Vandræðin eru báðum megin við borðið þ.e.fjórflokkurinn sjálfur sem er í vandræðum og tilvistarkreppu.

Er ekki rétt að sjá hvað kemur út úr þessum viðræðum, áður en menn mála skrattann á vegginn.   Það er alveg ljóst að þar eru atriði sem ekki eru góð, eins og afstaða þessara flokka beggja til sjávarútvegsmála, þar sem þeir eru báðir og reyndar allur fjórflokkurinn á spena hjá L.Í.Ú.  Hætt er líka við að einhver vinnubrögð verði við bankamálin.

En ég held að miðað við fráfarandi ríkisstjórn sé ekkert um annað að gera en að treysta á að þeir Sigmundur Davíð og Bjarni hafi ákveðið aðhald frá almenningi um að þeir geti ekki gengið eins langt og fyrrverandi ríkisstjórnir í helmingaskiptamálum og spillingu.

Reyndar sé ég ekki að fráfarandi ríkisstjórn hafi staðið sig svo vel, þó reynt sé að skrifa söguna eftirá.  Aldrei fleiri matarþurfi íslendingar, aldrei meiri uppboð á húseignum, aldrei meiri gjaldþrot á alla kanta, skýrsla sem sýnir að miðstéttin fékk bestu hagræðinguna, ekki þeir sem mest þurftu á því að halda, það er því ekki rétt að ríkisstjórnin hafi hlíft þeim sem mest þurftu á því að halda.  Þá væri heldur ekki biðraðir í fátækraskjól, og stundum eina úrræðið að fá að liggja í fangaklefa, því það er ekki hægt að taka inn fleiri útigangsmenn.  Lengri biðraðir á heilsugæslustöðvar og það má lengi telja.

Ég verð nú líka að segja það af því menn eru að ræða skattalækkanir, að þá hefur komið í ljós að það hefur komið minna inn í ríkissjóð vegna skattahækkana ríkisstjórnarninnar sem er gengdarlaus.  Þar er því tækifæri til að lækka neysluskatta, til dæmis virðisaukaskattinn, og fá jafnframt meira í ríkissjóð með meiri neyslu. 

Það eru margskonar skattar og sumir afar flóknir, til dæmis mætti lækka skatta á eldsneyti sem nú þegar er komið út úr öllu korti fyrir landsbyggðina. 

Við eigum að fylgjast vel með, og veita aðhald, við eigum að skoða hvað þessir herramenn hafa fram að færa, þegar þeir koma sínum málum á hreint. Og við eigum að bregðast hart við ef okkar verstu martraðir koma í ljós. En það er fyrst þá sem við þurfum að skoða málin, ekki vera með ágiskanir og tröllasögur allt eftir því hvar við stöndum í pólitíkinni.


mbl.is Vandræðalegt fyrir Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2020787

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband