Vorið kemur senn.

Vorið sem var komið hér hefur farið í frí, veðrið er samt ekkert verra en oft í apríl, en við vorum orðin svo góðu vön og héldum að nú væri bara sumarið á næsta leyti.  Nei reyndar ekki, við erum jú eldri en tvævetur ég og þeir sem eru mér innanhandar.  Smile

Vorið er samt komið hér í garðskálanum mínum og vantar bara einn sólskynsdag til að runnarnir og trén mín blómstri, þar eru kirsuberjatré, perutré, zakúrakirsuber, rósamandla, nektarína og svo eru rósirnar komnar á fullt mér til mikillar ánægju.

En það er meira að gerast hér hjá mér.  Til dæmis eru þrestirnir komnir og gera sig heimakomna, sumir þeirra vita að það er hægt að smeygja sér inn um póstlúguna, sennilega frá gamalli tíð, þegar ég fann þrastarunga og bjó um þá hér í tré í garðskálanum og þrastarmóðir tók þá að sér og fæddi þá uns þeir gátu bjargað sér sjálfir, mörg á á eftir komu þeir reglulega inn um bréfalúguna og gæddu sér á því sem hér var að fá, áður en vorið gekk í garð fyrir utan.  Þetta eru sennilega ættingjar sem afinn og amman hafa sagt þeim um kúluhúsið á Ísafirði þar sem hægt væri að smeygja sér inn um bréfalúguna til að hygge sig.

Lotta hefur margt að hugsa þessa dagana, kojarnir og gullfiskarnir eru að vakna af vetrarblundi og farnir að synda um í tjörninni, og það er voða spennandi.

IMG_4755

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég rétt missti af henni þegar hún horfði með miklum áhuga á fiskana synda þarna fyrir framan hana.

IMG_4756

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það er margt sem heillar litlar kisur á þessum tíma.

IMG_4758

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má er athyglin vakinn svo um munar.

IMG_4757

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hvað ætli það sé nú sem vekur þvílíka ágirnd og áhuga kisu?

IMG_4759

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jú auðvitað, fuglar.  Hún er ótrúlega fljót að fatta að þeir eru komnir til að fá sér í gogginn, þó hún sé stödd langt inn í húsi.

IMG_4762

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þeir eru varir um sig, snjótittlingarnir þ.e.a. s. þrestirnir eru miklu óhræddari.  

IMG_4763

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 En þeim finnst gott að fá sér í gogginn þessum elskum.  Og svo er krummi, hann er líka ótrúlegur, hann fjarlægir heilan hrygg þ.e. beininn sem ekkert væri, svo bíður hann bara eftir næstu máltíð, og ef veislan er stór, kallar hann á alla hina. 

IMG_4760

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og jólastjarnan er komin út, hún lifir auðvitað ekki af næsta vetur, en vonandi mun hún hafa það gott í sumar.

Annar er veðrið bara svona eins og það er Jorge okkar maður frá El Salvador hafði miklar áhyggjur af snjókomunni í morgun, en ég sagði honum að þetta væri slydda en ekki snjór, hann vissi ekkert hvað ég var að tala um, enda hefur hann aldrei séð neitt slíkt áður.  

  Hér erum við í mat hjá okkar elskulegu fjölskyldu frá El Salvador, í Babusas, eða hvernig sem það er skrifað.  Og hér er Jorge, Isabel og Pablo. Heart
IMG_4753

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 2020840

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband