Mjólkursamsalan og samkeppnin.

Þetta mjólkurdæmi er algjörlega úr út kú... eða þannig.  Siðblindan er algjör hjá forsvarsmönnum Mjólkursamsölunnar. 

 

hinduasidur_fornarathofn_090610

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

http://www.visir.is/-edlilegt-ad-mjolka-greiddi-haerra-verd-/article/2014709259973

Egill er formaður Mjólkursamsölunnar. Hann telur dóm Samkeppniseftirlitsins vera byggðan á misskilningi. „Samkeppnislög eru lagabálkur sem við berum mikla virðingu fyrir. Við teljum okkur ekki hafa brotið gegn neinum og að Mjólkursamsalan hafi í hvívetna farið að þeim leikreglum sem henni eru settar.“

 

Egill telur einnig að aðrar leikreglur gildi fyrir fyrirtæki innan samstæðu MS og annarra aðila á markaði. „Það skiptir máli að greina í sundur hvernig við flytjum mjólk innan samstæðunnar og þegar við seljum mjólk út úr kerfinu. Þetta er tvennt ólíkt. Það er ekkert óeðlilegt við það að selja öðrum framleiðendum mjólk á hærra verði en þegar við flytjum mjólk innan samstæðu MS,“ segir Egill. „Ég fullyrði að úrskurður Samkeppniseftirlitsins er byggður á misskilningi. Þetta er að okkar mati ný túlkun á búvöru- og samkeppnislögum.

 

 Jamm svo er nú það Egill.  Þú skilur sem sagt ekki grundvallar rök samkeppni, þar sem allir eiga að vera jafnir fyrir lögum.  Það er nú svo, og hér er svo rúsínan í pylsuendanum: 

 

Egill býður alla nýja aðila velkomna á markaðinn og segir MS ekki standa í vegi fyrir neinum að fikra sig inn á markaðinn. „MS hefur verið legið á hálsi fyrir að vera á móti öðrum aðilum í greininni, það er af og frá og við fögnum allri samkeppni. Ný fyrirtæki geta keypt mjólk beint af bændum en þá verða þeir að greiða uppsett verð fyrir hana.“ “

 

 

AR-329523229

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er nefnilega margt skrýtið í kýrhausnum Smile 

 

 

http://www.dv.is/frettir/2014/9/24/forstjori-samkeppniseftirlits-visar-asokunum-forstjora-ms-bug-ekki-med-neinu-moti-haegt-ad-fallast-efasemdir-mjolkursamsolunnar/

 

 Já einmitt, en þannig er nú eiginlega sagan um hvernig hlutirnir gerast á eyrinni...

"Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, MS, segir MS ekki hafa brotið samkeppnislög og hyggst fyrirtækið áfrýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem birt var á mánudag þess efnis að MS greiði 370 milljóna króna sekt fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Í viðtali í Kastljósi í kvöld sagði Einar að það sem setti að mönnum ugg varðandi niðurstöðuna væri meint andstaða Samkeppniseftirlitsins við búvörulögin síðastliðin tíu ár. Fyrr í kvöld greindi RÚV frá því að Egill Sigurðsson, stjórnarformaður Auðhumlu, samvinnufélags sem á 90 prósenta hlut í MS, hafi sent bændum bréf í gær vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins þar sem fram kom að MS efist um getu eftirlitsins við að rannsaka málavexti með hlutlægum hætti, vegna ítrekaðra athugasemda þess við lagaumgjörð um mjólkuriðnaðinn. MS líti svo á að Samkeppniseftirlitið sé að reyna að knýja fram breytingar á búvörulögum".

 

 Ekki er nú gott að vera uggandi yfir ákvörðunum aðila sem eiga að sjá um að fyrirtæki fari eftir lögum og reglum.  En ef til vill þarf MS ekki að fara eftir lögum og reglum. 

Og svo að lokum þetta:

 

 

http://www.ruv.is/frett/„var-aetlad-ad-reka-felagid-i-throt“

 

 

"Mjólka fékk álagningu sem Mjólkursamsalan lagði á félagið endurgreidda eftir að Kaupfélag Skagfirðinga keypti Mjólku. Þetta segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Mjólku. Ólafur M. Magnússon var gestur í Kastljósi í kvöld vegna ákvörðunnar Samkeppniseftirlitsins um að sekta MS fyrir samkeppnislagabrot. MS seldi smærri keppinautum hrámjólk á 17 prósentum hærra verði en fyrirtæki tengd MS þurftu að greiða. Það stuðlaði að því að Mjólka, félag sem Ólafur stofnaði og rak, var selt til Kaupfélags Skagfirðinga, sem á 10% hlut í MS. ÓIafur segir að þessi aukna álagning hafi numið 50 milljónum króna á fjögurra mánaða tímabili árið 2009. „Það sem mér fannst alveg grátlegt var að í samtölum mínum við Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðarkaupfélagssstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, þá segir hann mér það á einum af okkar fundum eftir söluna að Mjólkursamsalan hafi endurgreitt þennan skatt,“ segir Ólafur. Eftir að Mjólka komst í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, grei"ddi félagið lægra verð fyrir afurðina. „Það er náttúrulega alveg með ólíkindum og sýnir tvískinnunginn í þessu máli og undirstrikar það til hvers þessi skattur var ætlaður. Honum var ætlað að draga úr getu Mjólku til að standa við skuldbindingar sínar og reka félagið í þrot, segir Ólafur".

 

Já einmitt það er svona sem menn fagna allri samkeppni og vilja fá nýja aðila inn.

Hér í Bolungarvík er aðili sem hefur sérhæft sig í lactosfrírri mjólkurvöru.  Og varð afar vinsæll, en viti menn það leið ekki á löngu áður en MS var líka komið með svoleiðis mjóllk.  Auðvitað ekki til að drepa niður samkeppni, ó nei, þeir fagna öllu slíku, heldur þatta var bara svo skemmtileg uppfinning að þeir urðu að koma með hana líka.

Og nú vil ég hvetja alla til að sneiða hjá lactosfríu mjólkinni hjá MS og kaupa frekar af litla vaxtarsprotanum í Bolungarvík og fólkinu sem fattaði upp á að bjóða okkur umm á slíka afurð.  

 

thb_IMG_0465

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er nefnilega algjörlega óþolandi framkoma, og ég vona svo sannarlega að alþingismönnum beri gæfa til að slíta sig út úr vörninni við stórabróður og afnemi þessa einokun sem mjólkursamsalan hefur þrifist á alla tíð, á kostnað annara sprotafyrirtækja það er nefnilega komið árið 2014, og mál til komið að endurskoða svona viðskiptahætti.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oft er ég sammála þér Ásthildur og lang oftast sýnist mér þú reyna að byggja skoðanir þínar á málefnalegum forsendum, sjálfsagt ertu að reyna svo nú en hræddur er ég um að þarna farirðu villur vegar.   

Skoðum t.a.m. einn flöt á þessu máli.  Gefum okkur að það sé rétt sem Einar Sigurðsson sagði í Kastljósi í gær að verð mjólkurinnar sem M.S. miðlar til K.S. sé verðið sem M.S. þarf að greiða fyrir mjólkina til þess komna. Er þá eitthvað óeðlilegt við það að þegar mjólkin er seld þriðja aðila að við bætist áfallinn kostnaður vegna umsetningar innan fyrirtækisins?   Svona rétt eins og verslun sem kaupir vöru, selur hana aftur með álagningu til að mæta áföllnum kosnaði?

Hvernig má þá vera að samkeppniseftirlit og fleiri fara að tala um að neytendur séu hlunnfarnir að fá ekki mjólkina á því sama verði og K.S. þe. kostnaðarverði?   Er hugmyndin að taka hér upp einhvern ofurkommúnisma þar sem álagning er bönnuð og það að frumkvæði samkeppniseftirlitsins með mórölskum stuðningi fulltrúa verslunarinnar?   Nei auðvitað ekki og sýnir hve málið er absúrd!

Annar flötur á málinu er sá að vegna búvörulaganna þá komst íslenska landbúnaðarkerfið furðuvel undan Hruninu. Atlögum Baugsveldisins að kerfinu var hrundið sem ekki hefði verið hægt ef hér hefði mjólkurvinnsla og sala komist fyrir Hrun,  í hendur verslunarrisanna sem voru jú helstu dansararnir í Hrunadansinum.Hverskyns eftirlit, þar með talið samkeppniseftirlitið, hefði þar verið jafn vitagagnslaust og reyndist á öðrum sviðum hagkerfisins.

Þess vegna finnst mér skrýtið á sjá fólk eins og t.d. þig ágæta Ásthildur verða kaþólskara en Páfann (Hólmsteinn?) í að krefjast afnáms þess kerfis er hér stóðst blessunarlega aðsókn nýfrjálshyggjunnar og ganga þar í lið með þeim öflum og þeim hugmyndum sem þú þó hingað til hefur verið hin snöfurmannlegasta að tala gegn.

En þú ert svo sem ekki sú eina, Lára Hanna "ofurbloggari" vitnaði t.a.m. í gær í forustugrein úr Mogganum frá 2006 þar sem hamrað var á nauðsyn þess að losa um höft í landbúnaðarkerfinu og koma á "frelsi", virðist ekkert hafa lært af eigin bloggi.

Ja, það er margt skrýtið í kýrhausnum! 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.9.2014 kl. 21:51

2 Smámynd: Jens Guð

Góð samantekt hjá þér, Ásthildur Cesil. Í morgun var á Rás 2 spilað spjall við fjölda manns á götunni um glæpastarfsemi MS. Allflestir voru ósáttir og hneykslaðir. En spurðir um það hvort að þetta myndi breyta einhverju um innkaup þeirra á mjólkurvörum voru svör nánast allra: "Nei." Sumir bættu við: "Maður er vanur að kaupa MS mjólkurvörur og kaupi þær áfram"

Jens Guð, 25.9.2014 kl. 22:06

3 identicon

Svo er þetta beinlínis rangt hjá þér Ásthildur mín:  "Hér í Bolungarvík er aðili sem hefur sérhæft sig í lactosfrírri mjólkurvöru.  Og varð afar vinsæll, en viti menn það leið ekki á löngu áður en MS var líka komið með svoleiðis mjóllk"        (þ.e. að M.S. hafi komið með sömu vöru á eftir.)

1. sept. 2014 var um ár frá því að Arna kom með laktósafría mjólk, skv. því sem þeir segja sjálfir hér. https://is-is.facebook.com/pages/Arna-lakt%C3%B3safr%C3%ADar-mj%C3%B3lkurv%C3%B6rur/145967542259106    Þá hafa þeir væntanlega farið af stað í kringum mánaðarmótin ág. sept 2013.

Hér er svo frétta tilkynning frá M.S. frá 13. maí 2013 þ.e. þremur og hálfum mánuði  ÁÐUR en Arna fór í gang. Í fréttatilkynningunni kemur fram að þetta hafi verið í um 2 ár í undirbúningi. http://www.ms.is/Frettir/Frettasafn/2013/854/default.aspx

Erum við ekki alveg örugglega með staðreyndirnar á hreinu þegar við fellum dóma?    (Jens þú ættir kanski að lesa þetta líka ;-) )

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 01:12

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bjarni minn, áður en lengra er haldið, þá vil ég að það komi skýrt fram að ég hef mikið álit á bændum þessa lands, finnst íslenskar búvörur það allra besta sem til er, og er algjörlega á móti innflutningi á kjötvörum, þar sem við gætum alveg annað þeim markaði sjálf. Það þarf samt að skoða ýmis mál. Það er til dæmis eins og endalaust dekur stjórnvalda við nokkra aðila, sem hagnast á fákeppninni.

Til dæmis sláturleyfishafar sem hafa fækkað sláturhúsum í landinu, svo að það þarf að aka með skepnur landahorna á milli, sem má kalla dýraníð, þó stjórnvöld virðist loka augunum algjörlega fyrir því. Og allt gert til að hamla bændum að slátra heima, m.a. með regluverki sem gerir þeim nánast ókleyft að gera eins og norðmenn taka sig saman um sláturgáma, sem virka eins og sláturhús, þar sem hrávaran væri í héraði og fólk gæti haft betri aðkomu að nýslátruðu. Við vitum vel að það eru um það bil 14 flokkar í kindakjöti a.m.k. En þegar það er komið í sölu þá er bara einn flokkur. Stundum getur maður að vísu valið það sem kallað er "sérvalið" saltkjög og súpukjöt, en annars er öllu hrært saman.

Síðan er það Mjólkursamsalan. Það má að vísu segja að fyrirtækið sé skylt til að sækja mjólkina á alla bæi, ennþá, en hvenær kemur að því að þeir telja ekki svara kostnaði að sækja mjólk til dæmis til bænda á norðanverðum vestfjörðum? Hvað þá.

Mjólkurbúið á Ísafirði var lagt niður og nokkur fleiri, þannig að mjólkin er flutt landshorna á milli og svo aftur "heim" Er vit í svona vitleysu.

Síðan er L.Í.Ú. enn einn sérréttindahópurinn, sem hefur fengið fiskinn á silfurfati, eins og allir vita. Allt þetta er í nafni "Hagræðis" og "betri afkomu"... en bara fárra einstakra.

Þú segir " hálfum mánuði áður en Arna fór í gang. Já hálfum mánuði fyrr, er ekki hægt að segja að MS hafi vitað af því sem var að gerast í Bolungarvík og gætt þess vel að verða "aðeins á undan"?

Þei hafa alla vega haft tímann fyrir sér í fjölda ára, því það er allstaðar annarsstaðar hægt að kaupa Loctosfría mjólk. Fjölskylda mín í Austurríki kaupir einungis þannig mjólk vegna ofnæmis í fjölskyldunni.

Þetta er nú orðið ansi langt svar hjá mér en eitt í viðbót:

Nefnilega þetta:

Ólafur Magnússon, fyrrverandi eigandi Mjólku, segir Þórólf Gíslason, forstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, hafa stöðvað í fæðingu bankalán frá Landsbankanum sem hann var að reyna að tryggja Mjólku síðla árs 2009. Þá var Kaupfélag Skagfirðinga búið að gera formlegt kauptilboð í Mjólku sem Ólafur var búinn að hafna. „Það er Þórólfur sem á frumkvæði að því að reyna að eignast fyrirtækið og fer að bera víurnar í það. Ég sagði alltaf að þetta væri ekki til sölu,“ segir Ólafur.

Í byrjun ágúst sama ár hafði Mjólkursamsalan, sem Kaupfélag Skagfirðinga á stóran hlut í, hækkað söluverð á mjólk til Mjólku um 17 prósent. „Þeir taka bara þá ákvörðun að hækka mjólkina. Þetta kippti bara rekstrargrundvellinum undan okkar fyrirtæki og gerði okkur alveg rosalega erfitt fyrir. Ég óskaði eftir skýringum frá Mjólkursamsölunni en ég fékk aldrei neinar skýringar. Hún hafði þann eina tilgang að hafa af okkur fyrirtækið,“ segir Ólafur.

Það er algjörlega óþolandi að nokkrir örfáir menn geti í krafti einokunar ausið undir sjálfa sig, án þess að nokkuð sé gert til þess að afnema einokunina. Þetta á ekki að vera svona og það þarf enginn að segja mér að þetta sé gert með fólkið í landinu í huga á ást á almenningi, þarna ræður græðgin ein.

Þakka þér annars gott innlegg. En svona snýr þetta að mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2014 kl. 11:48

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að mínu mati er bændum stillt upp við vegg, ef þú hagar þér ekki, þá ertu í vondum málum.

Sama er með smábátasjómenn, þeim er stillt svona upp við vegg, því þeir eru nánast leiguliðar stórútgerðarmanna sem ráða lögum og lofum.

Við gætum öll haft það svo gott ef ekki væru svona örfáir sérhagsmunagæslumenn sem hafa þau áhrif og völd að stjórnvöld, hvaða stjórnvöld sem er hafa gefist upp á að reyna að hafa hemil á. Skuggastjórnendur sem toga endalaust í spotta, og gæta þess að menn sem ekki eru þeim þóknanlegir fái ekki tækifæri. Það er eins og Styrmir sagði eitt sinn ÓGEÐSLEGT SAMFÉLAG.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2014 kl. 11:52

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jens minn, það er einmitt þess vegna sem spillingin þrýfst svona vel, ef við værum ekki svona endalaust meðvirk þá væri allt annað upp á steningnum. Við getum haft áhrif ef við látum ekki allt yfir okkur ganga, því það eina sem stjórnmálamenn hræðast meira en andskotan er að fá ekki atkvæðin sín. Þess vegna eru þessi endalausu laumuspil og orðagjálfur sem hafa enga merkingu nema að reyna að villa um fyrir almenningi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2014 kl. 11:55

7 identicon

Það er skrítið samband M.S. við Ólaf, þeir virðast ítrekað vera hjálpa honum en fá skít og skömm í hattinn. Í mars 2008 sóttu þeir mjólk fyrir hann (þ.e. Mjólku) til bænda sem var mun hagkvæmara en að Mjólka skrölti þetta á sínum bíl http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=278077&pageId=3992060&lang=is&q=í             

  Svo þegar Ólafur var kominn með nýtt fyrirtæki, Mjólkurbúið, þá hækkaði M.S. (að eigin sögn í skýrslu samkeppniseftirlitsins) skuldaþakið hjá Mjólkurbúinu svo það gat keypt hrámjólk fyrir jólaframleiðsluna 2012, sama átti að hafa átt sér stað um páskana.

Ekki benda þessi tilfelli nú til þess að stóri aðilinn sé að reyna að knésetja þann smáa!

Hitt er annað mál að ég botna ekki baun í af hverju K.S. vildi kaupa þetta fallítt fyrirtæki Mjólku á sínum tíma.  Þar stendur nú eiginlega líka orð gegn orði þar sem M.S. segir í skýrslu samkeppniseftirlitsins að viðræður hafi átt sér stað milli K.S. og Mjólku undir lok árs 2008 um að K.S. keypti Mjólkur en Ólafur segir nú skv. Dagblaðinu að hann hafi alltaf neitað að selja. Ekki hljómar það nú sem viðræður.  

p.s. Ég sagði að M.S. hefði komið með laktosafría mjólk þremur og hálfum mánuði ekki hálfum mánuði áður en Arna kom fram með sína.  

Athugaðu svo það að ólíkt öðrum fákeppnis og einokunarfyrirtækjum eins og t.d. olíufélögunum, matvöruverslununum, tryggingafélögunum og byggingavöruverslununum svo einhver dæmi séu tekin, þá verður M.S. að sætta sig við að opinber nefnd skamti þeim verð. Þetta vill ansi oft gleymast í umræðunni að það eru tvær hliðar á einokunnarpening M.S. en bara ein hjá hinum.  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 13:09

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrirgefðu Bjarni minn, ég mislas. Samt skrýtið að þeir skyldu ekki koma þessu á markað fyrr, þ.e. áður en Arna fór af stað. Það var þarna gap í framleiðslunni, og hefði virkað betur ef þeir hefðu bara leyft þessum vaxtarsprota að vaxa og dafna, það hefði slegið úr gagnrýninni.

Þetta lítur út sem þvinguð yfirtaka á Mjólku Bjarni minn. En það er rétt sem þú segir að það er af nógu að taka í samkeppnismálum. Er það ekki líka rétt hjá mér að forstöðumaður samkeppnisstofnunar, sé sonur Páls Péturssonar á Höllustöðum? enn einn framsóknarþungaviktarmaðurinn?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2014 kl. 13:35

9 identicon

Jú ég held að hann sé sonur Páls. Kanski er hann alltaf að reyna að þvo af sér einhvern "sveita-"stimpil, áhuginn er allavega mikill að reyna að koma á samkeppni í landbúnaði bæði innanlands og erlendis frá, en almennt er ýmislegt annað heppilegra í hagkerfum en landbúnaður til að sníða inn í samkeppnisumhverfið.

En það má segja að þessi úrskurður samkeppniseftirlitsins sé svo fruðulegur að mér er farið að finnast Steingrímur J. tala af viti um málið. Ég vona að ég sé ekki orðin svona skrítninn ;-)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 14:05

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Bjarni minn þú ert alveg með fulle fem :) Hins vegar hlýtur að vera hægt að finna leiðir til að vernda landbúnaðinn öðruvísi en að gefa einhverjum fornaldarkörlum þvílík forréttinda að deila og drottna, þetta mál verður líka til þess að það fólk sem vill Ísland í ESB og frjálsan innflutning notfærir sér það út í ystu æsar því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2014 kl. 17:12

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst það óþolandi að við sem bendum á þetta mál sem alvarlegt og viljum breytingar á einokun Mjólkursamsölunnar, séum handbendi Samfylkingarinnar eða viljum landbúnaði illt.

Það er bara allt annað mál. Það verður að skoða þetta í víðara samhengi en þetta. En umræðan dettur alltaf ofan í svona hjólför og kemst síðan ekki upp úr þeim, því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2014 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2020778

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband