Garðvinna að hausti.

Það er búið að vera mjög milt veður hér í september og október heilsar líka með tiltölulega hlýju en blautu veðri.  Það er svo sem ágætt að hafa regnið, þá þá er nokkuð öruggt að ekki er frost.  Kartöflugrösin hjá mér eru ekki fallin ennþá, ég er með svona sjálfbæran garð, ég set ekki niður, en tek bara upp.  Kartöflurnar sem ég næ ekki að taka upp á haustin, koma svo upp næsta sumar og vaxa og dafna og gefa af sér nýjar fallegar kartöflur. Þetta henta mér alveg ágætlega því mér finnst svo gott að fá nýjar kartöflur.  smile

En í dag er fyrsti október og í dag lauk ég við að gróðursetja síðustu stjúpurnar og fjólurnar sem ég ætlaði að selja bænum.  Ég einsetti mér að þau skyldu öll komast í mold fyrir veturinn.  Það var ansi notalegt að vinna úti í dag.  Ég er líka búin að tæma eitt beð sem á að fara í betri ræktun næsta vor.  Þar voru komnar alltof stórar plöntur á stað sem ekki hentaði.  

Ég færði líka lambarunna sem var að drepast af því að hann var kominn alveg á kaf, vona að hann lifið af á nýjum og betri stað.  

En hér eru nokkrar myndir af afsakstrin haustsins, þó margt hafi ég gert svona þar fyrir utan.  

IMG_2004

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

svolítið annað að sjá en í sumar, ég hlóð sjálf þessum steinum.  

IMG_2003

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kúskeljarnar eru úr Fljótavík.  En ég er afskaplega sæl með þetta allt.

IMG_2007

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjávarsteinarnir sem Júlli minn kom með, og þemað er fjaran.  Og það er svo skrýtið að þegar ég hugsa mikið til hans þá finn ég alltaf eitthvað frá honum, í gær fann ég lítinn fisk og í dag líka.  Og það veldur mér svo mikilli gleði. smile

 

IMG_2010

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi kom til mín fyrir nokkrum dögum. 

IMG_2011

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þennan fann ég í gæri í moldinni. 

 

IMG_2012

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þessi litli kom til mín í dag, hann er pínulítill.  En engu að síður frábært listaverk sonar míns. 

IMG_2006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tók þessar myndir í dag.  

 

IMG_2005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er svo sem hægt að brosa yfir því að setja niður stjúpur í október, en í suður Evrópu til dæmis í Austurríki setja menn niður stjúpurnar á haustinn.  

 

IMG_2009

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá erum við komin inn í garðskálann minn, hann er svona aðeins að koma til. 

 

IMG_2008

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tjörnina þurfum við að byggja upp á nýtt og kaupa fiska, en það  bíður næsta vors.

 

IMG_2001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og auðvitað vantar margar plöntur sem eyðilögðust í "hruninu"

En það verða keyptar nýjar.

IMG_1999

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þetta kemur smám saman.  

IMG_2000

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að vísu erum við bæði krúkk eftir bygginguna, og skuldum, en ég er að bíða eftir að bærinn borgi mér fyrir eyðileggingu á gróðri fyrir ofan mig þar sem öll stærstu trén mín voru eyðilögð.  Svo þá ætti að vera til peningur til að greiða skuldir.  Við vorum nefnilega svo óheppin að Elli minn sagði upp tryggingunum á húsinu í nóvember og þetta gerist í desember, hversu óheppin getur maður verið.  

Málið er að geta dundað sér í friði í moldinni og ráðskast með gróðurinn, er eitthvað sem gefur manni rosaleag mikið.  Og loksins er ég að átta mig á því að ég hef nógan tíma, ekki eins og þegar ég var garðyrkjustjóri og var eins og útspýtt hundsskinn um allar trissur, það tekur tíma að finna rétta rythman aftur og læra að njóta hvers augnabliks.  Það er ekki sjálfgefið, það þarf að læra og meta.  

Jæja elskurnar þetta er nú svona smá grobb svona í blálok sumars, því vissulega finnst mér haustið hafa verið dýrðlegt og ég er viss um að það er ekki búið enn.  Þó það rigni þá er það bara gott fyrir gróðurinn og varnar því að frostið komi.  

Eigið gott kvöld. smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Skemmtilegar myndir - eins og oft áður.

Jens Guð, 1.10.2015 kl. 21:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Jens minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2015 kl. 22:32

3 identicon

Góðan dag,mikið er ég sammála þér"dunda sér í moldinni"er yndislegt.

Maður gleymir sér í marga klst.

Ég legg undir mig líka oft næstu lóð (sem er bæjarlóð,)grjóthreinsa,

slæ og snyrti....því þá verður mín lóð líka fallegri.......allt vverðu fallegar í okkar umhverfi .

         Kveðja frá Erlu

Erla (IP-tala skráð) 2.10.2015 kl. 08:35

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Erla mín, það skiptir miklu máli að slá líka.  Ég var einmitt að slá garðinn minn núna um daginn og Úlfur minn kláraði svo verkið fyrir ömmu sína.  smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2015 kl. 10:20

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alltaf er nú jafn gott og gaman að koma inn á bloggið þitt.  Ég hef áður hrósað þér fyrir myndirnar þínar en "góð vísa er aldrei of of kveðin".  Það er gott að sjá að "gamla góða kúlan" er óðum að komast í sitt gamla horf........

Jóhann Elíasson, 2.10.2015 kl. 10:35

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhann minn, já ég er alsæl með að hún skuli vera komin í lag.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2015 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 2020841

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband