Þriggja landa afmæli.

þann 17. júní áttu tvær kærar konur afmæli, og svo maðurinn minn hann Elli þann 18.   Af því að þýska vinkona mín Birgit er einmitt stödd hér á landi á afmælisdaginn sinn og Sú frá El Salvador býr hérna, ákváðum við að halda sameiginlegan afmælisdag þeirra allra.  Og maturinn átti að vera þjóðlegur frá hverju landi fyrir sig.

IMG_9143

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veðrið var gott svo við ákváðum að borða úti.  Hér er Isobel að undirbúa bubusas, eina af mínum uppáhaldsréttum.  

IMG_9133

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Beðið eftir gestunum, og Lotta liggur í skugganum

IMG_9142

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Krakkarnir spenntir líka.  

IMG_9144

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elli fylgist með fullur áhuga. 

IMG_9146

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjölskylsusamkoma.

IMG_9147

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrstu kökurnar komnar á mútakapönnuna.  Þetta er kaka úr maís og inn í hana er sett kjöt og svo borðað með saladi sem hún gerir svo vel.  namminamm.

IMG_9153

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Birgit komin líka með kartöflusaladið sitt.  Það var líka æðislega gott. 

IMG_9160

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elli grillar svo kótiletturnar, ég lét þær liggja í kryddlegi í nokkra daga og þær voru lunga mjúkar og góðar. Pablo stendur þarna hjá honum.  Þeir ræða saman á einhverskonar blöndu af íslensku og spænsku smile

IMG_9165

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var glaumur og gaman í þessu alþjóðlega afmæli.  

IMG_9169

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru svo afmælisbörnin öll þrjú.  

 

IMG_9172

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nokkur systkini mín litu svo við.  

IMG_9176

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En krakkarnir kósuðu sig inni.  

IMG_9178

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Birgit bakaði þessa fínu ostaköku og hjörtun þrjú voru afmælisbörnin. 

IMG_9180

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yndislegur dagur og góð skemmtun. 

IMG_9184

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skál fyrir vinum og vandamálum. 

IMG_9188

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og Lotta fékk líka sína athygli. 

IMG_9189

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og barnabörnin eru orðin svo stór.  Vaxin mér upp fyrir höfuð.

IMG_9193

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sum þeirra orðin 18 ára og þar með í tölu fullorðina, en ennþá sömu unglingarnir og þau hafa alltaf verið.

Innilega takk fyrir þennan frábæra dag öll. 

IMG_9208 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og ekki er það verra að hafa tvo verðlaunaða sérfræðinga sér til aðstoðar, Birgit arkitekt og Stefan sólarorkusérfræðingur.  En nú var mælt og spáð og teiknað.  Takk elskurnar mínar 

IMG_9212

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og nú stendur kirsuberjatréð mitt í fullum skrúða.  Ótrúleg seigla eftir svona vont vor.

IMG_9211

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvítþynurinn minn er líka afskaplega myndarlegur.  

 

En sem sagt alþjóðlegt afmæli á 17. júní, sem sýnir að við erum bara öll eins hvaðan sem við komum og hver sem við erum.  

 

Eigið góðan dag elskurnar.  

....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega hátíð og til hamingju með daginn í dag. Gaman að þessum myndum. Þú hefur hvítþyrni, sé ég. Mér þykir rétt að upplýsa þig um það, að við grasalæknarnir höfum notað þessa plöntu við hjartasjúkdómum. Þú verður að passa, að börn komist ekki í berin, því að þau eru hjartameðal, sem Kolbrún grasalæknir sagði við mig, að ég skyldi ekki nota nema ráðfæra mig við sig, þar sem þau eru notuð við hjartsláttartruflunum og slíkum kvillum, og sagði líka, að ef ég ætlaði að rækta hvítþyrni, þá yrði ég að passa það, að börn færu ekki að setja berin upp í sig og halda, að þetta séu eins og önnur ber, því að það væri það ekki. Berin gætu verið hættuleg, ef þau væru borðuð, eins og önnur ber. Hvítþyrniblöðin hef ég notað í te, og sagði Kolbrúnu, að ég notaði einungis blöðin. Te af hvítþyrniblöðum stilla líka hjartslátt og hefur góð áhrif á hjarta- og æðakerfið. Mér þótti rétt að segja þér frá þessu, svo að þú vissir um nytsemi plöntunnar. Við grasalæknarnir segjum alltaf, að teskeið af hvítþyrniblöðum í heitu vatni væri gott fyrir hjarta- og æðakerfið fyrir þá, sem þurfa þess. Ég hafði þetta alltaf í teblöndunum mínum í gamla daga, meðan var leyft að selja hvítþyrniblöð í heilsubúðum, þar sem ég var með of hraðan hjartslátt, og það gerði mér gott. Einn til tveir bollar á dag ætti að nægja, fer eftir fólkinu. Svo komst Rannveig Gunnarsdóttir í Lyfjastofnun inn í málið og bannaði alla sölu á hvítþyrniblöðum og sömuleiðis mistilteini, sem er góður við efnaskiptasjúkdómum, í heilsubúðum. Ekki einu sinni Kolbrún grasalæknir fékk að selja þetta. Ég hef verið að hugsa um að fá mér einhvers staðar hvítþyrnifræ til að rækta hjá mér bara í potti. Enginn getur bannað neinum að hafa slíkt eða eins og þú í garðinum þínum til eigin neyslu, ef rétt er með farið. Þess vegna vildi ég senda þér þessar upplýsingar, svo að þú vitir, hvað þú hefur í garðinum þínum, og sjálfsagt margar læknis- og nytjajurtir þar þykist ég vita. Hafðu góðan dag.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2015 kl. 13:14

2 Smámynd: Jens Guð

  Ég heyrði á Rás 2 í dag þetta fína lag með Sokkabandinu.  Hljóðritað á hljómleikum við mikinn fögnuð áheyrenda.  Andrea Jónsdóttir fullyrti að Sokkabandið hafi verið fyrsta íslenska kvennahljómsveitin.

Jens Guð, 19.6.2015 kl. 17:54

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Guðbjörg mín, þetta er reyndar ekki hvítþyrnir, átti hann einu sinni en hann drapst hjá mér.  Þetta er hvítþinur.  :) En gaman að fá þessar upplýsingar.  Reyni ef til vill aftur við hvítþyrnirinn.  Á annan þyrnir, ætli hann geri sama gagn?

Gaman að heyra Jens, ég hef ekki verið í útvarpssambandi nú síðan á föstudag, var á ferðalagi með vinnufélögunum fyrrverandi.  En ég held að Andrea hafi rétt fyrir sér.  Og síðan er platan mín sennilega fyrsta platan sem er með öll lög og texta eftir mig sjálfa.  Hún kom út 1985.  og er því 30 ára í á. smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.6.2015 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2020783

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband