Svo mikið sammála þessu.

Mikið óskaplega er ég sammála þessu.  Ætti reyndar að vera löngu komið til framkvæmda.  Það má ef til vill ganga lengra og taka eignarnámi þær jarðir sem eru í einkaeigu en er ekki búið á.  Það er óþolandi að auðmenn geti keypt upp heilu dalina til að leika sér í með hlunnindi eins og veiði.  

Það  er komin tími til þess að sveitirnar lifni við aftur.  Ég er viss um að það eru margir sem vilja koma sér úr stress margmennis og una sér við búskap.  Þarf ekki endilega að vera með bústofn, það má líka hugsa sér berjarækt, og gróðurhús þar sem hægt er að framleiða margt af því sem nú er flutt inn.  Við eigum hitann á mörgum stöðum og auðvitað á að niðurgreiða rafmagn og aðra orku til garðyrkjubænda rétt eins og til stórðiju.  En í stað þess að allur gróðin færi úr landi, þá myndum við auka arðsemi landsins og minnka innflutning á bæði grænmeti og ávöxtum. 


mbl.is Ríkisjarðir verði teknar í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Má ég þá taka hús í RVK eignarnámi ef mér finnst það illa nýtt t.d. ekki búið í því nema hluta úr ári???? 

Bjarki (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 12:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er vitleysa og þú veist það.  Það getur ekki hver sem er tekin eignir slíku námi, það geta sveitarfélög og ríkið, og þá í þjóðarhag.  Það getur aldrei orðið þjóðarhagur þó þú ágirnist eitthvað hús, þó það sé illa nýtt.  Þú gætir aftur á móti boðist til að kaupa það fyrir lítið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2015 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 2020759

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband