Flóttafólk og "lekar"

Já það er erfitt að verja sig þegar svona kemur upp á.  Þetta er vont mál fyrir ungann mann og setur eflaust ljótan blett á feril hans, hvernig sem málið annars fer.

 Vandamálið hverfur ekki þó hann sé saklaus, en enginn vissa er fyrir ennþá.  Margir hér líta bara á eina hlið málsins, og láta eins og upplýsingarnar hafi aldrei farið af stað.  En það gerðist sama hver gerði það, og það verður að finna þann seka og refsa, til að svona gerist ekki aftur.  

 Þetta breytir heldur ekki stöðu innanríkisráðherra, því hún ber ábyrgð á ráðuneyti sínu, og því að svona gerist ekki.  Það er barnaskapur að segja að af því að fólkið sé hælisleitendur og af erlendu bergi brotið eigi það ekki neinn rétt.  Við höfum mannréttindasáttmála að leiðarljósi og okkur ber að sýna öllum virðingu.

Tony Osmos

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta fólk á jafnan rétt á samvistum og hamingju og hver annar.  Ljótasti leikurinn í öllu þessu máli er, ef rétt er að upplýsingunum hafi verið "lekið" til að stöðva mótmæli almennings við innanríkisráðuneytið svo auðveldara yrði að senda hann úr landi.  Það er eiginlega algjörlega óþolandi í réttarríki sem við teljum okkur vera.  Og að upplýsingarnar komi frá ráðuneyti í okkar landi er bara ekki þolandi.

Þetta er að mínu mati óþolandi, burt séð frá hvernig á málunum hefur verið haldið hingað til.  Allt tal um einelti og ofbeldi gagnvart ráðherranum og aðstoðarmönnum hans er bara rugl.  Gerir fólk virkilega engar kröfur á fagmannleg vinnubrögð okkar æðstu manna sem hafa tekið að sér að stjórna landi og þjóð?

Innanríkisráðherra hefur líka hrakist úr einu horni í annað, og orðið margsaga.  Í stað þess að víkja strax sæti meðan málið var rannsakað, þá hefur hún meira að segja skipt sér af rannsókninni, sem er mjög alvarlegt mál.  Auðvitað er ekki hægt annað en að vorkenna henni.  Hana skortir auðmýkt til að koma til dyranna eins og hún er klædd.  Hún valdi þann kostinn að snúast til varnar sem var það versta sem hún gat gert í stöðunni.  

Nú er í gangi ófrægingarherferð gegn ríkissaksóknara og umboðsmanni alþingis, til að reyna að eyðileggja þetta mál, og sumir hér eru svo bláeygðir að þeir dansa með vitleysunni, er nema von að við fáum endalaust yfir okkur óhæfa einstaklinga til að stjórna landinu?  Þeir vita sem er að þeir komast upp með hvað sem er.  Það erum nefnilega við sjálf sem viðhöldum þessu bananalýðveldi sem margir kalla svo.  

Og nú er ég ekki að tala endilega um Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk, Vinstri Græn og Samfylking fengu tækifæri og glutruðu því svo hrapalega niður að annað eins hefur ekki sést.  Þess vegna er alveg sama hvernig forsvarsmenn þar á bæ djöflast og hneykslast, við munum alveg hvernig þeir komu fram, nákvæmlega eins og ráðamenn dagsins í dag.  

Það breytist ekkert hér því miður nema okkur takist að endurnýja fólkið á alþingi svo að hægt sé að fara að skrifa alþingi með stórum staf aftur.

En almenningur vill greinilega ekki breytingar, það komu fram margir frambærilegir flokkar fyrir síðustu kosningar, margt frambærilegt fólk sem vildi virkilega bretta upp ermar og byrja ný vinnubrögð, en af öllum þeim flokkum náði aðeins einn flokkur inn Píratar, og það má sjá vinnubrögðin þeirra sem er í hróplegu ósamræmi við hina flokkana.  Þau hrósa því sem vel er gert, og skamma fyrir það sem illa er gert.  Þannig á að vinna.  

Ég segi fyrir mig ég finn hvernig andúðin rís upp í mér við hverja vandlætingarræðu þeirra Steingríms, Árna Páls, Katrínu Júl og fleiri, þau eru greinilega búin að gleyma því að þau voru hreinlega ekkert betri.  

En alvarlegast í öllu þessu dæmi er leikritið sem alltaf er samið um mál sem skipta okkur máli.  Það er aldrei komið hreint fram og hlutirnir sagðir eins og þeir eru.  Heldur er farið í baktjaldamakk, búnar til aðstæður og síðan unnið úr þeim eftir fyrirfram ákveðnum leiðum.  Þarna liggur nefnilega hundurinn grafinn.  Við finnum, skynjum og grunar að það sé verið að fara á bak við okkur, en ekkert er fast í hendi, nema þegar forkólfarnir sjálfir opinbera óvart það sem er að gerast.  

Ég ætti auðvitað ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu, þar sem ég er komin fram yfir síðasta söludag.  En samt sem áður ég á börn og barnabörn sem ég vil að geti lifað og starfað á Íslandi, reyndar er eins og er aðeins einn barnið hér á landi, hin flúinn til annara stranda.  

Ég get alveg sagt það fullum fetum að ef ráðamenn landsins kæmu fram af einlægni og auðamýkt og þyrðu að segja okkur satt, myndi þeim líða miklu betur við myndum þá fara að treysta þeim á ný.  Ímyndið ykkur hve miklu betur Hönnu Birnu myndi líða í dag ef hún hefði strax komið hreint fram, sagt frá, beðist afsökunar á lekanum og látið öðrum eftir að finna sökudólginn.  

Ég er alveg viss um að landsmenn hefðu fyrirgefið henni og hún ætti sinn póltíska feril áfram.  Þó það væri ekki nema af þeirri meðvirkni sem hrjáir okkur í allt of miklum mæli.  

Ég vil leggja til að Tony Osmos verði boðið að koma til landsins, hitta konu sína og barn og fá að búa hér.  Við höfum nefnilega nóg pláss fyrir marga ennþá.  Og þó við vissulega þurfum að skoða bakgrunn þeirra sem hingað leita, þá þurfum við líka að læra að virða fólk sem leitar náðar okkar.  Það er enginn á flótta út af engu.  Enginn ekki nokkur maður yfirgefur heimili sitt, ættjörð og ættingja sem ekki þarf á því að halda.  Það þurfum við að hafa í huga, við sem búum við frið og öryggi.  

 

Eigið svo góðan dag elskurnar.

Amma og Davíð að gera bollur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað ungur nemur gamall temur.  Heart 

 

 

 


mbl.is Erfitt fyrir Gísla að verja sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er ég alveg sammála þér Ásthildur, góður pistill hjá þér. Málið snýst nefnilega um það, hvernig það gat gerst að persónulegum trúnaðargögnum var lekið úr ráðaneytinu til fjölmiðla, alveg sama um hvern þessi trúnaðargögn voru um, það er aukaatriði.

Málaflokkslaus ráðherrann á að sjálfsögðu að hafa manndóm í sér að axla ábyrgð á sínu ráðaneyti og segja af sér, hún væri kona með meiru ef hún gerði það.

...

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 14:44

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Helgi. Það er enginn spurning um að blessuð konan á að segja af sér, og því fyrr því betra fyrir hana sjálfa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2014 kl. 16:52

3 Smámynd: rhansen

Hún skammast sin ekki ekki fyrir neitt ,alla ósannsöglina ,koma starfsmanni sinum i klandur og  flóttafólki ....Hef aldrei orðið vör við samvisku hja þessari konu ...það myndi heldur engin sem hana hefði sitja sem fastast enn og glotta á Landsmenn eftir allt sem á undan er gengið .verið sagt og gert ....það er ekki allt mjölið hreint i pokhorninu og þarf að hrista hann betur svo komi i ljós hið sanna ...strax  !

rhansen, 16.9.2014 kl. 17:43

4 identicon

Stórvinkona Marðar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir  er meðal þeirra 80 sem höfðu aðgang að þessu minnisblaði sem er ekkert annað en samtekt á STAÐREYNDUM og þótti því ekki nógu krassandi.

Minnisblaðinu var því breytt og það stílfært í anda séra Sigvalda og svo lekið til fjölmiðla til að koma höggi á Hönnu Birnu

svo einföld er þessi LeKaSaga. 

Grímur (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 17:50

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég má til með að rifja upp þarfa bloggfærslu Björns Bjarnasonar :

„ Í umræðunum um lekamálið hefur markvisst verið unnið að því að draga fjöður yfir tilefnið sem að baki því býr. Til að rifja það upp má meðal annars benda á þessa frétt í ríkisútvarpinu frá 20. nóvember 2013: http://www.ruv.is/frett/haelisleitandi-grunadur-um-mansal . Hún hefst á þessum orðum: „Lögreglan leitar enn hælisleitanda sem senda átti úr landi í gær. Útlendingastofnun synjaði manninum um hæli en hann hefur dvalist hér á landi í um tvö ár. Maðurinn er grunaður um aðild að mansali. Lögmaður mannsins fullyrðir að umbjóðandi sinni, Tony Omos eigi von á barni með nígerískri konu hér á landi og því ætti ekki að stía þeim í sundur. Konan er ein af níu nígerískum konum sem hingað komu fyrir um einu og hálfu ári. Nokkrar þeirra voru vanfærar og 7 þeirra dvöldust í Kristínarhúsi, athvarfi fyrir fórnarlömb mansals og fæddust þar þrjú börn .““

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.9.2014 kl. 17:58

6 Smámynd: rhansen

 ...Ekki segja draugasögur i björtu Grimur ...það er vonandi að einhver treysti se ekki til að þegja lengur og tali ...

rhansen, 16.9.2014 kl. 18:01

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mörður sagði frá þessu minnisblaði sem hann hafði undir höndum þegar hann kom inn sem varaþingmaður,ætti hann ekki að greina frá því hvaðan honum barst það. Ég er viss um að Hanna Birna er saklaus af því sem á hana er borið.

Helga Kristjánsdóttir, 16.9.2014 kl. 18:22

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað þarf að rannsaka þetta mál og finna sökudólgin, en það geta hvorki ég né aðrir sagt að Hanna Birna né neinn annar í ráðuneytinu sé saklaus. Það liggur ekki fyrir ennþá. Þess vegna er mikilvægt að til þess bært fólk fái vinnufrið til að skoða málin ofan í kjölinn, án afskipta frá því fólki sem liggur undir grun.

Það hefur komið í ljós að sá áburður sem borinn var á Tony Osmos var rangur, og þó hann hefði ekki verið það, þá er það bara óþolandi að það gerist á vakt ráðherra að svona umræður fari út í samfélagið.

Prédikari, það má líka segja að markvisst sé unnið að því að ómerka málflutning ríkissaksóknara og umboðsmann alþingis, og reyna að gera þau tortryggileg. Það er líka umhugsunarefni hvers vegna menn vilja fara þá leið. Það bendir bara til þess enn frekar að hér er eitthvað gruggugt í pokahorninu.

Ég vil ekki svona leynd og ég vil ekki láta ljúga að mér hvorki til né frá. Vei þeim sem það stunda hvaða nafni sem þeir nefnast. Ég vil sannleikann og ekkert annað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2014 kl. 19:37

9 identicon

Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann.

Þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann.

En láttu það svona í veðrinu vaka,

þú vitir að hann hafi unnið til saka.

**

En biðji þig einhver að sanna þá sök,

þá segðu að til séu nægileg rök.

En að náungans bresti þú helst viljir hylja,

það hljóti hver sannkristinn maður að skilja.

**

Og gakktu nú svona frá manni til manns,

uns mannorð er drepið og virðingin hans,

og hann er í lyginnar helgreipar seldur

og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur.

**

En þegar svo allir hann elta og smá,

með ánægju getur þú dregið þig frá

og láttu þá helst eins og verja hann viljir

þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.

**

Og segðu hann brotlegur sannlega er

en syndugir aumingja menn erum vér

því umburðarlyndið við seka oss sæmir

en sekt þessa vesalings Faðirinn dæmir.

**

Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd

með hangandi munnvikjum varpaðu önd

og skotraðu augum að upphimins ranni

sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.

**

Já hafir þú öll þessi happsælu ráð

ég held þínum vilja þá fáir þú náð.

Og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður

en máske að þú hafir kunnað þau áður.

(Höf: Páll J Árdal)

skiptir það máli? (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 15:26

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakk fyrir þetta innlegg, hef alltaf ætlað að fletta upp þessu frábæra ljóði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2014 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2020555

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband