Um komandi forsetakosningar og önnur mál.

Í upphafi kaus ég ekki Ólaf Ragnar til forseta.  Ég kaus sýslumanninn sem hafði unnið hér og var sómakær maður og góður Pétur Hafstein.  Ætlaði reyndar að kjósa Guðrúnu Pétursdóttur en hún dró framboð sitt til baka.

En ég sætti mig við niðurstöður kosninganna.  Þessi ágæti maður sem fékk að sverja eið á alþingi við drengskap sinn en ekki biblíuna, af því að hann trúði ekki á hana, fór allt í einu að sækja kirkju og setja sér önnur mörk.  Held að Ólafur Ragnar hafi þarna unnið vegna sinnar yndislegu konu Guðrúnar Kartínar Þorbergsdóttur sem var bæði falleg og flott.  

En eftir að Ólafur fór að virkja neitunarvald forseta, bæði í fjölmiðlalögunum og ekki síður Icesaveg, þá fyrirgaf ég honum þetta allt og hef svo sannarlega kosið hann síðan þá.  Lagt mitt af mörkum til að hann mætti sitja áfram, og með sína yndislegu núverandi konu sem mér líkar afskaplega vel við, falleg og góð sál.

 643909

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sannarlega verðugir og flottir fulltrúar landsins okkar. 

Eftir að forsetinn ákvað að gefa ekki kost á sér í embætti aftur, fór fríður flokkur manna að bjóða sig fram, svo margir að mörgum þótti nóg um.  

Þegar forsætisráðherra rauk til Bessastaða til að reyna að knýja fram þingrof á mjög svo hæpnum forsendum, og forsetinn hafnaði því, sem reyndar var þannig að hann gat ekki framkvæmt slíkt varð ég frekar hugsi.

Því þá byrjaði hann á að ræða við samstafsmenn forsætisráðherra og gaf þeim vald til að halda áfram, þrátt fyrir að met fjöldi íslenskrar alþýðu hafði mætt á Ausurvöll og um land allt og farið fram á nýjar kosningar og þessi ríkisstjórn færi frá. 

Hann sagði í einu orðinu að hann hlustaði á fólkið í landinu, en jafnframt brást hann því sama fólki með því að virkja sömu stjórn til að halda áfram. Þótt honum ætti að vera fullljóst að það var ekki það sem fólkið var að biðja um, áframhaldandi slímseta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, og þrátt fyrir að bæði fyrrverandi forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra væru tengd skattaskjólum.  

Þó svo að ég hafi lengi dáðst að forsetanum, svo ég tali ekki um forseta frúna, og talið að þau væru alþýðleg og þjónandi þjóðinni, þá var þessi aðgerð forsetans mér algjört áfall.  

Nú situm við uppi með ríkisstjórn, gjörsamlega rúna trausti þjóðarinnar, en ætlar sér að sitja áfram, og setja allskonar skilyrði, sem brjóta algjörlega í bága við það sem þjóðin er að kalla eftir.  Fjármálaráðherra sem hefur orðið uppvís að því að eiga peninga í skattaskjólum, núverandi forsætisráðherra sem hefur lýst því yfir að hann sjái ekkert athugavert við að forráðamenn þjóðarinnar nýti sér slíkar trakteringar, og þessir menn ætla sér virkilega að taka til og hreinsa málin.  

Hvað eigum við almenningur að hugsa? Finnst fólki þetta í alvörunni í lagi? Ekki mér.

En það sem ég byrjaði á og vildi koma að er að, í þetta skipti mun ég ekki kjósa Ólaf Ragnar sem forseta.  Það sem hér hefur gerst hefur sýnt mér að því miður er hann ekki að hugsa um þjóðina eins og hahn hefur alltaf sagt heldur er hann í einhverskonar vegferð sjálfum sér til handa til að sitja áfram allavega eitt kjörtímabil í viðbót.  Það er ekki ásættanlegt fyrir mig.

Ég sagði hér einhversstaðar að ég ætlaði að veita Elísabetu Jökulsdóttir mitt atkvæði, það var áður en framboð Ólafs kom fram, mér finnst Elísabet frábær kona og það hefði verið gaman að fá hana á Bessastaði með allskona heimilisdýr og leiktæki.  En nú er allt breytt og það gengur bara ekki að vera kúl. 

Við þurum að sameinast um frambjóðenda sem getur skákað forsetanum, og ég segi þetta með sorg í hjarta.

Fyrir mér koma tveir einstaklingar sterkt til greina, það eru annars vegar Sturla Jónsson og hins vegar Guðni Th.  Þessir menn eiga sér stað í hjörtum fólks.  Mér finnst reyndar Andri Snær frábær manneskja, en ég held að hann hafi ekki bolmagn í Ólaf.

sturla_k-listi.width-900

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sturla er afskaplega duglegur einstaklingur, heilstepyptur og er búin að berjast við kerfið á alla lund, lesa sér til um lagabókstafi og hefur svo sannarlega komið höggi á kerfið svo eftir hefur verið tekið.

317044_356275927813220_1509590006_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðni Th. er húmoristi klár maður og vel að sér í allskonar stjórnsýslumálum.  Hann á reyndar raunhæfa möguleika á að vinna þetta stríð.  Hann hefur reyndar ekki gefið kost á sér ennþá en er undir feldinum góða og hugsar sitt ráð.  Ég ráðlegg honum að taka slaginn, það eina sem gerist ef allt fer á versta veg að hann tapar slagnum.  En er það ekki málið, við verðum alltaf að taka áhættuna?

Nú hafa flokksbræður Donalda Trump tekið höndum saman um að reyna að komast hjá því að hann verði forsetaefni Rebublicana í BNA.  Þetta er auðvitað ekki sambærilegt, því Ólafur Ragnar á það ekki skilið að vera líkt við þennan angurgapa.  En sam, ef við viljum breyta ástandinu, þá þurfum við að gera okkur grein fyrir hvort við viljum hafa hr. Ólaf Ragnar áfram, eða hvort við viljum breyta. Þá þýðir ekki að kasta atkvæðum okkar á glæ, (ömurlega orðað hjá mér) þá þurfum við að ákveða haða frambjóðendi hefur bestu möguleika á að vinna, og kjósa samkvæmt því. 

Ég er eiginlega með kígju yfir þessari færslu minni, en þannig er þetta bara.  Við lifum á tímum þar sem breytinga er þörf á allan máta.  Og að vera með forseta sem raunar er flottur karl, en sem vill viðhalda gamla systeminu er ekki ásættanlegt.  Hér þar nýja tíma, nýja hugsun og nýjar væntingar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband