Var umsóknin brot á íslenskum lögum?

Hér er innslag frá Tryggva Helgasyni: 

Í upphafi var fólki sagt að Alþingi hefði sent bréf til ESB, með ósk um "könnunarviðræður" fyrir "hugsanlega" umsókn (seinna) um formlega aðild og inngöngu í Evrópu-bandalagið. Þetta reyndust ósannindi, því seinna var það svo upplýst að í bréfinu stóð "MJÖG SKÝRT" að þar var óskað formlega eftir - "fullri aðild og inngöngu" - Íslands í ríkjasamband Evrópu. Þjóðin var aldrei spurð, né heldur boðið að sína vilja sinn um það (í þjóðaratkvæðagreiðslu), hvort hún (þjóðin) vildi, eða vildi ekki, ganga inn í ESB. Þetta umsóknarbréf var því (samkvæmt mínu mati), klárlega brot á Íslendsku Stjórnarskránni, sem og brot á almennum lögum um fullveldi Íslands. Því eins á Alþingi - (einnig, samkvæmt mínu mati) - að nálgast málið frá þeim sjónarhóli og draga umsóknina til baka þar sem ólöglega hafi verið að henni staðið. Og í framhaldi af því á svo ríkissaksóknari (og ef til vill fleiri) að fá málið til meðferðar og kanna hvort ástæða sé til frekari sakfellingar. Þarf ekki að skoða það mál hvort umsóknin hafi verið ólögleg vegna innihald bréfsins sem sent var? Ef fólki hefur verið sagt að hér væri einungis um "könnunarviðræður að ræða, og "hugsanlega" umsókn seinna. Þá er bréfið sem fór, þar sem rætt var um að óskað hafi verið eftir fullri aðild lygi og óheiðarleiki sem ekki er boðlegur alþingi Íslands. Þetta mál verður að rannsaka í ljósi þessa og virkilega skoða hvort tilefni sé til að fá það í hendur saksóknara ríkisins. Set hér inn líka ágæta færslu Gunnars Rögnvaldssonar: http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/1772635/
mbl.is Telur Ísland enn umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í bók Margrétar Tryggvadóttur Útistöður getur hún þess að henni hafi skilist að hér væri um að ræða könnunarviðræður en ekki umsókn.  Ef fólk hefur verið platað svona eða hreinlega logið til um hvað væri að gerast þarf að skoða það vel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2015 kl. 17:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn framsóknarmanna sem greiddu atkvæði með þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.

Þingmenn vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:


Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, þá utan þingflokka.

Sátu hjá:


Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Þorsteinn Briem, 1.6.2015 kl. 19:23

3 Smámynd: Sólbjörg

Tek undir Ásthildur,  ef til er umsókn fyrri ríkistjórnar um aðild að ESB á þjóðin rétt á því að fá að lesa umsóknina eins og hún var send orðrétta og undirskrifaða.  Varla getur umsóknin um aðild verið leynilegt plagg. Því er óskandi að þingmenn fari fram á að bréfið verði birt almenningi.

Sólbjörg, 1.6.2015 kl. 19:24

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Landsfundur Vinstri grænna tók ekki afstöðu til þess hvort leiða ætti málið til lykta í einni eða tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum, heldur var einungis lögð á það þung áhersla að þjóðin hefði úrslitavald."

Þorsteinn Briem, 1.6.2015 kl. 19:39

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það kom fram í ágætri grein Rakelar Sigurgeirsdóttur að ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA UM ÞAÐ HVORT LANDSMENN VILJA INN Í ESB, VERÐUR AÐ FARA FRAM ÁÐUR EN VIÐRÆÐUR HEFJAST, AÐ ÖÐRUM KOSTI FÁ LANDSMENN EKKI AÐ KJÓSA UM AÐILD (INNLIMUN).

Jóhann Elíasson, 1.6.2015 kl. 19:39

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Það þarf varla að efast um það lengur, að Ísland er komið í ESB. Og án aðkomu þjóðaratkvæðavilja.

Skýrasta dæmið um að Ísland sé komið í ESB, er sú staðreynd að láglaunafólk í opinbera kerfinu er fyrst svikið.

Ég hef oft varað við þessu í bloggheimum. Konur sem hafa yfirgefið embætti í ESB-stjórnsýslunni hafa varað við því að konur í láglaunastörfum opinbera kerfisins missa fyrstar allra vinnuna að hluta til, eða alveg. Og lenda þar með í fátækragryfju, sem bitnar að sjálfsögðu fyrst og fremst á börnunum.

En fólk vill ekki hlusta á þá sem segja sannleikann, og þá verður að taka afleiðingum ósannindanna, sem varða og helluleggja veg fjölmiðla"fréttafræðslunnar".

Það er ekkert að fólki í Evrópu, en það er mikið að ESB-stjórnsýslu-bankabullinu gjörspillta.

Bankarnir eru með í pakkanum. Það er stóra vandamál ESB.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2015 kl. 19:40

7 identicon

Þetta er svo fullt af rangfærslum og hreinum skáldskap að manni blöskrar. Alþingi sendi ekkert bréf og fólki hefur aldrei verið sagt svo nema af þeim sem einhvernvegin fengu þá undarlegu flugu í höfuðið. Í umsókninni kom "fullri aðild og inngöngu" hvergi fram, þar var einfaldlega sótt um aðild --...application of the Republic of Iceland for membership of the...--. Umsóknin og samningaviðræðurnar þurftu ekki að fara framhjá neinum og hafi einhver talið að um könnunarviðræður væri að ræða þá hefur sá hinn sami ekki haft fyrir því að fylgjast með fjölmiðlum eða tala við fólk. Umsókn er ekki það sama og aðild og það eru engar takmarkanir eða kvaðir settar á umsóknir í Stjórnarskrá eða lögum, enda ekkert framsal neins við umsókn. Það hefur hvergi skeð að kosið hafi verið um inngöngu áður en umsókn var send. Öll ríki önnur en stofnríkin hafa fyrst sent inn umsókn, síðan samið og að lokum kosið um inngöngu og þá ýmist samþykkt eða hafnað. Enda gera aðrir en Íslendingar greinarmun á umsókn og aðild.

Ufsi (IP-tala skráð) 1.6.2015 kl. 19:43

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er þingræði og enga þjóðaratkvæðagreiðslu þarf til að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, enda sótti íslenska ríkið um aðild að sambandinu 16. júlí 2009.

Og í 48. grein íslensku stjórnarskrárinnar segir að þingmenn séu einungis bundnir af sannfæringu sinni.

Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu 16. júlí 2009

Þorsteinn Briem, 1.6.2015 kl. 20:07

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi eru einungis ráðgefandi nema á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar:

"26. gr. [...] Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar og fær það þó engu að síður lagagildi en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.

Lögin falla úr gildi ef samþykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu."

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Þorsteinn Briem, 1.6.2015 kl. 20:36

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Til hamingju Steini Briem.

Líður þér ekki bara alveg sannleiksljómandi og heiðarlega vel, með lýðræðis"kjörna" stöðuna?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2015 kl. 20:48

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ufsi ef þetta er bréfið, og ef ríkisstjórnin hefur látið í veðri vaka að hér væri um könnunarviðræður að eiga, um hugsanlega umsókn síðar, þá er þetta bréf hreint falserí.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2015 kl. 22:25

12 identicon

Þetta er bréfið, eina bréfið sem Alþingi lét senda og það hefur verið aðgengilegt á netinu síðan þá. Og ríkisstjórnin lét aldrei í veðri vaka að hér væri um könnunarviðræður að ræða, sú fullyrðing kemur sjálfsprottin úr herbúðum Nei sinna. Þeir sem segja þér annað hafa ekkert nema fjörugt ímyndunarafl og órökstuddar fullyrðingar því til sönnunar. Berðu nú saman lýsinguna á innihaldi bréfsins hér efst á síðunni og bréfið sjálft og segðu okkur svo hversu vel þú treystir "upplýsingum" samherja þinna.

Ufsi (IP-tala skráð) 2.6.2015 kl. 00:54

13 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Það sem er staðreynd, er að NEI-sinnar hafa allan sinn tíma í baráttu sinni haldið fram þvílíkri þvælu og ósannindum, enda þurft á því að halda, og þó margsinnis sé búið að reka ósannindin ófan í þá, þá spretta fram ný ósannindi. Þau ósannindi sem hæst bera, eru þau að Ísland(þá sennilega eina ríkið), komi til með að tapa sjálfstæði sínu, og því miður virðist fjöldi fólks BARA trúa því eins og nýju neti. Samt eru elstu lýðræðislönd heims þarna innan borðs. Ég verð að segja það Ásthildur, að mér finnst einkennilegt að styðja blint NEI NEI-sinna, vitandi að þeir sem stjórna þessari andstöðu eru fyrst og fremst sérhagsmuna öflin. Nú er ég ekki að segja að aðild sé ávísun á einhverja paradís, en það gæti mjög líklega orðið leið úr því ömurlega ástandi, sem búið er að vera í áratugi, og viðhelst að óbreyttu einnig þá næstu. Að endingu, bara vitandi það að sérhagsmunaöflin séu andsnúin aðild að ESB, segjir meira en allt annað.

Jónas Ómar Snorrason, 2.6.2015 kl. 06:29

14 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl Ásthildur, það var margt skrítið við þessa umsókn og mikið rétt hjá þér að reynt var að plata þjóðina með þeim orðum að eingöngu um viðræður væri að ræða og var Össur Skarphéðinsson duglegur þar, sagði hann að þetta væri eins og að fara í kaffiheimsókn til frænku og ræða málin, ekkert annað...

Það er eins og mig minnir að við höfum séð annað umsóknar-bréf sem var dagsett 17 Júní 2009.... En eins og ég segi eins og mig minnir... Það er öllum ljóst að Þjóðinni var sagt ósatt varðandi þetta mál og á ekki að láta það líðast, þar er ég sammála þér.

Ég er mikið búin að velta þessu fyrir mér vegna þess að það er háalvaralegt mál hvernig staðið var að þessu og sundrungin sem er í þjóðfélaginu í dag eftir síðustu Ríkisstjórn er sorgleg...

Ufsi það er eitt sem ég velti fyrir mér, þarf ekki undirskrift Forseta til að umsóknin sé gild...

Ef það er einhver munur á já sinnum og nei sinnum þá er hann sá að já-sinnar kynna sér málið...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.6.2015 kl. 09:21

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel mælt Ingibjörg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2015 kl. 09:43

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég gríp hér niður í bók Margrétar Tryggvadóttur: (Það er til dæmis svakalegt að lesa um Icesavemálið og hvernig Steingrímur og hans nánustu höndluðu það mál allt saman):átti að þvinga samninginn í gegn án þess að þingmenn og jafnvel ráðherrar fengju að lesa hann nema í aflæstum herbergjum.  Undirferlið í öllu því máli, vegna þess að það átti að koma okkur inn í ESB með illu eða góðu, og Icesave var partur af þeim samningi. 

 

Einnig er ljóst að Ásta Ragnheiður forseti þingsins notaði sér aðstöðu sína til að tefja mál eða hreinlega kála þeim.  M.a. var rætt um það á göngum þingsins að henni hefði verið lofað góðu embætti fyrir vel unnin störf, Þar segir svo:

"Orðið á göngum þingsins var að Ástu Ragnheiði forseta þingsins, hefði verið lofað góðu starfi að loknum kosningum og biðlaunatímanum sínum við að undirbúa og halda upp á afmæli 100 ára kosningaréttar kvenna - ef stjórnarskrármálið færi í súginn.  Starfið átti að standa út árið 2015 en eftir það átti hún rétt á eftirlaunum.  Hún hafði reyndar sjðálf lagt fram þingsályktunartillögu, var komin af stað með vinnuhóp um málið og þegar var ljóst að haldið yrði upp á þennan áfanga - en þessu þessu var ég samt ekki tilbúin að trúa.  

Starfið var hinsvegar auglýst og átti að standa út árið 2015, 81 umsókn barst, Ásta Ragnheiður var ráðin og hóf störf ufm það bil sem biðlaunarétturinn rann út. Um launakjör veit ég ekki".  Þó þetta verði aldrei sannað, þá leggur fnykurinn af þessu máli langar leiðir". 

 

Angi af þessu máli, voru menn þá skrækir af illsku út af fundarstjórn?  Held ekki, en það var málþóf.  Sem sagt ESB umsóknin var partur af Icesave samningnum.  Alvaran var nú ekki meiri en svo.  Já það þarf að fara í saumana á þessari umsókn og skoða hvernig það bar allt að, og hvort sé jafnvel um landráð að ræða.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2015 kl. 09:56

17 identicon

Umsókn er bara umsókn og það þarf ekki undirskrift forseta. Ekkert framsal og engar bindandi skuldbindingar fylgja umsókn. Aðild er allt annað mál, en Nei sinnar sjá fæstir nokkurn mun.

Ég er á því að taka frekar mark á opinberum skjölum en því sem Ingibjörgu minnir. Og samsæriskenningar, sögur um hvísl á göngum þingsins og almennt slúður virkar ekki sannfærandi á mig í ljósi opinberra gagna Ásthildur. En í örvæntingu freistast fólk með veikan málstað til að grípa hvaða slúðursögu sem er máli sínu til stuðnings. Þá fær hugmyndaflugið stutt óljósum minningum og sögusögnum oft að ráða för. En það er við þannig aðstæður sem sést hvort þrjóska viðkomandi er kostur eða löstur.

Það er rétt hjá Ingibjörgu að ef það er einhver munur á já sinnum og nei sinnum þá er hann sá að já-sinnar kynna sér málið.

Ufsi (IP-tala skráð) 2.6.2015 kl. 10:37

18 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ufsi lagði fram gagn til staðfestingar sínu máli. Þá kemur Ingibjörg fram á sviðið og tilkynnir að hana MYNNI  til þess, að hafa séð eithvert annað bréf varðandi umsókn um aðildarviðræður. Þetta er dæmigerð framsetning NEI NEI-sinna, engin gögn, engin rökstuðningur, ekkert nema einn sagði einum, sem sagði öðrum sem sagði svo þeim næsta, ekkert nema ósannsögli. Mér finnst einkennilegt að kona eins og Ásthildur, eins ráðagóð og hún oft er, kjósi að láta sérhagsmunaöflin stjórna skoðunum sínum. Að blanda Icesave ruglinu í þetta mál, er lélegt.

Jónas Ómar Snorrason, 2.6.2015 kl. 12:01

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jónas þessi tvö mál eru svo sannarlega samtengt.  Það hefur komið fram eins og í bók Margrétar og á fleiri stöðum að með því að samþykkja Icesave áttum við greiðari leið inn í ESB.  Þakka annars hrósið.  En ég er ekki að láta neina sérhagsmuni stjórna mínum aðgerðum.  Ég vil fullvalda og frjálst Ísland og tel að landið okkar sé betur komið utan ESB.  Ég er viss um að við getum náð vopnum okkar gagnvart sægreifunum og áherslum ríkisstjórna fyrr og nú með því aðhaldi sem nú er byrjað að mótast.  Það sýnir fylgið sem Píratar fá í hverri skoðanakönnuninn á fætur annari, þar sem lýst er algjöru frati á gömlu flokkana og viðhengið Bjarta Framtíð.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2015 kl. 12:08

20 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Í praxís eru þessi 2 mál alls óskyld. Hvort einhverjir evrópuþingmenn Hollands og Bretlands í Brussell séu með slíkar yfirlýsingar gagnvart íslenskum þingmönnum, eins og t.d. MT á sínum tíma, þá sérð þú það í hendi þinni að slíkt er algerlega óskilt, og ekki til í raunveruleikanum Ásthildur, nema sem innantómar yfirlýsingar. #13 fer ég inn á sjálfstæðið. Það er ástæða fyrir því að sérhagsmunaöflin vilja ekki skoða ESB, og trúðu mér Áshildur, það er ekki vegna væntumþykju í garð almennings, eða hvað heldur þú???  

Jónas Ómar Snorrason, 2.6.2015 kl. 15:25

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÉG geri mér alveg grein fyrir því að L.Í.Ú. og aðrir fésýslumenn vilji ekki ganga inn í ESB.  Það kemur minni sannfæringu bara ekkert við.  Ég tel okkur betur komin utan þessa sambands og vil frekar díla við þessa greifa hér heima, og loks er að skapast vilji til þess hjá almenningi.  Það er alveg sama hvað þú segir með ESB og Icesave, þetta kemur vel fram íbókinni hennar Margrétar, og ég tel að hún hafi þekkt málið betur en þú, þ.e. það sem stendur á milli línanna, en ekki hvað kemur fram í skýrslum. Þess vegna lá svo mikið á að samþykkja Icesve og mikið lá á að alþingismenn og jafnvel nánustu starfsmenn Steingríms áttu ekki að fá að kynna sér innihald hans, það átti að samþykkja hann þegjandi og hljóðalaust.  Sér er nú hvert lýðræðið sem Steingrími og kó er svo hugleikinn núna.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2015 kl. 16:01

22 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

það er algjör óþarfi í umræðuni, að vitna í 2ja manna tal, umræðan færist ekkert nær sannleikanum við það. Ég er hins vegar fullkomlega sammála þér, vitandi eftirá, að margt í þessu ferli ÖLLU hefði mátt fara betur. En hvort um hafi verið að ræða vafasama gjörninga(ólöglega), það held ég ekki, enda vandséð hvar, þar sem undir venjulegum kringumstæðum þarf að koma auga á "whats in it for me" sem ég einfaldlega kem ekki auga á hvar liggji. Annars er þessi umræða komin langt frá pisli þínum Ásthildur mín:)

Jónas Ómar Snorrason, 2.6.2015 kl. 17:20

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já raunar, og þó er þetta allt angi af því sama.  Og bara ágætt að ræða þessi mál í samhengi.  Finns mér.  Hvort þetta séu ólöglegir gjörningar eða ekki, veit ég ekki, en finnst ástæða til að fara ofan í þau mál og ef þetta er allt í gúddí þá fá menn hreinan skjöld í málinu ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2015 kl. 17:59

24 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stjórnarskrá:

2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

(Þetta þýðir að engir aðrir en þessir mega fara með ríkisvaldið eða neinn hluta þess.)

Almenn hegningarlög:

86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

(Nauðung = Icesave. Svik: sjá grein Gunnars Rögnvaldssonar.)

Því miður eru margir sem hafa ekki gert sér grein fyrir því að íslensk lög leyfa einfaldlega ekki aðild að Evrópusambandinu, alveg óháð því hvernig staðið er að umsókn.

Enn fleiri hafa ekki gert sér fyllilega grein fyrir alvarleika þess brots sem var raunverulega framið með því hvernig staðið var að umsókninni árið 2009.

Gildir einu hvaða nafni menn kjósa að kalla það óhæfuverk.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2015 kl. 00:00

25 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er að vissu leiti sammála að skoða þetta varðandi bankagjörningana, og þátt SJS ofl. varðandi það. Samt hef ég verið enn meira fylgjandi því, að skoða einkavæðingu bankana í tíð Davíðs og Halldórs, sem vitað er að var stór undarleg, og beinlínis ólögleg að flestu leiti, og leiddi til þess ástands, sem kallað er HRUNIÐ. Þetta er ekki smjörklípa Ásthildur.

Jónas Ómar Snorrason, 3.6.2015 kl. 08:25

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott innlegg hjá þér Guðmundur, þetta er alveg skýrt og kórrétt. 

Jónas, ég er algjörlega sammála þér að það þyrfti að fara mörg ár aftur í tímann og rannsaka ýmsa gjörninga leiðtoga okkar, sem virðast halda að þeir geti hagað málum eins og þeir vilja, til dæmis Davíð og Halldór og viljugu þjóðirnar sem er í raun og veru þjóðarskömm og allt bara til að halda hernum í landinu.  Ef okkur tækist að koma á óháðri rannsóknarnefnd helst erlendis frá, því allir hér eru meira og minna involveraðir.  Þetta hættir ekki fyrr en við sýnum kjörnum leiðtogum gula og helst rauða spjaldið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.6.2015 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband