Blame it on Bakkus.

Björgvini er sannarlega vorkunn, og ég vona innilega að honum takist að komast upp úr sínum áfengisvanda.  En það er ýmislegt sem ekki stenst hjá honum blessuðum.  Í fyrsta lagi vil ég segja að það er enginn afsökun fyrir því sem hann gerði að hann er alkóhólisti.  Ef allir gætu bara komið því yfir á drykkju eða fíniefnaneyslu sem þeir gera, þá væri nú margur maðurinn ekki bak við lás og slá. Í öðru lagi skil ég ekki ef allt var svona upp á borðinu eins og hann segir, af hverju fór hann þá ekki réttu boðleiðina, þ.e. að tala við gjaldkera og sína yfirmenn um að fá fyrirframgreiðslu.  Það hefði verið meiri mannsbragur að því.  

Og svo þessar 14 úttektir á korti sem hann var með frá sveitarfélaginu.  

Ég er auðvitað alveg viss um að hann ætlaði að greiða þetta, en það eru svo margir sem einmitt byrja svoleiðis fá "smálán" og svo aftur og aftur.  Skuldin var jú komin upp í hálfa miljón, og var síðan í október, án þess að hann gerði hreint fyrir sínum dyrum.

Auðvitað átti hann að gera þetta upp við áramót, eða allavega láta vita af skuldinni, nema auðvitað að hann hafi "gleymt" henni eða vonast til að þurfa ekki að standa skil.

Mest er ég samt undrandi á fólki sem afsakar þessa framkomu.  Þeir sem veljast til trúnaðarstarfa eiga að standa undir þeirri ábyrgð sem þeir hafa axlað.  Og við eigum ekki að líða slíkt, því vissulega þarf almenningur í landinu að veita þeim aðhald sem þannig eru.  Þetta á jafnt við í stjórnkerfinu og sveitarstjórnarstiginu.  Um leið og við gefum afslátt þá erum við að segja að svona sé bara allt í lagi, sem það auðvita er ekki.  

Björgvin er ennþá tiltölulega ungur maður, vonandi lærir hann af þessu, stundum þurfa menn að horfast í augu við gjörðir sínar til að gera það.  Hann getur ennþá áunnið sér traust með því að vera grandvar en það er afskaplega erfitt þegar trúnaður hefur verið brotinn.  Ef hann væri valdalaus maður og ekki innarlega í Samfylkingunni (skrifist hvaða flokkur af fjórflokknum sem er)ætti hann sér ekki viðreisnar von, en flokkarnir sá um sína endalaust.  Sem ef til vill verður svo til þess að menn verða kærulausir og siðlausir, vegna þess að þeir þurfa aldrei að bera ábyrgð á gjörðum sínum. 

En ég óska honum góðs bata og betri framkomu í framhaldinu.  Batnandi mönnum er best að lifa.  


mbl.is Björgvin í áfengismeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er nú samt þannig að dómgreindarbrestur er fylgifiskur alkóhólisma og ótrúlegustu hlutir sem fólki dettur í hug. Dómgreindarbresturinn er einnig undanfari fallbrautar hjá edrú alkóhólista og stundum verri en þegar menn eru dottnir.

Það breytir ekki að menn þurfa að taka ábyrgð á sjálfum sér og fyrsta skrefið fyrir alkóhólista er að leita sér hjálpar og viðurkenna vanmátt sinn. Fyrir það fær Björgvin prik.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2015 kl. 16:01

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég segi það með að það er gott hjá honum að leita sér aðstoðar.  Bara svo það sé á hreinu  hjá mér þá virðist hann ekki hafa farið út í það fyrr en málið kemst upp. En gangi honum vel.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2015 kl. 16:12

3 identicon

Sammála Ásthildi. Tökum þetta bara saman. Fær þetta fína djobb. Fær visakort og byrjar að misnota það. Fyrst svona  smá en svo bætir hann vel í. Borgar sér svo laun fyrir framm án þess að ræða það við nokkurn mann. Svo þegar allt kemst upp og hann er rekin vegna þjófnaðar þá ber hann við þessu klassíska. " Mistök" Svo til að sleppa undan umræðuni og fréttamönnum fer hann í meðferð. Heldur virkilega eitthver að hann hefði farið í meðferð hefði þetta ekki komist upp og hann enn haft visa kotið frá hreppnum?

ólafur (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 16:38

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Björgvin þekkir sjúkdóminn, hafði farið í meðferð áður. Hann hefur eflaust vitað að hann var á rangri braut um leið og hann byrjaði að drekka aftur. Botninum var náð þegar upp hann komst, þá rankaði hann við sér. Stundum þarf eitthvað skelfilegt að gerast til að menn vakni upp við vondan draum.

Eflaust eru einhverjir sem reyna að nota meðferð sem flótta en það er ljótt að ætla öllum það. Ég efa ekki að spor Björgvins inn á Vog verða þung. Þau eru samt fyrstu skrefin inn í ljósið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2015 kl. 17:36

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég held ekki, en það er meira í þessu dæmi.  Hann var búinn að fá vinnu við blað sem ritstjóri, að öllum líkindum hafa yfirmenn þar á bæ séð sig um hönd eftir að þetta komst í hámæli. Þá verður hann að halda andlitinu og þá er ráðið að fara í meðferð.  Vonandi kemst hann upp úr drykkjufíkn því hún er erfiður djöfull, en endilega hættið þessari meðvirkni með elítufólki, ef þið eigið hana ekki til fyrir jón jónsson á götunni.  Það er bara óþolandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2015 kl. 17:36

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Gunnar það er ég líka viss um og óska honum alls góðs.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2015 kl. 17:56

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef Björgvin vildi á annað borð leggja öll spilin á borðið, er ekki hægt að ásaka hann fyrir það að hann upplýsti um öll þau atriði sem skiptu máli, og áfengisfíknin var auglýslega hluti af því. 

Ómar Ragnarsson, 19.1.2015 kl. 18:15

8 identicon

Ég finn ilm af einlægu viðtali í næsta helgarDV og svo verða allir búnir að steingleyma þessu á þriðjudaginn. 

Jón (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 18:19

9 identicon

Þetta er bara broslegur smáskammtur af íslensku fúski. Eitthvað verið að drekka og svona, tók nokkra þúsara en lét vita, smátitringur í blöðunum, smákrísustjórnun og þetta verður skuldajafnað og fjölmiðlajafnað í næsta helgarblaði.

jón (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 18:26

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Satt segir þú Ómar, málið er að hann upplýsti ekki neitt fyrr en upp komst, það er eitthvað þarna sem ég kann ekki við.  

Jón hann gæti til dæmis farið að gráta eins og Bjarni Ben. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2015 kl. 19:02

11 identicon

Alveg eins og það er bleyðuskapur að kenna áfengisdrykkjunni um glæpi sína, þá er það jafn mikill aumingjaháttur að kenna áföllum um áfengisdrykkju. Tugir þúsunda manns verða fyrir alvarlegum áföllum án þess að leiðast út í fíkn. Þetta fólk stendur í lappirnar og leysir sín vandamál, þótt það sé oftast mjög erfitt. Að leiðast út í drykkju er einmitt að neita að horfast í augu við vandamálin, neita að reyna að leysa þau.

Ég hef nákvæmlega enga samúð með drykkjusjúklingum, hvorki Björgvini né öðrum. Þetta eru veikgeðja og viljalausir einstaklingar sem alltaf kenna öðrum um mistök sín.

Pétur D. (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 19:48

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef verið óvæginn í gagnrýni á BGS en ég ganrýni hann ekki fyrir að fara í meðferð. Afar fáir gera það nema í fullri alvöru.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2015 kl. 19:54

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Pétur þú ert reyndar fulldómharður, því fólk glepst út í fíkniefnaneyslu og drykkju vegna veikleika og sumir eru háðari slíku en aðrir.  Það hefur eiginlega ekkert með mannkosti að gera.  En það þýðir ekki að menn geti kennt fíkninni um, við viljum til dæmis ekki að ökumenn sem drepa vegfarendur geti bara sagt að þeir hafi gert slík í ölæði, fæst okkar myndu taka það sem afsökun.  

Ég er sammála því Gunnar að það er gott að hann fer í meðferð, en má ég benda þér á að hann á að fara inn næsta miðvikudag, en það eru óvart 250 manns á biðlista eftir að komast inn á vog.  Svo hjá einhverjum lengist sá biðtími meðan Björgvin fær forgang. 

http://www.ruv.is/frett/thriggja-manada-bid-eftir-plassi-a-vogi Þriggja mánað bið fyrir almenning. eigum við að sætta okkur við svona mismunun?  Nei ég held ekki.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2015 kl. 22:17

14 identicon

Sæl Ásthildur.

Ekki finnst mér það trúverðugt
að fyrrum ráðherra hafi ekki átt í handraðanum
a.m.k. 500 þúsund í Bismark og Kóngabrjóstsykur
hvað þá með það sem lítillega þurfti meira við
og fer nú sem oft áður að ekki eru öll kurl til
grafar komin.Fyrirsögnin er snjöll og segir
allt sem segja þarf.

Húsari. (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 22:53

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Húsari, já þetta er allt hið furðulegasta mál.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2015 kl. 23:12

16 identicon

Ætli við þekkjum ekki öll einhverja alka, þeir fáeinu sem ég þekki eru/voru strangheiðarlegir menn sem stálu ekki frá meðborgurum sínum.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.1.2015 kl. 01:00

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú þarft að vita hvernig kerfið Vogi virkar, Ásthildur, áður en þú slærð svona biðlistafrasa út, eins sést í annarri hverri athugasemd í blöðunum.

Sá sem er að fara í fyrsta sinn á Vog þarf að jafnaði að bíða í örfáa daga. Þeir sem koma oft og ítrekað með stuttu millibili þurfa oft að bíða í einhverja mánuði. Þeir sem koma eftir fall úr margra ára edrúmennsku, komast strax inn eða eftir örfáa daga.

Vogur þarf að forgangsraða eins og aðrar stofnanir og fyrirtæki.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2015 kl. 01:14

18 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heil og sæl! Ég er ekki vön að hrökkva við er les um misferli hjá fyrrum pólitískum óvini,en að finnast fréttin vera málum blandin var nokkuð óvenjulegt. Ég hreinlega taldi að hann væri goð úr Árneshreppi,sem væri á leiðinni í svipaða fjölmiðla hakkavél og Hanna Birna.-Afhverju?<bara; Í heitasta slagnum í tíð Jóhnnu,stjórnar,var ég í eldhúsdags hörku umræðum við vinkonu, sem bjó í Skeiðahreppi í 30+ár.þar sem fallni vinurinn "dýrlingurinn"sótti sama skóla og börnin hennar.Adrei slitnaði upp úr vináttunni okkar,en næsta kaffitíma skal hún eiga púltið.-- Þessi sendibréfastíll skrifaður úr stofufangelsi passar hvergi nema hjá þér. Veistu Jón Jónsson er í kallfæri hvern einasta dag,hann andar!   

Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2015 kl. 05:20

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bjarni það er nú málið, menn eru misheiðarlegir að upplagi alkar eða ekki alkar.  

Sleggjudómar Gunnar, hvað þá með þessa 150 á biðlista eru það þá allt fólk sem kemur oft á vog?  Það getur vel verið að ég sé með sleggjudóma, en mér leiðist þegar fólki er mismunað.  

Takk fyrir innlitið Helga mín, já Jón er á hverju strái. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2015 kl. 07:32

20 identicon

Það er annars kostuglegt að sjá hvernig umræðan þróast. Snýst orðið um alkoholisma og því tengt en ekki að þessi líklega fyrrum vonarstjarna Samfylkingar hefur fallið á prófinu í annað sinn. Í Hruninu (þá ófullur að eigin sögn) virtist hann einungis vera auðmjúkur farþegi í atburðarásinni og enhvern vegin eins og utanveltu, ekki einu sinni treyst af samstarfsmönnum í ríkisstjórn.    Svo þegar tækifæri tvö býðst þá er því klúðrað svona svakalega. Viðurkennir svo ekki eigin sök þrátt fyrir skýrt dæmi um fjárdrátt.

           Nei það er sko ekki sama Jón og séra Jón.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.1.2015 kl. 08:43

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þórarinn Tyrfingsson reynir að útskýra þetta hér:

 http://www.visir.is/allt-ad-thriggja-manada-bid-a-vog--hann-fer-i-akvedinn-forgang-/article/2015150129965

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2015 kl. 12:53

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

&#132;"Þeir sem hafa forgang hérna er fólk sem ekki hefur verið hér áður. Þar á eftir kemur fólk sem er mjög mikið veikt og endurkomu fólk, sem er þá inni á bráðamóttöku og hefur farið þangað vegna sjálfsvígstilrauna eða með sýkingar, eða fólk sem er á okkar göngudeild og er mjög illa á sig komið. Þá hefur það forgang. Svo í tilfelli Björgvins þá hefur hann ekki komið hér oft svo hann hefur ákveðinn forgang,&#147; segir Þórarinn en Björgvin greindi frá því í viðtali við Herðubreið í gær að hann hætti að drekka fyrir tíu árum".

Svona í tilfelli Björgvins þá hefur hann ekki komið hér oft, svo hann hefur ákveðin forgang????  Þetta er að mínu mati kjaftæði af fyrstu gráðu.  Fyrst telur hann upp að þeir sem eru að koma í fyrsta skipti gangi fyrir, svo þeir sem eru illa farnir í sjálfsmorðshugleiðingum, svo kemur Björgvin það er búinn til sérstakur kassi kring um hann, hann hefur komið áður, og er ekki í sjálfsmorðshugleiðingum, skal maður vona. 

Nedi Gunnar minn þetta dæmi einfaldlega gengur ekki upp. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2015 kl. 17:18

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bjarni já Björgvin brást trausti um það verður ekki deilt.  En að hann eigi að hafa forgang af því að hann er sá sem hann er, er óþolandi að mínu mati. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2015 kl. 17:20

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú ert ekki að ná þessu. Þeir sem hafa verið edrú í mörg ár en falla, þurfa ekki að bíða lengi. 

Hluti sjúklinga kemur inn á Vog til að hvíla sig, en fer svo beint út í neyslu á ný. Þessir sjúklingar eiga ekki að taka pláss frá fólki sem er full alvara með innlögninni. Samt fær þessir sjúklingar alltaf séns aftur og dæmi er um fólk sem hefur farið inn á Vog 50-60 sinnum, jafnvel oftar.  Ráðgjafarnir á Vogi eru yfirleitt fljótir að sjá hvort sjúklingarnir vilja í raun hætta neyslu og taka leiðsögn eða ekki. 

Plássið á Vogi er takmarkað en læknar og starfsfólk vilja hjálpa öllum. Það er bara því miður ekki hægt alltaf, öllum stundum og þess vegna verður að forgangraða. Hvernig myndir þú forgangsraða?

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.1.2015 kl. 01:07

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gunnar minn ég er alveg með á því sem ég las út úr yfirlýsingu Þórarnins, það getur ekki skírara verið.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2015 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2020780

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband