Bráðabirgða ökuskírteini?

Þegar ég tók bílpróf á sínum tíma, fór ég í einn ökutíma með elskulegum frænda mínum Jóhanni Júlíussyni, föðurbróðir mínum.  dómarinn var svo bílhræddur að hann ók í annari bifreið á eftir mér og kennaranum smile Ég stóðst prófið og hef síðan ekið nánast áfallalaust í allavega 50 ár.  En nú bregður öðru við. 

Eitt barnabarnið mitt sagði mér um daginn að krakkar sem eru að taka bílpróf í dag, og það er dýrt spaug, ekki bara einn ökutími heldur allavega á annan tug tíma, með tilheyrandi kostnaði, aðallega fyrir foreldra. 

En sem sagt barnabarnið sagði mér að þau fengju próf aðeins í þrjú ár til að byrja með.  

 

"Samkvæmt reglunum þarf ökumaður, sem er með bráðabirgðaskírteini, að fara í akstursmat áður en hann fær fullnaðarskírteini.

Endurnýjun bráðabirgðaskírteinis - Útgáfa fullnaðarskírteinis Bráðabirgðaskírteini gildir í þrjú ár. Þann gildistíma má stytta.

Ökumaður getur fengið fullnaðarskírteini, hafi hann haft bráðabirgðaskírteini samfellt í 12 mánuði og ekki á þeim tíma fengið punkta í punktakerfi vegna umferðarlagabrota og farið í akstursmat.

Vilji ökumaðurinn ekki nýta sér þessa heimild eða fullnægi hann ekki skilyrðunum, gildir bráðabirgðaskírteinið áfram þar til það rennur út eftir þrjú ár frá útgáfudegi.

Að þeim tíma liðnum fær ökumaðurinn fullnaðarskírteini, fullnægi hann áður nefndum skilyrðum. Fullnægi hann þeim hins vegar ekki, fær hann útgefið bráðabirgðaskírteini á ný til þriggja ára.

Með því að heimila ökumönnum að fá fullnaðarskírteini eftir eitt ár í staðinn fyrir þrjú, eftir áfallalausan akstursferil og að undangengnu akstursmati, er verið að umbuna þeim sem hafa staðið sig vel í umferðinni.

Það hefur jafnframt þau hvetjandi áhrif á unga ökumenn að vanda sig við akstur.

Sá sem hagar sér vel í umferðinni og brýtur ekki af sér getur sem sagt fengið fullnaðarskírteini ári fyrr en ella. Akstursmat Í akstursmati felst að kannað er hvort mat ökumanns á eigin aksturshæfni, akstursháttum og öryggi í umferðinni er í samræmi við raunverulega getu hans.

Markmið akstursmats er að ökumaðurinn geri sér grein fyrir hæfni sinni og getu í umferðinni með tilliti til umferðaröryggis. Kostnaður Akstursmat tekið á eigin bíl kostar 8000 kr. Akstursmat tekið á ökukennslubíl 8500 kr."

Þetta er nú allt gott og blessað og frábært að verið sé að kenna ungum ökumönnum að bera ábyrgð.  En þarna hangir eitthvað skrýtið á spýtunni ef þetta ágæta barnabarn hefur rétt fyrir sér. Þarna er ekki stafkrókur um það sem barnabarnið sagði mér, sem sagt þetta hér:

Nefnilega að börn utan af landi, þurfi að fara til Reykjavíkur í þetta mat, og aka þar að vetrartíma í hálku og ófærð og það á að kosta 40.000. krónur, síðan að taka einn ökutíma hjá kennara í heimabyggð sem kostar a.m.k. 10.000 krónur. Og svo eru ferðir til Reykjavíkur fram og til baka. Ef þetta er rétt, sem ég veit ekki, en væri ágætt að fá upplýsingar um, þá er þetta algjörlega brot á jafnrétti fólks. 

Það væri ágætt að fá nánari upplýsingar um þetta, og hvort þetta er virkilega svona.  Því þá þarf að gera eitthvað í því. Í fyrsta lagi læra börn á landsbyggðinni alveg ágætlega að aka á vetrartíma heima hjá sér, bæði í hálku og ófærð.  Að skikka þau til að fara suður með tilheyrandi kostnaði er algjörlega fáheyrt og í raun örugglega kolólöglegt. 

Ef þetta er rétt, þá langar mig til að spyrja, hverjum datt þetta í hug?

Hverjir samþykktu þetta?

og síðan hefur fólk virkilega sætt sig við svona óhæfu?

Svör óskast.  Því þetta sætti ég mig ekki við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef fengið það staðfest að þetta er rétt.  Það er einhverskonar sérútbúin bifreið fyrir sunnan, sem þau þurfa að prófa.  En þetta er alveg rosaleg mismunun, gagnvart landsbyggðinni.  Væri ekki ráð að þessi "sérútbúna" bifreið færi um landið og þjónaði krökkum á landsbyggðinni, í stað þess að börn úti á landi þurfi að bæta hundrað þúsund kalli við sitt ökupróf.  Svo má spyrja hver á þessa bifreið? Er það Reykjavíkurborg, eða er það eitthvað á vegum ríkisins, og ef svo er, þá þarf að ganga frá því að allir sitji þarna við sama borð. 

Ég er ekki hætt, ég ætla mér að skoða þetta mál algjörlega og vekja aðra til upprisu um þetta mál.  Því þetta er svo sannarlega sanngirnismál fyrir landsbyggðina.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2015 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband