Já svo er nú það....

Ætli þú sért nú einn um þessa skoðun, það á eftir að koma í ljós hversu siðblint fólk sé almennt í þessum flokki.  En sammála þér að ef Sigmundur nær kjöri sem formaður flokksins þrátat fyrir allt, held ég að komið sé að leiðarlokum hjá mörgum heiðarlegum framsóknarmönnum.  


mbl.is „Meira en ég get sætt mig við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já það verður spennandi að sjá hvað kemur þá upp úr kjörkössunum hjá Framsókn

Ragnheiður , 17.9.2016 kl. 19:23

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ragnheiður, ætli það komi ekki bara Kanína upp úr kjörkössunum. Þetta eru allt svoddan cirkus.

En einu sem geta verið ánægðir núna eru andstæðingar Framsóknar að mínu mati, en ég er náttúrlega ekki alvitur, né óskeikull.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 17.9.2016 kl. 19:38

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Grasagarðræktar-"neytendurnir" sem dópa sitt flokksfólk til að kúga það til hlýðni, getur aldrei bætt þetta spillingar-löggjafaþings-samfélag.

Björn Ingi Hrafnsson og íslenska saksóknara/dómstólamafían sitja uppi með Svarta Péturs-afgreiðslu á fjárkúgunarmáli Hlínar og Malínar. Hvers vegna?

Það þarf erlenda og óháða rannsókn á Íslenska dómsmafíukerfinu lögmannavarða og helspillta.

Sigmundur hefur einhverra hluta vegna verið látinn svíkja bæði þingflokksfólk sitt og verðtryggingarloforðið. Öflin sem stjórna honum og sumra annarra flokka forystu, eru ekki það sem heiðarlegt fólk myndi nokkurn tíma kjósa.

Baktjaldasamningar, hótanir, kúganir og spillingardómstólar etja sumum fram og til baka, og lítilsvirða þá einstaklinga síðan og hæðast að þeim. Slíkt er óverjandi. Margt á eftir að koma upp á yfirborðið, sem  Björns Inga Hrafnssonar bakstunguhnífasettin dómsstólavörðu, eru ekki sloppin við skömmina af.

Þótt þau hafi komist upp með að svíkja og kúga allt og alla, þá kemst sú barsmíðanna spillingardeild Björns Inga ekki frá því að það upplýsist.

Höskuldur Þórhallsson sagði greinilega satt í dag, um að Sigmundur hefði látið senda sig til Bessastaða með afsagnar-einræðisherra-ákvörðun baktjalda-falda valdsins, án þess að tala við þingflokksfélagana. Og samt var Sigmundur kosinn aftur? Hverja var verið að kjósa í raun? Kúgarana bak við tjöldin? Var karl faðir hans að sortera og telja atkvæði núna, eins og síðast? Getur ekki einhver lekið upplýsingum um þetta kosningaleikrit, sem veit?

Mikið er ég Höskuldi Þórhallssyni þakklát fyrir að segja satt, og segja sig frá þessu ólýðræðislega faldavaldsins einræði.

Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug eru greinilega bæði alveg blind á hversu galið þetta allt saman er orðið.

Orð Höskuldar Þórhallssonar eru alveg jafn mikilvæg og sönn eins og orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Gleymum því ekki.

Og Páfaheimsstjórnar klerkaspillingargosarnir falda-valdsins skattpínandi skemmta sér og skrattanum nú mjög vel, í frí-múruðum og spilltum Vatíkan-aftökuspillingarstofnunum heimsveldanna bankarænandi og villimannslegu!

Þeir höfuðpaurar sleppa alltaf! Enda stjórna þeir skepnuskap heimsins.

Hvers vegna veit ég ekki? Ég skil ekki svona pólitíska heimsveldis-spillingu og skipulagðan jarðlífs-tortímandi djöfulgang.

Björt Framtíð er þessa stundina bjartasta flokksvonin á Íslandi að mínu mati. Oft veltir lítil þúfa stóru hlassi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.9.2016 kl. 20:25

4 identicon

Átti Sigmundur Davíð einhverja aðkomu að stjórnmálum fyrir Hrun? Nei

Talaði Sigmundur Davíð fyrir því að íslenskir skuldarar ættu að bera allar byrðar stökkbreytingar lána eftir Hrun? Nei þvert á móti!

Gerðist Sigmundur Davíð slíkur aftaníossi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins að hann gekk að öllum helstu skilmálum hans að hengja byrðar Hrunsins á Íslendinga á sama tíma og sjóðurinn sá var ber að því að vinna að hagsmunum öflugra ESB ríkja sem vildu ná sem mestum fjármunum frá þeim löndum sem voru í gjörgærslu sjóðsins, líkt og innra eftirlit sjóðsins sjálfs hefur leitt í ljós? Nei þvert á móti!

Hvaða pólitíkusar sem komu að eftirmálum Hruns högnuðust beint eða áttu nána ættingja sem komust vel frá áfallinu ýmist vegna afskrifta, eða stuðnings ríkisins við fjármálastofnanir eins og t.d. Spariðsjóð Suðurnesja? 

Hefur verið sýnt fram á að Sigmundur Davíð hafa á einhvern minnsta hátt hagnast eða öllu heldur eiginkona hans á þeim aðgerðum sem hann leiddi pólitískt gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna? Nei þvert á móti!

Er á einhvern hátt hægt að rekja hörmulega meðhöndlun margra íslenskra skuldara og hvernig fólk var umvörpum rekið úr húsum sínum til aðgerða Sigmundar Davíðs?  Nei þvert á móti talaði hann frá upphafi síns pólitíska ferils fyrir því að taka vísitöluna úr sambandi til að forðast stökkbreytingu lána. 

Hvar liggur siðblindan? 

Liggur hún kannski hjá Bjarna Ben, Þorgerði Katrínu, Össuri Skarpéðinssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur í aðdraganda Hruns að gera ekkert nema hugsanlega bjarga sínu á þurt þegar þau sáu hvert stefndi og svo Össuri,Jóhönnu, Steingrími og Katrínu Jakobs eftir Hrun sem sviku íslenskan almenning eftirminnilega? 

Hvers konar siðferði er það að draga þjóð í sárum út í mjög svo vafasaman ESB leiðangur og mögulega fórna sínum minnstu bræðrum í kjaft bankanna til að greiða fyrir þeirri dellu eins og allt útlit er fyrir að Jóhanna og Steingrímur hafi gert?

Nei þeir mættu fleiri hafa siðvitund Sigmundar Davíðs á þingi!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.9.2016 kl. 00:33

5 identicon

Bjarni ég held að þú sért að lesa þetta rétt. Það er líka rétt hjá Önnu að hann stóð ekki við loforðið um að afnema verðtrygginguna. Ég held að þessi árás á hann af hálfu R.Ú.V. hafi verið vegna þess að hann ætlaði að standa við það loforð. En fjármálaöflin stoppuðu það af. Og þegar Sigmundur er á fullu í að berjast fyrir pólitísku lífi sínu, þá gerir hann ekki neitt annað á meðan.

Svo er það einu sinni þannig að þegar menn tala um einkavæðingu Bankanna, þá tala menn alltaf um seinni einkavæðinguna. Menn skauta alltaf hjá fyrri einkavæðingunni og undirbúningnum fyrir hana. Þá er ég að tala um þegar menn lögðu niður Þjóðhagsstofnun og bjuggu til handónýtt fjármálaeftirlit í staðinn. Og enn sitjum við uppi með þetta handónýta fjármálaeftirlit. Ef það væri nothæft þetta fjármálaeftirlit, þá hefði einkavæðingin á Borgun verið stöðvuð. Svo eitthvað sé nefnt.

Og þar held ég að Sigmundur sé saklaus en ekki Bjarni Ben, það er öllu snúið á haus í fréttum, enda ganga þær bara útá að matreiða ofaní okkur skoðanir. En sannleikurinn er  algert aukaatriði.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.9.2016 kl. 01:34

6 identicon

Bjarni Gunnlaugur er med thetta.

Sigmundur var stodvadur og tekin af lifí í beinn

og almenningur kokgleypti bullild og sér

ekki hvad er raunverulega ad ske.

Allir búnir ad gleyma thví hvernig hann vard til í 

Íslenskri pólitík.

Lúkas hvad..??

Íslendingar elska Lúkas.

Thad er miklu skemmtilegra heldur en sannleikurinn.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 18.9.2016 kl. 04:23

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið.  Þetta kemur allt saman í ljós fyrr en seinna.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2016 kl. 11:47

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er samt á þeirri skoðun að þetta sé afar erfitt fyrir margan framsóknarmanninn, því flesti er þetta frómt fólk og gegnheilt.  Svo er annað hvað það fólk gerir með bæði augun opinn þegar kemur að því að kjósa ef Sigmundur Davíð verður áfram formaður.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2016 kl. 13:21

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Talandi um að þekkja ekki sinn vitjunarríma og setja sjálfan sig framar flokknum sínum.  Það er að mínu mati sorgleg afstaða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2016 kl. 13:22

10 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl Ásthildur.

Talandi um vitjunartíma, væri þá ekki skynsamlegt að atkvæða gleypir á borð við örframboðið Dögun fórnaði nokkrum efstu stjórnarsætum og slakaði á ESB inngöngukröfum og gengi síðan til sameiningar viðræðna við Flokk fólksins og Íslensku þjóðfylkinguna?

Jónatan Karlsson, 18.9.2016 kl. 15:32

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Atkvæðagleypir?  ég á ekki til orð yfir þennan málflutning.  Við erum ekki með á áætlun að ganga í ESB, enda er ég alfarið á móti þeirri gjörð.  Það sem verið er að tala um er að leyfa fólki að kjósa um þetta mál, en þá hlýtur það að verða með þeim fororðum að fólk sé upplýst hvað felst í þeim viðræðum, 

m.a. að Ísland þurfi að afsala sér aðganginn að sjávarútveginum í hendurnar á Brussel.  'EG er bara alls ekkert viss um að fólk vilji slikt, fyrir nú utan að umræðan um ESB er ekkert á dagskrá í dag.  Enda hefur sambandið lýst því yfir að þeir muni ekki taka inn ný lönd næstu fimm árin, og sennilega verður það þá hrunið til grunna. 

En þetta með að taka atkvæði frá einhverjum, frá hverjum?  Við höfum unnið síðastliðin fjögur ár mikið í okkar kjarnastefnu og erum tilbúin til að vinna sem best að þeim málum fáum við til þess tækifæri.  Við erum nú þegar með innan okkar raða ofalega á lista konu frá Flokki fólksins, sem vill vinna með okkur.  Íslensku þjóðarfylkinguna hugnast mér ekki.  Þér er velkomið að kynna þér málefni Dögunar á WWW.xdogun.is Eigðu svo góðan dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2016 kl. 17:45

12 Smámynd: Jónatan Karlsson

Að kjósa um hvort halda skuli aðlögunarferlinu áfram, eða hvort kjósa skuli um hvort þjóðin vilji sækja um aðild að bandalaginu – sem láðist að gera í upphafi er tvennt ólíkt.

Fyrir utan ESB veiklunina, þá hljóma áherslur Dögunar ágætlega, reyndar líkt og segja má um Flokk fólksins og kannski enn fremur Íslensku þjóðfylkinguna.

Góðar stundir

Jónatan Karlsson, 19.9.2016 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2020817

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband