Við krefjumst réttlætis og heiðarlegra stjórnmála.

Svo raunin er sú að ljóti pólisíski leikurinn var í höndum Hönnu Birnu sjálfrar þegar allt kom til alls.  

Hjá umboðsmanni kemur fram að ef innanríkisráðherrann hefði strax komið fram með rétt svör, hefði málið ekki tekið svona langan tíma. Og þá er það komið í ljós að hún fór langt út fyrir valdsvið sitt.  Hún hefur nú iðrast og beðist afsökunar, en skaðinn er skeður, og ég get ekki séð að hún geti tekið sæti á alþingi eftir að vera opinberuð að því að ljúga úr ræðustól alþingis. 

En það er annað sem hryllir mig.  Lögreglustjórinn fyrrverandi og umboðsmaður alþingis létu ekki kúga sig eða beygja.  Þeir héldu sínu striki af stefnufestu og ábyrgð.  En hvað með önnur mál?  Er þetta algengt í stjórnsýslunni og menn beittir svona þrýstingi í öðrum málum, jafnvel sumir þeirra knúðir til undirgefni í krafti valdsins. 

Mér sýnist því nokkuð ljóst að það þurfi gagngera rannsókn óvilhallra manna á allri stjórnsýslunni, og það nokkur ár aftur í tímann. 

Einnig hefur komið í ljós svikamilla fyrrverandi fjármálaráðherra og alltmúligmanns í fyrrverandi ríkisstjórn, svo sviksamleg að jafnvel Icesave bliknar við þann samanburð. 

Þess vegna þarf að uppvekja landsdóm og rannsaka embættisfærslur fyrrverandi ríkisstjórnar með tilliti til hvernig þeir virðast hafa klúðrað bankamálum landsins og spilað í hendur erlendra fjárfesta.  Mál sem við erum ennþá að súpa seiðið af og verulega íþyngjandi.  

Það er því nær að nota kraftana á Austurvelli til að krefjast í fyrsta lagi afnámi kvótakerfisins, öðru lagi rannsókn á stjórnsýslu landsins og í því þriðja bankamálin verði rannsökuð og kærð til riftunar gjörða Steingríms J. Sigfússonar og ríkisstjórnar hans. 


mbl.is Rakti lekamálið til fjölskyldutengsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þetta eru allt einkenni á sama sjúkdómnum, auðvaldsskipulaginu. Á meðan við losum okkur ekki við það, munum við ekki losna við afleiðingar þess.

Vésteinn Valgarðsson, 23.1.2015 kl. 14:33

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stjórnsýslan er orðin svo gegnum rotinn að það er óhugnanlegt.  Gamlir valdasjúkir menn búnir að koma sér vel fyrir innan fjórflokksins og hreiðra þar um sig, svo ekki verður haggað, eina sem hægt er að gera er að hætta að kjósa yfir okkur þetta bákn gömlu flokkana og þora að takast á við nýtt afl og nýja flokka. Það er mitt álit. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2015 kl. 14:50

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Skítur er skítur, þótt þú pakir honum inn í nýjar umbúðir. Það missir marks, og hefur alltaf gert, þessi fókus á "fjórflokka", þessi klisja. Auðvaldið er vandamálið. Líka þótt það sé í nýjum flokki.

Vésteinn Valgarðsson, 23.1.2015 kl. 15:15

4 Smámynd: Hörður B Hjartarson

       Ekkert skil ég í þér , Ásthildur , að ætlast til að maddaman setjist ekki aftur á þing , eða tekur hún sig ekki vel út með sumum öðrum FL-fokks þjóðarleikhússleikurum , eins og t.d. Guðlýgs Þórs styrkjakóngs , (kannski allir búnir að gleyma slíku) ég get ekki annað séð að fari ágætlega um hann í þjóðarleikhúsinu eftir styrkina sem þjóðin fékk að greiða , eftir allt , eða stórverkanna , þ.á m. lygi í sinni ráðherratíð .

   En í alvöru , þá fynnst mér ótækt hvað samrottunin er sterk þarna innann veggja , og núna t.d.; af hverju er Brynjar Níelsson að segja það ótækt að Tryggvi hafi þetta mál til umfjöllunar , ef ekki til að rykfella sjálfan gjörninginn , þ.e. hvað Hanna Birna gerði .

   Það er mín skoðun að það eigi að ákæra ráðherra fyrir að ljúga , og hylma yfir ljótum gjörningum , fyrir alþjóð , en slíkt verður ekki gert . í það minnsta ekki í okkar lífi .

   Já þarna þyrfti stjórnlagaráð , ef ekki héraðsdómur að koma til , en ráðherrar eru okkur æðri , sama þótt um óráðsherra sé að ræða , og ekki vantaði hana þverrifuna er hún sagði alþjóð að þetta væri allt saman pólitísk árás , trekk í trekk - hún á virkilega vel heima í FL-fokknum , sem margir virðast vilja hafa við stjórnvölinn.

Hörður B Hjartarson, 23.1.2015 kl. 15:36

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vésteinn einhversstaðar þarf að byrja ekki satt?

Hörður ég er nú svo skrýtin sem á grönum má sjá að ég hreinlega ætlast til þess að hún láti vera að mæta á alþingi, hitt er svo annað mál að þarna sitja aðrir sem ættu að taka pokann sinn líka.  'Eg er ekki búin að gleyma Guðlaugi Þór og styrkjunum hans og jafnvel fleiri ávirðingum sem aldrei hafa komið fram í dagsljósið.  

Stjórnlagaráð já, það var reynt með þeim árangri að því var öllu saman slátrað og það í tíð norrænu velferðarstjórarinnar.  Það er því borin von að neitt breytist fyrr en við losnum við valdagræðgi hins svokallaða fjórflokks. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2015 kl. 16:11

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

      Fyrir mér er ekkert sem heitir "fjórflokkur" , aðeins fjórfokkur , að vísu má fynna nokkra menn sem eru tiltölulega heilvirðir , í fjórfokknum , en þeir eru , að mínu mati , teljandi á fingrum annarrar handar.

   Að sjálfsögðu á manneskjan ekki að sitja á þingi , en ég tel engar líkur á að réttlætið nái svo langt í þjóðarleikhúinu - því miður .

Hörður B Hjartarson, 23.1.2015 kl. 16:17

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvort sem hann er fjórflokkur eða heitir fjórflokkur þá er þetta að mestu samansafn manna sem meta samtryggingu sína og völd meira en almenning og gagnsæi, hvernig svo sem þau tala.  Og já ég er sammála því að það sé hægt að telja heiðarlega stjórnmálamenn á fingrum annarar handar.  En því miður er meðvirki íslendinga svo svakaleg að þeir hlaupa alltaf í meðvirknigírinn ef taka á á spillingunni, hreint með ólíkindum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2015 kl. 19:47

8 identicon

Já satt segirðu Ásthildur. En skoðum aðeins hvernig lýðræðið er misnotað þegar kemur að prófkjörum.

Fyrir það fyrsta, þá verður þú að tilkynna í hvaða sæti þú sækist á listanum.

Ef það er ógnun við sitjandi formann og aðra í forystunni, þá ert þú skikkuð að prófkjörsnefnd að velja sæti sem henta forustinni til að komast áfram á þing.

Skiptir engvu hveru mörg atkvæði þú færð, því ákveðið er fyrirfram hverjir skulu skipa efstu sætin og þar með þú, ef í framboði ert, skikkuð til að velja sæti sem henta flokksforustunni, svo tryggt sé að þeir haldi sæti á þingi.

Lýðræðið ætti að vera eins og við lærðum í barnaskóla. Sá sem fær flest atkvæði, hann vinnur. En því miður er það ekki þannig farið, og meðan prófkjörin eru eins ólýðræðisleg og raun ber vitni, til hvers þá að hafa prófkjör..??

Að sjálfsögðu ættu kosningar í prófkjörum að hljóða uppá nöfn og fjölda í framboði og sá sem fær flest atkvæðin, fer í fyrsta sæti.

Því miður er það ekki svo. Í dag eru prófkjörin einungis til að tryggja áframhaldandi viðveru þeirra sem í forustinni eru.

Hugsaðu þér bara að SJS skuli sitja inná Alþingi Íslendinga með 199 atkvæði á bak sig..!!!

Vegna þessa, sitjum við uppi með handónýtt og úrelt stjórnmálakerfi og meðan það mun ekki breytast, verður engin breyting Íslandi til hagsbóta.

Segir allt sem segja þarf um lýðræði á Íslandi þegar kemur að pólitík.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 23.1.2015 kl. 20:00

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er rétt, þess vegna þarf að fara að huga að persónukjöri.  Og tryggja að þeir sem fá flest atkvæði almennings, ekki uppröðun flokkanna á framboðslistum verði gerð að aðalmáli.  Við höfum sáralítil áhrif á hverjir setjast á þing, eða sveitarstjórnir vegna þaulsetu þeirra sem telja sig réttkjörna til að deila og drottna, þó eru til undantekningar á þessu sem betur fer, og það þarf virkilega að hlú að slíkum framboðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2015 kl. 20:25

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæl Ásthildur -

"hann hefur aflað mikilla gagna um tilurð nýju bankanna og um hvernig stjórnvöld hafa unnið eftir hrun og hafa kannski í grófum dráttum aðallega unnið gegn íslenskum hagsmunum, það er að segja sú ríkisstjórn sem tók við 1. febrúar árið 2009,“
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður

Lekamáiið er í raun smámál þegar kemur að þessu sem Víglundur er að benda á.


Svo vil ég bæta við ummælum Katrínar Júl. þegar hún var nýsest í fjármálaráðuneytið og talaði niður okkar gjaldmiðil.

HBK hefur sagt af sér og verður nánst örugglega ekki áfram v.formaður x-d en er ekki kominn tími á að þetta fólk skoði sína stöðu eða snýsr þetta bara um hatrið á Sjálfstæðisflokknum ?

Óðinn Þórisson, 23.1.2015 kl. 21:44

11 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hefur ekkert með hatur að gera Óðinn, og það gagnvart einhverjum einum stjórnmálaflokki.

Heldur er almenningur búin að fá uppí kok af þessum hroka og almennri fyrirlitningu sem þessi "stjórnmálastétt" sýnir okkur kjósendum.

Þegar okkur býður svo við, að "REYNA" að benda á kurteislega, að þeir/þau hafi haft rangt við, þá erum við umsvifalaust rökkuð niður í kútin og allt gert til þess að láta líta út fyrir að við höfum hvorki ráð né rænu að greina á milli hvað sé rétt og rangt.

Þá erum við bara almúgin sem skiptir engvu máli og ekket mark á takandi, enda ekki kosningar á næsta leiti.

Þarf að segja eitthvað meira...???

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.1.2015 kl. 22:32

12 Smámynd: Elsabet Sigurðardóttir

spillingin er svo gríðarleg að lögmenn taka ekki að sér brot yfirvalda

Elsabet Sigurðardóttir, 24.1.2015 kl. 11:36

13 identicon

Það er sjokkerandi hversu harður lygari hún er, algerlega á útopnu að ljúga að alþingi og almenning

DoctorE (IP-tala skráð) 24.1.2015 kl. 14:31

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

"Krefjumst réttlætis og heiðarlegra stjórnmála." Er þetta ekki svolítill oximoron, getur einhver bent á heiðarlegan stjórnmálamann sem gerir stjórnmálin að atvinnu?

því miður þá er það svo að heiðarlegur stjórnmálamaður er ekki til og sem verra er að embættismannaklikan á bakvið þessa stjórnmálamenn er eru alls ekki betri, ef eitthvað er þá er embættismannaklikan verri.

þetta á ekki bara við á Íslandi heldur er þetta sjúkleiki alstaðar og i hverju einasta landi á þessari dásamlegu plánetu sem kölluð er Jörð, því miður er það svo.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 24.1.2015 kl. 20:09

15 Smámynd: Jens Guð

  Ég finn því engan stað að hún hafi iðrast.  

Jens Guð, 1.2.2015 kl. 00:44

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið, það er auðvitað meiri þörf á að krefjast heiðarlegra og gagnsærri stjórnmála þegar ástandið er þannig að þingmenn og ráðherrar njóta sáralitils trausts almennings, það er í raun og veru stórhættulegt. 

ég hef ekki séð það heldur að fyrrverandi innanríkisráðherra hafi iðrast, heldur hefur hún neitt allra bragða til að koma sér undan skömminni, nú með því að taka sér frí frá alþingi.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2015 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 2020759

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband