Rökvilla Bjarna Benediktssonar um sjávarútveginn.

Sjálfstæðismenn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki styrktu frambjóðendur Sjálfstæðisflokks um rúmlega 7 milljónir í prófkjörum fyrir síðustu Alþingiskosningar. Frambjóðendur annarra flokka fengu engan stuðning frá sjávarútvegsfyrirtækjum miðað við gögn Ríkisendurskoðunar og svör fyrirtækjanna við fyrirspurn fréttastofu. 17. frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins voru styrktir af sjávarútvegsfyrirtækjum í prófkjórum.  Og þetta er fyrir utan styrkina sem Sjálfstæðsflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengu. 

Þegar haft er í huga staða sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirgreiðslan sem þessi fyrirtæki fá frá stjórnvöldum, er ekki hægt að kalla þetta neitt annað en mútur.  Og ef rétt ætti að vera ættu þeir frambjóðendur sjálfstæðisflokksins sem þáðu greiðslur milljón eða meira, ekki að hafa kosningarétt á alþingi í málefnum sjávarútvegsins, því það er alveg ljóst að þeir hafa selt sálu sína fyrir upphefðina.

Þetta er í rauninni ekkert fréttnæmt, við höfum vitað af þessum greiðslum um langa hríð, og oft ekki bara opinberlega heldur hafa að því er manni hefur verið tjáð, farið stórar fúlgur undir borðið til að kaupa sér goodvill.  

Hitti um daginn konu frá Flateyri og spurði hvernig gengi, hún virkaði þreytuleg, það er bara svona, sagði hún, það er endalaust verið að segja mann upp vinnunni og fyrirtækin að fara,  en það er víst að koma nýtt fyrirtæki bráðum, hve lengi sem það verður. 

Mönnum hefur verið hótað atvinnumissi ef þeir tala óvarlega, útgerðarmaður einn á Flateyri sagði fólkinu sínu að ef það kysi ekki rétt myndi hann hætta útgerð.  Meðan hann sagði þetta var hann á fullu við að selja allann kvótann úr þorpinu.   Annar útgerðar maður sagði fólkinu sínu að þau skyldu kjósa rétt, annars sæju þau skipin sigla út sundinn og aldrei koma aftur. Það er erfitt að sanna svona, þvi fólk er hrætt um að missa lífsviðurværi sitt ef það segir frá.  Fólki er haldið í spennitreyju, þar sem útgerðarmenn geta hvenær sem þeim dettur í hug farið með alla atvinnu úr plássinu sem þeir eru í, og í mörgum smærri sjávarplássum er þetta ef til vill eina atvinnutækifærið.  

En ég hrökk við orð Bjarna Benediktssonar í gær í fréttunum, þegar hann sagði blákalt að þessir styrkir væru algjörlega réttlætanlegir 

 

 

„Það sem er eðlilegt er það að stjórnmálaflokkar geta tekið við framlögum frá atvinnulífinu upp að 400.000 krónum. Það hefur enginn stjórnmálaflokkur fengið meira en 400.000 krónur frá hverju og einu atvinnufyrirtæki í landinu.

Þetta eru mjög strangar reglur, enda sést það ágætlega á fjármálum stjórnmálaflokkanna, að þeir eru ekkert alltof vel settir.

Sjálfstæðisflokkurinn er með ágætis dreifingu í þeim stuðningi sem hann hefur fengið. Og ég sé ekkert að því að hann njóti stuðnings frá sjávarútvegsfyrirtækjum eins og öðrum,“ segir Bjarni.

"En nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist fyrir bættum hag sjávarútvegsfyrirtækja, lækkað veiðigjald og auðlegðarskatt, er þetta ekki óheppilegt í því ljósi"?

„Þetta er algjörlega alrangt sem þú ert að segja. Sjálfstæðisflokkurinn er að berjast fyrir bættum hag landsmanna. Til þess að landsmenn njóti góðs af nýtingu sjávarútvegsauðlindarinnar þurfum við að hafa hér skynsamlegt fiskveiðistjórnunarkerfi,“ segir Bjarni.

fr_20141128_006883

 

 

 

 

 

 

 

 

Bjarni minn ég er viss um að þú ert hinn mætasti maður og heiðarlegur, en hér ferðu með algjörlega staðlausa stafi.  Með því að hygla L.Í.Ú. eða þessu nýja endurbætta félagi útgerðarinnar ertu ekki að bæta hag landsmanna allra, heldur ertu að hlú að einka hagsmunagæslu Á KOSTNAÐ OKKAR HINNA.

Veistu hvaða völd þessir menn hafa, þegar þeir geta farið með öll atvinnutækifæri heils byggðarlags burt og skilið fólkið eftir atvinnulaust og í verðlausum íbúðum? Gerir þú þér ekki grein fyrir því að með því að færa sjávarútvegsgreifunum auðlindina á silfurfati ertu um leið að neita almenningi í byggðarlaginu um atvinnuöryggi?

Meira að segja sjávarútvegsráðherrann skaut sér undan að svara, hann gerir sér grein fyrir þessu.  En þarna stóðst þú keikur og lést þetta út úr þér eins og ekkert væri á meðan þú hnýttir þrælaböndinn aðeins fastar að fólkinu í landinu.  Ég er farin að halda að þú sért ekki vel gefinn, eða í það minnsta búin að láta ljúga þig fullann um hvað það er sem er til hagsbóta fyrir fólkið í landinu.  Þú ættir ef til vill að hlusta á skilaboðin frá honum Óla Ufsa. 

Til dæmis þetta hér: 

 

http://olafurjonsson.blog.is/blog/olafurjonsson/entry/1559488/

Og margar fleiri færslur þar sem hann talar máli landsmanna og fær vonandi stóran hljómgrunn fyrir upptökur sínar af sjávarútvegi og "réttlætinu" þar.  

 

Við viljum breyta þessu veiðikerfi, við viljum að íslenska þjóðin njóti arðsins af auðlindinni en ekki bara einhverjar nokkrar fjölskyldur sem hafa komið sér upp kjarna með harðfylgi til að verja sig og sýna með aðstoð ráðamanna. Þeir eru það sterkir að enginn ríkisstjórn undanfarið hefur treyst sér til að ráðast á virki þeirra.  Þetta er að hluta til vegna þess að þeir vinna heimavinnuna sína og styrkja ákveðna aðila til valda, og æ sér gjöf til gjalda.  

Þetta með að allt fari til fjandans ef hróflað er við veldi sægreifanna er kjaftæði, fyrirgefðu orðbragðið. Það þýðir ekki lengur að benda á hvernig þetta var í gamla daga, þegar fiskurinn var seldur gegnum sölumiðstöð hraðfrystihúsannaog gengið endalaust fellt til að bjarga útgerðinni.

Það er bara allt annað upp á teningnum í dag, hér eru dugmiklir sölumenn um allt sem eru með markaði og selja fyrir góð verð, um allan heim, hér er líka í gangi vegferð til að selja afurðir beint frá báti.  Það gæti blómstrað og aukist mikið og fært aukinn kraft í sjávarbyggðirnar sem myndi síðan verða til góðs fyrir allt samfélagið.  Með því að ríghalda í sjávarútvegsfyrirtækinn og passa upp á að breyta ekki neinu, eru þið að taka auðlindina og halda henni frá fólkinu í landinu.  Eyða byggðum kring um landið og gefa arðræningjum færi á að auðgast ekki minna en bankamennirnir gerðu á sínum tíma.  

Þú ættir bara að skoða þetta dæmi og tala við einhverja aðra en þá sem eiga svona ríkra hagsmuna að gæta að halda sínum illa fengna hlut í lífið landsmanna, ef þú virkilega vilt hafa hag allra að leiðarljósi.

Og eitt í viðbót 17 milljónir í styrki til stjórnmálaflokka af hendi sjávarútvegsfyrirtækja sýnist mér vera mútur í okkar litla samfélagi.  Þess vegna þarf að fá upp hverjir af frambjóðendum sjálfstæðisflokksins fengu styrkina og síðan hvaða fyrirtæki styrktu flokkana um þessar 17 milljónir.  Því hér er svo greinilega um hagsmunaársekstra að ræða.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm sennilega má ekki ræða þetta hér smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2015 kl. 18:52

2 identicon

Frábær færsla hjá þér.

Finnst komin tími til, að Vestfirðingar, segi sig

frá þessari Reykjavíkur-LÍÚ elítu og taki sjálfir

stjórn á sínum auðlindum, sem eru einna mestar á

landinu, út frá Vestfjörðum. Nafnabirta á með lögum

alla styrki sem þessi stjórnmálastétt þiggur, þannig að

almenningur í þessu landi geti séð í raun, hvernig þessir

spilltu flokkar vinna. Þá fyrst myndi fólk átta sig á því,

að hægt er að kaupa lýðræðið fyrir pening og þeir sem á

alþingi sitja, eru þar ekki af hugsjón eða almannaheill,

þó svarnir séu, heldur í beinni bitlingapólitík á kostnað

okkar velferðar, fyrir fáa.

Svo einfalt og satt er það.

Því miður.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 11.3.2015 kl. 22:47

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigurður, ég hef lengi talað fyrir því að við segjum okkur úr lögum við Ísland.  Þar sem greinilega er stefnan að leggja vestfirðina niður ef marka má aðkomu stjórnvalda að lífi okkar og framtíð.  

Auðvitað á að gefa þessi nöfn upp, og ég skora á rannsóknarblaðamenn að komast að því hvaða fólk naut styrkja, það hefur komið fram að Illugi fékk rúma milljón og Jón Gunnarsson fékk milljón, það er ekki mikið að marka þessa menn í atkvæðareiðslum á þingi. Ég man nú svo langt að Siv sem var umhverfisráðherra mátti ekki höndla með virkjun á suðurlandi af því að hún hafið lýst yfir sjónarmiðum sínum á henni.  Það var þá, en nú virðist allt mega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2015 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2020783

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband