Heimsókn á slóðir John Wayne.

Í dag er veðrið frekar leiðinlegt.  Í morgun snjóaði, en nú er farið að rigna, ég vildi að Veðurguðinn gæti ákveðið sig, hvað hann ætlar að gera, þetta hringl er mjög leiðinlegt.

En ég var að hugsa að það væri prýðilegur dagur til að setja inn næstsíðustu færsluna mína af Mexicoferðinni.   

01-IMG_1548

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fórum út að labba eftir kvöldverðinn í miðbæ Durango.  Það var að vísu ískalt, en fjör allstaðar.  

02-IMG_1549

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Húsin eru fallega upplýst, okkur var ráðlagt að vera ekki lengur úti en til hálf níu, því það er ekki hættulaust að vera úti of lengi.  En við urðum svo sem aldrei vör við neitt ljótt.  En allur er varinn góður.

03-IMG_1555

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á kirkjunni er skjöldur þar sem minnst er á Kötlugos sem olli veðrabrigðum um allan heim.  

 

 

04-IMG_1554

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var virkilega gaman að rölta um bæinn.

05-IMG_1556

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún er glæsileg dómkirkjan þeirra.  En við ætlum ekki að stoppa lengi úti við þvi við ætlum í smáferð á morgun á búgarðinn þar sem allar myndir Johns Waines voru teknar upp á sínum tíma, enda er hann mikil hetja hér.

06-IMG_1557  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En samt smápöbbarölt.  Við vorum farin að spyrja hvort það væri til þrjár tegundir áður en við settumst inn.  Sem sagt bjór, rauðvín og kóka kóla.  Þið trúið því ef til vill ekki, en við þurfum að leita þónokkuð þar til við fundum pöbb sem seldi allt þetta kiss

07-IMG_1563

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En morgundagurinn reis og við fórum niður á torgið, rútan sem við ætluðum að fara með á búgarðinn hékk saman á lyginni held ég.  En við vorum samt spennt að fara á búgarðinn.

08-IMG_1565

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fararstjórinn tilbúinn.

10-IMG_1568

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innfæddir tilbúnir í ferðina.

11-IMG_1578

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komumst á staðinn klakklaust. laughing

12-IMG_1579

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kunnuglegt umhverfi úr gömlum cowboymyndum.

13-IMG_1580

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þó við kæmum tiltölulega snemma var samt kominn biðröð í miðasöluna.

14-IMG_1582

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér vantar ekki skiltin. 

15-IMG_1584

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Inngangurinn er eins og kvikmyndaklippa.  

16-IMG_1585

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Margt forvitnilegt að skoða hér.

17-IMG_1586

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veit ekki alveg hvaðan þessi elska kemur, en hann líkist mest írskum smáhesti.

18-IMG_1589

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér er bærinn þar sem þetta allt gerist.  Og hér er verið að "taka upp mynd" til sýningar fyrir gesti. 

19-IMG_1590

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér mun Jón Væni eiga mörg spor. 

20-IMG_1591

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér var allt til staðar, uppáklæddir þorpsbúar, indíjánar, bankaræningjar og illmenni. 

21-IMG_1593

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og auðvitað knapar á hvítum hestum. 

22-IMG_1594

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kameran gengur og leikstjórinn segir brandara, sem eru því miður á spænsku, svo við Elli getum ekki hlegið með. 

23-IMG_1598

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna má sjá löggur og allskonar fólk.

24-IMG_1601

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það má ekki vanta hestana sko!

25-IMG_1602

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann pósaði svo fyrir mig hehehe.... En áður höfðu fjórir ræningjar riðið á harðastökki um aðalgötuna.

26-IMG_1608

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og nú eru indíjánarnir komnir á svæðið.

27-IMG_1610

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vilta vestrið eins vilt og það getur orðið. 

29-IMG_1612

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var orðið svolítið langt þetta prógramm, svo við ákváðum að koma okkur aftur niður í borgina.  En rútan átti ekki að fara fyrr en eftir klukkutíma, svo við þurfum að koma okkur heim öðruvísi. 

30-IMG_1614

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem betur fer gátum við látið hringa í leigubíl og þannig komið okkur heim, því eins og þið sjáið er okkur farið að kólna.  En mikið var gaman að komast á slóðir Jóns Væna.  

Og hér eru svo engar reglugerðir eða eitthvað Evrópustaðlakjaftæði, hér er bara byggt með því sem til er á svæðinu.

 

John_Wayne_-_1961

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svarthvíta hetjan John Wein. 

 

 

En ég vona að þið hafið haft smá gaman af þessari sögu.  Ágætt svona í rigningunni, en hér er samt ekkert rok komið. En eigið góðan dag.  kiss

 


Bloggfærslur 2. apríl 2017

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2020805

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband