Ferðasagan mín.

Ferðin okkar Ella gekk vel suður, vegirnir voru góðir alla leið.  

01-IMG_0654

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og tússfjöllinn eru svo falleg.

02-IMG_0655

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meira að segja Steingrímur tók vel á móti okkur, og um þetta leyti er venjulega miklu meiri snjór en núna.

03-IMG_0658

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við vorum búin að hafa mikið fyrir því að sækja um ESTA  það er visa til Canada, okkur var sagt að eftir áramótin yrði þess krafist.  En í flugvélinni þurftum við að fylla út þetta venjulega. Svo kerfið er sennilega ekki komið í gang, en við borguðum samt 7b dollara per mann í þessari umsókn.  En inn komumst við og sluppum sem betur fer við biðraðir.  Síðast þegar við komum þurftum við að bíða klukkutíma úti í flugvél, en þetta gekk betur núna.  

 

04-IMG_0659

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kuldalegt um að litast í Keflavík. 

05-IMG_0660

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flogið yfir Grænlant, sem er afskaplega fallegt að líta á.

06-IMG_0663

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komin yfir til Canada.

07-IMG_0665

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já í flugstöðinni í Toronto, hér er trendið að allir matsölustaðir eru með IPAD, og það er pantað í gegnum síma eða netið.

Við höfðum pantað hótel vegna þess að við komum síðdegis til Toronto, en þurftum að fara mjög snemma í flug morguninn eftir.  Í Toronto var 7 °frost.  Okkur hafði verið sagt að það kæmi skutla að sækja farþega.  Hótelið heitir Comforth inn, airport West.  þegar skutla með þessu nafni kom, hljóp ég til, en ökumaðurinn sagði mér að við værum ekki á þessu hóteli.  Það gekk svo um nokkra hríð og við vorum að drepast úr kulda og þegar sama skutlan hafði komið þrisvar, gáfumt við upp og tókum leigubíl.  En frú Ásthildur sem hafði pakkað öllu niður, skrifað tossamiða og alles, hafði sett útprentað blað með nafni og heimilisfangi hótelsins í töskuna sem á að fara með til Evrópu, svo hún var ekki með kiss Svo við vorum ekki með heimilisfangið, sem betur fer hafði ég þó skrifað nafn hótelsins á blað.  Þá var að ná í leigubíl, það þurfti að bíða í röð, því það var bara ekki hægt að pikka upp slíkan.  Fengum loks leigubíl og sýndum honum nafnið á hótelinu, en hann vissi ekkert hvað það var, greinilega, jæja sagði Elli nú ekur hann okkur eitthvað út í buskan og við sjáumst ekki meir.  En svo ók hann okkur á eitthvert hótel, og við fórum bara út og inn í móttökuna.  Þar var elskulegur maður í móttökunni og þegar í ljós kom að við vorum á röngu hóteli, hringdi hann í það rétta, og fékk staðfest að við værum bókuð þar. Þá var bara að taka annan leigubíl og nú með heimilisfangið rétt.  Fyrir utan var svo leigubíll, ungur skemmtilegur maður sem sagði að hann hefði séð okkur koma þarna og svo aftur út.  Þetta hótel er ekki langt héðan, bara handan við hornið, en okkur var orðið svo kalt að við sögðumst samt vilja að hann skutlaði okkur. 

Við vorum bæði svöng og köld loksins þegar við komum á hótelið, sem betur fer var matsölustaður í hótelinu,  þegar við höfðum aðeins jafnað okkur fórum við svo og fengum okkur fish and ships.  Og svo beint í rúmið, því við þurftum að vakna kl. 3 um nóttina til að komast á flugvöllinn, þar sem við áttum að fljúga til Minneapolis.  Skutlan kom svo kl. 3.45 og það var bara troðið í hana fólkinu eins og fé, sumir þurftu að standa.  'Eg er ekki viss um að það hefði gengið heima, þó ekki væri leiðin löng.

Sem betur fer vorum við tímanlega, og þó enginn væri biðröðin, þá var tékkið all svakalegt, ég taldi mig vera með svona ESTAvísa, en lentum í vandræðum þar líka, þurftum að fylla út enn eina skýrsluna um allt þetta með hvar og hvenær og allt það.  Við fórum svo í gegnum svona 5 - 7 leitarstöðvar og tékk áður en við komumst að vélinni.

08-IMG_0669

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á leið til Mazatlán.  Það var snjór langt niður eftir USU. Eins og ég sagði var 7°frost í Toronto, en í Minneapolis var 24 °frost.

09-IMG_0671

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við hjónin vorum að furða okkur á þessum hringlaga blettum.

10-IMG_0672

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sérstaklega hér, getur einhver frætt mig um hvað hér er verið að rækta?

11-IMG_0674

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þegar við nálguðumst Mexico var ekki lengur snjó að sjá.

12-IMG_0675

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Held einhvernveginn að hér fljúgum við yfir Copper Canyon.

13-IMG_0678

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mazatlán og hér komum við ðí 24°hita, ekkert smá mismunur á kulda og hita.

14-IMG_0679

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristín mágkona og Jaime mætt á flugvöllinn til að taka á móti okkur.

15-IMG_0680

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta hafði gengið bara vel þrátt fyrir allt, og við vorum komin.  

16-IMG_0682

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjá katólikkum og orthodox er þrettándinn eiginlega meiri hátíð en jólin.  Þá koma vitringarnir þrír og færa gjafir.  Það er líka siður að fjölskyldan borðar saman og drekkur súkkulaði og kökur.  Þessar kökur eru spes, vegna þess að inn í þeim er eitthvað, í þessu dæmi engill, en annarsstaðar eins og til dæmis í A_Serbíu er mandla eða eitthvað slíkt.  Sá sem fær engilinn þarf að bjóða öllum við stöddum í veislu viku síðar.  Hér er Kristín með yngsta barnabarnið sitt, yndislega litla stúlku, dóttur Jaime Elíasar.

17-IMG_0685

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru báðar ömmurnar stoltar með litlu prinsessuna.

18-IMG_0686

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jaime Elías sker kökuna og nú er að sjá hver fær engilinn. 

19-IMG_0689

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá Önnu eiginkonu Jaime, Rósu Maríu systir hans og jaime, Elías og Jaime faðirinn, faðir Önnu og systursonur. Yndislegt kvöld Mujo gracias smile 

20-IMG_0694

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo fórum við niður á torg, þetta er aðaltorgið í Mazlán, allt skreytt ofboðslega fallega, en þar sem þetta var síðasti dagurinn sem skrytingarnar voru, ákváðum við að kíkja við og upplifa fegurðina.

21-IMG_0696

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er sko mikið í lagt, það get ég sagt ykkur.

22-IMG_0697

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi unga kona býr til fallegar styttur úr laufum úr maisplöntum. Og gerir svona fallegan klæðnað á þær líka.

24-IMG_0700

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og ekki vantar jólapakkana á svæðið. 

25-IMG_0703

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér var mikill mannfjöldi og margir sátu og nutu bæði veðursins og matarins.

 

26-IMG_0705

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við ætlum ekki að láta þessa tónleika fram hjá okkur fara, það er nú þegar búið að kaupa miða, og allt er uppselt. Hlakka til. En við vorum líka ákveðin í að fara aftur þarna kvöldið eftir.

27-IMG_0708

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Patíóið hennar Kristínar, og sjáiðið bara Bouganvillea eða þríburablómið hvað það er fallegt. 

28-IMG_0714

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fórum og fengum okkur hádegismat niður við ströndina. Hér eru dúfur í aðalhlutverki, þær kláruðu á svipstundu allar leifar af næsta borði, þær voru jafnvel svo kræfar að stela sykurbréfum sem voru óvarðar sumstaðar.

29-IMG_0717

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er bara yndislegt líf, segi og skrifa.

30-IMG_0718

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rosa María og Fernanda komu í heimsókn, Fernanda er læknir yndisleg stúlka eins og þau eru öll, 

31-IMG_0720

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru þær þrjár amman, mamman og unglingurinn.

32-IMG_0721

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afinn og unglingurinn.  

33-IMG_0729

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kósý kvöld á patíóinu í Jesúgötu.

34-IMG_0734

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér erum við aftur komin niður á torgið, og í þetta sinn til að fá okkur að borða.

35-IMG_0741

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sagði ykkur það, þetta er dásamlegt líf. 

36-IMG_0743

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég og Rosa María.  

 

37-IMG_0745

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jaime og Elías, þeir ná rosalega vel saman, Jaime talar bara heilmikla íslensku, svo þeir mágarnir geta alveg ræðst við.  

38-IMG_0748

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna spilaði hljómsveit, sennilega fjölskylda, ungur drengur og sennilega mamma hans sööngkonan og tveir gítarleikarar, annar sennilega pabbinn og hinn í ættinni.  En þau voru flott.

39-IMG_0754

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Maturinn hér er góður, hér er mikið um rækjur og ostrur og annað sjávarfang, þar sem Masatlán er fyrst og fremt fiskibær, þó túrismninn hafi tekið yfir.

40-IMG_0759

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og já, Ég keypti brúður af þessari hagleiks konu. 

41-IMG_0765

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elli tók þessa mynd, var að spá í hvað þeir væru að skoða piltarnir.

42-IMG_0771

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það var auðviað matseðilinn laughing

43-IMG_0780

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að borða morgunmat.  Það vantar ekki. við erum eins og kóngafólk hjá elskulega fólkinu okkar.

44-IMG_0787

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ströndin er bara svona tuttugu mínútna gangur frá heimili Jaime og Krístínar.  Það kostar 15o pesó að leigja stóla og sólhlíf. Og svo er bókin ómissandi.

45-IMG_0796

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Falleg og hrein strönd sjórinn ylvolgur, bara dásamnlegt.

46-IMG_0811

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það voru meiri veisluhöld eftir, fjölskyldan öll kominn í Jesúsgötu.  Þetta er Mark maðurinn hennar Rosie, hann og Elli ná líka vel saman, enda er Mark frábær drengur og duglegur. 

47-IMG_0815

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Búið að setja upp borð og stóla fyrir veisluna og systurnar spila saman. 

48-IMG_0825

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Maturinn ekki af verri endanum rækjur og meðlæti, hér eru systurnar og Anna. 

49-IMG_0831

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áhugasamir karlarnir skoða myndir frá Íslandi og Noregi.  Þar sem þeir allir eiga sameiginlega fjölskyldu.

50-IMG_0838

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi litla dúlla er uppáhald allra í fjölskyldunni, hér ef afi að gefa henni pela.

51-IMG_0840

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brosmild og yndisleg fjölskylda og það er bara svo gott að finna að maður tilheyrir henni.  

52-IMG_0841

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það er svo sannarlega gott að eiga þetta fallega og góða fólk að.  

En nú er ég búin að segja það mesta sem á dagana hefur drifið frá því að við lögðum af stað.  Ég vona að þið hafið notið ferðalagsins.  Hér eru allir farnir að sofa og ég sit hér ein í Patíóinu og skrifa þetta, fékk mér örlítið af Tequila og skemmti mér vel við að ryfja upp ferðasöguna. 

Góða nótt elskurnar.  cool

......


Bloggfærslur 10. janúar 2017

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband