Já Elísabet mín, þannig er nú það.

Þú ert svo flott Elísabet mín, ef Dabbi hefði ekki farið í framboð, hefði ég kosið þig.  Það er eiginlega synd að fólk taki svona frumkvæðið af manni, en svona er það bara.  Þú og Sturla eru eiginlega flottustu frambjóðendurnir.  Því miður fyrir mig rétt eins og bandaríkjamenn þarf ég að kjósa einhvern annann sem gagnast því að sumir nái ekki kjöri, annað væri eiginlega óþolandi fyrir mig.  Ég veit ekki hvernig ég á að skilgreina mig í þessu samhengi hvort ég er að svíkja sjálfa mig, hvort ég er meðvirk meira en góðu hófi gegnir.  En ég er bara svo fjandi þreytt á bulli, spillingu og vantrausti og ekki síst fláræði og undirferli.  Ég bara vil ekki svoleiðs og ef stefnir í slíkt þá þarf ég að kjósa þann sem nýtur mests fylgis í þessu.

Og þar með er ég að fara gegn sjálfri mér og það sem ég trúi á, og vegna þess að minn flokkur er í sömu sporum.  Ég hef nefnilega ákveðið að ljá krafta mína til  Dögunar framboðs um sanngirni, réttlæti og lýðræði og vil auðvita að sem flestir kjósi það framboð sem nákvæmlega lýtur sömu lögmálum, telst ekki með í framboðum vegna þess að valdamenn eru sennilega hræddir við það sem við stöndum fyrir, sama og hjá þér og Sturlu.

Nú sá ég í dag á Hringbraut að flokkurinn loksins var nefndur í slíkri könnun og fékk 15% atkvæða, það er eiginlega breakthrough hjá flokknum.  Nákvæmlega þess vegna skil ég svo vel afstöðu ykkar sem fáið ekki hljómgrunn í forsetakosningum. 

Þess vegna er ég glöð, vegna þess að þessi flokkur sem er búin að starfa núna frá 2012 er loksina að komast í gegn um múrinn.  

Ég held svei mér þá að fjölmiðlar og ég undanskil engan, reyni að velja sér kandídata til að láta fól kjósa og reyni að hygla þeim á kostnað annara.  Þetta er ekki lýðræðislegt og alls ekki í anda fjórða valdsina.  En svona er þetta nú samt því miður.  

Ef þú værir í einhverju öðru framboði og einhver gamall einvaldur væri ekki á dagskrá, myndi ég kjósa þig í botn.  

En ég vil taka fram að ég tel Guðna mann sem er vel að þessu embætti komin og mun örugglega gera því góð skil.  

En gangi þér samt vel.  

Veit ekki alveg af hverju ég er að setja þetta á blogg, en ég er eiginlega búin að fá nóg af því stjórnafari sem er hér og búin að fá nóg af falsi, fláræði, undirferli og þaulsetu fólks sem vill ekki láta af völdum, þó þau viti fullvel að þeirra tími er liðinn. 


mbl.is Stundum pirruð en annars fullkomin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að virkilega halda að stjórnmála/menn/konur stjórni einhverju sem hefur eitthvað með hagsmuni hins almenna borgara að gera.

Ísland hefur vissulega fengið sína eldskírn í alþjóðavæðingunni.

Staðfesting á þeirri skírn er ekki langt undan.

Og hvers vegna ekki að meðtaka þá staðfestingu?

Jú, það rignir yfir "löggjafann" flóð reglugerða frá Evrópu Sambandi Bandítta (ESB).  

Okkur vantar breytingu á stjórnarskránni til að meðtaka staðfestingu á eldskírninni.

Eins og öllum þeim þjóðum sem hafa þurft breytingar á stjórnarskrá.

Læsi er einskis virði ef lesskilningur fylgir ekki með.

Ef fer sem horfir, þá er þjóðin að verða vitni að mestu breytingum frá seinni heimstyrjöldinni og ekki verður aftur snúið.

Áratuga þróun sem flestir telja sem guðlega og að engin mannlegur máttur hafi komið þar nálægt.

Líklega er ævintýrið um Nýju föt keisarans skrifað af Guði ...

L. (IP-tala skráð) 26.5.2016 kl. 00:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú segir satt með þessa innráð á reglugerðum erlendis frá, þar sem ekki er tekið tillit til fámennis hér, allt miðað við milljónasamfélög. En hvern fjandann getum við gert til að forðast það?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2016 kl. 09:08

3 identicon

https://www.youtube.com/watch?v=JYlbMVg4AdQ

THE BRUSSELS BUSINESS. Who runs the Europe

Fræða unga fólkið.

L. (IP-tala skráð) 26.5.2016 kl. 13:49

4 identicon

Sjálfsagt erfitt fyrir þá sem dá og dýrka ESB.

L. (IP-tala skráð) 26.5.2016 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2020810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband