Nakinn maður og annar í kjólfötum.

Verð nú bara að segja hvurslags kjánagangur er í gangi. Við fæddumst öll nakinn og líkami okkar er bara eins og hann er sem við flest þekkjum.  Ég skil vel baráttu kvenna með free the nipple, og gott hjá þeim, en um leið vil ég bara segja af hverju mega karlar ekki Opinbera getnaðarlim sinn.  Og þá er ég komin að því sem ef til vill mestu skiptir.  Við konur erum í baráttu í því að veita kynfæri okkar viðurkenningu.  Það eru píkusögur, heilaðu píkuna og hvað sem er.  En málið er að við þurfum að finna upp nafn á þetta ágæta kynfæri okkar sem veitir þá virðingu sem þarf.  Það eru til ótal nöfn á þetta kynfæri, píka, pjása, pussa, kussa, láfa, kunta og ég veit ekki hvað, allt niðurlægjandi nöfn.  En svo höfum við jafn flott nafn á lim karlmanna sem er getnaðarlimur, það er einhvað svo flott og gott nafn.  Við þurfum að fá eitthvað svipað gefandi nafn á okkar flotta og glæsilega kynfæri.  Eitthvað sem skapar viðlíka virðingu og getnaðarlimur.  Fyrr getum við ekki endurheimt virðingu á okkar flottasta kynfæri.  Nöfn vinsamlegast vel þegin.  


mbl.is Beraði kynfæri sín á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú segist skilja þess svokölluðu brjóstabyltingu en ég geri það ekki.

Hver hefur hingað til sett sig upp á móti berbrjósta stelpum???

Ég einfaldlega skil ekki hvað er byltingarkennt við þetta.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2015 kl. 20:32

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl mín kæra.

Þig vantar nafn á vissan hlut. Hvað með"limskjól" Er það kannske of dónalegt

Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 13.6.2015 kl. 21:05

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir tilraunina Ólafur minn, en samt sem áður er  "limskjól" eitthvað svona undir eitthvað.  Við þurfum eitthvað fallegt og sjálfstætt orð eins og Getnaðarlimur er til dæmis, svo flott og segir allt sem segja þarf. Okkar fallega líffæri er líka flott og göfugt og þarf að finna nafn við hæfi. wink

Guðmundur minn ég held að þú skiljir ekki alveg um hvað málið snýst. Það hefur enginn sett sig upp á móti berbrjósta stúlkum hér á landi, en það er gert víða annarsstaðar.  En það sem verið er að segja hér er að konur geti rétt eins og karlar verið berar að ofan á þess að það sé talið klámfengið.  Heldur bara fallegt og sjálfsagt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2015 kl. 22:12

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl aftur!

Ég vona að þú hafir þessu aðeins sem góðlegu, kannske úti í hött gríni.Og alsekki meint sem nein móðgun Það sæti ekki á mér að tala illa um neinn líkamshluta kvenna.

Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 13.6.2015 kl. 22:38

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur mín. Ég myndi aldrei ráðleggja neinum að taka þátt í svona áskorun, og síst af öllu ungu fólki sem ekki hefur sama lífsreynslu-brennslu-skilning né þroska, eins og eldra og sæmilega siðferðislega heilbrigt fólk hefur kannski í reynslufarteskinu.

Ég myndi ekki ráðleggja mínum eigin unglingum að gera svona lagað, og ráðlegg þess vegna engum öðrum unglingum að gera svona lagað.

Við verðum að reyna að gera okkar besta til að setja sæmilega siðferðisleg mörk. Ég veit vel að er ekki auðvelt í nútíma kerfisstýrðu klámvæðingarinnar siðleysis-samfélagi. Vændissala er frekar regla heldur en undantekning á Íslandi, og án réttarverndar og lögverjenda. Þess vegna eru þessir krakkar að auglýsa sig sem eitthvert söludýr, sem þau vilja ekki í raun auglýsa sig sem.

Unglingarnir eiga alla vega ekki að vera tilraunadýr, sem þurfa seinna að standa varnarlaus og svara fyrir berskunnar múgæsings-áskoranir alheimsnetsins.

Þetta er mín takmarkaða gamaldags einkaskoðun, miðað við það sem ég skil og veit í dag. Ég skil ekki ennþá jákvæðu hliðar varnarlausrar nektar alheimsnetsins í ýmsum ólíkum útfærslum?

Ég vona að ég skilji aldrei réttlætingar á illskunnar "jákvæðu" hliðum alheimsnetsins.

Frelsi og réttur eins endar þar sem frelsi og réttur annars tekur við.

Hver er fær um að dæma réttlætanleg mörk frelsis einstaklinganna?

Maður verður að skilja allt siðferðislegt réttlæti mannskepnunnar, til að hafa frelsi til að dæma allra ólíkra hliðar sanngjarnt?

Eða hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.6.2015 kl. 23:47

6 Smámynd: Jens Guð

  Mér skilst að herferðinni Free the nipple sé að hluta beint gegn svokölluðu hefndarklámi.  Óþroskaðir unglingsstrákar gera víst mikið af því að birta á netinu brjóstamyndir af fyrrverandi kærustum (eða öðrum) til að niðurlægja þær.  Free the nipple gengisfellir hefndarklámið.  Það missir tilgang sinn þegar ber brjóst eru ekki lengur feimnismál.

  Til gamans: Í Færeyjum er félagsskapur sem heitir "Herferð gegn píkum".  Hann berst gegn nagladekkjum.  

Jens Guð, 14.6.2015 kl. 01:46

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ólafur minn ég tók þetta bara sem innlegg í umræðuna smile

Ann Sigríður mín, hér þarf eiginlega allt að vera upp á borðinu, það er nóg af þöggum og kyrrþey sem gerir ofbeldismönnum kjörið tækifæri að iðka ólifnað sinn í friði.  En það er einmitt það sem verið er að reyna að taka á.  Hefndarklám er ekkert betra en annað klám og menn verða að gera sér grein fyrir afleiðingum þess.  

Tek undir með þetta hjá þér Jens.  Herferð gegn píkum hahahaha  

Annars er til fallegt orð yfir okkar góða kynfæri og það er SKÖP, hlýtur að tengjast sköpun, og það er einmitt það sem gerist þegar limur og sköp hittast þá verður til eitthvað fallegt eins og afkvæmi. Svona í sumum tilfellum allavega.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2015 kl. 10:51

8 Smámynd: Snorri Hansson


Ég er sammála að öll þessi nöfn á líffæri lífsins eru hroðalega ljót.


Mín tillaga er : LIND

Snorri Hansson, 14.6.2015 kl. 18:27

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Snorri Lind er fallegt nafn svo sannarlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2015 kl. 19:02

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Takk fyrir skýringarnar. Ég sé fólk alltaf sem sálir, sem ég sé í augum fólks. Líkaminn er bara hulstur utan um sálirnar.

Er ekki fræðsla um raunveruleikans ólíku hliðar, eina leiðin að upprætingu alls ills? Það er víst ekki spennandi í nútíma netheimunum óraunverulegu.

Ef opinberir fjölmiðlar stæðu sig í að opinbera og fræða um raunverulegar staðreyndir, í staðinn fyrir að ala á pólitísku flokkaeinelti í samfélaginu, þá væri kannski einhver von um frið í heiminum?

Ég veit ekki, en sameinuð og heildarsannleikans vel upplýstu, vitum við allt sem þarf að vita?

Eða hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.6.2015 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband