Svona getur lífið verið.

Ég veit ekki eiginlega af hverju ég fór að hugsa um eina kunningjakonu mína í gær, þegar ég sat í 35 °hita smástund úti í sólinni hér í Steinbrunn, og var ekkert að gera nema drepast út hita. En svona var það nú samt, ég fór að láta hugan reika, veit ekki hvers vegna hugleiðingin um hana kviknaði, en ef til vill vegna ástandsins í Líbanon og verkefni sem við tókum þátt í á sínum tíma, "Óbeisluð fegurð" í Félagsheimilinu í Hnífsdal.  

 

http://www.kvikmyndavefurinn.is/films/nr/1105

Myndina tóku og unnu Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Tina Naccache frá Libanon.

Þessi Kunningjakona mín Elísabet Markúsdóttir var í keppninni krýnd drottning.

 Ég man eftir henni þegar hún var ung og flott kona, ástfangin og að eignast börnin sín, þessi kona var falleg og það var glaðlegt blik í augum hennar eins og framtíðin blasti við henni alltaf brosandi og kát.  

En ekki fer allt eins og ætlað er.

 

Mér er æviferill hennar sérstaklega minnisstæður vegna þess að hér í vetur var gert heilmikil herför að óhefðbundunum lækningum, fólk var sakað um kukl og að afvegaleiða fólk þeim til ama og hættu.  Heilu kastljósþættirnir voru undirlagðir, og kunningi minn Svanur Sigurbjörnsson læknir fór mikinn með hvað þetta væri nú allt óhuggulegt og ljótt að vekja vonir hjá fólki með svona kukli.

En málið er þetta, þessi blessaða fallega kona var með smá vandræði, henni fannst hún vera of feit.  Sem hún var alls ekki, hún var þybbin en það fór henni vel.  Það sem gerðist var að hún lagðist undir hnífinn hjá læknum og fór í garnastyttingu.  Satt best að segja náði hún sér aldrei á strik eftir það, jú hún grenntist, um ljóminn hvarf úr augunum.  Á hátíðinni Óbeisluð fegurð þegar hún var krýnd drottning þá hélt hún þrumandi ræðu, sem ég reyni að gleyma ekki, reyndar bað ég hana um að láta mig fá hana skrifaða, það varð samt ekkert út því.  Það sagði hún m.a. að þó manneskjur vildu vera grannar og líta vel út, þá hefði það sína galla, til dæmis sagði hún get ég ekki lengur farið í bað og slakað á eins og ég gat áður, því þá hef eg enga viðspyrnu og ef ég sofna drukkna ég.  Ég hef ekki lengur neina stuðbúða í rassinum til að sitja þægilega.  Mér er altaf kalt, því það er ekkert fitulag til að skýla líkamanum, og þegar mikið rok er kemst ég ekki út því ég fýk bara út í loftið.  

 

Elísabet Markúsdóttir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi fallega stúlka ætti ennþá að vera meðal vor.

 

Við hlógum mikið að þessu, en hún var að tala í hreinustu alvöru.  Síðasta sinni sem ég hitti hana var þegar við hittumst öll við frumsýningu myndarinnar í Reykjavík.  Hún sagði mér þá að hún væri alltaf veik og þyrfti endalaust að taka verkjalyf og læknar fyndu ekkert að.

Nokkru síðar lenti hún í bílslysi og Þá gafst hún hreinlega upp. 

Í millitíðinni hafði hún átt í voðalegu basli með dóttur sína, sem lenti út af sporinu, hún stóð eins og kletturinn með henni allan tímann og ég veit ekki betur en að dóttirin hafi náð sér upp úr því blessunin, hún er allavega eftir því sem ég best veit í góðu sambandi og á lítið barn, sem gladdi vinkonu mína mikið. Vona svo sannarlega Viktoría mín að þú sért í góðum málum í dag. 

En sagan er ekki búinn því miður.  

 

http://www.visir.is/lest-vegna-lyfjafiknar---laeknirinn-daeldi-lyfjum-i-dottur-mina-/article/2014710119937

Hún lenti nefnilega í læknunum, og þeirra ávísunum endalaust. Eins og faðir hennar greinir frá í þessum pistli sínum. Hún lést af of stórum skammti af Ketogan og fleiri slíkum lyfjum sem "sérfræðingur" ávísaði á hana endalaust. "Markús segir meltingarsérfræðing hennar hafa ávísað 2.220 töflum af ketogan, sterku morfínlyfi, á rúmlega hálfu ári í fyrra" Hér erum við að tala um lækni en ekki dópsala. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1512836/

Faðir hennar og ættingjar eru ekki þeir einu sem eru reiðir og sorgmæddir yfir hvernig fór fyrir Elísabetu. Ekki var hún í dópi eða drykkju, var heilbrigð og hraust kona falleg og átti fjölskyldu. Hvað í ósköpunum gerðist og hvernig gátu læknar eyðilagt þetta líf? Þeim ferst svo að vera á móti óhefðbundunum lækningum. Kalla allt kukl og svínarí. Ef til vill vegna þess að þeir eru háðir lyfjafyrirtækjunum og þurfa að sanna sig fyrir og selja nógu mikið af lyfjum til að vera -IN- 'eg er ekki að fullyrða neitt, en mig grunar að svona liggji í málum stundum. Og hvað varð svo um þennan sérfræðing er hann ennþá að ávísa Ketogan og morfíni í konur sem þurfa á að stoð að halda?

 

Ég hef einvhersstaðar lesið að við eigum hreinlega heimsmet í allkonar gleðipillum og verkjatöflum, læknar gera fólk stundum hreinlega háða þessu sérstaklega konur og mér finnst að landlæknir ætti að taka sig saman og gera rannsókn á þessum málum, hverjir eru aðal eiturbyrlaranir og hreinlega taka af þeim lyfjaleyfin eða allavega hafa eftirlit með þeim.  Ég veit að sonur minn eftir að hann byrjaði í læknadópi gat alltaf fengið ávísað á allskonar lyf, bara ef hann átti peninga til að borga og var hann þó orðin skemmtur af fíkn þó hann kæmi sér út úr því að lokum.  

 

Það er ekki nóg að hafa endalausar áhyggjur af heilbrigðiskerfinu vegna starfsfólks sjúkrahúsanna og heilbrigðisstofnanna, heldur þarf líka að skoða þá lækna sem hreinlega halda sjúklingum sínum í helgreipum læknadóps.

Eigið góðar stundir. 

Hér er Hanna Sólin mín á sýningu, það verður meira rætt um það síðar. smile

IMG_9281


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er því miður aðeins eitt sorglegt dæmið af ótal mörgum þar sem læknar ávísa ótæpilega eiturlyfjum, tegund á tegund ofan,  á einstaklinga í skammtastærðum sem geta ekki haft annan tilgang en að koma viðkomandi í gröfina. Svona lyfjaaustur er auðvitað ekkert annað en tilræði, því læknarnir, af öllum mönnum, eiga að vita betur.

Það þýðir ekkert að kæra til landlæknis, samkvæmt minni reynslu, kæran hafnar einungis í skúffu hjá embættinu, nái hún þá svo langt. Þeir passa upp á sína þar.

Það var í fréttum fyrir ekki margt löngu að samtengja ætti lyfjaávísanakerfið, þannig að fólk gæti ekki gengið á milli apóteka og leyst út sama lyfið frá fleiri en einum lækni í óhóflegu magni. Samkvæmt minni reynslu er þetta er rangt eða kerfið hefur aldrei verið virkjað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.7.2015 kl. 10:38

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

#Það var í fréttum fyrir ekki margt löngu að samtengja ætti lyfjaávísanakerfið, þannig að fólk gæti ekki gengið á milli apóteka og leyst út sama lyfið frá fleiri en einum lækni í óhóflegu magni. Samkvæmt minni reynslu er þetta er rangt eða kerfið hefur aldrei verið virkjað". Sammála þessu, það er eftir því sem ég best veit ennþá verið að ganga milli lækna og fá dóp. 

En auðvitað vilja læknar ekki vita af "kuklurum" eða heilurum sem stunda óhefðbundnar lækningar, sem nóta bene hafa verið viðhafðar frá örófi alda, löngu áður en læknisgreinar urðu til.  Þá þekktu menn jurtir sem gerðu gagn.  En nú þurfa lyfjafyrirtækin sitt, rétt eins og Einkastofnanir eins og Sinnum og klínik telja sig geta mjólkað heilbrigðiskerfið til að græða á, þetta er bara einn angi af sömu sort.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2015 kl. 11:06

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæl Áshildur mín. Ég var búin að skrifa langan pistil áðan, þegar tölvan slökkti á sér. Kannski sagði ég of mikið og of satt, til að það fengi að birtast? Ekki veit ég hvernig tölvuheimum er stýrt?

Það kemur að því að ég skrifa mína sögu, til upplýsingar fyrir óupplýstan almenning á Íslandi um heilbrigðiskerfið. Það er margbrotin saga, sem á raunverulegt erindi í samfélag Íslands!

Enginn getur leitað réttar síns á Íslandi vegna læknamistaka, né rangra sjúkdómsgreininga, með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem af svikulum greiningum og mistökum hlýst. (Kemur vel fram í bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar: Í krafti sannfæringar).

Það er víst kominn tími til að ég skrifi mína margbrotnu sjúkrasögu, til að greiða götu annarra í svipaðri sjúkra stöðu.

En líklega verð ég að fara út fyrir landsteina Íslands til að fá hana útgefna.

Sannleikurinn fæst trúlega ekki útgefinn á Íslandi mafíunnar.

Ég trúi að reynsla manns eigi að nýtast til góðs fyrir aðra.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.7.2015 kl. 23:18

4 identicon

Mig langar að taka undir með Önnu Sigríði, sem skrifar hérna fyrir ofan mig, ég er sjálf komin á þá skoðun að ég skrifi bók um mitt mál, það ætla ég að gera fyrst að heilbrigðiskerfið ætlar ekki að viðurkenna að neitt hafi verið athugavert við aðkomu þeirra að mínu sjúkdómsferli.  Ég vil vara fólk við með sögunni minni, en kerfið vill þagga í mér.  Það er viðtal við mig og fleiri í Stundinni núna, bls 40 - 41 og svo vil ég minna á Viljaspor, það félag stofnuðum við nokkur sem höfum vondar reynslusögur úr þessu kerfi.  Viljaspor er með grúbbu á Facebook, allir velkomnir inn í hana.  https://www.facebook.com/Viljaspor?fref=ts

Takk fyrir að minnast Elísabetu Markúsdóttur elsku Ásthildur ♥

Matthildur Kristmannsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2015 kl. 00:49

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur stelpur, endilega að gefa út upplifun ykkar, ég er með á mínu borði söguna af syni mínum og tengdadóttur, það er ekki falleg saga, og þarf að segjast. Það sem mig skortir er orka og tími.  Það er svo sár að ryfja þetta upp, og ég verð svo reið, en það verður að segja þessa sögu, svo umgjörðin um börnin okkar sem villst af leið verði löguð og leiðrétt.  Satt sem þú segir Anna Sigríður reynsla manns á að nýtast til góðs fyrir aðra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2015 kl. 11:15

6 identicon

Beta var nágranni minn og yndisleg í alla staði það var ömulegt hvernig læknar geta ávísað lyfum eins og engii sé morgunn dagur 

Guðný Adolfsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2015 kl. 16:38

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Guðný þetta er bara svo skelfilegt og ef þeir komast ítrekað upp með svona lagaði þá er ekki von á góðu.  Þetta þarf einfaldlega að stoppa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2015 kl. 16:43

8 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Barnabarn mitt var drepið með ketokan á Landspítla- þegar mistök eins læknis voru orðin óviðráðanleg. Hann dó 30 ára gamall.

  Liknardauði var það eina sem þeir buðu uppá fyrir ungann mann.

    sparnaður í kerfinu !

Erla Magna Alexandersdóttir, 5.7.2015 kl. 18:28

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Andskotans helvíti segi ég bara Erla mín, og bara get ekki annað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2015 kl. 19:36

10 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Já Asthidur- sorgin hverfur aldrei. takk fyrir að senda þennan póst.

Erla Magna Alexandersdóttir, 5.7.2015 kl. 19:57

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við erum á sama báti mín kæra þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2015 kl. 20:00

12 identicon

mamma var ítrekað ( í3-4 ár) greind með gyllinæð, svo dó hún úr of gömlu krabbameini. Já held að margir læknar mættu athuga það með sjálfum sér hvort þeir séu á rétri hillu í lífinu

Aurora (IP-tala skráð) 7.7.2015 kl. 16:53

13 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

 Það voru lika erfið spor þegar móðir mín kom til mín og sagðist vera veik- hún hafði aldrei verið veik eg trúði henni sannarlega þegar eg sá hana.

 Hennar góði heimilislæknir sendi hana á Landspíla í myndatöku vegna mikilla innvortiskvala.

 Eg fór með hana þangað hún gat varla gengið.

 Hún kom úr röntgen- mer var sagt- ekkert að ! Eg bað um innlögn eða frekari rannsókn- ekki hægt nema með tilskipan heimilislæknis.

 Eg hringdi í minn heimilislækni sem sagði farðu með hana á Sjúkrahúsið á Selfossi þar sem hún var skorin upp um nóttina 6  tíma aðgerð- allar garnir sprungnar. SVONA VAR HÚN SEND ÚT AF LANDSPITALA  !

 Hún fekk ekki verkjalif eða neitt- á Landspítala.

  Hún dó nokkrum dögum seinna og mer letti- hún vildi ekki þurfa að vera lokuð inni.

 Starfsfólkið á Sjúkrahúsi Suðurlands Selfossi var dásamlega gott og hjálpsamt.

 Við komum þangað bara of seint.

Erla Magna Alexandersdóttir, 7.7.2015 kl. 18:14

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Erla og Aurora þetta er svo sorglegt að lesa en því miður gerist þetta oftar en tárum taki, og það versta er að það er hilmað yfir það endalaust af þeim sem eiga að fylgjast með eins og landlækni til dæmis. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.7.2015 kl. 20:32

15 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Landlæknar- mann fram af manni- virðast klónaðir hver af öðrum--Ásthildur takk fyrir að hlusta.kv.

Erla Magna Alexandersdóttir, 9.7.2015 kl. 21:19

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Held að það sé nokkuð rétt hjá þér Erla, þeir eru að minnsta kosti allir sammála um að þagga óþægileg mál niður á kostnað almennings og sjúklinga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.7.2015 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband