Hvert er sambandið milli Leningrad Cowboys og Stuðmanna?

Leningrad Cowboys er skemmtileg hljómsveit frá Rússlandi, þeir eru afar sérkennilegir útlits og spila vestræn lög með meiru. 

 Þeir hafa skemmtilega sviðsframkomu og eru eins og ég sagði með afar sérkennilegt útlit.  Hér eru til dæmis tvö lög frá þeim.  Elli minn var svo heppinn að fara á tónleika hjá þeim í Noregi og skemmti sér hið besta.

 

http://www.youtube.com/watch?v=NhIMEMDYxZE

 http://www.youtube.com/watch?v=lh_h-KdbBrE

En það fyndna er að ég var einhverntímann að skoða myndbönd frá Stuðmönnum þar sem þeir voru einmitt í svona múnderingu.  Fann það ekki á netinu, en ef einhver á mynd af þeim í svona múnderingu væri gaman að sjá það.... Jens Guð.... átt þú eitthvað svona til dæmir? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þrátt fyrir nafnið, eru Leningrad Cowboys Finnsk rokkhljómsveit.  En það spillir ekki fyrir.  Frábær hljómsveit með skemmtilega framkomu.

Stundum hef ég heyrt þá kallaða "Buena Vodka Social Club", sem er heiti af einni af nýjustu, eða nýjust plötu þeirra.

En bandið byrjaði að mig minnir sem hálfgerður brandari árið 1986, og var, að hluta til að minnsta kosti, verið að gera grín að minnkandi mætti Sovétríkjanna.   Einn af þeim sem komu að stofnuninni, var Finnski kvikmyndaleikstjórinn Aki Kaurismaki, og það var einmitt með mynd hans, "Leningrad Cowboys Go America", sem var gerð 1989, sem þeir slógu í gegn víða um heim.   Myndin varð, og er,  "cult"og er hreint stórkostleg.

Síðar, eftir fall Sovétríkjanna fóru þeir að koma fram með kór Rauða hersins o.s.frv.

Ég held að það séu ekki margir eftir af upprunalegu meðlimnum, líklega aðeins 1 eða 2.

G. Tómas Gunnarsson, 19.9.2014 kl. 04:30

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæl, Ásthildur. Leningrad Cowboys eru Finnar, ekki Rússar. Það gerir þá ennþá fyndnari :)

Wilhelm Emilsson, 19.9.2014 kl. 07:05

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið drengir, sá það reyndar á Google að þeir væru finnskir. Maðurinn minn fór einmitt á tónleika hjá þeim í Osló fyrir nokkru. Hann var afar hrifin af sviðsframkomu þeirra.

En það sem er forvitnilegast við þetta er að ég sá einmitt mynd af stuðmönnum klæddir í svipaða múnderingu, var að forvitnast um hvenær það var og við hvaða tilefni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2014 kl. 09:57

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, Àsthildur. Myndir sem G. Tómas minnist á er líka skemmtileg. Kannski getur Jens svara þessu með Stuðmenn, eða kannski bara Jakob Frímann :)

Wilhelm Emilsson, 19.9.2014 kl. 17:45

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það væri gaman að heyra um það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2014 kl. 19:07

6 Smámynd: Jens Guð

Myndin "Leningrad Cowboys Go America" er snilld. Fyrir 15 árum eða svo hitti ég á bar í Reykjavík finnskan náunga sem þekkti Leningrad Cowboys. Ég man ekki hvernig hann þekkti þá. Hvort að þetta voru skólafélagar hans eða hvort að hann hafði unnið fyrir þá eða bæði eða eitthvað.

Hann sagði mér frá ýmsu gríni í myndinni sem fólk utan Finnlands skilur ekki. Til að mynda brosir enginn Finni í myndinni. Með því er verið að gera grín að rótgrónu viðhorfi Finna: Að bros væri heimskra manna háttur (galgopalegt) og hlátur væri einungis til að hæða viðmælanda.

Þetta viðhorf er ekki í dag eftir að Finnar kynntust erlendum kvikmyndum og sjónvarpsefni.

Náunginn vildi póstsenda mér fleiri kvikmyndir með Leningrad Cowboys. Ég hélt að það væri bara kurteisishjal á bar. En löng síðar, kannski einu ári síðar eða eitthvað, kom pakki frá kauða með nokkrum heimaskrifuðum geisladiskum.

Jens Guð, 19.9.2014 kl. 23:55

7 Smámynd: Jens Guð

Á neðra myndbandinu sem þú vísar á eru LC í svörtum jakkafötum og með bindi (og einn í Elvis galla). Svo skemmtilga vill til að Stuðmenn komu einmitt fram í svörtum jakkafötum og með bindi í blábyrjun ferils.

Á hinu myndbandinu eru LC í hermannaklæðnaði. Snemma á þessari öld komu Stuðmenn fram á hljómleikum í Húsdýragarðinum íklæddir hermannabúningi. Það olli kurri. Líka vegna þess að útsetningar þóttu í því tilfelli mjög þýskar og fólk tengdi þetta við daður við nasisma. Ég man ekki betur en að Egill hafi hálfpartinn beðist afsökunar á uppátækinu siðar. Eða að minnsta kosti tekið undir gagnrýnina.

Á hljómleikum Stuðmanna í Albert Hall (í boði Jóns Ásgeirs) voru þeir íklæddir einhverskonar gamaldags herklæðnaði: http://www.youtube.com/watch?v=I6Bx_mBBL2A

Stuðmenn hafa oftar gert út á einhvern álíka klæðnað: http://www.youtube.com/watch?v=zEGTNtMY7vE

Jens Guð, 20.9.2014 kl. 00:04

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk innilega fyrir þennan fróðleik Jens, ég vissi að ég myndi ekki koma að tómum kofanum hjá þér gamli vinur :)

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2014 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband