Síðasta útspil ríkisstjórnar?

Mér finnst raunar jákvætt að Hreyfingin skuli reyna að lappa upp á leifarnar af ríkisstjórninni, með því að gefa þeim kost á lengri setu gegn ákveðnum málum eins og skuldavanda heimilanna, afnámi gjaldeyrishafta og lýðræðisumbóta, þar er líka tillaga sem þau hafa unnið um sjávarútvegsmál og fleira sem er í hag þjóðarinnar.  Þetta sýnir þroskaða pólitík sem ég tel þau yfirleitt standa fyrir.

Málið er þó að þarna þarf að stíga varlega til jarðar.  Ef illa tekst til, getur það orðið banabiti nýs framboðs.  Það er sennilega orðið of seint að bjarga einhverju af þessum tætingi sem kallast ríkisstjórn.  Hver höndin upp á móti annari og hatur og illindi setja mark sitt á allt samstarf, og þessi illindi eru mest undan ryfjum forstætisráðherrans og altmúligráðherrans.

Þetta síðast útspil þeirra skötuhjúa með að taka Guðmund inn og gera hann að einskonar ráðherra yfir atvinnumálunum sýnir í hvaða hjólför þau eru komin. 

Nú eru allt í einu til fullt af peningum, en þeir peningar eru reyndar sýnd veiði en ekki gefinn.  Að heyra forsætisráðherra segja að auðvitað kæmu fleiri að þessu borði, því þetta væru svo góðar tillögur.

Nú er ágætt að hrökkva allt í einu í gang með gylliboðum.  En einhvernveginn sýnist mér að þetta líti vel út á blaði, en sé ekki beint til framkvæmda.  Þetta var nú líka allt heldur loðið.  Hvað er til dæmis grænt hagkerfi?

Og til hvers á að nota peningana?  Jú það á að efla ferðaþjónustu, skapandi greinar? hvað sem það nú þýðir, efla vísindasjóði og menntun, flýta Dýrafjarðar- og Norðfjarðargöngum.

Nú er ég ekki á móti þessum framfaramálum síður en svo, en afsakið að mínu mati er hér allt á eina bókina lært.  Þetta er eins og með snjóflóðavarnirnar hér fyrir ofan mig, það átti að skapa tímabundinn störf verktaka, a la pissa í skóinn sinn.

Nú þegar er ferðaþjónusta í fullum gangi og meira að segja farið að hafa áhyggjur af náttúruperlum landsins, að það sé jafnvel orðið og mikill átroðningur nú þegar.  Hvert á þá að beina þessari nýju stefnu? 

Hvað er það sem nefnist skapandi greinar?

Meðan öllu skólastarfi er haldið í herkví niðurskurðar á að auka vísindamenntun, hvernig væri að byrja á byrjuninni.  Ef upphaf skólagöngu er ábótavant verða engir vísindaspekulantar til, á þá að flytja þá inn?  Segi svona.

Það var aumkvunarvert að hlusta á Dag í kastljósinu eins og þroskur á þurru landi, reyna að koma einhverju viti í þetta með allskonar froðusnakki. 

Ég vil sjá nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi.  Ég hallast til dæmis að því að framlag Hreyfingarinnar til þess máls sé merkileg og góð.  Ég vona að þau gefi ekki afslátt af sinni sannfæringu í því máli.  Eða hvernig væri nú að nota þessa peninga til að kaupa kvótann af útgerðarmönnum, til að endurleigja þeim hann, það væri eitthvert vit í því.

Án þess að ég hafi hugmynd um það, þá hef ég grun um að ástandið sé svona, því menn vilja ekki hleypa Framsókn og Sjálfstæðismönnum aftur að kjötkötlunum.  Ég skil það svo sem vel.  Það hefur ekki gleymst allt sem þá gerðist með vinavæðingu og klíkuskap.

Málið er að þessi stjórnvöld eru bara ekkert skárri með það, en miklu verri verkstjórar. 

Þetta útspil segir mér bara að þau eru virkilega farin að óttast um sinn hag Jóhanna og Steingrímur, með ESB hangandi út um gluggann og orðíð þvílíkt vandræðamál að það er ekki einu sinni nefnt lengur.  Sennilega gengur ekki alveg nógu vel að tjónka við Hreyfinguna, sem vill koma sínum málum áfram eins og skuldavanda heimilanna, og sínu sjávarútvegfrumvarpi, en á því hefur Jóhanna engann áhuga, það hefði Hreyfingunni átt að vera ljóst strax um áramótin, þegar þau fengu engin trúverðug svör.  Enda verður að segjast eins og er að forsætisráðherrann lofar og lofar, en það kemur aldrei neitt út úr því.  Hvernig ætlar Hreyfingin þá að treysta því að ef þau verja ríkisstjórnina falli að hún framkvæmi loforð sín?   Þar stendur ekki steinn yfir steini.

Ég hallast að því að nú séu öll sund að lokast og þá er gripið til þessa ráðs, gamla Ísland með stórkostlegum kosningaloforðum, til að fólk gleypi við og fyrirgefi úrræðaleysið s.l. þrjú ár.  En... þetta er of handahófskennt of almennt orðað og of seint.


mbl.is Skuldamálin að fara að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það ríði enginn feitum hesti frá því að koma nærri þessari Ríkisstjórn, frekar en Samspillingunni yfirleitt.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 12:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er hrædd um að það sé rétt hjá þér Kristján.  Ég fæ alla vega einhverskonar óþægindatilfinningu í hvert sinn er þau birtast.  Ég get ekki að því gert og finnst það frekar sorglegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2012 kl. 12:55

3 identicon

Það er hæpið að það náist einhver sátt í skuldamálin með þessa stjórn sem búin er að lofa eigendum skuldana friði við innheimtuna. En þeir stjórnmálaflokkar sem eru ekki að eyða öllum sínum tíma í að reyna að losa þjóðina við ríkisstjórn sem tekið hefur þátt í efnahagslegri árás á heimili og fyrirtæki landsmanna eiga að finna sér eitthvað annað en pólitík að sýsla við.

Í þessum orðum felst engin ósk um að koma sjöllunum aftur til valda. Í sannleika satt þá sé ég engan mun á einkavæddu eða ríkisvæddu þjófræði. Aðalmálið er að losna við þjófræðið en ekki hver það er sem hefur ávinning af því.  

Seiken (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 19:11

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég get tekið undir það að það er vonlaust að tjónka við Jóhönnustjórina.  En það er samt ákveðin þroski að reyna að koma sínum málum fram með þessum hætti.  Enda á ég von á því að það strandi á viljaleysi Jóhönnu. Hún hefur engan áhuga á að leysa skuldavanda heimilanna, né koma á meira lýðræði, hún er nú einu sinni svartasta íhald þ.e. vill hafa allt í sinni eigin hendi og stjórnar með svona hótunarpólitík.  Ef þið gerið ekki eins og ég vil þá.......

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2012 kl. 19:37

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún er uppfull af frekju og yfirráðasemi þessi kona og er svo sannarlega að sýna það nánast á hverjum degi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2012 kl. 19:38

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má vera að hugur Hreyfingar sé góður, en að halda að þau nái einhverju fram með samstarfi við þessa ríkisstjórn er í besta falli barnalegt. Þá ætti Hreyfingi að vita að Jóhönnu er ekki treystandi. Hún er glöð á loforðin en minna fer fyrir efndum.

Ef þingmenn Hreyfingar meina virkilega það sem þeir segja, að þeir beri hag lánþega fyrir brjósti, stæðu þeir frekar að því að koma þessari ólánsríkisstjórn frá. Stæðu að vantrausttillögu. Einungis með kosningum og nýju fólki á Alþingi er von til að eitthvað gerist!

Þá er ljóst að þessar tillögur, sem kenndar eru við vinina Dag og Guðmund, munu ekki komast til framkvæmda fyrr en á næsta kjörtímabili. Í ljósi þess er ekki hægt að líta þær öðrum augum en kosningaloforð. Þá er fjármögnunin vægast sagt hæpin og ekki trygg í hendi, jafnvel þó allt gengi upp hjá Jóhönnu. Hún verður ekki í næstu ríkisstjórn og ekki heldur Steingrímur. Það eru engar líkur á að þau verði einu sinni á Alþingi eftir næstu kosningar. Því er bæði framkvæmd og fjármögnun þessara tillagna einungis kosningaloforð.

Jóhanna hefur áður boðað störf fyrir landsmenn, henni fer einstaklega vel að plata atvinnuleysingjanna og leika sér að tilfinningum þeirra! Ef öll þau loforð hefðu verið efnd, væri hér ekkert atvinnuleysi, þá væri ekki fólksflótti af landsbyggðinni til Reykjavíkur og þaðan svo úr landi. En ekkert af loforðum Jóhönnu hafa gengið eftir. Er einhver ástæða til að ætla að svo verði nú?

Heldur Hreyfingin að þeta loforð Jóhönnu sé eitthvað heilagra en önnur frá henni?!

Hreyfingin á að taka sér stöðu með þeim sem vilja kjósa nýtt fólk á Alþingi. Einungis þannig getur hún og þeir sem leggja lag sitt við þann flokk, átt einhverja von um endurkomu á þing. Með fylgispekt við núverandi stjórnvöld, jafnvel þó góður hugur liggi að baki, mun Hreyfingin ekki eiga neinn möguleika í næstu kosningum!

Gunnar Heiðarsson, 19.5.2012 kl. 19:47

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég held að þau meini vel, en það er bara ekki hægt að treysta Jóhönnustjórninni, það er löngu reynt.  Ég held að stjórnmálin hafi aldrei verið eins flókin og nú, og traust almennings á alþingi og ríkisstjórn veri minna en nú.  Enda hafa þau Jóhanna og Steingrímur farið fyrir í hatursumræðu og dónaskap sem aldrei fyrr.  Ég fyrirlít svona vinnubrögð af mínum hjartans innstu rótum, segi og skrifa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2012 kl. 22:19

8 identicon

Er hreyfinigin að fara að makka við ríkisstjórnina? er hún ekki bara að lofa því að verja ríkisstjórnina falli ef ríkisstjórnin leysir skuldavanda heimilinna, verkefni sem hreyfingin var kosin til, en Ríkisstjórnin ætlar ekkert að leysa skuldavanda heimilanna það veit hreyfingin jafnvel og við hin. Er hreyfingi ekki bara að ná sér í vígstöðu með þvi að setja Ríkisstjórninni skilyrði sem Ríkisstjórnin hvorki getur né vill ganga að, gott og vel ríkisttjórnin fær að taka pokann sinn og hryfingin hefur fengið uppreins æru og getur gengið tið næstu kosninga með bros á vör.  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 22:36

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eg vona að svo sé Kristján.  Það getur vel verið rétt.  Ég hef trú á að þau vilji standa við sín prinsipp.  Þetta var gott hjá þeim að skerpa á hlutunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2012 kl. 22:49

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hreyfingin varð að skreyta gjörðir sínar,sem hún er svo sem ekki að efna til í dag,það er að verja ríkisstjórnina falli. Það varð að samkomulagi í ráðherrabústaðnum.

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2012 kl. 00:17

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var viðstödd þar sem Margrét og Þór Saari voru spurð um þetta atriði.  Þau sögðu það af og frá að nokkur díll hefði verið gerður þá.  Og sögðu að ríkisstjórnin hefði ekki haft nokkurn áhuga á skuldavanda heimilanna.  Þess vegna óttast ég að þetta sé einhver leikur hjá Jóhönnu til að bjarga sér og ríkisstjórninni, vona bara að Hreyfingin gæti sín á krókaleiðum og fláræði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2012 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2020814

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband