Af því að menn eru alltaf að reyna að endurskrifa söguna.

Þetta kom upp í hendurnar á mér í kvöld.  

http://www.dv.is/frettir/2011/11/7/atli-gislason-eg-afvegaleiddi-kjosendur/?fb_comment_id=fbc_10150375279864350_19427596_10150375720824350#f3e4bca2c Mynd: Mynd Sigtryggur Ari

„Sannleikanum var haldið frá mér og ótal fleirum í aðdraganda kosninganna. Ég var afvegaleiddur og afvegaleiddi kjósendur í Suðurkjördæmi. Ég harma það og biðst afsökunar,“ segir þingmaðurinn Atli Gíslason í kjallaragrein í DV í dag. Þar útskýrir Atli meðal annars af hverju hann sagði sig úr VG en það gerði hann þann 21. mars síðastliðinn ásamt Lilju Mósesdóttur. „Við töldum að forysta VG hefði orðið viðskila við kosningaloforð sín og grundvallarstefnu í veigamiklum málum og rökstuddum með ítarlegri yfirlýsingu,“ segir Atli meðal annars og fer yfir aðdraganda kosninganna árið 2009. Hann segir að ákveðnum hlutum hafi verið haldið frá honum. „Ég hef nú sannreynt að fyrir kosningarnar vorið 2009 hafi verið ákveðið í þröngum hópi forystu VG og Samfylkingarinnar, næðu flokkarnir þingmeirihluta, að sækja um aðild að ESB og samþykkja Icesave, skilgetið afkvæmi ESB–umsóknarinnar. Sannleikanum var haldið frá mér og ótal fleirum í aðdraganda kosninganna. Ég var afvegaleiddur og afvegaleiddi kjósendur í Suðurkjördæmi. Ég harma það og biðst afsökunar. Umsóknin er í fullum gangi með tilheyrandi aðlögun að regluverki ESB og IPA-aðlögunarstyrkjum þvert á samþykktir flokksfunda,“ segir Atli og nefnir fleiri mál sem hann er ósáttur við; niðurskurðinn, Magma-málið og skuldavanda heimilanna sem dæmi

Það er gott að rifja upp  svona hluti þegar menn eins og Steingrímur og Jóhanna æsa sig á fullu við að ræða annara manna kosningasvik.  Ef einhverntímann hafi þjóðin verið svikinn big time, þá var það eimitt í þessari kosningabaráttu, þar sem pólitíkusarnir sviku ekki bara kjósendur, heldur líka samflokksmenn sína.  Mikið má þetta fólk skammast sín og ætti í raun og veru að HALDA KJAFTI yfir öðrum, og það gildir sérstaklega um þig Steingrímur J. Sigfússon.  

Atli Gíslason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Atli Gíslason.  

Án þess að ég sé að afsaka nýjasta útspil núverandi ríkisstjórnar, þá spyr ég hvað um þessi kosningaloforð?  Ætla VG og Samfylkingin virkilega að fylkja sér á Austurvöll og krefjast þess að þessi ríkisstjón standi við loforð sem sumir gáfu í aðdraganda kosninga.  Þegar það er ljóst að einlægur brotavilji var hjá VG og Samfylkingu 2009 að svíkja kjósendur FYRIRFTAM ef þau næðu kjöri.  

Það er ekki hægt að leggjast lægra en þetta að mínu mati, og svikarinn Steingrímur J. hefur nákvæmlega ekkert efni á því að vera með einhvern strigakjaft á alþingi um kosningasvik annara, hvað þá Árni Páll.  

Það er nákvæmlega þess vegna sem alþýða þessa lands er búin að fá upp í kok af stjórnmálamönnum, fjórflokknum svokallaða ásamt Bjartri framtíð, sem er einungis framlenging af Samfylkingunni.  Ég bara spyr: kunnið þið ekki að skammast ykkar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Eitthvað hlaut það að vera,þakka þér.

Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2015 kl. 23:11

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Helga mín og svo er þetta fólk að hvetja fólk til að mæta á Austurföll og mótmæla.... hverju?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2015 kl. 23:30

3 identicon

Joðið í Steingrímur J, stendur væntanlega fyrir Júdas.

gunnar (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 14:38

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gæti verið, reyndar kann Steingrímur ekki að skammast sín og þar greinir þá Júdas og hann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2015 kl. 15:02

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Öllu sem heftir þá í að framselja fullveldi okkar,Ásthildur mín.

Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2015 kl. 16:00

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og hlægilegast af öllu er félagsskapur sem kallar sig Já Ísland, þvílíkt ranghermi, fólks sem vill bara koma okkur undir yfirráð í Brussel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2015 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2020762

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband