Opið bréf til ASÍ frá framkvæmdaráði Dögunnar, stjórnmálaafls sem vil réttlæti, sanngirni og lýðræði. +-*+

Þar sem ekkinokkur fjölmiðill virðist hafa neinn áhuga á Dögun eða því sem þeir standa fyrir, því miður, þá ætla ég að birta blogg eftir formanninn Helgu Þórðardóttir.  Hér er um að ræða opið bréf til Así, um hvort þeir hafi ekkert að segja um orð hagfræðings Seðlabankans um að hækka vexti til að minnka eyðslu heimila í landinu. Finnst engum nema stjórmálasamtökum Dögunar þetta sérkennilegt? 

 

http://helgatho.blog.is/blog/helgatho/#entry-2159994

 

Opið bréf til ASÍ 18.11.2015 | 19:31

 

Opið bréf til ASÍ Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði hafa sent ASÍ fyrirspurn og spuringin er: Hver er afstaða ASÍ til orða aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands um nauðsyn þess að hækka vexti til að halda niðri kaupmætti launafólks?

Dögun hefur ekki enn fengið svar og vill því senda opið bréf á fjölmiðla til árétta spurningu sína til ASÍ.

Oðrétt segir aðalhagfræðingur Seðalbankans samkvæmt frétt á Eyjunni 11/11 2015 á fundi efnahags-og viðskiptanefndar Alþingis. ”Það er kannski akkúrat það sem við erum að reyna að gera. Vegna þess að staðan sem við erum í er að hagkerfið er að vaxa of hratt miðað við framleiðslugetu. Það skapar þrýsting á laun, verðlag og svo framvegis. Það sem við erum að gera er að draga úr ráðstöfunartekjum heimila, þau eiga þá minna til ráðstöfunar til að fjármagna eftirspurnarneyslu. Við erum að draga úr getu fyrirtækja til að fjárfesta eða fara í útgjaldaáform. Þetta er bara því miður það sem við þurfum að gera til þess að halda aftur af eftirspurninni.”

Samkvæmt Seðlabankanum er verðbólga dagsins í dag undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans.

Á fyrrnefndum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis kom fram að fulltrúum Seðlabankans fannst ábótavant að ríkisvaldið dansaði ekki í takt með Seðlabankanum í viðleitni sinni við að halda verðbólgunni niðri.

Verðbólgu sem er undir viðmiðunarmörkum. Ófaglærðu fólki getur reynst erfitt að skilja Seðlabankann. Verðbólgumarkmið hans virðast heilög en tengjast ekki hag almennings beinlínis. Í þessu tilfelli eru þau skaðleg þar sem nýunnar launahækkanir launamanna eru skotmark Seðlabankans.

Þess vegna vill Dögun spyrja ASÍ hver skoðun ASÍ er á þessari stefnu Seðlabankans.

Hvort einhver viðbrögð séu væntanleg af hálfu ASÍ til stuðnings sínum umbjóðendum. Framkvæmdaráð Dögunar xdogun.is

 

En menn hafa víst ekki áhuga á þessu frekar en öðru sem lýtur að réttlæti og stoðum heimilanna í landinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband