Sameining? Eða kjarnamálstaður.

Svolítið skondið að tala um kosningabandalag þegar hjörðin er sundruð út og suður.  Samfylkingin í molum, en reyndar virðist vera friður á VG heimilinu, en manni sýnist ekki slíkur friður ríkja hjá Pírötum ef maður les ágreininginn þar á bæ.  Björt Framtíð virðist varla ná inn manni ef fer sem horfir í næstu kosningum.  

Ef fólk getur ekki komið sér saman um málefnin innan flokkanna, hvernig þá í ósköpunum ætlar það að virkja þessa breiðfylkingu til góðra verka?

Það sem Dögun hefur fram yfir þessa flokka er afar vönduð kjarnastefna, sem ekki verður gefinn neinn afsláttur af.  Það er búið að vera að vinna í stefnumálum samtakanna núna lengi og margt vel þess virði að skoða.  Ráðlegg fólki að fara inn á xdogun.is og skoða málefnaskrá og kjarnastefnu.  Það virðist nefnilega vera einhver þöggun í gangi hjá fjölmiðlum yfir þessum stjórnmálasamtökum, og til dæmis eru þau ekki nefnd á nafn hvorki í pólitískum umræðum eða skoðanakönnunum, en talað um Viðreysn þó sá stjórnmálaflokkur hafi ekki enn verið formlega stofnaður.  

En ég hef reyndar heyrt að það sé hægt að borga sig inn í bæði umræður og skoðanakannanir, spurning hvort það sé lýðræðislegt?

En endilega þið sem enn eruð að skoða spá og spekulegar þá er hægt að fara inn á xdogun.is og skoða við þau stjórnmálasamtök hafa fram að færa.  

 

mynd01 (2)


mbl.is „Algjörlega tilbúin“ í kosningabandalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hefur annars einhver tölu á því hve oft "svokallaðir" vinstri menn hafa sameinast og sundrast gegnum tíðina?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2016 kl. 22:27

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur mín. Það hlýtur að vera toppurinn á kosningasvikum allra tíma, að hafa árið 2009 verið búin að ákveða það fyrir kosningarnar að svíkja kosningaloforðið um að fara ekki í ESB? Og leggjast svo í ómerkilegt RÚV-fjölmiðlandi einelti gegn þeim sem ekki vildu svíkja kosningaloforð VG?

Fjölskyldufjölmiðill Katrínar-VG-RÚV var notaður í ESB-VG-stýrða eineltið?

Skil alls ekki hvað blessuð stelpan hún Katrín Jakobsdóttir hefur ætlað sér, bæði fyrr og síðar. Það er eitthvað meir en lítið bogið við hennar VG-pólitísku ESB-fjölmiðla-vegferð.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.5.2016 kl. 01:11

3 identicon

Ásthildur, það er alveg sama hvað stefnuskrá Dögunar er góð, á meðan flokkurinn er með mann innanborðs, sem aðhyllist sharia-lög, þá munu þeir hvorki fá mann á þing né í borgarráð.

Pétur D. (IP-tala skráð) 16.5.2016 kl. 02:19

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna Sigríður já hún virðist alveg hafa sloppið við svikastimpilinn, en sem varaformaður hlýtur hún að hafa vitað af þessu makki millli Steingríms og Jóhönnu.

Pétur þessi maður er bara ekki lengur í flokknum.  Svo er nú að þó einhver einstaklingur haldi sig hafa einhver áhrif einn og sér, þá er það misskilningur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2016 kl. 09:54

5 identicon

Hvernig veiztu það? Hér á Wikipedia https://en.wikipedia.org/wiki/Salmann_Tamimi#Political_life stendur ekkert um að hann hafi yfirgefið flokkinn/samtökin og enginn framboðslisti er lengur á vefsíðu Dögunar.

Annars furða ég mig ekkert á því að flokkurinn bauð Tamimi að vera í framboði, þar eð Þorleifur, sem einnig var í framboði kom beint frá VG, og að það hafi verið hann sem hafi hjálpað Tamimi inn. En ef forysta flokksins hefur loksins séð (eins og allir aðrir sáu strax), að það gengur ekki fyrir flokk sem kennir sig við lýðræði og jafnrétti að hafa islamista í flokknum, þá er það hið bezta mál. Dálítið seint, en betra seint en aldrei.

Pétur D. (IP-tala skráð) 16.5.2016 kl. 12:55

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Pétur Pétur, flokkur sem kennir sig við lýðræði, sanngirni og réttlæti, er einmitt þannig, það þýðir að allir hafa sinn rétt, meira að segja múslimar.  En það er alveg sama hve margir múslimar kæmu inn í Dögun þá yrðu þeir eins og allir aðrir að vinna eftir kjarnastefnu flokksins, hún er ófrávíkjanleg.  Mér finnst eiginlega sorglegt að sjá hve margir eru hræddir við annað fólk.  Sumir eru hræddir við kóngulær, aðrir við eiturslöngur, en sumir eru hræddir við múslima.  Þeir eru bara fólk eins og við.  Það eru líka ofsatrúarmenn sem segjast vera kristnir, sumir þeirra vilja grýta fólk með aðrar skoðanir.  Við eigum að forðast öfgar á hvorn veginn sem er.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2016 kl. 19:10

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það kann eitthvað að vera til í þessari athugasemd hans Péturs D, hvað varðar fráhrindandi einstaklinga. En ég hef ástæðu til að trúa því að öllum pólitískum tengslum þessa múslimaleiðtoga við Dögun sé lokið.

En Ásthildur mín.

Maður sem segist telja sharialög góð og sér ekkert við það að athuga að höggnar séu hendur af þjófum er ekki "maður eins og ég".

Og maður sem telur eiginmanninn eiga að ráða lögum og lofum í fjölskyldu sinni skilyrðislaust; vera höfuð fjölskyldunnar í öllum skilningi og allir fjölskyldumeðlimir að hlýða honum skilyrðislaust er ekki "maður eins og ég".

Og maður sem telur að aflífa skuli sláturdýr - eða dýr yfirleitt - með hálsskurði eftir boði einhvers spámanns og trúarleiðtoga

er sem betur fer ekki maður eins og ég.

Ég hef óbeit á trúarbrögðum múslima og ýmsum hefðum múslimskra samfélaga sem byggja á þeirra trú og áskil mér allan rétt til þessarar óbeitar sem ég vona að fylgi mér héðan af.

Árni Gunnarsson, 16.5.2016 kl. 19:35

8 identicon

"En það er alveg sama hve margir múslimar kæmu inn í Dögun þá yrðu þeir eins og allir aðrir að vinna eftir kjarnastefnu flokksins, hún er ófrávíkjanleg."

Já, en yfirlýst stefna Dögunar er ósamræmanleg við islam, Kóraninn og sharia. Og öfugt.

"Við eigum að forðast öfgar á hvorn veginn sem er."

Rétt er það. Maður á ekki að koma nálægt ofsatrúarmönnum, hvar í flokki sem þeir leynast.

Pétur D. (IP-tala skráð) 16.5.2016 kl. 19:39

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Árni það eru öfgar í öllum trúfélögum, ég aðhyllist ekki sharialög eða það sem þú telur upp, en það er einfaldlega enginn hætta sem stafar af okkar samtökum í þessu efni.  Þessar skilgreiningar eru einfaldlega ekki til staðar.

Algjörlega sammála þér Pétur, við eigum að halda okkur mjög fjarri ofgatrúarmönnum hvaðan sem þeir koma.  Þeir eru einfaldlega ekki gjaldgengir í samfélagi manna.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2016 kl. 20:40

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Menning sem byggir á öfgum er ekki líkleg til að aðlagast annari menningu. Enda hafa viðbrögð stjórnvalda og sveitarstjórna verið á eina lund.

Þegar líklegt er að árekstrar verði milli meningarheima skal okkar menning víkja.

Var ekki matreiðslu í heimavistarskólum okkar tafalaust breytt og svínakjöt tekið af matseðli að kröfu múslima?

Hvar hafa Íslendingar náð álíka árangri þar sem þeir hafa sest að erlendis?

En mér er óhætt að fullyrða að Salman Tammini er ekki innanbúðarmaður lengur hjá Dögun. 

Árni Gunnarsson, 16.5.2016 kl. 20:56

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það getur verið að hann hafi ekki skráð sig út, en hann er ekkert með lengur í starfi.  Þetta með svínakjötið er reyndar alveg óskiljanlegt og reyndar bara hallærislegt að mínu mati að láta sér detta í hug að hætta að elda svínakjöt í skólum út af einhverri trú.  Hvað þá með biblíuna og Eimskipsauglýsingarnar? er það ef til vill allt önnur ELLA?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2016 kl. 22:54

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

 Af hverju er það svona viðkvæmt að sameinast í eitt framboð vinstri manna?

Staðan í dag er sú að vinda þarf að því bráðan bug að fullnusta nýja stjórnarskrá og opna stjórnkerfi fiskveiða 

í skynsamlegum áföngum þar sem megináherslan yrði lögð á auknar strandveiðar og auknar aflaheimildir fyrir útgerðir 

í "brothættum byggðum" við sjávarsíðuna.

Sameinast þarf um þann skilning að samfélög á ekki að reka á forsendum arðgreiðslna til örfárra útvalinna fjölskyldna

frá nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar.

Samfélagið á að eflast innanfrá til sjálfbærni og hagsældar þar sem jöfnuður er hafður að leiðarljósi.

Þetta er spurning um menningarástand. kurteisi, gagnkvæma tillitssemi og mannasiði.

Þeir stjórnmálaflokkar sem treysta sér ekki til að vinna saman að þessu hófstillta markmiði undir þessum

hófstilltu kröfum eiga ekki erindi við kjósendur og inni á Alþingi yrði það fólk bara til vandræða.

Nóg höfum við séð af slíku. 

auððlind 

Árni Gunnarsson, 17.5.2016 kl. 12:03

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

 Af hverju er það svona viðkvæmt að sameinast í eitt framboð vinstri manna?

Staðan í dag er sú að vinda þarf að því bráðan bug að fullnusta nýja stjórnarskrá og opna stjórnkerfi fiskveiða 

í skynsamlegum áföngum þar sem megináherslan yrði lögð á auknar strandveiðar og auknar aflaheimildir fyrir útgerðir 

í "brothættum byggðum" við sjávarsíðuna.

Sameinast þarf um þann skilning að samfélög á ekki að reka á forsendum arðgreiðslna til örfárra útvalinna fjölskyldna

frá nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar.

Samfélagið á að eflast innanfrá til sjálfbærni og hagsældar þar sem jöfnuður er hafður að leiðarljósi.

Þetta er spurning um menningarástand. kurteisi, gagnkvæma tillitssemi og mannasiði.

Þeir stjórnmálaflokkar sem treysta sér ekki til að vinna saman að þessu hófstillta markmiði undir þessum

hófstilltu kröfum eiga ekki erindi við kjósendur og inni á Alþingi yrði það fólk bara til vandræða.

Nóg höfum við séð af slíku. 

Árni Gunnarsson, 17.5.2016 kl. 12:04

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Árni, við í Dögun reyndum fyrir síðustu kosningar að ræða við öll nýju framboðin til samstarfs.  Það gekk einfaldlega ekki, því allir vildu vera kóngar og léðu ekki máls á slíku samstarfi því miður.  Ég er líka algjörlega sammála þér með kvótakerfið og ójöfnuðinn sem þar þrífst.  Og allt sem því fylgir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2016 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband