf að vernda og verja.  Þetta er allt saman í fullu gildi.

 Velferð og mannréttindiBörn og réttindi þeirra • Eldra fólk • Félagsmál • Innflytjendur ogflóttafólk • Jafn réttur karla og kvenna • Málefni fatlaðra og öryrkjaMannréttindi • Táknmál • Velferðar- og skattamál • Mannréttindi  MANNGILDIÐ Í FYRIRRÚMIVirðing fyrir einstaklingnum og fjölbreytileika mannlífsins.Frjálslyndi flokkurinn vill tryggja réttindi einstaklinganna og frelsi þeirra til aðvelja svo framarlega sem það verður ekki öðrum til tjóns.Fólki líður best þegar það býr við frelsi samhliða kröfum um að það beri ábyrgðá gerðum sínum. Fólki ber að taka ábyrgð á eigin lífi. Það hefur einnig ábyrgðarskyldugagnvart öðrum manneskjum og þjóðfélaginu sem það lifir í.Frumskilyrði fyrir sköpun góðs samfélags er að einstaklingarnir finni til persónulegrarábyrgðar til að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Tryggja ber einstaklingumeins mikið frelsi og hægt er til að þeir geti skapað sjálfum sér sembest lífsskilyrði. Þannig skapast verðmæti sem koma þjóðfélaginu til góða.Það er engin þversögn fólgin í því að tala um frelsi einstaklingsins samfara velferðþjóðfélagsheildarinnar. Sterkustu þjóðfélögin eru þar sem fólkið kemursaman af fúsum og frjálsum vilja til að leysa verkefni eða sinna áhugamálum.Þeim sem spjara sig sjálfir ber siðferðisleg skylda til að hjálpa þeim sem hallokastanda í samfélaginu. Bæði með frjálsum framlögum og fyrir tilstilli hins opinbera.Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir samfélagi sem einkennist af umburðarlyndi, réttlætiog jafnræði, þar sem frjálsir þjóðfélagsþegnar eru virkir þátttakendur ogbera ábyrgð á sjálfum sér og samfélaginu. Við trúum því að hægt sé að skaparéttlátara samfélag þar sem auðlindum landsmanna er skipt þeirra á meðal meðsanngjarnari hætti en nú er.Kjarni frjálslyndrar stjórnmálastefnu er að hver einstaklingur viðurkenni rétt annarraeinstaklinga til frjálsrar hugsunar, trúar, tjáningar '6Fg frelsis til að kjósa séreigin lífsstíl. Þetta þýðir ekki að frjálslynd stjórnmálastefna einkennist af stefnuleysi.Frjálslynt fólk berst fyrir því að þeir sem hafa ákveðnar skoðanir standi fyrirþeim, en að þeir verji jafnframt rétt annarra til að hafa aðrar skoðanir.4Grundvallaratriði er að allir landsmenn eigi sama rétt til heilbrigðisþjónustuóháð búsetu og efnahagForvarnastarf á heilbrigðissviði verði eflt og fræðsla aukin um holltmataræði og heilbrigða lífshættiAlmenningi verði tryggður sami réttur til tannlæknaþjónustu og annarrarheilbrigðisþjónustuMálefni geðfatlaðra og annarra öryrkja fái aukið vægi með fjölgunúrræða og bættri þjónustu með áherslu á að þeir geti verið virkir þátttakendurí samfélaginuAldraðir geti valið um stuðning í heimahúsum eða dvöl í vernduðuumhverfiKostnaðareftirlit verði eflt varðandi lyfjakostnað í heilbrigðisþjónustuog þátttöku almennings í lyfjakaupumRannsóknar- og þróunarstarf verði eflt og kannaðir möguleikar á þvíað einhverjir þættir heilbrigðisþjónustu verði markaðsvara og atvinnuskapandialmennt og á alþjóðavísu, þ.e. aukin sjálfbærni heilbrigðiskerfisán þess að minnka samtryggingunaAukin áhersla verði lögð á endurhæfingu eftir sjúkdóma eða slys meðþað að markmiði að færni hvers einstaklings nýtist honum og þjóðfélaginusem bestFjölskyldur langveikra barna fái sérstakan stuðning með þátttöku íkostnaði og atvinnutapi  RÉTTUR EINSTAKLINGSINS TIL FRELSISFólk hefur rétt til að lifa sínu lífi án afskipta annarra, að því tilskildu að lífsmátiþess skerði ekki rétt annarra, eða brjóti gegn lögum og reglum þjóðarinnar.Ávallt ber að standa af árvekni vörð um ákvæði stjórnarskrárinnar er varða réttindieintaklinganna. Ríka áherslu ber að leggja á virðingu fyrir sjálfstæðum réttieinstaklingsins. Sömu réttindi skulu gilda fyrir alla, óháð stjórnmálaskoðunum,trú, litarhætti, kynferði eða kynhneigð.• Opnari og einfaldari stjórnsýslaINNFLYTJENDUR OG FLÓTTAFÓLKLeggja þarf aukna áherslu á íslenskukunnáttu innflytjenda til að auðvelda þeim þátttöku í íslensku þjóðfélagi. Tryggja ber að þessi hópur njóti félagslegs jafnréttis og geti tekið fullan þátt í samfélaginu, öllum til hagsbóta.Íslenskt þjóðfélag mun í framtíðinni að hluta til verða myndað af hópum fólkssem á rætur að rekja til ólíkra menningarheima. Frjálslyndi flokkurinn telur aðtilkoma fólks af erlendu bergi brotið leiði til víðsýni meðal þjóðarinnar og aukisamkeppnishæfni hennar á alþjóðavettvangi.Ísland á ekki að skorast undan ábyrgð í málefnum flóttafólks. Einnig ber Íslendingumað taka þátt í mannúðar- og hjálparstarfi á erlendum vettvangi.34Hér er svo  

Hér er svo úr stjórnmálaályktun sem samþykkt var á síðasta landsþingi Frjálslynda flokksins um innflytjendamál. 

4. Málefni innflytenda.

 

Frjálslyndi flokkurinn metur mikils vinnuframlag erlends fólks við uppbyggingarstarf í íslensku samfélagi síðustu misserin.

 

Marg af þessu fólki mun dvelja hér langdvölum og ber samfélaginu skylda til að veita því stuðning og hjálp til að aðlagast íslensku samfélagi, m.a. með íslenskukennslu.

 

Frjálslyndi flokkurinn telur afar nauðsynlegt að stjórnvöld hafi fullt eftirlit með komu erlends verkafólks inn á vinnumarkaðinn og tryggi að réttur þess sé virtur og aðbúnaður mannsæmandi.  Flokkurinn telur að fólk sem hingað kemur eigi að geta notað sína menntun og fagþekkingu á innlendum vinnumarkaði, enda sé fullgildum skýrteinum framvísað.

 

Frjálslyndi flokkurinn mun þó beita sér fyrir að undanþága sú, sem samið var um í EES-samningnum, varðandi innflutning verkafólks frá aðildarlöndum EES, verði nýtt og innflutningur takmarkaður, í samræmi við ákvörðun íslenskra stjórnvalda.

 

Yfirvöld verða á öllum tímum að hafa stjórn á því hverjir og hvað margir innflytjendur koma til landsins.  Jafnframt ber öllum, sem sækja hér um dvalarleyfi, að skuldbinda sig til að hlíta íslenskum lögum og stjórnarská.

 

Frjálslyndi flokkurinn varaði á Alþingi við afleiðingum þess að nýta ekki undanþáguákvæði um frjálst streymi fólks frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins til landsins.  Ríkisstjórnin neitaði að hlusta á þau varnarðarorð sem þingmenn Frjalslynda flokksins höfðu uppi, auk þess sem ríkisstjórnin vanrækti að marka stefnu í málefnum innflytjenda.

 

Ekkert gerðist í þessum málum fyrr en Frjálslyndi flokkurin hóf umræður um innflytjendamál sl. haust. Íslenskt þjóðfélag e rað breystast í fjölmenningarþjóðfélag og er afar mikilvægt að nýirborgarar aðlagist samfélaginu og kynnist menningu þjóðarinnar og tungu. 

Ég held að menn sjái hlutina á mismunandi vegu, út frá sínu sjónarhorni.  Og sumir eru róttækir það tel ég til dæmis að hinn ungi Viðar sé.  Kappsfullur ungur maður.  Ég hallast frekar að málfluttningi Kristins H. Gunnarssonar í þessu máli.  Þó skil ég vel áhyggjur fólks, þegar svona margt fólk með ólíkan bakgrunn flyst í lítið samfélag.  Þá reynir á að hjálpa því við að aðlagast íslenskum aðstæðum, svo hér verði ekki vandamál uppi, það sem er að gerast í nágrannalöndunum er að önnur og þriðja kynslóð er fólkið sem á í erfiðleikum.  Þau sitja gjarnan eftir í menntun og starfi, og þannig skapast aðstæður fyrir allskonar klíkur og gengi.  Þar sem þeir sem hafa sama bakgrunn, leita hvor til annars til stuðnings.  Þetta má ekki gerast hér.  En með þær áherslur og þöggun sem viðgengst í samfélagi okkar, þá er ekki von til að við verðum á varðbergi, fyrr en allt er orðið of seint.  Og þá er ég að tala um að sjá til þess að enginn sitji eftir. 

Við verðum að ræða málefni erlends fólks, á vitrænan hátt, öfgalaust.  Og það gengur heldur ekki að landið sé galopið til Evrópu, meðan það er harðlokað til annara heimsálfa.  Það er líka rosalegt óréttlæti fólgið í því.  Það sem frjálslyndir eru að segja, er að við skulum hafa augun opin, og vera skynsöm.  En fagna þeim sem hingað koma og vilja setjast að.  Og gera þeim kleyft að aðlagst okkar þjóðfélagi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2008 kl. 13:23

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Reyndar hefur hvergi verið rætt um að það sé ekki ágreiningur um málefni í Frjálslyndaflokknum, það er bara heilbrigt og eðlilegt að fólk hafi ólík sjónarmið á hin ýmsu mál.  Það er verið að tala um, að meðan menn gera ekkert annað en að rífa hvor annan niður í illdeilum, þá er einfaldlega ekki pláss til að ræða málefnin.  Þau sitja á hakanum.  Það er einmitt það sem verið er að fetta fingur út í.  Málefnin og málefnasamningur sem hefur verið unninn og undirritaður, skipta mig meira máli en illdeilur og valdabrölt.  Slíkt skilar engu nema leiðindum.  Meðan nauðsynlegt er að skerpa áherslur og leita bestu leiða í málefnalegum ágreining milli manna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2008 kl. 13:31

32 identicon

Ætlið þið þá að halda áfram að ala á fordómum gegn innflytjendum, líkt og Viðar í pistli sínum?

Jón Kr. (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 14:46

33 identicon

Við skulum þá orða spurninguna öðruvísi.  Er grein Viðars í fullu samræmi við stefnu flokksins?

Jón Kr. (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 22:50

34 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég verð miður mín að sjá skrif þín Ace og á sama tíma og þú gagnrýnir aðra fyrir fordóma ert þú að segja að Kristinn H. Gunnarsson eigi að fara úr flokknum.  Hvers konar kjaftæði er þetta.  Kristinn er einn af þingmönnum flokksins og formaður þingflokks Frjálslynda flokksins.  Ekki hefur hann verið með fordóma gagnvart innflytjendum, hann var eini þingmaður flokksins sem bauð fólkið sem kom til Akranes, velkomið.  Hvorki Jón Magnússon né Grétar Mar Jónsson hefðu komist á þing ef Kristins hefði ekki notið við.  Hann á mikið persónulegt fylgi sem nýttist flokknum vel í síðustu kosningum.  Þennan mann vilt þú síðan reka úr flokknum, ef einhver á að víkja til að sátt verði í flokknum er það Jón Magnússon, sem nú kyndir vel undir að skapa ágreining milli landsbyggðarinnar og Reykjavíkur í sínu framapoti.

Jakob Falur Kristinsson, 27.9.2008 kl. 08:18

35 Smámynd: Katrín

;;Nú í haust hittum við Tryggvi, Guðjón fyrir utan Alþingishúsið. Þá sagði Guðjón okkur að Kristinn væri alveg ómögulegur í mannlegum samskiptum, sem dæmi nefndi hann að Kristinn hefði ekki talað við sig síðan honum var meinað að taka þátt í Eldhúsdagsumræðunum í vor. Það kom til af því hvernig Kristinn kom í bakið á formanni og varaformanni á Miðstjórnarfundinum sem þú varst á í vor. Guðjón sagði líka að Kristinn ætti ekki samleið með okkur málefnalega. Þá spurði ég Guðjón, hvað er þá eftir ? Guðjón brosti þá bara voða sætt og yppti öxlum. Sagði svo að hann ætlaði að gera breytingar, þó á þann hátt að sennilega yrði enginn sáttur. "

 Hverjir eru nú til að staðfesta þessa frásögn af þessu meintu samtali ykkar hjóna við Guðjón Arnar, Þóra Guðmundsdóttir?  Er þetta leið þín til að sætta sjónarmið innan flokks? 

Katrín, 29.9.2008 kl. 10:25

36 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sæl Katrín, ég má til með að leiðrétta þarna stóran misskilning hjá þér;  .. Tryggvi og Þóra eru ekki hjón, meintur Tryggvi í þessu samhengi er maðurinn minn, og "já" ég get staðfest þessa frásögn fyrir hönd hans, því að hann sagði mér þetta og hefur verið eitt spurningarmerki í framan síðan varðandi Guðjón Arnar. Þóra Guðmundsdóttir er að mínu mati mjög heiðarleg kona og hefur enga ástæðu til að skálda þetta.

Mikið rosalega er ég farin að sjá eftir tímanum sem maðurinn minn er búinn að verja/eyða? í þennan flokk, - kannski hann sjái ekki eftir því sjálfur, en ég geri það. Vanþækklæti er orðið sem ég upplifi og sorry hroki, já, og það  frá "heilögum" Kristni Gunnarssyni.  Líti nú hver í sinn nafla.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.9.2008 kl. 10:59

37 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhanna mín, maður á aldrei að sá eftir tíma sem fer í eitthvað, heldur taka það sem reynslu.  Maður lærir mikið á því sem manni finnst maður hefði getað betur gert.

En ég vona svo sannarlega að við getum slíðrað þessi sverð.  Við segjum öll stundum eitthvað sem við sjáum eftir.  Og við eigum líka að fá að gera það.  Þess vegna vil ég að við lítum fram á veginn og skoðum hvort við getum ekki gert betur en hingað til.  Lagað það sem aflaga hefur farið, og kíkt í eigin barm og spurt okkur sjálf; hvað get ég gert til að laga ástandið.  Þar er enginn undanþegin, því vissulega höfum við öll átt okkar hönd þarna. 

Reyndar tók ég saman 12 spor Flistans, setti niður á blað allt það sem ég hef heyrt sem betur má fara.  Setti það niður í 12 spor, og lét Guðjón Arnar hafa.  Þar var gagnrýni á alla, hann sjálfan þar á meðal.   Þetta á að verða svona leiðarljós fyrir hann, að greina vandann betur, svona út í frá séð. 

En vonandi getum við sléttað yfir þetta og byrjað upp á nýtt, með alla innanborðs.  Við þurfum að fyrirgefa hvort öðru, og setja borðið á byrjunarreit.  En hafa reynsluna í bakhöndinni, hún má samt ekki verða sífellt að leika aðalhlutverkið í samskiptum okkar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2008 kl. 11:08

38 Smámynd: Katrín

hjæon eða ekki hjón.. það er ekki aðalatriðið fyrir mér heldur er spurningin hvers vegna svo frétt í slúðurstíl sé sett á opinberan vefmiðil?  Er það til að kasta rýrð á KHG ( sem er líklegra) eða til að sýna fram á að formaðurinn sé ekki starfi sínu vaxinn?  Er ekki rétt að menn hugsi nú áður en sest er niður og orð skrifuð á blað og birt?  Fyrir mér og marga aðra virkar svona frásögn sem andstyggilegt slúður og engum til góðs og allra síst þeim sem senda svona frá sér.

Katrín, 29.9.2008 kl. 11:38

39 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Æi Ásthildur mín, eins og kannski sést þá fauk aðeins í mig þarna - en ég verð ekki oft reið  .. ég er, eins og eflaust allir orðin leið á þessum innanhússdeilum, - hef reynt að horfa á þær utanfrá, en náin hjón/pör deila svona flestu ef ekki öllu svo þetta snertir mig að sjálfsögðu líka. Ég veit hvaða mann minn maður hefur að geyma og hans svakalegu þolinmæði í garð fólks og friðarvilja. Það vill þó enginn láta ganga á sér og ekki hægt að rétta fram hina kinnina sem Kristur "hele tiden"...  og auðvitað kemur að því að fólk svarar fyrir sig, þegar stíft er á gengið.

Frábært framtak hjá þér að útbúa þessi 12 spor, vonandi tekst ykkur að ná sáttum. En sáttir nást aldrei hjá þeim sem ekki viðurkenna ekki að hafa gert neitt rangt, þess vegna sagði ég að hver og einn þurfi að  líta í sinn nafla. 

p.s. Reynslan er dýrmæt, tek undir það, en tíminn er líka dýrmætur og við eigum að verja honum í góða hluti og uppbyggilega með okkar nánustu eins mikið og hægt er.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.9.2008 kl. 12:13

40 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Katrín,  skiptir það þig kannski engu máli að farið sé með rétt mál yfirhöfuð?  .. Það skiptir mig máli, og ég tel það einungis þess vegna sem Þóra skrifaði þetta hér, henni hefur fundist nóg komið í einstefnu-yfirlýsingum um að verið væri að leggja Kristin í einelti af flokksfélögum.

Jæja, ég er farin úr sandkassanum og ætla að róla næst, það er miklu skemmtilegar og kitlar í magnn!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.9.2008 kl. 12:30

41 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Úff.. flýtti mér fullhratt - þarna á að sjálfsögðu að standa magann!

Talandi um magann:

Elskum friðinn og strjúkum kviðinn.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.9.2008 kl. 12:31

42 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er miklu skemmtilegra að róla sér Jóhanna mín. 

Knús á þig líka Katrín mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2008 kl. 12:44

43 Smámynd: Katrín

Þú stundar útúrsnúninga Jóhanna og þá mátt þú stunda ein...

Katrín, 29.9.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 2020770

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband