Smá hugvekja.

Í gær var viðburður sem margir urðu vitni að það var fullur máni sem varð rauður og óvenulega nálæt jörðu.   Ég sá fram á að ég myndi ekki getað fylgst með þar sem húðrigndi eldi og brennisteini, en einhverra hluta vegna vaknaði ég upp við skært ljós og vissi að þar var máninn á ferð, ég klæddi mig og fór út í dyr á garðskálanum mínum.  Læðan Lotta var alveg jafn áhugasöm og ég að fylgjast með, hún var að vísu ekki alveg með á hreinu hvað vakti áhuga minn, en hún fylgdist samt með, gæti verið eitthvað gómsætt þar á ferð, eins og fugl eða mús.

 

IMG_1995

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það verður að segjast alveg eins og er  að myndavélin mín er svona frekar biluð, en ég reyndi að taka myndir af þessum viðburði, tunglið var bjart en það voru ský allstaðar í kring.

 

Spennan var hvort það næðist að horfa á allt sjóvið til enda, ég var búin að klæða mig upp í peysu og morgunslopp, Lotta var í pelsinum sínum, og þarna sátum við og góndum upp í himininn, og svo fór að færast fjör í leikinn það fór að sjást skuggi á gamla góða mánanum, og ég var að ímynda mér að þetta væri jörðin sem skyggði á hann frá sólinni, þetta var mögnuð tilfinning.  En það sem var aðallega spennan hjá mér var hvort karlinn í tunglinu myndi ná að sýna þessa frumsýningu áður en skýjabakkinn sem þarna var myndi vaða yfir hann. 

IMG_1991

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

en málið er að auðvitað unnu skýin, og þegar hér var komið sögu tóku þau yfir og huldu karlangann, svo það sást ekki meir.  Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég var svo sem ekkert ósátt, vegna þess að þá gat ég með góðir samvisku lagst á koddann og farið að sofa, ég var samt allaf að kíkja út um gluggan hvort ég sæi hann koma fram.  En svona er lífð.  Það má kalla þetta vonbrigði, en það er bara ef við viljum fara í þann farveginn. 

12065643_754977461314930_3347522688666796987_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er líka hægt að fara í fantasíuna og láta sig dreyma. 

En málið er hvernig við tæklum málin elskurnar.  Við getum lagst í sorg og sút yfir málum, og tekið allt það neikvæða og kvartað og kveinað, eða við getum tekið það jákvæða og þakkað okkar sæla fyrir að geta það.  Því þegar við erum jákvæð og í jafnvægi andlega þá er líkaminn það líka, og ég tala ekki um ef við förum yfir hann með ljósi og kærleika og látum okkur þykja vænt um sjálf okkur.

Nú er minn elskulegi maður enn og aftur í Noregi og við Lotta erum einar heima, því Úlfurinn er á heimavist MÍ.  Okkur líður afskaplega vel erum á feisbókinni og netinu og svona, hún malar en ég urra, því hún vill helst vera fyrir framan skjáinn svo ég sé ekki neitt.  Og stundum klóar hún aðeins í mig ef henni finnst hún ekki fá næga athygli. Í þessu sambandi er ég innilega þakklát fyrir að minn elskulegi eiginmaður hringir í mig á hverjum degi, hann saknar mín eins og ég sakna hans og það er ást og kærleikur sem hefur staðið í 45 ár og enginn lát á því.  

Hvert er þetta eiginlega að leiða mig? Jú málið er að við verðum að vera jákvæð og láta okkur þykja vænt um þá sem kring  um okkur eru, jafnvel þó það séu kettir, hundar eða aðrir.  Kærleikurinn á sér enginn takmörk.

Ég er búin að vera að vinna mikið í lóðinni minni undanfarið og er alveg að verða sátt við hann eftir allt sem á undan hefur gengið.

En það kemur seinna. 

Ég er eiginlega hætt að horfa á fréttir, það hefur gerst gegnum tíðina að athurðir verða svo sorglegir að ég get hreinlega ekki horfst í augu við það sem er að gerast, og þess vegna er betra að fara frekar út í garð og ræða við blómin.   

Mikið vildi ég óska að manneskjan svona í heild sinni væri manneskjulegri en nú virðist rauninn.  Allir þeir eiginleikar sem voru í hávegum hafðir þegar ég var barn eru eiginlega orðnir undir í baráttunni.  Allt það góða er eiginlega gleymt, að því sem mér finnst og alltof margir reyna að telja okkur trú um að einkaframtakið sé framtíðin og þeir sem vilja græða sem mest sé einmitt fólkið sem við eigum að hlusta á.  Þetta er fólkið sem á og rekur fjölmiðlana og á peningana til áróðurs.  Einmitt þess vegna verðum við sem þjóð að vera á verði.  Hugsa um gömul gildi og manneskjulegheit. Hvað er það sem gefur lífinu gildi?  Er það ekki einmitt samstaða, samhyggð og náungakærleikur?  'Eg bara spyr. 

IMG_1217

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo innilega til hamingju með daginn þinn Þorskur. smile

 

 

......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 2020759

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband