Hræðilegt eða bara vitlaust gefið?

Ég vil nú bara segja það, að nú nýverið fyrir nokkrum dögum fengu tveir drengir hæstu einkunn í sínum bekk fyrir íslenskuverkefni.  Annar þeirra er barnabarnið mitt sem ég er að ala upp.  Hann las mikið, enda bókum haldið að honum og lesið fyrir hann alla tíð meðan hann var lítill.  Hann hefur afar góðan málskilning og var núna í dag að taka stöðupróf í ensku, sem að hans sögn gekk bara vel.

Svo það er ekki eins og strákar séu verri en stelpur endilega. 

Þetta eru bara tölur á blaði og segja afskaplega lítið um raunveruleikan að mínu mati.  Og svo má líka benda að að stelpur eru ef til vill og örugglega samviskusamari við að læra heima og koma betur út úr prófum, meðan drengir koma miklu betur út úr öllu  í sambandi við tölvur og netheima yfirleitt. 

 

Þegar eitt er tekið út úr, þá skekkist myndin.  Þannig er það bara.  

Svo má í framhjáhlaupi benda Pétri á að framtíðin liggur í tölvum og netvinnslu og þar standa strákar betur en stelpur, og mætti miklu betur hlú að því að börnin fái meiri vigt í umgengni við netið og tölvurnar.  Þar liggur framtíðin að miklu leyti.   Til dæmis að framhaldsskólar leggðu meiri áherslu á tölvuúrvinnslu og líkt fyrir ungt fólk.


mbl.is „Þetta eru hræðilegar niðurstöður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er þetta ekki málið Ásthildur; börn læra ekki eingöngu í skólunum.  Hafa foreldrar enga ábyrgð og einnig er það vitað mál að umhverfið hefur mjög mikið að segja, sköpum við foreldrar það uppeldisumhverfi sem þarf til þess að barnið nái þroska eins og það þarf????

Jóhann Elíasson, 4.12.2013 kl. 20:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg rétt að börn læra mest af lífinu sjálfu og foreldrum.  Það er þeim nauðsyn að fá kennslu í skólum einnig.  En það er bara einhvernveginn þannig að skólinn er ekki uppbyggður fyrir börn sem eru ekki að læra til að verða hámenntuð.  Öll áherslan er lögð á það að þau verði lögfræðingar, læknar eða á bókina.  En þau börn sem vilja vinna við iðngreinar eða slík, eru oftar en ekki álitinn tossar, og þess vegna hrökklast þau úr skólanum, það hefur sára lítið með foreldrana að gera.  Ég þekki svo sannarlega þó nokkrar manneskjur sem eru snillingar á allskonar sviðum, og allt leikur í höndunum á þeim, en þetta fólk hefur meira og minna hrökklast úr skólum, vegna skilningsleysis eða áhugaleysir á því að fylgja þeim eftir og gefa þeim kost á því að læra það sem þeim hentar best.  Flestir þeir sem ég þekki svona eru karlmenn.  Konur virðast komast betur frá þessu en þeir. 

Og á meðan allt iðar af lögfræðingum, viðskiptafræðingum, fjölmiðlafræðingum, og allskonar fræðingum, þá vantar menn í handverk.  Iðnaðarmenn til dæmis allskonar.  Því það er bara afskaplega lítið gert af því að mennta slíka, og til að komast inn í sumar iðngreinar þarf allskonar próf, sem hefur hreinlega ekkert með menntunina að gera. 

Það þarf að stokka upp menntakerfið og fara að snúa því að raunverulegri þörf.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2013 kl. 21:54

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Menn geta verið hámenntaðir en algjörir sauðir á allt umhverfið.  Mér er alltaf minnistætt þegar góður vinur minn greindist með krabbamein í höfði, svo fór hann í uppskurð og það var tekinn hluti af æxlinu og sett í ræktun til að fá úr því skorið um hvers konar æxli væri að ræða.  Svo þegar niðurstaðan kom þá var hann kallaður á fund læknisins og fór hann þangað og konan var með honum.  Þegar hann kom til læknisins, sat læknirinn við borð og "grúfði" sig ofan í pappíra og sagði svo loksins:  "Niðurstaðan var sú að þetta krabbamein sem þú ert með er mjög illvígt og ég reikna með að þú eigir rúma sex mánuði eftir".  Þessi maður er víst mjög fær á sínu sviði en mannleg samskipti eru greinilega ekki hans sterka hlið (svei mér þá ef mannlegu samskiptin eru bara ekki eitthvað sem ætti að vera ofan á brauð hjá honum).  Vinur minn lifði nú í rúm tvö ár eftir þetta en ég held að það hljóti að vera betri leið til þess að tilkinna svona lagað en þarna var gert.  Vantar fólki ekki að læra eitthvað um lífið og almenna umgengni?????

Jóhann Elíasson, 4.12.2013 kl. 22:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo sannarlega Jóhann er þetta dæmi um algjörlega óhæf mannleg samskipti.  Og það er sorglegt því stór hluti af lækningu er einmitt að virkja sálrænu hliðina og hjálpa viðkomandi yfir sjokkið.  Sumit fólk er afskaplega fræðilegt en algjörlega fyrir munað að koma því frá sér til nemenda, aðrir eiga afar auðvelt með að setja sig í spor nemenda og gengur betur að koma lærdómnum inn í hausinn á þeim, þó þeir séu ef til vill ekki einu sinni lærðir kennarar.  Það fer bara einfaldlega ekki bara eftir því hversu góð próf þú hefur hvernig þér gengur, ef það vantar þetta innra raunsæi þá er hætt við að ekkert gangi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2013 kl. 23:13

5 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Gæti það verið að lítill lesskilningur drengja stafi af því að þeir fá ekki að lesa bækur í skólanum sem þeir hafa áhuga á.  Ég man þá tíð þegar ég var á þeirra aldri, þyrfti ég að þýða texta sem ég hafði áhuga á lagði ég mikla vinnu í það.  Þetta snerist aðallega um farartæki á þeim tíma, og ég var jafnvel til í að leggjast yfir þýskar orðabækur til að skilja greinar í þýskum bílablöðum.  Þannig að ef drengir fá að lesa um málefni sem þeir hafa áhuga á og vinna verkefni upp úr þeim lestri, er ég þess fullviss um að þeir gefi sér smá frí frá tölvu- og símaleikjunum og öðlast skilning á skrifuðum texta. 

Kjartan Sigurgeirsson, 5.12.2013 kl. 16:47

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kjartan þetta er afar áhugaverður punktur hjá þér og ég er alveg viss um að þetta er nákvæmlega hárrétt. Það væri afar áhugavert að skoða þetta út frá einmitt þessu sjónarmiði, ég ætla að koma þessu frekar á framfæri.  Takk fyrir þitt innlegg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2013 kl. 17:09

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég veit ekkert um þessar hræðilegu tölur en reyni kannski að bæta það upp með því að gruna margt. Heimilið er sjálfsagt miklvægasta einingin fyrir hvern einstakling með fullri virðingu fyrir stofnunum.

Allavega óska ég þér innnilega til hamingju með ömmustrákinn, svona fréttir gleðja fjölskyldu og vini.

Sigurður Þórðarson, 6.12.2013 kl. 14:10

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Siggi minn <3

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2013 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2020815

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband