Minningabrot.

Ég átti þess kost að dvelja eina nótt í Ísafjarðardjúpi um daginn.  Nánar tiltekið á Melgraseyri í Nauteyrarhreppi, þar sem ég dvaldi nokkur sumur sem barn, samt ekki í sveit, það gerði bróðir minn, en sem gestkomandi.  

Það sem ég mundi mest eftir var fjaran með öllum sínum skeljum og skemmtilegum hlutum.  Þess vegna var það fysta sem ég gerði þegar ég vaknaði um morguninn var að fara einmitt niður í fjöru, og sá mest eftir að hafa ekki haft með mér plastpoka, því fjaran var jafnvel ennþá meiri gullkista en mig minnti.

06-IMG_2809

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú eru ábúendur farnir og aðrir hafa keypt jörðina, það er greinilega verið að gera húsið upp.

En að fara svona 60 ár aftur í tímann rifjar upp ýmislegt.  Fjölskyldan á Melgraseyri og einnig á Laugalandi voru heimilisgestir á mínu heimili.  

Ég vissi af því að Jón Fjalldal Halldórsson bjó þarna, því afi minn sagði mér sögur af því þegar hann var að vinna hjá honum í slætti, sem hann gerði víða í sveitinni á þeim tíma.  Þegar hann allt í einu hætti að vinna og fékk þetta fjarræna blik sem margir í sveitinni .þekktu.  Jæja Hjaldi minn sagði Jón, hvað sástu nú: Ég sá skip farast og mennina reyna að synda, en þvímiður þá komust þeir ekki af.  Nokkrum dögum síðar kom frétt um að norskur bátur hefði farist við Noregssterndur og enginn komist lífs af.  Þetta var nákvæmlega á þeim tíma þegar afi upplifði sýnina.

En síðar keyptu frænka mín Kristín Þórðardóttir Laugalandi og Guðmundur Magnússon frá Hamri Melgraseyri og bjuggu þar alla sína búskapartíð.  

Þarna gat ég ennþá heyrt dillandi hlátur Stínu frænku og glettnisfull augu leiftrandi af fjöri, Guðmundur mjög myndarlegur maður og hæglátur.  Held að þau hafi átt afar gott samlíf.  Set hér inn í gamni erfiljóð sem hann orti í minningu ástvinar síns. 

Kveðja frá eiginmanni

 

Mér hlýnar alltaf í hjarta er hugsa ég um þig.

 

Um svipinn þinn blíða og bjarta sem brenndi sig inn í mig.

 

Mér virðist frostin flýja, svo fagnar hugskot mitt,

 

þegar ég hugsa um hlýja handartakið þitt.

 

Og orðin er þú sagðir og indælu brosin þín,

 

það eru örsmáir englar sem annast og gæta mín.

Þetta er fallegt og samið af manni sem helst aldrei fór út fyrir sveitina sína, það þarf ekki listaskóla til að geta sett eitthvað svona fallegt á blað.  

 

Fólkið frá Laugalandi og Melgraseyri var alla tíð heimagangar á Vinaminni, og Stína frænka ól börnin sín allavega Snævar og Þórunni Helgu heima hjá mér.  Man ekki eftir Magneu Jenný, sennilega hefur hún fæðst á sjúkrahúsinu á Ísafirði.

Það var gaman í sveitinni hjá frænku.  Man hvað var gaman að hlaupa niður í fjöru tína skeljar og gefa hænunum.  Á kvöldin þegar ég fór að hátta las ég undir sænginni með vasaljósi, því ekkert rafmagn var á þessum tíma þar var Ljósavél sem slökkt var á á kvöldin.  

Þegar við komum að húsinu ég og Elli, hljóp ég beint niður í kjallarann því þar var aðalinngangurinn í þá daga.  Það var að vísu dyr á annari hæðinni en sá inngangur var aldrei notaður þegar ég var þarna, enda bara til spari því stofan og svefnhebergin voru uppi, en eldhúsið niðri.  

Nú var þar komið þetta fína svefnherbergi.  Allt öðruvísi en ég átti von á.

08-IMG_2821

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Laugaland og Laugarás og "nýji" bærinn sem Þórður og Helga fluttu í ásamt yngstu dóttur sinni sem alltaf var kölluð Lilla.  Minnir að hún hafi heitið Heiðrós.  Þarna var staddur sonur Þórðar Halldórssonar með sínum börnum hann heitir Hjalti Þórðarson, eftir afa, sagði Ása mér. Þarna framleiddi Jón Fanndal Þórðarson tómata í mörg ár og seldi hér á Ísafirði, hann framleiddi líka á tímabili sumarblóm.   

Það var ekki fyrr en ég heimsótti Ásu Ketils frænku mína á Laugalandi seinna um daginn að ég fékk staðfestingu á að ég hafði rétt fyrir mér með eldhúsið matsalinn og koksvélina og mér leið betur, ég var þá ekki alveg klikkuð.  

10-IMG_2830

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já ég staulaðist niður í fjöru, þangað sem ég hljóp sem barn, gegnum melgresið og hávaxið gras, held að Melgraseyrin hljóti að hafa dregið nafnið sitt af melgresinum sem vex hér niður alla eyrina.

Annað sem mig langaði til að skoða var Vonarland, við hjónin glugguðum í bókinni hennar Ólínu um Djúpið því ég var að reyna að útskýra fyrir Ella að þarna væri bær sem hér Vonarland.  En hann var bara hvergi merktur inn á kort sem fylgdi bókinni.  Því varð ég að fara og skoða og ég fann bæinn, lítið ktúttlegt hús skógivaxið. 

07-IMG_2813

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mér fannst allaf í endurminningunni að Beggi á Mýri, Bergmann Þormóðsson og konan hans Kristjana M. Ólafsdóttir hefðu búið þarna um tíma.  Það gæti alveg verið eftir að þau voru farinn Sigríður og Jens, og svo þegar ég fór að gúggla þá kom í ljós að móðir Jönu heitir einmitt Sigríður samúelsdóttir, gæti alveg þess vegna verið móðir Jönu og þar komi tenginginn. 

Ég man eftir því að Sem krakki sá ég þann fallegasta karlmann sem ég hafði séð, hann kom frá Vonarlandi, sólbrúnn, í kúrekastígvélum með kúrekahatt, hann var kallaður eitthvað sérstakt sem ég man ekki lengur, gæti hafa verið Nonni Kúreki af klæðaburðinum að dæma. Þessi flotti ungi maður hét Kristinn Jón Jónsson og var bróðursonur afa míns.  Móðirbróðir hans Jens Kristjánsson asamt ráðskönu sinni Sigríði Samúelsdóttur höfðu tekið drenginn níu ára í fóstur eftir lát foreldra hans. Er ekki alveg viss en minnir að afi minn hafi sagt mér að Jón bróðir hans hafi látist af slysförum, datt af hestbaki og festist í ístaðinu, þá er sennilegt að búin hafi verið skipt upp og börnin send hingað og þangað eins og var gert þegar fyrirvinna féll frá, en þetta er algjörlega án ábyrgðar.  

03-IMG_2790

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var alltaf spennandi þegar Djúpbáturinn kom tvisvar í viku, stundum fékk maður pakka, þetta er það eina sem eftir er af þessari glæsilegu bryggju, tíminn eyðir öllu að lokum. 

Þá var eina leiðin hingar frá Ísafirði með Djúpbátnum, og þá var siglt inn í alla firði og sótt mjólk á bæina, þar sem ekki var bryggja sem var á fæstum stöðum sigldu bændurnir með mjólkurbrúsana út að bátnum.  Þetta var rosa spennandi, eitt sinn var gamall skipstjóri sem hét minnir mig Haraldur, hann var víst frekar sjóhræddur og fór ekki alla leið svo bændurnir þurftu að róa lengra.  Kristján og þeir sem á eftir komu þorðu miklu nær landi, en þetta er eftill bara eitthvað sem festist í huganum á níu ára stelpu.  

Þessi gamla saga flaug í gegnum hausinn á mér bara við að koma aftur á þessar fornu slóðir.

Það er svo skrýtið hvað heilinn geymir margar minningar ef þær eru bara rifjaðar upp, sumt er örugglega misminni, en það var virkilega gaman að hugsa um þetta fólk sem var svo mikið heima hjá mér og var svo náið Vinaminni.  

Ég man líka eftir Guggu á Ármúla rölta í kaffi til Stínu og það var mikill samgangur millibæja, þó ekki væru bílarnir margir, þá var líka farið á hestum.  

Vona að einhverjir hafi gaman af þessum þankabrotum mínum og endilega ef einhver getur bætt við eða leiðrétt mig að setja það inn.  Þetta eru heimildir sem ekki eru skráðar á mörgum stöðum.  

Eigið góðan dag elskurnar.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Skemmtileg lesning og fródleg.

Alltaf gaman af svona sogum.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 10.7.2017 kl. 21:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigurður minn smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2017 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband